Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 13. febrúar 1952 D A G U R 7 Heimsókn á heimili Roosevelfs forseta á bökkum Hudsonfljófsins Eftir TÓMAS ÁRNASON* lögfræðing Franklin D. Roosevelt.' Á 17. öld námu ýmsir land bá&- um megin Hudsonfljótsins sem innflytjendur frá Hollandi, Englandi, Svíþjóð og Frakklandi, Þýzkalandi o.g víðar. Þeir byggðu einn frjósamasta og fegursta hluta Bandaríkjanna, Hudson- dalinn. Þeir og afkomendur þeirra, ásamt nýjum innflytj- endum ,skópu sögu hans. Þessi ríkisins ,en við ósa þess er hin risastór New Yorkborg. Frá dög- um frumbyggjanna hafa fleytur svo farið um fljótið og flutt varning til landsins og frá því. New York- ríki greinist nið.ur í um 60 fylki. Eitt þeirra, Dutchensfylki (Hol- landsfylki), nær yfir hlutá Hud- sondalsins og er ca. 150 km. frá New Yorkborg. Þar er Hyde Park. Árið 1826 var byggð b^'gg- ing á hæðardragi nokkru, þaðan Hyde Park, bernskuheimili Roosevelts forseta. — Nú eign ríkisins. var meginstefna síðari kynslóða. sem sér yfir Hudsondalinn, um Þessir voru forfeður Franklin D. það bil mílu vegar, eða tæplega Roosevblts Bandaríkjaforseta. — það, frá fljótinu. Þessa eign Á dögum frelsisstríðs Bandaríkj- keypti James Roosevelt árið 1867 anna komu Rooseveltarnir þegar við sögu. Roosevelt forseti var því afkomandi gamallar og gró- innar ættar. Hann fæddist á heimili Rooseveltanna í Hyde Park 30. janúar 1882. Hann var einbirni og ólst upp á bökkum Hudsonfljótsins í mjög fögru um- hverfi. Þegar hann hafði aldur til vai- hann sehdur til elztu og þekktustu menntastofnunar Bandaríkjanna, Harvardháskól- ans, og þar-hlaut hann menntun sína. Hann las lögfræði við laga- skólann og lauk þaðan prófi. Á árunum 1911—1913 var hann full trúi héraðs síns á þingi New Yorkríkis. Á þeim árum og síðar rak F. D. R. lögfræðiskrifstofu í New Yorkborg. 1928—30 var hann kosinn landstjóri New Yorkríkis og síðan forseti Banda- ríkjanna 1932. Hann var endur- kosinn og gegndi forsetastörfum, unz hann lézt skyndilega 12. apríl 1945. Tvisvar í sögu Bandaríkj- anna hafa ástsælir þjóðskörungar og leiðtogar verið numdir brott, þegar sízt skyldi. Abraham Lin- coln og F. D. R. í bæði skipin átti þjóðin í ófriði. Þá ríkti þjóðar- sorg um gjörvöll Bandaríkin. —- Það var þögn á veitinga- og skemmtistöðum. Fólk hvíslaðist á. Á strætum og torgum mátti sjá grátandi fólk. — Roosevelt for- seti átti óvenju vinsældum að fagna um gjörvallt landið. Ilann var fyrstur leiðandi stjórnmála- leiðtoga landsins, sem í alvöru lét í ljós þá skoðun, að raunverulegt frelsi einstaklingsins gæti ekki átt sér stað án fjáfhagslegt siólf- stæðis. Sá var boðskapur hans til þjóðþingsins 11. jan. 1944. En F. D. R. átti einnig hatursmenn, sem einskis svifust við að rægja hann gagnvart þjóðinni. En þessi ein- stæði gáfumaður, sem ekki gat tapað forsetakosningum, verður ávallt hulinn tignar- og frægðar- hjúp í vitund bandarísku þjóðar- innar. Hyde Park. New Yorkríki er á landamær- um Ganada og Bandaríkjanna Það er tæplega miðlungi stórt mn sig miðað við önnur bandaríki, en rajög þéttbýlt, telur um 135/2 millj. íbúa, enda liggur það vel við verzlun. Hudsonfljótið renn ur skipgengt um allmikinn hluta og varð hún síðar