Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 1
Ferguson dráttarvél — 25 þús. kr. virði, er meðal vinninga í blaðahappdrætti Framsóknar- manna. Dregið 1. marz. Kaupsýslu- og iðnaðarmenn! Fleiri Akureyringar og Ey- firðingar lesa auglýsingar í Degi en í nokkru öðru blaði. XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 13. febrúar 1952 7. tbl. Ðrotíningin og n,a8nr hennar RaÍOrkUITlál \\mMm SlffirSla 11^115113^ elnið í næsfu Iramlíð Háspemiulína til Dalvíkur ráðgerð - Ólafsfjarðarhöfn verður væntanlega fullgerð á yfirstaiidaníli ári Rætt við BERNHARÐ STEFÁNSSON, alþm., um störf Alþingis og hagsmunamál liéraðsins Georg VI. Bretakonungur andaðist í Sandringhamhöll aðfaranótt sl. miðvikudag, 56 ára að aldir. Kom þá til ríkis Elísabct prinsessa, dóttir hans, er tekið hefur sér nafnið Elísabet II. Þau hjónin Elísabet og Philip maður hennar voru nýlögð af stað í opinbera heimsókn til Kenya, Ceylon og Átsralíu og dvöldu um þessar mundir íKenya.Þau sneru þegar heim. Myndin er af hinum ungu og glæsilegu hjónum. 3 milljónir króna í byggingarsjóði dvalarheimilis aldraðra sjómanna Töfrasýningar Truxa þattur í fjársöfnun til byggingar dvalarlieimilis í Rvík 80 þús. kr. vinningar í happdrættinu Um mánaðamót næstkom- andi verður dregið í blaða- happdrætti Framsóknarflokks- ins um vinninga, sem eru 80 þúsund króna virði. Þar á með- al eru þessir vinningar: Ferð til Miðjarðarhafslanda fyrir 2, Ferguson dráttarvél, ferð til Kaupmannahafnar með Gull- fossi, fyrir 2, og til Skotlands með sama skipi, fyrir 2, 12 ágætar hrærivélar, 4 Ilugin saumavélar, þvottavél, ísskáp- ur, vikudvöl á Laugarvatni, Rafhaeldavél o .m. fl. Sala miðanna hefur gengið greiðlega um land allt. Sölunni í bæ og héraði fer nú að ljúka og er takmarkið að allir mið- arnir verði seklir fyrir 25. þ. m. Er hér mcð skorað á alla þa, er miða hafa til sölu, að setja sér þetta takmark. í Eyjafjarðar- cýslu má fá miða hjá eftirtöld- um mönnum: Stefáni Valgeirs- syni, Auðbrekku, Kára Þor- steinssyni, Þverá, Jóhanni Valdimarssyni, Möðruvöllum, Jóhannesi Óla, Árskógi, Finni Kristjánssyni, Ártúni, Kristni Sigmundssyni, Arnarhóli, Bif-rii Gestssyni, Björgum, Ingimar Brynjólfssyni, Ásláksstöðum, Jóni Jónssyni, Böggvisstöðum, Filippusi Þorvaldssyni, Hrísey, Marinó Þorsteinssyni, Engihlíð, Gunnari Kristjánssyni, Dag- verðareyri, Óttar Björnssyni, Laugalandi, og auk þess hjá Þórði Jónssyni, Þóroddsstað, Ólafsfirði og Birni Stcfánssyni kennara Ólafsfjarðarkaupstað. Hér á Akureyri fást miðar m. a. á skrifstofu Dags, hjá Pétri og Valdimar á Ráðhústorgi, Skó- búð KEA, á rakarastofu Jóns & Sigtryggs, Skipag., hjá gjald- kerum á skrifstofu KEA og á fleiri stöðum. Látið ekki liapp úr hendi sleppa. Frestið ekki að kaupa niiða. Danski sjónhverfingamaðurinn Truxa hefur gist bæinn að und- anförnu og sýnt listir sínar í Samkomuhúsinu við mikla að- sókn. Hefur fólki þótt þetta ný- stárleg skcmmtun. Truxa sýnir ýmsar algengar sjónhverfingar og svo að auki hugsanaflutning í milli hans og hinnar sænsku konu hans og er það bezti liður dagskrárinnar og allmerkilegur. 3 milljónir í sjóði. í för með Truxa hingað var Böðvar Steinþórsson framkv.stj. Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði. Hann skýrði blað- inu svo frá, að í byggingasjóða dvalarheimilis aldraðra sjómanna sé nú um 3 millj. króna, gjafir og ágóði af skemmtunum, sem jjessum, er haldnar hafa verið til ágóða fyrir heimilið. Heimilið á að rísa á Laugaráshæðinni í Reykjavík og verður ætlað fyrir um 100 vistmenn. Ætlunin er að hefja byggingaframkvæmdir í ár, ef leyfi fást, en annars skortir mikið fé enn til þess að kosta bygginguna. Gjafir úr strjálbýlinu. Böðvar sagði, að heimilið væri að sjálfsögðu sniðið eftir þörfum sjómanna í Reykjavík og Hafn- arfirði, en tekið væri við gjöfum utan af landi, sem tryggja ætti dvalarmöguleika sjómanna það- an. T. d. hafa Húsvíkingar sent myndarlega gjöf til þess að tryggja sér ítök í herbergi á heimilinu. Böðvar taldi ekki nokkurn vafa á því, að mikil og bryn þörf væri fyrir slíkt heimili í þjóðfélaginu, enda hefði málið notið velvildar alþjóðar. Enda yrði nú lagt kapp á að hrinda því í framkvæmd. Þorsteinn M. Jónsson kjörinn forseti bæjarstjórnar Á síðasta bæjarstjórnarfundi fór fram kjör forseta og í nefndir. Þorst. M. Jónsson