Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 2. apríl 1952 — segja amerískir sérfræðingar Nýja ameríska efnið „Warfarin“ er komið til lanclsins - hefur gefizt sérlega vel vestan hafs Stjömu Apótek KEA auglýsir í blaðinu í dag að ]>að hafi til sölu rottueitrið .,Warfarin“, sem mikla athygli hefur vakið. Er þetta í fyrsta sinn, sem efni þetta er boðið hér, enda er það nýlegt á mark- aðinum. Samkvæmt frásögnum erlendra blaða hefur það valdið byltingu í baráttúnni við rottur og aðra meindýraplágu og mjög dregið úr því tjóni, sem rottur valda á hverju ári. Til fróðleiks um náttiiru þessa nýja eiturs, fer hér á eftir grein úr Reader’s Digest eftir hinn kunna rithöfund PAUL DE KRUIF: Grein Paul de Kruif Rottan er skæðasti óvinur mannsins í heimi dýranna. Hún eyðileggur verðmæti fyrir millj- arða króna á hverju ári. Þar að auki eru rottur einhver hættu- legustu og varasömustu smitber- ar, sem fyrir finnast. Þær hafa t.d. útbreitt blettataugaveiki og bóluna, svo að eitth'vað sé nefnt. Og þær geta eitrað matvæli svo að það verður lífshætta að neyta þeirra. í aldir hafa mennimir háð út- rýmingarstríð gegn rottunum en án þess að vinna sigur. En nú hefur dr. Karl Paul Link, frá Wisconsin-háskóla, búið til sér- kennilegt, kemískt lyf, sem hann kallar „warfarin“ og er þess megnugt að losa okkur við þessu andstyggilegu nagdýr í eitt skipti fyrir öll. Efni þetta hefur þegar verið reynt á 5000 rottuplágustöðum í Bandaríkjunum og öll reynslan bendir til þess áð „warfarin" geti eytt rottuplágu á svo sem 14 dög- um. Heilbrigðisyfirvöld Banda- ríkjanna kalla efni þetta ágætasta rottueitur, sem fundið hafi verið upp. Hin viðsjála rotta Þegar Link hófst handa um að búa til eitur, sem kalla mætti; 100% öruggt, voru fáir trúaðir á að honum mundi heppnast það. Menn vissu af langri reynslu, að þegar rotta hefur fengið í sig eit- ur — og ekki drepist af því strax. — þá er varúðin vöknuð og hún hreyfir aldrei við samskonar eitri aftur. Þar að auki er álitið að rottuhópamir hafi sérstaka; „smakkara“ til þess að tryggja öryggi hópsins. Ef þessar „hetj- ur“ fá í magann af kostinum, halda hinar sig í hæfilegri fjar- lægð. St)-yknin, arsenik, bariumkar- bonat og strandlaukur, eru allt saman góð og gegn rottueitur, en þau útrýma ekki plágunni. Fyrir stríðið komu efnafræðingarnir með efnið „antu“, sem gafst vel og drap margar rottur, en ekki allar. Það drap líka hunda og ketti. Svo kom hið bráðdrepandi natriumfluoractetat „10—80“, en það varð 16 manneskjum að ald- urtila í Bandaríkjunum. Má því ekki nota það lengur nema með sérstöku leyfi yfirvalda. Auk þess fylgdi því sami ókosturinn Og öðrum rottueitrum samtímans: Eftir fyrstu viðvörun, ganga rott- 2irnar í stórum sveig fram hjá því. Komst á sporið Link var lióst, að hann hafði rekist á mjög óvénjulegt eitur, er hann rannskaði eitt sinn kýr, er höfðu drepist af því að éta skemmdan smára. „Eg varð undr- andi yfir því, hver friður og ró drottnaði í fjósinu. Dauðu kýrnar litu út eins -og þær héfðu sófnað, en þær, sem voru enn á lífi, héldu áfram að narta í hið skemmda hey, þótt þær væru að- fram komnar." Augljóst var, að skepnurnar fundu ekki, hvað var að drepa þær, innvortist blæðing- ar, sem eitrið í heyinu kom af stað. Link og fimm samstarfsmenn hans unnu að því í.fimm ái' áð