fæðingarstaður og heimili F. D. Roosevelts for- seta. Utsýni er mjög fagurt. Það sér niður á Hudsonsfljótið, sem rennur spegilslétt til sjávar. Skógivaxnir ásar mynda lágar, aflíðandi hlíðar dalsins beggja megin fljótsins. Langt í suðri og norðvestri bera fjöll við himinn, sem aðeins sjást í góðu skyggni. Til Hyde Park. í sumar sem leið dvaldi eg á kynningarnámskeiði, sem haldið var að fyrirlagi Bandaríkja- stjórnar, í þeim tilgangi að kynna skiptistúdentum land og þjóð, áður en þeir færu til hinna ýmsu hóskóla til náms. Námskeið þetta var haldið að Bard College, sem er menntaskóli í sveit, skammt frá Hyde Park og sóttu það 40— 50 stúdentar frá 17 mismunandi þjóðum. Eftirminnilegasta kynningar- atriðið var fólgið í því að skoða heimili Roosevelts forseta í Hyde Park. Fórum við þangað í stórum áætlunai^þíl eða strætis- vagni. Við innganginn var mergð fólks og bifreiða, því að fjöldi skoðar heimili forsetans daglega, þar sem það er nú eign ríkisins. Frú Roosevelt og börn hennar ákváðu að afsala öllum rétti til eignarinnar, sem var opnuð al- menningi til sýnis 12. apríl 1946, einu ári eftir lát Roosevelts for- seta. Minjasafn forsetans. Fyrst skoðuð.um við minja- safnið, sem er til húsa í bókasafni F. D. R. (FDR Library). Roose- velt forseta var vel kunnugt um, að ýmsir munir varðandi hann sjálfan myndu seinna hafa sögu- legt gildi fyrir þjóðina. — Hann langaði því til að varðveita þá í eigu þjóðarinnar. Því bauð hann þjóðinni allt sitt safn af hvers konar munum, sem voru á ein- hvern hátt riðnir við hann sem forseta eða persónulega. Þjóð- þingið þáði boð hans og stofnaði minjasafn F. D. R. árið 1939. — Byggingin var reist, að því er eg hygg fyrir samskotafé, á landi sem F. D. R. hafði gefið. Roose- velt lagði sjálfur hornsteininn að byggingunni 19. nóv. 1939, og á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 1940, tók ríkisstjórnin formlega við henni. En forsetinn byrjaði þegar að senda ýmsa muni, göm- ul föt, bréf, minjagripi o. fl. til safnsins. Eftir lát hans bættust svo við munir, sem hann notaði til dauðadags. Munum þessum hefur nú verið raðað niður í flokka og deildir og komið fyrir lýsingum á þeim. — Þess skal getið, að safnið er sér- staklega opið fyrir sagnfræðinga og aðra þá, sem þurfa á sögu- heimildum að halda. í aðal sýningarsalnum eru munir, sem sérstaklega varða F. D. R. persónulega, svo sem alls konar minjagripir, gjafir til for- setans frá borgurum, þjóðhöfð- ingjum og ríkjum o. fl. Málverk af F. D. R. og konu hans prýða veggina, ásamt fjölda mynda, þar sem forsetinn er að inna af hönd- um embættisvérk, sem marka spor í sögu Bandaríkjanna og sögu mannkynsins. Þá eru og myndir af fjölskyldu F. D. R. við ýmis tækifæri. í miðjum salnum er sýnilega mikið notað skrifborð ásamt skrif borðsstóli, sem forsetinn notaði í Hvíta húsinu, meðan hann gegndi forsetastörfum. Þá eru þar meðal gjafa frá þjóðhöfðingjum, skraut- búið sverð frá Ibn Saud, kon- ungi Saudi Arabíu, fagurofið teppi frá Dalai Lama, Tíbet o. m. fl. Þá eru mörg handrit, yfirleitt handskrifuð, af ýmsum skrifum forsetans, svo sem bréfum, ræð um o. fl. Vagga og skírnarföt ásamt viðhafnarklæðnaði, sem hann bar við ýmis tækifæri. Ymis skjöl frá