Dagur - 13.02.1952, Side 11

Dagur - 13.02.1952, Side 11
Miðvikndaginn 13. fclmíar 1952 D A G U R 11 Ðagskrármál laridbímaðarins 1702 tonn af dilkakjöti mun svara til 113 þúsund dilka, 4318 tonn til 288 þúsund og 6150 tonn til 410 þúsund. Til þess að þessi útflutningsáætlun gæti staðist, þyrfti að vera í landinu um 1 núllj. fjár árið 1960. Fjárfjölgunin þyrfti því að vera um 600 þúsund frá því sem ríú er eða um 60 þús- und á ári. Ollum má því vera ljóst, að fleira þarf til en fjölgun fjárins. Það þarf bæði fjárhús, heyhlöður og ræktun. Lánsfjárþörf landbúnaðarins er mikil og knýjandi og miklu skipt- ir fyrir sveitirnar og þjóðina alla, hversu þar tekst til. ’— Á. J. — Orð í belg I landbúnaðardálki Dags, 2. tbl. 9. jan. þ. á., er athyglisverð grein undir fyrirsögninni: „Er íslenzka geitin að deyja út?“ og er efþr Á. J. Grein þessi er skrifuð af þekk ingu og skilningi á máli, sem vert er að gefinn sé gaumur að. Þegar eg var unglingur voru all- margir í þessu byggðarlagi sem áttu geitur, og þá ekki síður.þeir er bjuggu við sjávarsíðuna, og höfðu of lítið ræktað land til að geta fóðrað á því kú, — en geitin kom í staðinrí og gaf mörgum góð an dropa. — En smátt og smátt fækkaði þeim, aðstaða manna breyttist — og stundum vori^þær illa liðnar af nágranna, eins og gengúr. Þó voru einstaka menn sem héldu í nokkur stykki, og . töídu þær sínar mestu nytja- skepnur, þar sem þær voru bæði fóðurléttar og ekki verkfrekar. En- við fjá'rskiptin urðú þær að fara undir hnífinn eins og sauð kmdurnar, og síðan hafa þær ■ekki sést héj-, enda hefur ílutn- ingur á þeim milli héraða verið einhverjum vandkvæðum bund inn. Ekki hélt eg þó, að til þess kæfni, að þessi nytjaskeþna vær að deýja út í landinu, fyrr en eg sá fyrrnefnda grein í Degi. En skýrsla sú, er þar er birt, sýnir að hætt er við að svo verði, ef ekkert er gert til fjölgunar þeim fáu geitum, sem nú eru til. Árið 1950 eru þær taldar 325 — en hver var tala þeirra nú um sl. áramót? Hefur þeim enn fækkað? Mikill skaði væri það fyrir land okkar, ef þetta fagra og skemmtilega húsdýr hyrfi. Jafn- vel þó ekkert tillit væri tekið til þeirra nytja, sem geitin gefur af sér, væri skaðinn samt óbætan legur. Vio hefðum þá tapað ein- um þeim aðila, sem hjálpaði til að nema þetta land, með því að færa björg í bú og margur maðurinn hefur átt líf sitt og hreysti mjólk geitarinnar að þakka. — Líka má hafa það í huga, að dýralíf er ekki það fjölskrúðugt í okkar góða landi, að við megum við því að útrýma nokkru af því, og enn síður, þegar um nytjadýr er að ræoa, — Þá tel eg það skyldu hverrar kynslóðar að viðhalda sem bezt þeim arfi, sem íorfeðurn ir létu okltur í té, og ekki sízt viðhaldi og endurbótum á þeim húsdýrastofni er þeir fluttu til landsins. —o— Eg vildi því beina þeirri áskor un til þeirra fáu, sem enn eiga geitur í þessu landi, að gera allt sem hægt er til að stofninn geti aukizt og fjölgað. Sömuleiðis vildi eg biðja Á. J. að skrifa meira um geitina, og fleiri ættu að taka til máls. Hér er mál, sem er fyllilega þess vert að því sé gaumur gefinn og allt ætti að gera til þess að næstu kynslóðir yrðu ekki svo ólánssamar ai „taka síðustu geitina af lífi.