Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 13. febrúar 1952 \ Dagskrármál landhú naðarms: Lánsmöguleikar bæuda og áætlun úm útflutning dilkakjöts Árið 1946 voru samþykkt lög á Alþingi, sem mörkuðu þáttaskil í lánastarfsemi til landbúnáðar- framkvæmda. Voru þaðdög;nr. 35 1946, lög uni landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveituni. Undir lög þessi heyrir: Land- nám ríkisins, byggingasjóður, endurbygging íbúðarhúsá í sveit- um, byggðahverfi, nýbýli og teiknistofa landbúnaðarins. Landnám ríkisins hefur bað hlutverk að veita fé til undir- búnings byggðahverfum í sveit- um eða til nýbýla. í þessu skyni fær landnámið 2V> millj. kr. úr ríkissjóði, órlega, í 10 ár, fra samþykkt laganna. Byggingasjóður hefur sama framlag úr ríkissjóði samkvæmt lögunum — 2V2 millj. kr. á ári — Byggingasjóður veitir lán til endurbygginga á íhúðarhúsum og til íbúðar- og peningshúsabygg- inga á nýbýlum .Samkvæmt lög- unum má lána til bygginga allt að 75% af byggingakostnaði, gegn veði í jörð, lóðum eða húsum. — Vextir eru 2% og lengsti láns-: tími ór 42 ár. Lán úr bygginga- sjóði haía yfirleitt verið veitt með jöfnum afborgunum og er þá jöfn ársgreiðsla, vextir og af- bcrgun, 3Vz% af lánsíjárupp- hæðinni. Af 100 þús. krónum er aíborgun 3.500 kr. á ári (afborg- un og vextir) með 42 ára láns- tíma. , Lán úr byggingasjóði eru tví- mælalaust mjög hagstæð, en gall- ir.-n hefui' verjð sá, að. sjóðinn hefur skort mjög tilfinnanlega lánsfé. Stjórn sjóðsins hefui' því m. a. gripið íií þeirra ráða, að miða lán úr sjóonum við ákveðna upphæð, t. d. 45 þús. krónur til íbúðarhusa, hvort sem þau kosta 100 eða 200 þúsund. Hliðstæð takmörk hafa verið á lánsfé til útihúsabygg- inga. Þegar um er að ræða mikl- ar byggingai' á stærri jörðum, hrökkva þessi lán hvergi nærri til, þegar kostnaður skiptir hundruðum þúsunda. Síðastliðið ár hafði bygginga- sjóður um 9 milljónir til útlána, en mikið vantaði á að lánbeiðn- um væri fullnægt. Þennan sjóð þarf því að efla stórlega að láns- fé, svo að hann geti starfað á þeim grundvelli, sem honum var ætlað, að hann geti lánað allt að 75% kostnaðar við framkvæmdir, enda sambykki Teiknistofa land- búnaðarins tilhögun bygginga. Byggðahverfi hafa að ýmsu leyti sérstöðu, en að þessu sinni verður ekki rætt um byggða- hverfin. Sem framhald af lögunum um landnám og nýbyggðii' voru sam- þyldct lög um Ræktunarsjáð ís- Iands, nr. 66 1947. Rækíunarsjóði er ætlað það hlutverk að lána til ræktunar- framkvæmda,' bygginga jjenings- húsa, áburðarhúsa, heyhlöðu- bygginga, bæði fyrir þurrhey og vothey o. fl. Til framkvæmda, sem njóta framlags samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna, fæst allt að 30% af matsverði fram- kvæmdanna, svo sem til ræktun- ar, byggingu votheysturna, áburðarhúsa o. fl. Til bygginga á fjósum, fjárhúsum og annarra útihussbygginga yfirleitt má sjóðurinn lána allt að 69% af éðlilegu kostnaðarverði. Vextir af lánum eru 2Vz%, og Iánstíminn er 5—25 ár. Lánin eru ýfii'Iéitt með jöfnum afborgun- tíin, hvort sem.þau eru til fárra eðn margra ára. Tryggingu fýiár lánunum má setja hvers konar fagteignir, sem ekki eru veðsettar annars staðar ncma þá hjá opin- berum sjóðum. Árið 1951 hafði sjóðurinn um 15 millj. kr. til útlána. Samkvæmt upplýsingum Ililmars Stefáns- sonar bankastjóra, í Tímanum 19. jan. sl., hefur Ræktunarsjóður og Byggingasjóötw lánað um 60 millj. kr. samtals til búnaðar- fi'ámkvæmda, frá stofnun sjóð- anna. Hversu. mikið fé.v.ecður til útlána á þessu ári.veit eg ekki, en mál þessi eru nú mjög á dagskrá. Trygging mun vera fengin fyrir láni hjá Albjóðabankanum, en hvað fæst heima fyrir skal