einangra þetta bráðdrepandi efni, og loksinS fuhdujþeir efnið diku- manþ.;-Þarna efni, hugsaði Link, sem getur blekkt gamlar, lífsreyndar rottur! En það var annar eiginleiki þessa efnis, sem fyrst vakti athygli og athugunum var einbeitt -að:- Finið gat bjargað mannslífum. Blóðtappar i hjarta og lungum er algeng dauðáör- sök manna, sem komnir érU yfir fimmtugt,- og,- nú kom í ijós, , að dikumarin ycirkaði Tgegni því að blótappi myndaðist. Læknarnir á hinu fræga., Mayo-sj úkrahúsi fundu, að þetta efni fjarlægði að verulegu leyti blóðtappahættuna eftir uppskurði. En notkun efnis- ins fylgir áhætta.Of stór skamrnt- ur getur orskað innvortis blaið- ingar. Link lagði nú áherzlu á að finna samsetningu sem verkaði gegn blóðtöppum án hættulegra aukaverkana. Með tilstyrk vís- indalegra styrktarsjóðá tókst honum að. fin.na 100 misifmnandi dikumarin-samsetningar. „Samsetning — 42“ Dag nokkurn fengu þrjár til- i’aunakanínur stofnunarinnar skammt af einu hinna nýju efna, efni sem nefnt var „samsetning 42“. Þær fengu innvortis blæð- ingar og dóu. „Samsetning — 42“ virtist hafa enn merkilegri áhrif á hvítu til- raunarotturnar. Einn stór skammtur gerði þeim ekkert, en ef þær fengu i Örlitla skammta í fimm daga samfleytt, dóu þær allar. Það voru innvortis blæð- ingar, þær sofnuðu inn í dauðann hægt og friðsamlega. Þegar tækifæri gafst ákvað Link að reyna „samsetningu — 42“ sem rottueitur í einhverju rottubæli. Hann og félagar hans völdu gamalt bóndabýli. Þar blandaði Link hæfilega skammta af þessu merkilega efni, sem hvorki hefur lykt né bragð, í ýms fóðurefni, og fann áð lokum að rottunum gatzt einkar vel að maískjörnum. Þetta var nærri því hroðalegt að horfa upp á. Rotturnar grunaði ekki neitt — þær komu hlaupandi að matar- döllunum fyrstu tvö kvöldin, en þriðja og fjórða kvöldið, skriðu þær að matnum og átu af græðgi þótt þær væru augsýnilega orðn- ar dauðveikar. Þær höfðu enga krampadrætti og virtust ótta- lausar, en hin sársaukalausa lungnablæðing var í fullum gangi. Á fimmta degi var hver. einasta rotta á bænum dauð. Link vissi að rottur sækja mjög í hænsnahús. Skyldi „sam- setning — 42 „ vera hættuleg fyr- ir kjúklingana?Fimm vikna fóðr- un með mat íblönduðum nægu efni til þess að drepa fleiri hundr- uð rottur, gerði fimm kjúklingum ekkei’t mein. Link sannaði líka, að fólk gat rólegt borðað hænsna- kjöt þótt hænsnin hefðu komist í efnið. Þess sáust engin merki. Link gerði enn margar tilraunir, en sendi efnið því næst til mein- dýrastofnunar stjórnarinnar. Þar voru þeir vanir að reyna ný rottu eitur. Þau voru sífellt að berast. Staðfesting sérfræðinga Sérfræðingarnir urðu ekki lítið undrandi þegar rotturnar héldu áfram að éta eitrið eftir að þær voi-u orðnár veikaf og éins þótt félagar þeirra lægju dauðyona allt í kring um þær. Meindýrastofnunin hóf víð- tækar rannsóknir og tilraunir. Efnið var reynt í gömlum geymsluhúsum, hlöðum og skúr- um, úti á víðavangi, hvar sem rottu var vart. Og síðan var út- koman gerð upp í heilu lagi. Hún var glæsileg. í níu tilfellum af hverjum tíu, var rottunum gjör- eytt. Gerðar voru meira en 5000 tilraunir. Þar sem þær mistókust, var það tengt því að notaður var óheppilegur matur til að blanda eitrinu í. Bezta agnið var nýmal- aðir maískjarnar. Með því agni næst yfirleitt 100% árangur. Link