háskólanum, t. d. að- göngumiðar að íþróttakappleikj um, lögfræði, skírteini, leyfisbréf til málaflutningsskrifstofu o. m. fl. Þarna er einnig hollenzk fjöl- skyldubiblía, sem var notuð, þeg ar F. D. R. vann eið að stöðu sinni sem ríkisstjóri New Yoi-kríkis og síðar sem forseti Bandaríkjanna. Eins og kunnugt er hafði F. D. R. ávallt mikinn áhuga á flota Bandaríkjanna og sjóher. Hann átti mikið og fagurt safn eftir líkana af öllum gerðum herskipa flotans, ekki aðeins nýtízku her skipa, heldur og frá grárri forn eskju til vorra daga. Þetta fagra safn er nú til sýnis í einum sal aðalsafnsins. Uppáhaldslíkan for- setans af hinni frægu freigátu „Constitution". Afhenti hann það til safnsins skömmu áður en hann lézt. Forsetaherbergið er nú alveg eins og F. D. R. skildi við það. Hann bjó það húsmunum sjálfur og notaði fyrir skrifstofu, þegar hann dvaldi að Hyde Park. Þar er persneskt gólfteppi, sem forset- anum var gefið um það leyti, sem Teheranráðstefnan alkunna haldin. Yfirleitt ber einkaskrifstofa þessi fyrst og fremst vott um smekkvísi og hagsýni fremur en íburð og allsnægtir. — Auk þessa geymir safnið um 40 þús. eintök af bókum, rituðum greinum og öðrum skrifum forsetans. stór mararasteinn, sem stendur á heim og ætlaði að borða kvöld- marmarahellu, sem lögð hefur verið yfir gröfiná. F. D. Roosevelt óskaði; „að hans ástkæra eigin- kona yrði einnig grafin þar“ ogað á mihnisvarðann mót suðri yrði áletrúnin: Fi-anklin Deláno RoóseVélt 19. . Anna Eleanqr Roosevelt 19. . Hcimilið. ■ Skammt frá grafreitnum er fyrrverandi heimili Roosevelts forseta. Er það stór og falleg bygg ing, sem sómir sér vel og gnæfir yfir umhverfið. Húsið og innbú er varðveitt í sama ástandi og meðan það var heimili þávérandi Bandaríkjaforseta. Þegar þess er gætt, að Rooseveltfjölskyldan var auðug, er það eftirtektarvert, að heildarsvipur heimilisins ber fremur vott um menningar- og myndarbiag en auð og allsnægtir. Átti eg kost á að skoða. ríkis- heimili einmitt þarna í nágrenn- inu, er mér virtust fremur vera til vegna sjálfra sín og alls skrauts- ins, en þess fólks, sem þar býr. Þegar konungur og drottning Englands og aðrír geslir dvöldu að Hydp Park, voru þau á þægi- legu, amerísku heimili, sem ber með sér menningar- og myndar- brag stórra jarðeigna, eins og þær gerast í sveitum Bandaríkjanna. Á neðri hæðinni er m. a. stór dagstofa, bókasafn og móttöku- herbergi. í stofunni við arininn er gamall stóll, sem forsetinn var vanur að sitja í. Þá erU og mál- verk af honum og ein stór stand- mynd. Á efri hæðinni er her- bergið, þar sem hann fæddist og þar sem hann lék sér sem dreng ur. Þar eru og svefnherbergi þeirra hjónanna. Eru þar t. d. mat með þessum sundurleita stú- dentahóp á flötinni fyrir framan húsið. Frúin er eins og kunnugt er gáfuð kona og athafnasöm. Að vísu gaf hún sig ekki mikið að opinberum málum, meðan maður hennar var á lífi. En hún var hús- móðir í Hvíta húsinu lengur en nokkúr kona önnur og átti auk þess mörg börn. Hún var manni sínum mikill styrkur í stjórn- málabaráttunni. Kom mjög víða fram við ýmis tækifæri um þvert landið og endilangt. Var algengt að heyia í skemmtiþáttum þeirra tíma: „Þegar eg kom fyrir horn- ið, hverjum haldið þið að eg hafi mætt?