Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 13. íebrúar 1952 D A G U R i Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Rekstur nýja spítalans EINS OG GREINT er frá í þessu blaði, ,má nú kalla að hilli undir lok spítalabyggingarmálsins hér eftir nærfellt sex ára baráttu. Á Stúdenta- félagsfundinum í sl. viku voru leidd rök að því, að mögulegt væri að Ijúka byggingunni í ár og ætti að vera takmark bæjarmanna og annarra, er að málinu vinna, að spítalinn væri fullgerður í des- ember næstkomandi. Til þess að sú áætlun fái staðizt þarf málið enn stuðning margra aðila. Ak ureyringar, Eyfirðingar og aðrir Norðlendingar þurfa enn að sýna vilja sinn í verki og leggja fram fé til málsins. Félög og einstaklingar þurfa að fylgja fordæmi Studentafélagsins, sem gaf 5 þús. kr til byggingarinnar af litlum efnum. Lands- bankastjórnin þarf að sýna málinu vélvilja og fálla frá því, að ríkisframlagið til spítalans gangi að sinni til lánsafborgana. Tryggirígastofnun ríkisins þarf að auka stuðning sinn við sjúkrahúsið með meira lánsfé. Loks þurfa verktakar allii' að vinna kappsamlega og af fyrirhyggju. Með samstilltu átaki þessara aðila allra, undir forustu nefndar þeirrar, sem til slíks hlutverks var kjörin af bæj- arstjórn, verður spítalinn tilbúinn til notkunar um áramótin til mikils gagns fyrir þjóðfélagið í heild og mennngarauka fyrir þetta byggðarlag. EN JAFNFRAMT ÞVÍ, sem hillir undir lok þess vandamáls, að koma hinum veglega spítala á stofn, rís annað verkefni við sjóndeildarhring: inn, sem tímabært er að hefja glímu við. Það er rekstur nýja spítalans. Hver á þar að vera að verki? Er hægt að ætlast til þess, að Akureyrar- bær taki á sínar herðar rekstur sjúkrahúss, sem notað verður af fólki úr öllum landshlutum, og beri mikinn fjárhagslegan halla af þeim viðskipt um? Enginn sanngjarn maður getur borið fram slíka kröfu. Bærinn hefur lagt fram stórfé til byggingarinnar, bæði úr bæjarsjóði og með frjáls- um samskotum. Samskotaféð eitt er þegar meira en 600 þús. kr. Af rekstri gamla spítalans er ár- legur halli, svo að nemur hundruðum þúsunda kr„ er borgararnir hér verða að greiða. Sá halli er ekki nema að litlu leyti til kominn fyrir dvöl bæjar- manna í sjúkrahúsinu. Mikill meirihluti legudaga þar er notaður af utanbæjarmönnum, fólki, sem ríkið eða sjúkrasamlög eða Almannatryggingarn- ar eiga að sjá farborða. En skipan þessara málefna er með þeim undarlega og ótrúlega hætti, að þess- ir aðilar fást ekki til að greiða kostnaðarverð fyrir skjólstæðinga sína. Skattþegnarnir á Akureyri verða að hlaupa undir bagga með þeim. ÖLL ÞESSI viðskiptalegu vandamál verðá miklu stærri í sniðum á nýja sjúkrahúsinu en er nú á því gamla. Þau verða ekki leyst á sama hátt og nú er gert. Til þess hafa skattþegnarnir hér ekkert fjárhagslegt bolmagn, enda er ekkert rétt læti í þessari skipan. Heilbrigðismálunum er furðulega sundurskipt í þjóðfélaginu. Ríkisvaldið rekur berklahæli og geðveikrahæli, sem sjálfsagt er, auk þess tvo almenna spítala — Landsspítala og fæðingardeild — í Reykjavík, og greiðir með þessum tveimur síðasttöldu sjúkrahúsum 4,6 millj. kr. í reksturshalla