breytti nú nafninu á efni sínu, úr „samsetning—42“ í „Warfarin“. Eitrið er óskaðlegt fyrir menn og húsdýr. Það stafar af því, að magnið af eitri í agninu er mjög lítið. Aðéins 1 hluti eitur móti 4000 hlutum af agni. Einn skammtur drepur ekki. Það verð- ur að éta Warfarin í marga daga í röð til þess að það verki. Eigi að síður þarf að fara hófsamlega og varlega með eitrið og koma því fyrir á stöðum, sem aðeins rottur og mýs ná til þess. í ameríska bænum Middleton var rottuplágan orðin svo stór kostleg, að ló við landauðn. War- farin útrýmdi plógunni á fáum dögum. Heilbrigðisstjórnin amer- íska telur, að tjón af völdum rottu geti minnkað um 3/4 ef noktun warfarin verður útbreidd. En Link telur sjálfur að þessi áæalun sé of lág. Hann segir að hægt sé að ná 100% árangri ef réttum aðgerðum er beitt. (Lausl. þý.tt). lokkur orð um skemmianir fyrrum Eftir JÓN JÓNSSON á Skjaldarstöðum Oft sjáum vjð auglýstar dans-Var honum þá ós:->art klappað lof samkomur í nágrenni Akureyrar og lítið, eða ekki, annað til skemmtunar e.n dansinn, og fyrir kemur að samkomur þessar enda með drykkjuskap og illindum. — Heilbrigðara og drengilegra væri fyrir unga og hrausta menn, að sýna ísl. glímu og aðrar íþróttir, þar sem húsrými er orðið svo fullkomið, að vel má framkvæma slíkt, ef áhugi væri fyrir hendi. Og ekki trúi eg öðru, en fólk lrefði gaman af þeirri tilbreyt- ingu, svo sem giíman er þjóðleg og fögur íþrótt, sé hún fram- kvæmd af fullkomnum dreng- skap. Ætla eg nú að setja hér nokkrar hugleiðingar um tilhög- un skemmtana á opinberum sam- komum í dölum hér fyrir 40—50 árum. Frá Ungmennafélagi Öxndæla. Ungmennafélag, Öxndæla var stofnað um síðustu aldamót af nokkrum unglingum ó ferming- araldri og yngri. Má nærri geta, að lítill hafa afköstin verið fyrstu árin. En unglingarnir uxu og félagið líka og náði útbreiðslu yf- ir allan Skriðuhrepp inn forna, með sérstaka deild fyrir Öxnadal. Mun blómaskeið félagsins hafa verið mest á árunum frá 1907—10. Þá var hreppnum skipt, og skipt- ist félagsskapurinn þá milli hreþpanna. Á þessum fyrrgreindu árum voru góðir starfskraftar innan félagsins, og hélt félagið uppi öllum skemmtunum í hreppnum. . Samkomur voru haldnar í Staðartungu á vetrum, en úti á sumrum, þar sem góð að- staða var. Voru þær vel sóttar' venjulega, jafnvel af rosknu fólki framan úr dalbotnum, þótt menn þyrftu að ganga á vetrum. Ekki var áfengi um hönd haft á samkomum þessum, enda var bindindisheit í félaginu. Brutu menn ógjarna það heit: — Tilhög- un skemmtana var þannig: Byrjað var jafnan með söng, og sungin ýmis ættjarðarljóð, svo sem: Eldgamla ísafold, Fífil- brekka gróin grund o. s. frv. Var gott söngfólk í félaginu, svo sem Steingrímur Stefánsson á Þverá, er var formaður félagsins, syst- kinin frá Dagverðartungu o. fl. — Stjórnaði Steingrímur félaginu um möi-g ár með festu og skör- ungsskap. Þegar söngnum var lokið voru frjáls ræðuhöld, upplestur, í bundnu og lausu máli, leikir, afl- raunir, glímur og dans. Sterkir menn. Alfraunir voru einkum þannig, að við jafnhöttuðum fullvaxinn mann. Var það framkvæmt svo, að tekið var sinni hendi hvoru megin í buxnastreng mannsins, en hann hélt um úlnliði gjörand- ans. Hóf svo aflraunamaðufinn hinn upp fyrir höfuð sitt og bar hann nokkur skref með -upp. réttum örmum. Annað