“ „Auðvitað frú Roose- velt!“ Eftir lát manns síns hóf frú Roosevelt mikil afskipti af opin- berum málum, sérstaklega varð- andi alþjóðasamstarf. Varð hún fulltrúi Bandaríkjanna á þingi Sameinuðu þjóðanna. Átti hún sinn þátt í.samningu mannrétt- indaskrár Sameinuðu þjóðanna. Fyrst flutti frúin stutta ræðu um alþjóðamál og áleit að það væri mjög áríðandi fyrir þjóðir heimsins, að kynnast hvor ann- arri. Lagði hún áherzlu á, að ein- lægur friðarvilji og trú á málstað friðarins væri mikilvægasta atr- iðið og án þess væri trauðla að vænta jákvæðs árangurs af sam- starfi þjóðanna. Einhver spurði, hvort hún héldi, að takast mætti að leysa heimsvandamálin á frið- samlegan hátt í samráði við Sov- étríkin. Húp áleit það, en kvað að sú leynd og óvissa um athafnir og líf rússnesku þjóðarinnar skapaði tortryggni. Þá væri og hegðun rússnesku fulltrúanna á þingi Sameinuðu þjóðanná einnig tortryggileg. Sagði hún, að fyrst I heimsókn hjá frú Roosevelt. Greinarhöf., T. Arnas., cr annar frá v. Gröf. F. D. Roosevelts. Grafreitur F. D. R. er miðja vegu milli minjasafnsins og heim ilisins. Þar voru jarðneskar le.yfar þessa merkismanns jarðsettar. Er þetta kyrrlátur staður, sem áður var blómagarður, umlukinn háu, vel hirtu limgerði. Grafreiturinn sjálfur og minnisvarðinn er óbrotinn og alveg eins og Roose- velt lagði fyrir í lifanda lífi. Gröf- in sjálf er í miðjum, sléttum grasbala. Sem minnisvarði er all- hangandi föt af F. D. R., skór og ýmislegt fleira. Þá eru einnig all- mörg gestaherbergi. Er komið fyrir skrá yfir merka gesti, þjóð- höfðingja og stjórnmálamenn, sem þar hafa gist. í einu herberg- inu er fremur stutt og breitt rúm og stór öskubakki. Þar svaf Churchill, þegar hann var gestur að Hyde Park. Það var raunar kynleg tilfinn- ing, sem greip mig, þegar hugsað var til þess, að þarna fæddist einn mest umræddi og ástsælasti for- seti Bandaríkjanna. Þetta var heimili þess manns, sem öðrum fremur mótaði stefnu Bandaríkj- anna inn á þá braut að gegna for- ystuhlutverki frjálsra þjóða í baráttunni gegn kúgun og ein- ræði. Heimsókn til frú Roosevelt. Eftir að hafa skoðað heimili Roosevelts, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var ekíð til sum- árheimilis frú Roosevelts. Hafði hún boðið öllum hópnum þangað þegar hún var fulltrúi á þinginu, hefði hún boðið einum af fulltrú- um Sovétríkjanna til hádegis- verðar. En hann afsakaði sig sí- fellt og kvaðst ekki hafa tíma. — Þegar hún síðar, fróðari um starfs reglur þeirra, bauð öðrum full- trúa með honum, var ekkert til fyrirstöðu. — Frú Roosevelt er óvenju hávaxin kona. En þótt hún sé nær sjötugu, er hún mjög ung í anda og síbrosandi. Sér- staklega hefur hún gáfuleg og ungleg augu. Hún er óbrotin í fasi og klæðnaði. Dvaldi hún. meðal okkar og spjallaði nokkurn tíma. Svaraði spurningum varð- andi einkalíf sitt og allt mögulegt, alltaf jafn alúðleg. Hún hefur haft sama einkaritarann í 26 ár og segir ,að kona þessi viti nærri því eins vel, ef ekki betur, hvernig hún sjálf á eða vill svara bréfum. Frú Roosevelt virðist hafa þann eiginleika, að sá sem talar við hana, virðist sem hann hafi þekkt hana. (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.