samkv. fjárlögum yfirstand andi árs. Annar þessara ^pítala — fæðingar deildin — er þó eingöngu rekin fyrir viðkomandi bæjárfélag. Á sama tíma og ?annig er búið að höfuðstaðnum Dröngvar ríkið og stofnanir þess bæjarfélögunum til þess að taka við sjúklingum á sjúkrahús sín fyrir gjald, sem er ekkert nálægt dví að vera kostnaðarverð og kerriur halliríri af þessum við- skiptum beint á bæjarsjóðina og sikattþegna viðkomandi bæjar- félaga. Það bætir lítið úr skák, )ótt á fýárlögum sé veitt 160 þús. kr. til rekstursstyrks til allra stærri sjúkrahúsa á landinu utan ReykjáVíkur. :Þessi upphæð er svo'smávaxin, að hún skoðast að- eins sem tilraun til friðþægingar fýrir vó'rída samvizku heilbrigðis- stjórnar og Alþingis. A REKSTURS V AND AMÁLI sjúkrahúsanna í landinu — a. m. k. hvað viðkemur hinum stæn-i almennu sjúkrahúsum — er að- eins ein fi-amtíðarlausrí: Ríkið eða tryggingastofnun þess verða annað tveggja að reka alla spítal- ana eða búa málin í hendur bæj- arfélaganna á jafnréttisgrund- velli, hvort sem í hlut á Reykja- vík eða Akureyri. Það verður aldrei réttlætt, að ríkissjóður greiði 4.6 millj. með 2 sjúkrahús- um höfuðstaðarbúa á sama tíma, sem ætlast er til þess að Akur- eyri starfræki spítala fyrir eigið fé með hundruð þús. króna halla á ári. Eðlilegast virðizt, að trygg- ingarnar í heild, sjúkrasamlög og almannatryggingar sem eru hvort eð er aðalviðskiptamenn sjúkra- húsanna, annist reksturinn að öllu leyti. A. m. k. á þeim sjúkra- húsum, sem eru stærri og meiri en fyrir þarfir eins byggðarlags og gegna landsspítalahlutverki í fjórðungunum. FOKDREIFAR Hallgrímur og páfagaukurinn. í FYRRAKVÖLD hljómaði i fyrsta sinn á þessum vetri til okkar á „öldum ljósvakans" föstulestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu okkar. Góð var guðræknisstundin, og ekkert hefur andagift Hallgríms enn lát- ið á sjá né upplitazt frá því í fyrra, fremur en áður gegnum árin og aldirnar. Komi hann ætíð sæll og blessaður! Og ekki var síðásti sálmatónninn fyrr þagn- aður en tekið var til óspilltra málanna við lestur reyfarans: Hringurinn þrengist enn í morð- málinu. Kínverski páfagaukurinn verður að hætta hinu dularfulla og óhugnanlega rausi sínu um morð og kúlnahríð, enda löglega afsakaður, fuglinn sá, því að nú veltur hann sjálfur ofan af prik- inu, myrtur á rottu- og refaeitri. Annars er það hvorki meining mín í þetta sinn að skrifa nokkra lofgerð um Passíusálmana — þeir þurfa þess naumast með — né heldur að lýsa neinni hneykslun yfir glæpasögunni, því að sjálf- ur kann eg að hafa gaman af slík- um sögum, séu þær vel samdar og vel lesnar. Og ekki ætti hið nána samfélag eða samtenging, sem útvai'pinu þóknast að hafa á þessu tvennu, sálmasöngnum og reyfaralestrinum, að stinga verr í stúf en jazz-gargið, sem glymur tíðum við að nýlesnum fréttum um stórslys á sjó og landi, eða öðrum sviplegum tíðindum. „Þegar kcmur þorri minn-----“ EN PASSÍUSÁLMARNIR í út- varpinu minna okkur á þá gleði- legu staðreynd, að komið er drjúgt fram á útmánuði, svart- asta skammdeginu er lokið, vetri tekur að halla og vorið er í nánd. Og er unnt að flytja okkur, sem búum hér lengst í norðri — í skugga pólsins og undir handar jaðri hafísanna, ef svo má segja — öllu gleðilegri og velkomnari tíðindi en einmitt þessi? En vísast er þó of snemmt að hælast um yfir unnum sigri á Vetri konungi og hirð hans, strax og fyrstu sig- urmerkin í þeirri viðureign taka að birtast í nátturunni og mann- lífinu, því að víst er það bæði rétt og satt, sem skáldið kvað: „Það sumrar svo seint á stundum, þótt sólin hækki sinn gang.