var það, að taka upp fjóra, fullvaxna menn. Var það framkvæmt þannig, að gjörandinn gekk fram á mitt gólfið. Komu þá tveir menn, annar að framan, hinn að aftan við hann, lögðu handleggi yfir axlir hans og kræktu höndum saman aftur fyrir háls hvers ann- ars. Síðan komu aðrir tveir til 'hliða og höfðu sömu aðferð, því næst krepptu fjórmenningarnir fæturna. Gekk svo burðarmaður fá skref um gólfið með allan þungann. Gunnar Bjarnason frá Sörlatungu var okkar sterkastur og gekk þetta bezt. Man eg, að eitt sinn var fimmti maðurinn, unglingur um fermingu, settur of an á. Stikaði Gunnar nokkur skref um gólfið með allan hópinn. f lófa, enda mun byrðin hafa ver- ið aí.Ít að 80 fjórðungum að þyngd. Stundum höfðum við reipdrátt. Var þá fenginn gildur kaðall og jafnmörgum. mönnum raðað á hvern enda. Voru þá oft hörð átök. Þá voru glímur allmjög iðk- aðar. Mestu glímu- og íþrótta- menn í Hörgárdal voru þá: Þúfnavallabræður: Eiður, nú hreppstjóri, og Ari bróðir hans, Sigurður Sigurðsson frá Öxn- hóli, Guðmundur Benediktsson á Svíra (nú í eyði) og Valgeir Árnason, nú bóndi í Auðbrekku. Af Öxndælum munu við Skjald- arstaðabræður hafa þótt éinna mestir glímu- og íþróttamenn. Olafur, bróðir minn, var að vísu fatlaður á fæti, en hann fylgdist eigi að síður með, og var bæði lið- ugur og harðfengur. Þegar samkomur voru úti æfð- um við hlaup og stökk. Gátu þeir fræknustu stokkið al-lt að 10 ál. með tilhlaupi. Dans var vitanlega sjálfsagður milli þessara ske.mmtana. Frá Glímufélaginu Gretti. Glímu- og íþróttafélagið Grett- ir var stofnað á Akureyri skömmu eftir síðustu aldamót. — Var það drifið með krafti miklum um nokkur ár. Lét félagið smíða tvo verðlaunagripi: Silfurbelti vandað, nefnt íslandsbelti, er glímt skyldi um á hverju ári, til verðlauna hverjum þeim, sem flesta vinninga hefði — og. silfur- skjöld með myhd,"er átti að tákna Gretti. Var nefodiU’,.Akurey.rar- skjöldur, er glíma' skylHi um á hverju ári. Ekki máttu aðrir en Akureyringar og Eyfirðingar glíma um hann. í* íþróttamótið 1909. Árið 1909 hafeidþróttasamband ugnmennafélaganna norðanlands íþróttamót á Akureyri, 17. júní, Tókum við þrír menn úr Ung- mennafélagi Skriðuhrepps þátt í því og sömuleiðis íslandsglímu er fram fór á Akureyri. Á þá glímu sendu Reykvíkingar tvo sína beztu glímumenn: Guðm. Stef- ánsson og Sigui’jón Pétursson, og báru þeir af okkur Norðlending- um sakir vaxtar, afls og leikni. Enda lauk glímunni með algjör- um ósigri okkar. Hlaut Guð- mundur beltið, og hefur það verið hjá Sunnlendingum síðan. Pétur Jónsson frá Reykjahlíð, nú bóndi á Gautlöndum við Mývatn, var mesti glímumaður Þingeyinga um þær mundir. Gekk hann næstur Sigurjóni Péturssyni með vinninga. — Nokkrum sinnum sendi Grettisfélagið glímumenn suður, og var þeim fræknastur Kóri Arngrímsson frá Ljósavatni, listaglímumaður og karlmenni að burðum. Eg vil nú eindregið skora á Akureyringa og aðra Norðlend- inga að draga af sér slenið, svo að hægt yrði að senda nokkra röska glímumenn á íslandsglímuna, næst þegar hún fer fram. Af þessari stuttu greinargerð geta menn séð, að æskulýðurinn hafði fyrrum all-fjölþættar skemmtanir, og gæti það verið til eftirbreytni fyrir uppvaxandi fólk nú á tímum. IBUÐ óskast í vor árþorpi. helzt í Gler- Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.