“ Ingólfur Bsnedikísson. — Sjúkrahúsmálið (Framhald af 5. síðu). menn, ræddu einnig nokkuð ekstursvandamálið. Var í þess- um ræðum bent á þá staðreynd, ð ríkið greiði margar milljónir á ári rneð rekstri Landsspítalans og fæðingardeildarinnar í Reykja- ík. Ekki mælti nein sanngirni með því, að Akureyrarbær kost- aði að öllu leyti spítala, sem bæj- armenn rnundu ekki nota nema að litlu leyti fyrir sig. Notkun bæiarmanna á núverandi spítala er innan við 30%, og mun sú hlutíallstala lækka verulega með svo auknu spítalarúmi, sem í nýja spítalanum. En um naúðsyn aukins spítalarúms fyrir þjóðfé- lagið í heild væri enginn ágrein- ingur, enda væri ástandið í því efni hið hörmulegasta og menn, sem samkvæmt læknisráði ættu kröfu á spítalavist, gætu ekki fengið hana mánuðum saman. Að öllu samanlögðu væri eðlilegast að ríkið eða Tryggingastofnun ríkisins starfrækti fjórðungsspí talann. Hins vegar kom fram sú skoðun, að lítill skilningur á re§su máli væri ríkjandi hjá sum um forráðamönnum heilbrigðis- mála. Mætti svo fara, að þungt yrði fyrir fótinn að koma rekstr- inum í viðunandi horf. En allir voru sammála um, að hvað sem reim málum liði, væri nú ekki stætt á öðru en ljuka spítala- byggingunni að öllu leyti hið bráðasta og undirbúa til notkun- ar. Mikil og brýn þörf væri fyri: spítalann, ekki aðeins í bæ og sýslu, heldur um gjörvallt landið. Gotl fordæmi. í fundarlok bar stjórn Stú- dentafélagsins fram tillögu um að félag-ið gæfi 2500 krónur úr 6 þús. lcr. sjóði sínum, til sjúkrahússins Fundarmenn breyttu þessari til- lögu þannig, að gjöfin skyldi vera 5 bús., og var sú tillaga samþykkt einróma. Hefur Stúdentafélagið jarna gefið öðrum félögum, sem nokkra sjóði eiga, gott fordæmi og sýnt, að hugur fylgir máli sambandi við sjúkrahúsið nýja. Fundurinn stóð fram yfir mið nætti og var í alla staði hinn ánægjulegasti. Fundarstjóri var Stefán Karlsson, menntaskóla- kennari, formaður félagsins. Heimsókn á lieimili Roosevelts forseta (Framhald af 5. síðu). Að ioknum þessum ánægjuríka degi ókum við lieimleiðis, niður með Hudsonfljótinu. En akvegur- irín frá Hyde Par ktil New York- bcrgar er steinsteyptur og ein stefnuakstur í báðar áttir, eins og mjög víða í Bandaríkjunura Það var óVenju þögult í bíln um. Sjálfsagt hafa alíir verið hugsandi út af því, sem fyrir augu og eyru bar þennan veðurblíða ágústdag að Hyde fjark. Harvard lagaskólanu.m, 15. janúar 1952. Tómas Árnason. Raforkumál héraðsins (Framhald af 1. síou). mál, er.varðar bæ og hérað. Eg flutti . frv. tii, laga um lagningu háspennulínu til Dalvíkui', og í tilefni af því yfirlýsti ráðherra, að lína sú yrði lögð svo snemma að hún kæmi til notkunar sam- tímis því að hin nýja virkjun