“ Farið út í aðra sálma. EG VAR hér á dögunum að lesa greinargerð frá fulltrúa fræðslumálastjóra um starfsemi lastrarfélaga í landinu. En eins og mörgum mun kunnugt, starf- ar nú þorri lestrarfélaga, bóka- safna og lesstofa undir yfirum- sjón fræðslumálastjórnarinnar, þar eð þau njóta nú styrks úr ríkissjóði, og þriðjungur 15% álagsins, á skemmtanaskattinn rennur einnig til þeirra. Alls nam úthlutunarupphæðin til lestrar- félaganna árið sem leið rúmlega 149 þús. kr., og má eftir því álykta, samkvæmt lögum um framlög á móti ríkisstyrknum frá hreppum, sýslum og öðrum aðilj- um, að á síðasta ári hafi verið varð til bókakaupa lestrarfélag- anna um 300 þús. kr. Að vísu má segja, að ekki sé þar um neina stórkostlega fjárhæð að ræða, miðað við hið háa bókaverð nú, en þó mun þetta framlag mega kallast mjög mikilvægur stuðn- ingur. Englnn vafi er á því, að mikill fjöldi lítt efnaðs fólks á þess kost, vegna starfsemi lestr- arfélaganna, að lesa margar góð- ar bækur, sem menn ella myndu aldrei fara höndum um. Og í nefndri greinargerð segir, að yf- irleitt virðist val bókanna sæmi- legt og oft gott, enda séu frum- samdar, íslenzkar bækur oftast látnar sitja í fyrirrúmi. VEL MAN EG þá tíð, þegar eg var sem ofurlítill strákpatti — langt innan við fermingu og nokkra næstu veturna — að rog- ast með bókapokann, margar bæjarleiðir stundum, til þess að skipta um bókakost í útlána- deildinni heima í lestrarfélaginu í minni sveit. Þau spor voru vissulega ekki talin eftir, hvernig sem viðraði, og var þó pokinn oft harla þungur fyrir mjótt og ósterkt bak. En bókasafn lestrar- félagsins var ekki stórt í þá daga, og þegar það þraut, varð að hafa öl lmöguleg útisnjót önnur til þess að afla sér fanga, og lesa loks gömul lagasöfn, formálabækur og jafnVel markaskrár, þegar öll önnur úrræði brugðust. Eg veit það vel síðan, hvaða þýðingu lestrarfélögin og bókasöfnin gátu haft þá í sveitum þessa lands. Að vísu munu lestrarfúsir unglingar hvergi nærri lifa við annað eins bókahungur nú sem þá, en vissu- lega munu lestrarfélögin þó enn bæta úr brýnni þörf og vera alls góðs makleg. Nágrannar okkar eiga metið. ÞAÐ VAKTI sérstaka athygli mína í nefndri skýrslu, að þar stendur, að Suður-Þingeyjar- sýsla sé efst á blaði ,að því er varðar bókakost lestrarfélaganna. (Framhald á 11. bls.). Úr heimi tízkunnar Kaupmannahöfn í fébrúar. Fyrstu daga febrúarmánðar hefjast stórkostlegar útsölur á hinum miklu vöruhúsum stórborganna. Það þarf að rýma til, losna við tízku liðins árs og búa sig undir að taka á móti tízku ársins. Um svip- að leyti hefjast hinar stóru tízkusýningar í París, sem enn sem fyrr virðist vera aðalheimkynni tízk- unnar. Sú fyrsta þeirra var