engu xtm spáð; - enda munu búendur almennt fylgjast með þessum ■in'álum. Byggingasjóður og Ræktunar- "sjóðui" ei'u elnu lánsstcrfrfcn'rirnai', sem lána með þeim kjörum, að viðunandi sé fyrir landbúnaðinn pg landbúnaðut'intr sé líklegur til að gíta StJtðrS undir' þeim lárium. TÞeu', seín "a;tla íér að biðja um lári úr~ annárri ~ hvorri þessari lánsstofnun, þurfa að snúa sér til BÚnaðarbankans í Reykjavík eða til útibúa hans, eða þá til nýbýla- stjórnar og fá send eýðublö'ð fyrir lánbeiðnum. Lánin eru veitt í Reykjavík og er því nauðsynlegt fyrir þá er búá langt frá höfuð- borginni, að hafa umboðsmann þar. Ollum er ljóst, sem þekkja citt- hvað til landbúnaðarins. ao þrátt .fyjdl'.. raíkJar. framkyæmdir ’und- anfarin ár, er viðreisn landbún- aðáriris.áðéíris 'f 'býrjiiri.' Mikið fjármagn þarf bæði til ræktunar °S'.bygginga í sveitum landsins ó'g- slíkár framkvæmdir geta því aðeins orðið að veruleika að láns- fé sé fáanlegt með viðráðanlegum kjörum. Það þarf fleira til en byggingar og ræktun, ef sveitirn- ar eiga að hagnýta búskapar- mögúleika til hlítar. ÞaS þarf einnig aukinn bústofn, aukna véltækni o .fl., en þetta allt kref- ur fjármagn og má segja að vel sé, ef búskapurinn stendur að verulegu leyti undir þessari hlið landnámsins. Árið 1950 gerði Stéttarsamband bænda 10 ára áætlun um fjárfest- ingarþörf landbúnaðarins. — Er áætlun Stéttarsambandsins um árlegar framkvæmdir, þessi: Til bygginga íbúðarhúsa 16 millj. kr. Til bygginga peningshúsa og heyg. 20 millj. kr. Til ræktunar 3 millj. kr. Til búvélakaupa 11.5 millj. kr. Tii bústofnsauka 1.5 millj. kr. Til mjólkurbúa og frystihúsa 1.0 millj. kr. Alls 50.0 millj. kr. Ef áætlun þessi ætti að komast í framkvæmd þyrfti Ræktunar- sjóður að hafa 34 milljónir og Byggingasjóður 16 milljóhir kr. til að lána árlega í næstu 10 ár. Áætlun hefur einnig verið gerð fyi'ir Alþjóoabankarin um það, hversu hægt verði að auka fr'am- leiðsluna á kindakjöti, ef fjár- magn skortir ekki til framkvæmd anna. Áætlunin er um útflutning á dilkakjöti, og er áætlað magn þetta: Árið 1954 útflutt 587 tonn Árið 1955 útflutt 1702 tonn Ái'ið 1956 útflutt 2833 tonn Árið 1957 útflutt 3755 tonn Árið 1958 útflutt 4S18 tonn Árið 1959 útflutt 5195 tonn Árið 1960 útfíutt 6150 tonn Áætíun þessi sýnir, að gert er ráð fyrir stórauknum útflutriingi eitir 1955. (Framhald á 11. síðu). STUTTU MALI í BRÉFI til Ðags rsú í þess- um mánuöi segir landkönnuð- urinn heimsfrægi, Vilhjálmur Stefánsson, m. a. á þessa leið: „Dagur er liér alltaf velkom- inn, og ekki síður vegna þess, að biaðið er gefið út í heima- bæ föður míns. Þið sjáið sennilega bæ afa míns og bæ Stefáns föðurbróður míns úr einhverjum glugga á skrifstof- um ykkar.“ Lætur nærri að þetta sé rétt tíl geíið, því að Vilhjálmur á þarna við Tunga á Svalbarðsströnd og Si’alharð, eignarjörð Stefáns bónda Stefánssonar, föður- bróður landkönnuðarins. Vil- hjálmur skrifaði annars aðal- lega til þess að tilkynna breytt heimilisfang sitt og er það efni í sérstaka frásögn. Því að með hcnam fluíti bókasafn hans hið mikla, er talið er eitt hið merkasta í heimi á sínu sviði, þ. e. bókmenntir er fjalla um lieimskautalöndin og náttúru • þeirra. í þessu safni mun og margt ágætra íslenzkra bóka því að Vílhjálmur hefur lengi safnað þeim og a. m. k. einu sinni keypt merkt safn hér hcima. Húsmæðraskóli Akureyrar VILHJÁLMUR STEFÁNS- SON og frú hans, rithöfúndur- inn Evelyn Stefánsson, eru flutt til Dartmouíh College í H anover, New ílamþshirc- fylki, og verður bókasafn Vil- hjálms deild í Bakerbókasafn- inu við Dartinouthskólann. Er frú Evclyn jafnframt bóka- vörður deiídarsnnar. f grein- argerð frá