tæki til starfa. Meiri framkvæmdii' á aessum vettvangi reyndist ekki unnt að fá fram í þetta sinn, en hér verður að vera vel á verði og sækja fast á um framkvæmdir. Hafnargerðir — Ólafsf jarðar- höfn. Að þessu sinni var fé veitt til rriggja hafnargerða við Eyja- fjörð, auk Akureyrai', þ. e. til Ol- afsfjarðar, Dalvíkur og Hríseyjar. Standa vonir til að nú reynist unnt að fullgera Ólafsfjarðar- höfn, sem er hin mesta nauðsyn fyrir kaupstaðinn og til þess að Þ'yggja gagn af þeim mannvirkj- um, sem þegar hafa verið gerð iar. Er von um, að Ólafsfirðingar séu komnir yfir örðugasta hjall- ann í hinum mikilsverðu hafn- armálum sínum. Vegir og sími. Vonir standa nú til að all- margir sveitasímar verði lagðir í sýslunni og er það góð úrbót ríkjandi ástandi. Um vegina er rað að segja, að þrátt fyrir þá yfirlýsingu vegamálastjóra, að Eyjafjarðarsýsla sé bezt „vegaða1 sýsla á landinu, sýnist ærið rúm fyrir endurbætur og nývegi. Skv. ummælum framsögum. fjárv.n, ætti að vera von um verul. endur bætur á Eyjafjarðarbraut í ár, en lað heíur verið krafa bændanna Eyjafirði og vel rökstudd. Haldið verður áfram vegagerð um, sem þegar er byrjað á, og ákveðinn er nýr þióðvegur, frá brú á Eyjafjarðará hiá Núpafelli austan ár, að Vatnsenda. Þá er Dagverðareyrarvegur kominn ijóðvegatölu og ákvæði um Hörg árdalsveg ytri gei'ð skýrari. Hann nær nú að Barká. Ákveðið var ríkisframlag til brúargerðar Glerá, á móti Akureyrarbæ sambandi við samgöngumálin má svo nefna áa^tlunina um nýjan flugvöll sunnan Akureyrar, sem mikil þörf er fyrir. Fjárframlag ríkisins til flugvalla er 1,3 rríillj. og í heimild um 2 millj. að auki, er telja má víst að verði notuð. Er eðlilegt að flugvöllur hér í mestu samgöngumiðstöð utan Reykja- víkur, hljóti verulegan skerf þessa framlags. Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). Þar er aðeins eitt lestrarfélag sem hefur undir 1000 bindum, en mörg talsvert eða hátt á annað þúsund og tvö eiga á þriðja þús und. Annað þeirra — Lestrar félag Mývetninga — á nær 2900 bindi. Annað í þessari röð er Lestrarfélag Dalvíkinga hér við Eyjafjörð, sem á yfir 2470 bindi Og loks tók eg eftir því sérstak lega, að nágrannar okkar, Gríms eyingar, eiga mjög myndarlegt safn eða um 1700 bindi. „Áð sjálfsögou ber að hafa í huga. segir þar að lokum, „að stundum áskotnast einstökufn félögum bókagjafir, en bókaeignin gefúr i. O .O. F. — Rbst. 2 — 1002138Vz Messað á Akureyri kl. 2 e. h. næstk. sunnudag. — F. J. R. Messað í barnaskólanum í Glerárþorpi næstk. sunnudag kl. 2 e. h. — P. S. Gömlu dansarnir Skjaldborg mið- Friðsamí þing. Bernharð Stefánsson sagði að lokurn, að þetta nýafstaðna þing hafi verið eitt hið friðsamasta, er hann hefur setið í sinni löngu og viðburðaríku þingmannstíð. Forseíakjör? Ðagur spurði Bernharð, hvað rætt hefði verið um kjör forseta lýðveldisins meðal þingmanna, en hann varðist allra frétta um það efni. Þórsíélagar! verða æfðir í yikudagskvöld 