Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 13. febrúar 1952 D A G U R 5 Áætlað að eim þurfi að miimsta kosti 2 millj. króua íil að fullsmíða húsið og báa það tækjuui - kostuaðer þegar orðimi um 7 milljónir Fróðlegar omræður om byggingu og væntanlegan rekstur fjórðungs- sjúkrahússins á fundi í Stúdentafélaginu s. 1. fimmtudag aaáðíij aáaiij aasaiiS a i ip p- í Byggingu nýja fjórðungssjúkrahússins hér á Akureyri er nú svo langt komið, að uniit ætti að vera að ljúka henni í ár, ef unnið verð- ur að málinu af festu og kappi. Áætlað er, að húsið kosti fullbúið 9 milljónir króna og skortir um 2 milljónir, að það fé sé fyrir hendi, en miklar vonir um að úr þeim fjárhagsvandræðum rakni fljótlega. Þessar upplýsingar komu framsvo samningaumleitanir við ka- við umræður um sjúkrahússmál- ið í Stúdentafélagi Akui’eyrar sl. fimmtudagskvöld. Hafði Guðm. Karl Pétursson yfirlæknir þar framsögu, en síða'r'tókust fjörug- ar umræður. Tóku til máls. auk frummælanda, 'Jónas Rafnar al- þm., Jakob Frímannsson fram- kvæmdastj., Bragi Sigurjónsson ritstj., Brynj. Sveinsson mennta- skólakennari, Stefán Ág. Krist- jánsson framkv.stj., Pétur Jóns- son læknir og Stefán Árnason fram.kv.stj. Þetta er annar um- ræðufundur félagsins um dag- skrármál bæjarfélagsins. Hinn fyrri var um hraðfrystihúsmálið og er áður frá honum skýrt. Hef- ur stjórn félagsins hoðið ýmsum forráðarpönnum bæjarins til þessara funda, svo og blaða- mönnum og fleiri gastum. Saga spítalabyggingarinnar — „kaþólskt intermezzo“. I ræðu sinni rakti Guðm. Karl Pétursson sögu spítalamáisins frá upphafi. Minnti á, að árið 1937, er hann tók hér við starfi, vorú uppi ákveðnar ráðagerðir að byggja hér nýjan spítala. Árið 1938 voru teikningar að þessum spítala til- búnar og stóð til að hefjast handg um bygginguna. Átti þetta að vera 75 rúma spítali í tveimur deildum, og standa sunnan gamla spítala. Þetta hús, sem læknirinn taldi á ýmsan hátt mundi hafa reynzt skemmtilegt og gott, þótt fulllítið væri, mundi hafa kostað með öllum búnaði um hálfa millj. króna. En þegar spítalanefndin skyldi taka ákvörðun um að hefjast handa, barst henni bréf frá biskupinum í Landakoti, um líkindi til þess að kaþóiskir mundu vilja reisa hér spítala og hefðu 30 þúsund sterlingspund í reiðu fé til málsins, sem var mikið fé á þeim þrengingar- og gjaldeyrisskortstímum. Þótti ekki annað fært, en athuga þennan möguleika og var byggingamál- inu slegið á frest. í heilt ár stóðu þólsku regluna og var heitið hér fyrirgreiðslu um lóðir og lend- ur, landvistar- og atvinnuleyfi o. s. frv. af bæjaryfirvöldum og landsstjórn. En að lokum kipptu hinir erlendu menn að sér hend- inni og hafði ekkert áunnist við afskipti þeirra, en dýrmætur tími glatast. Vegna algerlega ófu.11- nægjandi aðstöðu á gamla spítal- anum, var hafizt handa um að byggja lílinn hluta þess nýja spí- tala, sem áður var áformaður, og var því lokið fyrir stríð og hefur viðbót sú gert það mögulegt að starfrækja gamla spítalann eins og gert hefur verjð öll þessi ár. Leyfi til meiri framkvæmda íékkst ekki hjá opinþei'um aðil- um og lögðu beir þar fyrsta stein- inn í götu spítalamálsins. Spííali númer tvö teiknaður. Á.stríðsárunum var spítalamál- ið tekið upp að nýju og enn áformað að byggja nýjan spítala á lóðinni sunnan gamla spítalans. En til þess að geta notað nýbygg- inguna, sem þar var þegar risin, varð að umbylta fyrri áætlunum og úr því varð teikning af 95 rúma spítala, í tveimur deildum, allmikið breyttur að fyrirkomu- lagði frá því sem áður var ráð- gert. En þegar hér var komið sögu, árið 1945, hreyfði Jónas Jónsson alþm., hugmyndinni um fjórðungsspítala og aukinn til- styrk ríkisvaldsins til þess að koma upp slíkum aðalsjúkra- húsum í fjórðungunum. í þessu sambandi benti læknirinn á, að til þess að spítali