skólastjóri var endurkjörinn forseti bæjar- stjórnar, 1. varaforseti er Sverrir Ragnars og 2. varaforseti Stein- dór Steindórsson. í bæjarráð voru kjörnir: Jakob Frímanns- son, Steindór Steindórsson, Jón G. Sólnes, Guðm. Jörundsson og Tryggvi Helgason. Varamenn eru: Dr. Kristinn Guðmundsson, Bragi Sigurjónsson, Helgi Páls- son, Sverrir Ragnars, Elísabet Eiríksdóttir. Nefndif voru end- urkjörnar. með litlum .breyting- xmi. Þetta þing er stytzta þing nú um mörg ár, sagði Bernharð Stefánsson 1. þm. Eyfirðinga, for- seti efrideildar, er blaðið átti samtal við hann um störf þingsins og hagsmunamál héraðsins. En þótt þing þetta stæði alls ekki nema 116 daga, má telja að það hafi afkastað miklu og kom- ið meiru í verk, en ýmis þau þing, er lengur hafa staðið. Orsakir þess, að þingstörfin ganga greið- legar nú í seinni tíð, en um langt skeið áður, eru tvær, sagði Bernharð. í fyrsta lagi situr að völdum ríkisstjórn, sem ekki er völt í sessi og styðst við öflugan þingmeirihluta. í öðru lagi — og þó ekki síður — er ástæðan sú, að alveg er skipt um f jármálafórustu frá því, sem áður var. Síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum og Ey- steinn Jónsson varð fjármálaráð- herra, hefur fjárlagafrumvarp verið þingskjal nr. I. og lagt fram strax fyrsta þingdaginn. Hér eru stór og heillavænleg umskipti á orðin. — í tíð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins leið stundum mánuður af þingtímanum áð- ur en þingmenn sáu fjárlaga- frumvarpið. Fyrsta heila árið. Síðastl. ár var fyrsta heila árið, sem Eysteinn Jónsson stýi'ði fjár- málum ríkisins í þessari stjórn; niðurstaða reikninganna er um 50 millj. króna tekjuafgangur ríkisins. Þessum árangri er náð án þess að nokkrir skattar hafi beinlínis verið hækkaðir, þótt sumir tekjustofnar gefi ríkissjóði hærri upphæðir en áður, þótt lítt sé umfram það, sem peningagildi hefur rýrnað. Eg fullyrði, að hina hagstæðu útkomu á ríkisbúskapn um megi skrifa á reikning betri fjármálastjórnar og ef stefnan hefði verið óbreytt frá fyrri tíð, mundi því fé, sem Alþingi ráð- stafaði nú til nauðsynlegra fram- kvæmda, þegar hafa verið eytt með öðrum hætti og hefði ekki komið til ráðstöfunar eins og nú varð. — Hin bætta fjár- málastjórn er því beinlínis und- irstaða þessara framkvæmda. — Varið er nú af tekjuafganginum til ræktunarsjóðs og bygginga í sveitum 15 millj. króna, til íbúða- bygginga í kauptúnum og kaup- stöðum 12 milljónir (í þrennu lagi), til hins nýja Iðnaðarbanka 3 millj., 5 milli. vangoldið ríkis- framlag til hafnargerða, 2 millj. til skóla og 1 millj. til veðdeildar Búnaðarbankans. — Samtals er þctta 38 milljónir til hinna brýn- ustu nauðsynjamála. Ennfremur verður varið 4 millj. króna af þessum tekjuafgangi ríkissjóðs til atvinnuaukningar í kaupstöðum og er þess ekki síður brýn þörf. Fjánnálin má hverju sinni kalla mikilvægasta viðfangsefni þings- ins. Auk þeirra fjallaði þetta þing um stórmál, þar sem var her- varnarsamningurinn. við Banda- ríkin, mál, sem nú virðizt orðinn meiri friður um en áður og er það vel. Málefni héraðs og hæjar. Af málefnum héraðs og bæjar, er til kasta þessa þings kom, vil eg fyrst nefna smíði fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Eng- inn andmælir því, að hér sé stórt hagsmuna- og áhugamál bæjar og héraðs, og raunar þjóðarinnar allrar eins og ástatt er í spítala- málunum yfirleitt. Samt miðar hægt áfi-am. Fjárveiting fékkst ekki nema 500 þús. kr. nú, þrátt fyrir viðleitni norðlenzkra þing- manna. Hefur Alþingi yfirleitt verið sparara á fé til þessara mála en ýmissa annarra. Oleyst er og það atriði, hvort hluttaka ríkis- ins í byggingakostnaði spítala skuli ná til tækja og búnaðar eins og hússkrokksins sjálfs, sem eðli- legt virðist, en ekki fékkst þó úr þessu skorið á þessu þingi, heldur var deilunni um það sk»tið til ríkisstjórnarinnar. En þessu máli verður að sjálfsögðu haldið vak- andi, enda verður það að fá við- unandi lausn. Raforkuniálin. Annars tel eg, sagði Bemharð, að stærsta úrlausnarefni héraðs- ins á næstunni, sé að tryggja lagningu háspennulínu sem víð- ast til þess að koma rafmagninu frá Laxárvirkjuninni nýju út um héraðiðr En Laxárvirkjun naut stuðnings þessa þings og er þar að sjálfsögðu stórfellt hagsmuna- (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.