13. þ. m. kl. 9.30 11. Aðg. kr. 3. Félagar — eldri en 15 ára — fjölmsnnið og gætið tímans, mætið stundvíslega. — Stjórn Þórs. 75 ára varð 7. þ. m. Erlingur Friðjónsson fyrrv. alþingismaður kaupstaðarins og fyrrv. forstjóri Kaupfélags Verkamanna. Austfirðingar! Munið Austfirð- ingamótið að Hótel Norðurland á fcstudagskvöldið þann 15. febrú- ar kl. 8.30. Tilkynnið þátttöku og sækið aðgöngumiða á miðviku- dag 13. þ .m. frá kl. 4—7 eða fimmtudag 14. frá 4—7 og 8—10 e. h. Áburðarpantanir. Nú eru síð- ustu forvöð að panta tiíbúinn áburð, t .d. gai'ðáburð,'fýrir‘ vorið. Tekið á móti pöntunum á skrif- stofu KEA og hjá garðyrkjuráðu- naut bæjarins í síma 1637 kl. 1— 3 daglega. Akureyringar! Munið eftir að gefa litlu fuglunum. Æskulýðs- félag Akureyr arkirkju. — Yngsta deild, fundur sur.nu- daginn 17. febr. kl. 10.30 f. h. — Bláhattasveitin. — Miðdeild, fundur sunnudag kl. 8.30 e. h. — Silíurhnappasveitin. Brúðkaup. Þann 10. febrúar sl. voru gefin saman í hiónaband ungfrú Kristjana Hjörleifsdóttir og Kristinn Ingólfsson verkstjóri, Kristneshæli. — Heimili brúð- hjónanna er að Kristneshæli. Leiðrétting. í spjalli um póst- mál í síðasta tbl. misprentaðist ,símstjórinn“ fyrir símstjómin. Spurt var um það, hvort síma- stjórnin hefði samvinnu við póst- stjórnina um slælegar póstsend- ingar, til þess að auka viðskipti landsmanna við símann. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 170 frá N. N. Bifreiðastöðvar bæjarins verða lokaðar frá kl. 19 á laugardag n.k. til kl. 13 á sunnudag vegna árs- hátíðar Bílstjórafélags Akureyr- r. Sextug verður Sigúbjörg Sig- fúsdóttir, Éiðsvallagötu 26 hér í bæ, 19. þ. m. Samsöngur. — 13. þ. m. hélt Kirkjukór Plúsavíkur samsöng í Húsavíkurkirkju, undir stjóm séra Friðriks A. Friðrikssonar. undirleik annaðist frú Gertrud Friðriksson. Kirkjan var full- skipuð áheyrendum og söngnum ágætlega tekið. Á söngskrá voru 14 lög. Um kvöldið hafði kórinn kaffidrykkju fyrir sig og marga gesti í fundarsal kaupfélagsins. — Skemmti fólk sér þar við ræðu- höld, söng og dans langt fram á nótt. — Formaður kórsins er frú Auður Aðalsteinsdóttir. jafnan mikilvæga bendingu um lestraráhuga — sem og eykst oft samfara aukitmi bókaeign.1 ‘Og annars staðar stendur þar: „0 við aukinn lestur góðbóka mun hollur lestraráhugi og au.kast.“ ii. Leikfé’.ag Ðr’víkur hefur aís undariförnu sýnt siónleikinri „Drengurinn minn“ eftir Aaolph Arrangb. Lsikstjóri cr Stcingr. Þórsteinsson og leikur hann jafn- frarryt aðalhiutverkið. Leikurinn hefur hlotið góðar viðtþkur og aðsókn. Húsmæðraskólafélag Akureyr- ar hefur skemmtifund í Hús- mæðraskóla Akureyrar með sameiginlegri kaffidrykkju fyrir félagskonur næstk. fimmtudag, 14. febr., kl. 8.30 e. h. Verð kr. 12.00 fyrir konu. Skemmtunin hefst með kvikmynd. Skorað er á félagskonur að fjölmenna og mæta stundvíslega. — Fleiri skemmtiatriði. Skemmtinefndin. Bsejanöfn. —- Menntamálaráðu- • neytið hefur nýlega staðfest eft- irtalin bæjanöfn: Árbær, nýbýli Ottars Ketilssonar, «úr landi Finnastaða í Eyjafirði; Víðines, nýbýli Magnúsar Þorbergssonar, úr landi Ærlækjarsels í Öxar- fjarðarhreppi, N.