geti talizt full- komin stofnun og í samræmi við kröfur tímanna, verði hann að hafa lágmarksstærð og stárfrækja deildir í aðalgi'einum læknis- fræðinnar. Slíkur spítala hlaut að verða of stór fyrir bæinn einan, ef hann ætti eingöngu að miðast við þarfir Akureyringa. Þegar Alþingi samþykkti lögin um fjórð ungssjúkrahús og aukinn styi'ktil bygginga sjúkrahúsa, þótti eðli- legt að hverfa að því ráði að reisa hér fjói-ðungsspítala og auka enn þær byggingaáætlanir, sem hér höfðu lengi verið á döfinni. Þá kom á daginn, að of þröngt mundi verða um nýja spítalann á gamla staðnum á norðurb&kka Búðar- gils. Upp úr því er svo teiknaður spítali sá, sem nú er risinn af grunni á Eyrarlandstúni og hef- ur nú verið 6 ár í smíðum, eða miklu lengur en upphaflega var ráðgert. Hoi’nsteinninn var lagð- ur í ágúst 1946, en áður hafði veruleg undirbúningsvinna ver- ið gerð. Drátturinn hefur orðið dýr. Þessi nýji spítali er um fiest hugsaður fullkomnari en fyi-x-i áætlanir gerðu ráð fyi'ii' og tals- vert stærri, eða alls ætlaðuv fyrir 114—120 sjúklinga, og sagði yfir- læknirinn, að miklu fleiri sjúkl- inga mætti taka þar inn ef nauð- syn þætti bera til. Sumarið 1947 miðaði byggingamálinu yeláfram. Þá var fé fyrir hendi og efni og fiaug spítalinn þá upp, en síðan hefur miðað hægar og þó hægast nú upp á síðkastið, enda þótt allt- af hafi verið unnið að máiinu. Meðan fé var fyrir hexxdi vildu forráðamenn byggingarinnar hér hefjast handa um að kaupa er- lendis ýmsan búnað og tæki til spítalans, gei'ðu sér ijóst, að verðlag allt fór hækkandi og ekki eftir neinu að bíða í þeiin efnum, en þá var hér hinn mesti gjald- eyrisskortur og fengust ekki nauðsynleg leyfi til yfirfærzlu. Það var fyx'st eftir að gengisfell- ingin hafði véi'ið gei'ð og i'ýmkað var um gjaldeyi-ishöft, að leyfi fengust. En þessi dráttur þýddi þá mjög auknar fjárhæðir til þessara kaupa, auk þess sem er- lent vei-ðlag fór jafnt og þétt hækkandi. Líklegast er því, að sú venja, að búnaður spítala sé urn 1/3 af kostnaðarvei'ði þeiri'a, nái ekki til okkar. Húsið sjálft var byggt áður en dýrtíðin komst í algleyming, en tæki og búnað verður að kaupa á hæsta vei'ði. Enn er ekki að fullu lokið útveg- un tækja til spítalans erlendis frá, en dýrasti og stæi-sti búnað- urinn hefur þegar veríð kéýptur og er ýmist kominn hingað eða er væntanlegui'. Húsbúnað sjálf- an, í'úm og margt fleira skortir þó enn, en væntanlega verður hægc að útvega rnargt af því hér inn- anlands. Vönduð byggiug, Yfii'læknirinn hafði til sýnis grunn- og útlitsteikningar spí- talabygginganna alira, er hér hafa vei'ið í'áðgerðar, til skýring- ar máli sínu, og lýsti hann allýt- ai'lega gerð nýja spítalans á Eyr- arlandstúni. Er sú byggiiig mjög vönduð í alla staði og véi úr gai'ði gei'ð. Eru þar og nokkrar nýjung- ar í héi'lendri húsagei'ð, t. d. í gerð þaks og glugga og á nokkr- um öðrurn sviðum. Mikið af 'bún- aði spítálans er keypt frá Svíþjóð, röntgentækin eru þó frá Hol- landi Kostnaður. m Búið er að leggja til bygging- arinnar röskar 7 milljónir króna, er skiptist þannig: Alm. samskot um kr. 690.000.00 Fi'aml. bæjarins — 1.340.000.00 Framl .ríkisins — 2.560.000.00 Fengið að láni — 2.760.000.00 Samtals ca. kr. 7.260.000.00 Af þessu fé er þegar búið að kosta til byggingarinnar um 7 miUj. kr., og er handbært fé nú þvx' aðeins röskl. 200 þús. kr. ,eða þar um bil, sem hvergi næi-ri nægir til að ljúka vefckinu. Ræddi læknirinn síðan nokkuð' um möguleika til fjái'öflunar og síðan um þau óleystu vandamál, hvefn ig rekstri spítalans ver.