einmitt í dag og tilkynnt er, að 64 sýningar af svipuðu tagi munu fylgja í kjölfar frumsýningarinnar og allar í þessum mán- uði. Hvað er það svo, sem koma skal? Enn eru eng- ar áreiðanlegar fréttir fyrir hendi, en blaðamenn- irnir eru oft býsna naskir á að hlera tíðindin, stund- um áður en þau eru opinberuð og fara oft nærri um það, sem síðar verður kunngjört. Síðari kjólar — abstrakt munstur. Það helzta, sem nefnt hefur verið af nýjungum, sem fram muni koma á þessum fyrstu tízkusýning- um ársins er, að línur allar í fatnaðinum verði enn mýkri og kvenlegri en verið hefur. Annars er spáð litlum breytingum í sniðum eða kjólaskrauti. Kjól- arnir verða ögn síðari og þrengri en áður (þ. e. þeir þröngu!) og litirnir „glaðari“. Einhverjir gera til- raunir með að koma mittislínunni niður fyrir mitti, en því uppátæki er ekki spáð langlífi. Grái liturinn er á undanhaldi fyrir grænum og gulum, og sagt er að hinn kunni tízkufrömuður Carven hafi í litavali sínu stuðzt við mexikanskar litasamsetningar, en þær þykja í meira lagi djarfar. Þá er og boðað, að rósóttum efnum fari fækkandi, erí í þeirra stað komi nú efni með abstrakt munstrum. Tvílitlar flauels' dragtir er ein nýjunganna, sem heyrzt hefur um og yfirleitt er töluvert um flauel í uppsiglingu, sér- staklega á kraga, uppslög o. þ. h. Annars eru fréttir þessar fremur spádómar held- ur en staðreyndir, þótt blaðamennirnir þykist hafa hlerað þær fyrir opnun sýninganna. Við látum því staðar numið að sinni, en heitum lesendum kvenna- dólksins nánari fréttum af tízkunni síðar. STJÖRNU-LÍF. Hin fagra enska filmstjarna, Elizabeth Taylor, sem enn er ekki fullra 20 ára, skildi 1. febrúar við mann sinn, Conrad Hilton, en hann er sonur vell- auðugs hóteleiganda. Hálfri klukkustund síðar kunngjörði hún trúlofun sína og enska leikarans Michael Wildings. Enn er ekki ákveðið hvenær brúðkaupið muni fara fram. Michael Wilding var kvæntur leikkonunni Kay Scott og getur ekki feng- ið skilnað, fyrr en að tveim mánuðum liðnum. HVAÐA KRYDD ER KARRÝ? Margir halda, að karrý sé sérstök kryddtegund, eins og t. d. kanel og pipar. Svo er þó ekki, því að karrý er samsett af mörgum kryddtegundum. Flestar gerðir af karrý innihalda: Pipar, engifer, negul, kanel, kúmen, múskat, kardemommur, sinn- ep og sitthvað fleira. Karrý á sérstaklega vel við hrísgrjón, en góð karrýsósa er einnig mjög góð með soðnum makkarónum og stöppuðum kartöflum. — Bezt er að hræra karrý út í mjólk, og setja það sam- an við sósuna, þegar hún er tilreidd að öðru leyti, en láta það ekki sjóða með henni. Eins og flest krydd, tapar karrý bragði við suðu. KARLMAÐUR NOKKUR HEFUR ORÐIÐ. „Það er alveg sama, hve vel konan lítur út, hve vel hún er snyrt og hve fagurlega búin, hve fríð hún er, ef hún er kuldaleit, með blátt nef og öll strengd af kulda. Þá fýkur fegurðin og allt annað út í veður og vind og hverfur eins og dögg fyrir sólu.“ Eftir þessu að dæma, ætti ódýrasta fegrunarlyfið að vera hlý lopapeysa og ullarsokkar, eða kannske ullarnærfötin, sem við minntumst á ekki alls fyrir löngu, verði bezta lausnin? A. S. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.