-Þing; Hverhól- ar, nýbýli Trausta Símonarsonar, úr landi Goðdala, Lýtingsstaða- hr., Skag.; Bláhvammur, nýtt nafn á jörðinni Brekknakot í Reykjahverfi, S.-Þing. Eigandi jarðarinnar er Böðvar Jónsson. * Ur Bárðardal. í sl. viku voru Bárðdælingar hér á ferð. Höfðu þeir ekið á jeppa upp í miðja Vaðlaheiði austánverða. Sögðu ágætt akfæri þá í Ljósavatns- skarði. Harðindi hafa verið um tveggja mánaða skeið þar eystra og fénaður á gjöf. Jarðlaust er víðast hvar í dalnum nema í Stórutungu og á Mýri. Fimmíugur varð sl. miðviku- dag, Ingólfur Kristjánsson, bóndi á Jódísarstöðum á Staðarbyggð, kunnur búhöldur og mikils met- ínn. Þrátt fyrir ‘stórhríð kom fjöldi manna að Jódísarstöðum að árna afmælisbarninu heilla. Hjúskapur. Síðastl. mánudag voru gefin saman í hjónaband á skrifstofu bæjarfógeta frú Fríður Jónsdóttir og Halldór Gíslason, Kálfagerði, Saurbæjarhreppi. Hjónaefni. Opinberað hafa trú- lofun sína ungfrú Guðrún Al- freðsdóttir, Hlíð, Köldukinn, og Aðalsteinn Guðmundsson, Ytri- Skál ,Köldukinn. Leiðrétting. í erindum þeim um Aðalheiði Jóhannsd. frá Dæli, sem birtust í síðasta tölubl. Dags, misprentaðist í 3. erindi, þar sem segir ,,æfistörf“. Á að vera æfi- hvörf. Síðar, 2. erindi 2. ljóðlína: ,,lengi“, falli burt. „BakkaS)ræður“ á Ákureyri Oskar Gíslason kvikm.töku- maður úr Reykjavík hefur að undanförnu sýnt hér kvikmynd sína „Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra“ við góða aðsókn. Þetta er 16 m/m tal- og tónfilma, eitt af byrjendaverkum íslenzkr- ar kvikmyndagerðar og verður að dæmast í samræmi við það. — Tæknilega hefur myndin tekizt furðanlega vel — þótt þar séu á ýmsir gallar — en efnislega miklu miður og er lítill „humor“ í myndinni og því ekki sannur Bakkabræðrabragur á henni. — íslenzk kvikmyndagerð stendur enn á frumstæðu stig'i- af þessari mynd að ráða. Hjónaefni: Um sl. mánaðamót opinberuðu trúlofun sína ung- frú Dýrleif Tryggvadóttir frá Ól- afsfirði og Óskar Guðlaugsson, Reykjavík. Ungmennafélagið Ársól í Öng- ulsstaðahreppi hefur sýnt sjón- leikinn „Seðlaskipti og ást“ eftir Loft Guðmundsson blaðam., tvisvar sinnum í þinghúsi hreppsins, við húsfyllir og ágæt- ar viðtökur. Leikendur voru: Rósa Pálsdóttir, Uppsölum, Hall- dóra Jónsdóttir, Grýtu, Garoar Vilhjálmsson, Uppsölum, Guðm. Sigurgeirsson, Klauf, og Theodór Kristjánsson, Tjörnum. Barnastiikan Sakleysið heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnu- dag kl. 1 e. h. Venjuleg fundar- störf. Ýmis skemmtiatriði auglýst í barnaskólanum. Munið að mæta nú vel og hafa aura til að greiða stúkugjaldið. Barnastúkán Samúð nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 17. þ. m. kl. 10 f. h. Vígsla embættismanna. Upplestur, Kvik mynd.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.