ður hagað. En það mál er tímabært að ræða. í sambandi við fjáröflunina skýrði hann frá því, að þess sæist sífellt ljós vottur, hverii áhuga almenningur liefur fyrir spítaiamálinu, og hverja nauð- syn fólk telur að ljúka verkinU hið bráðasta. Sífelit berasí gjafir til byggingarinnar og oft rausnarlegaf gjafir. — Ilorfur væru nú t. d. á því, að áskðrún frú Ilalldóru Bjarnadótíur til félagasamtaka að gefa, skcrf af sjóðnm sínum, væru að bera árangur, og heíðu fyrstu fraxn- lögin þegar borizt. Að lokum skoraði læknirinn á alla að leggjast á eitt að hrinda málinu áfram síðasta áfangann. Engum gæti lengur blandast hugur urn nauðsyn þess. Gamli spítalinn mætti þegax kallast ónothæfur fyrir löngu og hröi'naði hraðfai'a um þessar mundif. Auk þrengslanna þar mætti kalla aðbúð sjúklinga, lækna og annai-s starfsfólks ger- samlega óviðunandi til nokkurr- ar fi'ambúðai'. Fyrir þjóðfélagið gæti það engan veginn talizt hag- kvæmur búskapur að láta 7 millj. króna mannvirki, sem mikil þörf v'æri fyrir, standa ónotað öllu lengui'. Vanrækt heilbrigðismál. Jónas Rafnar alþm. talaði næst- ur og gerði grein fyrir fjárveit- ingum Alþingis til spítalans og taidi ,að hann hefði ekki verið afskiptur af því fé, sem fengist hefði lagt til spítalabygginga og endurbóta á heilbrigðismálum yfirleitt. Hins vegar hefðu heil- brigðismálin í heild vei'ið afskipt af _ fjái'veitingarvaldinu og benti þingmaðurinn á þann mikla mis- mun, sem er á fjárframlögum rík- isins til skólabygginga á síðustu árum og til sjúkrahúsa og ann- arra heilbrigðismála. í sambandi við fjármál bygg- ingarinnar nú og reksturinn í framtíðinni, benti þingmaðurinn á, að þau mál yrðu ekki leyst til gagns nema í samráði og sam- vinnu við ríkisstjórnina og taldi eðlilegt, að bærinn gei'ði sendi- nefnd á fund stjórnarinnar til þess að kynna henni sjónarmið bæjarins í þessu máli, sérstak- lega. Þingmaðurinn taldi og eðii- legt, að leilað væri til Ti-ygging- G. Karl Pétursson yfirlæknii ai'stofnunar ríkisins um viðbótar- lán til þess að ljúka byggingunni og mundi hún hafa nægilegt fjár- magn til þess að sinna siíkri beiðni. Takmarkið að ljúka bygginguim? í ár. Jakob Frímannsson fjani- kvæmdastjóri, sem hefur áú sæti í bygginganefndinni frá upphafi og hefur lagt fram mikið starf fyrir spítalamálið frá öndverðu, gerði í stuttu máli grein fyrir fjárhagsútlitinu og því, hvaða takmark bæjarmenn ættu að setja sér í spítalamálinu nú. Jakob sagðist telja líklegt afc> áætlun bygginganefndarinna um að ljúka mætti bygginguni.i og' koma í notkun fyrir 9 miíijónir króna, mundi standast og a. m. k. ekki þurfa að hækka verulega nema ófyrirsjáanleg atvik kæmu til. En miðað við 9 milij. króna áætlunina, skorti spíialann nú um 2 rnillj. í reiðu fé. Upp í þetta er framlag bæjarins á núverandi fjárhagsáætlun 500 þús. Ríkis- fromlag, 500 þús., sem átti, sam- kvæmt samningi við Landsbank- ann, að ganga til afborgunar á 2 milli. króna láni þar, mundi væni; anlega fást til framkvæmdarina eigi að síður, með því að vonir stæðu til að Landsbankinn mundi framlengja gjaldfrestinn. Trygg- ingastofnun ríkisins hefur þegai’ lofað 400 þús. kr. láni. Þarna væru þá fyrir hendi 1,4 millj. —- Unnið væri ao því að Trygginga- stofnunin lánaði 600 þús. kr. til viðbótar og hefðu viðræður við forráðamenn hennar þegar farið’ fram og mætti tellja allgóða von. um að þetta fé fengist. Ef á skorti enn nokkur hundruð þúsund kr. til að reka smiðshöggið á verkið', kvaðst Jakob bera það traust til lánsstofnana í bænum, að þær létu ekki standa á því undir lok- in. Þannig mætti telja allgóðar vonir um, að rættist fram úr fjár- hagsvandræðunum í bili. — Eftii’ væri mikið verk að ljúka bygg- ingunni og fá til hennar mikið a£ búnaði og tækjum. Jakob taldi, að nú ætti aíi setja það takmark, að Ijúka byggingunni á þessu ári, svo að hún gæti orðið tilbúin til nctk- unar um næstk. áramót. Þetta mundi hægt, cf rösklega værú að unnið. Rekstursvandamálið. Guðm. Karl, Jakob Frímanns- son, þingmaðurinn og fleiri raíðu (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.