rkólanuni, er svo frá skýrt nú rnh áramótm, að safnið sé þangað komið og dr. Viíhjálmur muni dvelja þar a. m. k. á vetrum fram- végis. Safxiið ey 25X00 bindi. bækur, 20.000 bæklingar og mikill fjöldi verðmætra hand- í'ita. Dr. Vilhjálmur studdist mest megnis við safnbækur sínar er hann samdi hið mikla ritverk sitt „Encyclopaedia Arctica“, sem hann vinnur enn að. Frægur amerískur bókasafnari, sem kannaði safnið, lét svo ummselt að lok- um: (Charles P. Evcritt í bók- inni „Adventures of a Trea- sure Iíunter"). „Safnið grípur yfir allt félagslegt, heilsu fræðilegt og efnahagslegtlífog sögu eins þriðja af hnettinum. Nær því á hverjum hálftíma í þá tuttngu og tvo daga er eg var við könnún safnsins, varð eg furðu lostinn áð finna þar hluti, s-em ókunnir eru bóka safnendum.“ BÓKASAFN Vilhjálms Stef ánssonar verður íramvegis til húsa í aðalbókasafnsbyggingu Dartmouth College og verður opið til afnota nemendum og kennurúna, sem hafa áhuga fyrir landafræði og þjóðfræði. Nemendur þessa skóia sigla árlega í námc- og könnunar- feroir til Labrador. Vilhjálmur hefur imnið að bókasöfnun sinni í 40 ár, segir ennfremur í grcinargerð skólans. Þess má geta hér, að íslenzha ríkinu otóð tií boða að kaupa hið mikla safn 1945 fyrir 100 þús, dollara eða 659 þús. kr. með þáv. gengi, en þeíta fé fannst þá eklci í fjárhirzlum nýsköp- unarstjórnarinnar iil t þessa málefnis og var tilboði þessu þ%’í ekki sinnt. Af bví að margt hefur verið rætt um Húsmæðraskóla Akur- eyrar, finnst oss ástæða til að gefa nokkrar upplýsingar um starf og rekstur skólans á þessum yfirstandaridi vetri. Foi'stöðukona er nú frk. Val- gerður Árnadóttir frá Hjalteyri. Auk skólastjórastarfsins hefur hún aila handavinnukennslu og frá síoastl. ái-amótum sér hún einnig um allar greiðslur. Fyrri pax't vetrar, til janúarloka, var fatasaumsnámskeið fyrir utan- skólakonur og annaðist skóla- stjóri það námskeið .— Vefnað- arkennari er frk. Olafía Þor- valdsdóttir. Auk föstu kennsl- unnar hefur hún einnig haft vefnaðarnámskeið fyrir utan- skólakonur og munu þau ver'ða fimrn í allt áður skóla lýkur í vor. — Fastur matreiðslukennari skól ans er frk. Guðrún Sigurðardótt- ir frá Reykjahlíð, en frk. Þor- björg' Finnbogadóttir sér um némskeið þau, sem haldin eru fyiir bæjarkonur. Einnig annast hún um matreiðslukennslu fyrir Gagnfræðaskóla Akureyrai'. Fer sú kennsla fram í húsmæðraskól- anum fimm daga vikunnar, þl'jár klst. á dag. Þá kennir frk. Laufey Benediktsdóttir ræstingu, þvott og strauningu. Öll þau námskeið, sem skólinn Síðnr kjóll til sölu. Afgr. vísar á. hefui' auglýst seinni part vetrar, eru nú fullskipuð. Á síðastliðnu hausti var komið fyrir heimavist í skólanum og eru nú í henni ellefu nenxendur. Hefur það sýnt sig, að þetta fyrirkomulag var til mikilla bóta og má með sanni segja, að öll samvinna og kennsla hafi verið með ágætum. Vonir standa til að unr.t verði næstkomandi haust að taka allt að 20 stulkur í heimavist, en tak- markið er auðvitað að byggja fullkomið heimavistarliús. — Treystum vér því, að allir Akur- eyrarbúar geri sitt ítrasta til að það megi takast sem fyrst. Vér viljum einnig bendn á, að í skólanum fer fram kennsla í uppeldis- og heilsufræði og í næringarefnafræði. Ætlunin er að komið verði á kennslu í garð- yrkju, mun það reynt strax og búið er að girða lóð skólanáýsem vonandi verður gei't í sumar. Verið er nú að auglýsa skólann til næsta vetrar. Vonum vér að ungu stúlkurnar athugi það, að þetta er eitt fullkomnasta skóla- hús landsins hvað allan útbúnað og tæki snertir. Virðingarfyllst. Húsmæðraskólafélag Akureyrar. IngiDior Ö a MINNINGARORÐ f dag, hinn 8. fe'brúar, er Ir.gi- björg á Hofi kvödd í síðasta sinn af sveitungum sínum og ástvin- um, en eitt er víst, að fleiri en geta vildu fýlgja hinni látnu æmdárkónú síðaSta spölinn, ein þeim hópi er móðir mín, og eru xessar línur skrifaðar í örðastað hennaí*. Um langt árabil var mik- ill samgangur miíli Hofs og Hlíð- ar, af ástæðum er þeir er til þekkja, kunna skil á. Var faðir minn oft á vinnu að Hofi og einn- ig einn bi’óðir minn. Ennfremur var hann . þar árlangt í vinnu- mennsku, þá bai'n að aldi'i, og minnist hann Hofsheimilisins æ síðan með hlýhug og virðingu, og áttu hjónin öldruðu, Ingibjörg og Gísli, sinn þátt í því. Eftir að þau tengsl rofnuðu, er valdið hafði sambandi hinna tveggja heimila, breyttist eigi samleiðin né sú vinátta er skapast hafði. — Ætíð, er færi gafst, leitaði Ingi- björg frétta af hinum fyrri leigu- liðum sínum og auðfundið var að hún lét sér mjög annt um að þeirra hagur gæti orðið sem beztur. Hjartahlýja, að vísu ekki út- hellt í oi'ðskrúðugri mælgi, en sönn og heit, voru þau einkenni er þeir sem þekktu Ingibjörgu bezt, fundu að var sterkasta ívafið í lyndiseinkunn hennar. Það ívaf er þeir, sem minna þekktu hana, komu ef til vill aldrei auga á. Síðustu samfundir móður minn ar og Ingibjargar heitinnar urðu fyrir í'úmum 2 árum síðan, þá gidti móðir mín á Hofi að afstað- inni jarðarför föður míns. Sú hlýja og góðvild er þá mætti móður minni, mun eigi gleymast, heldur verða ein af þeim endur- minningum, sem yljar og gleður. Öll Hofsfjölskyldan átti þar hlut að máli, heil og óskipt, og á þess- um síðustu endurfundum var Ingibjörg ódul á að birta sitt sterkasta ívaf, hjartahlýjuna, í skýru Ijósi. Þá var ornað sér vio glæður endurminninganna, leitað í sjóð þess liðna, glaðst og hryggst yfir gengnum dögum. Fyrir l-essa síðustu samverustundir og alíthið liðna, vill móðir mín þakka Ingi- björgu á Hofi, nú er léiðir hafa skilið í bili, einnig skilar hún þökk og kveðju til fjöiskyldunn- ar á Hofi fyrir allt sem geymt er við arinn minninganna. Að mæta sönnum vinum á æýi- leið sinni, er gulli betra, það öílu öðru fremur getur mýkt mótlæti og raunir og eytt sviða úr sári. Ingibjörg á Hofi er ein af þelm, sem varðar yeg minningai' móður minnar þaririig. Aði'ii', mér kunn- ugri, verða eflaust til að minnast hinnar látnu heiðurskonu og manns hennar, Gísla Jónssonar, hins höfðinglega heiðursmanns, er nú syrgir trúfastan lífsföru- naut, er átti sinn drjúga þátt í því að honum auðnaðist að gera garðinn frægan og byggja óbrot- gjarnan minnisvarða er seint mun fyrnast, þar sem höfuðbólið Hof er. í dag hylur mold einn hinna gömlu, góðu stofna, er höfðu varð gæzlu á hendi í upprofi nýrrar aldar og breyttra tíma. Þeir stofnar taka nú sem óðum að íalla og við finnum að þjóðlífið verður fátækara við hvert högg sigðar- innar miklu, sem reitt er að þeim stofnum, því að ófyllt standa skörðin og hin gamla þjóðmenn- ing verður æ meira minningin ein. Ingbjöi'g á Ilofi var ein hinna gömlu og traustu stofna og varðstaða hennar var vörðuð heiðríkju sannrar drenglundar. í brjóstum Svax'fdælinga, þá jafnt þeirra, er fylgja henni til moldar, og þeirra, sem heima sitja, vegna grályndis hins ís- lenzka vetrar, mun hrærast sú tilfinning að sveitin þeirra sé drjúgum fátækari en áður og eitt bandið enn hafi brostið, sem tengdi hinn gamla tíma við hinn nýja. — En þetta er lögmálið mikla er engum þýðir að reyna að raska og því er minningin geymd og því eru þessar línur vermdar af þakklæti fvrir allt hið góða og ylríka, er Ingibjörg frá Hofi lagði á leið einnar samferðarkonu sir.nar. Guð blessi minningu hennar. Sigurjón Jóhannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.