Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 8
8 DAGUR Miðvikudaginn 2. apríl 1952 Sigurjón jónsson á Krossi í DAG, 29. marz, fer fram að Ljósavatni, jarðarför Sigurjóns Jónssonar bónda á Krossi í Lj ósavatnshreppi. Sá er þetta ritar, átti ekki kost á því, að vera þar viðstaddur og fylgja þar gömlum sveitunga og vini til hinztu hvíldar. En í dag, reikar hugurinn á fornar slóðir, og til hans með þakklæti og bjartár minningar fi'á liðnum árum. Sigurjón er fæddur og uppalinn á Arndísarstöðum í Bárðardal, sonur hjónanna Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur, er þar bjuggu alla sína búskapartíð, sóma- og rausnarbúi. Eignuðust þau 10 börn, 5 syni og 5 dætur. Öll hafa þau dvalið í Þingeyjar- sýslu til æfiloka, og eru því hér- aðskunn, að greind, mannkostum og dugnaði, hafa búið þar- búum sínum og verið hinir beztu bú- þegnar. Má þar til nefna Sören, víðkunnan mann fyrir afburða gáfur, mælsku og rökfimi í íæð- um. Giftur var Sigurjón Helgu 111- ugadóttur frá Heiðarseli á Fljóts- héiði, mikilli dugnaðar- og at- orkukonu. Eignuðust þau 7 börn, er öll komust til manndóms og þroska. Byrjuðu þgu búskap sinn á parti Arndísarstaða, við lítil efni, en fluttu þaðan eftir tvö ár að Krossi, og bjuggu þar síðan, þar til hann missti konu sína fyr- ir nokkrum árum. Eftir það dvaldi hann hjá börnum sínum þar. Jafnan lifði hann við góða þeilsu, en þrotlaust, líkamlegt erfiði, því að framan af árum var fyrir stór- um barnahóp að sjá, éii efnin lít- il. Unni hann sér lítillar hvíldar, eins þó á efri árin væri komið, og þrekið farið að bila, gekk að hey- verkum fram að áttræðisaldri, unz kraftarnir þrutu að lokum. Lá hann þá rúmfastur, hátt á annað ár, þai' til hann andaðist 21. þ. m. 84 ár'a að aldri. ★ Nú fer þeim að fækka. traustu, rótföstu stofnunum í bændastétt Ljósavatnshrepps, er stóðu föst- um fótum fyrir aldamótin síðustu, og fram á fyrri hluta þessarar aldar. — Burtu hafa þeir horfið einn og einn, en segja má, að allir hafi þeir skilið eftir sig „eitthvert spor við tímans sjá“. En nýir stofnar hafa skotið rótum og vax- ið, sem tekið hafa við hlutverki hinna föllnu. — Maður kemur í manns stað. Allir eiga þeir föllnu sína sögu, hver fyrir sig, en sameiginlega þó, að einu leyti: Baráttuna fyrir lífinu sjálfu. Baráttuna fyrir þeim verðmætum, er fullnægði á sem flestan hátt, þörfum og kröfum þeirra sjálfra, og þeirra, sem þeim bar skylda til að sjá borgið, til þess að lifa mannsæm- andi lífi. Allir hafa þeir verið kvaddir með söknuði og eftirsjá samferða- manna þeirra, er eftir hafa staðið hverju sinni. Og nú er verið að kveðja einn þennan baráttumann í dag, mann, sem að því er eg veit, stóð í meiri erfiðleikum framan af árum, til efnalegrar af- komu, en margir aðrir. Það er að vísu gömul saga, að ætíð hefur það gengið svo, og mun ganga svo, að misjafnlega hefur mönnunum gengið öflun þeirra verðmæta, sem þarfirnar til lífsins hafa kallað á hverju sinni. Og ætíð hafa menn borið misjafnlega stóran hlut frá borði við öflun þeirra. Og raddir hafa jafnvel heyrzt um það, að þeir, sem skarðari hlut hEtfa hlotið, hafi ekki verið nógu miklir kappar á stríðsvellinum. Þó getur svo verið, að sumir þeirra hafi háð harðari. baráttu fyrir sínum rýra hlut, en hinir, sem stærri eða stóran hlut báru frá borði í efnalegum sigrum. Svo undarlega er þessum svokölluðu veraldarvérðmætum skipt milli mannaiina. ■ - Nú mætti máske hugsa, að eg teldi Sigurjpn á Krossi hafa borið lítinn hlut frá sínu lífsstarfi og s.tríði. En fjárri fer slíkú. Að vísu var það svo, að framan af árum var hluturinn smár, og tvísýnn sigurinn, þar sem 7 barna hópur var næstum í ómegð. En með óþreytandi elj u, ráðdeild og dugnaði' fór hann vaxandi, er ár- in liðu, unz svo var komið, að með tilstyrk konu og barna, varð hann eigandi ábýlisjarðar sinpar, húeaði hana að nýju og gjörði á henni jarðabætur. En allir, sem til heimilis hjón- anna á Krossi þekktu vissu, að Sigurjón stóð ekki einn að verki. í verkahring húsfreyjunnar stóð kona hans ætíð ótrauð, og lét aldrei undan síga hváð hörð, sem baráttan var. Þegar þetta er skoðað, verður ekki Sagt, að hér hafi til einskis verið barizt, börn- in upp kornin ,og heimilið orðið sjálfstætt að Ö11.U leyti. Og mig, serri þekkti til heimilis þeirra Krosshjóna, frá því fyrsta þau hófu búskap sinn þar, undrar næstum að sá sigur skyldi nást, serri sýnilegúr er nú. Eitt er það með öðru, sem eg hygg að hjálpað hafi Sigurjóni til oö aá - .sjgrypr.,,. Honum voru í vöggugjöf gefnir þeir gullriú "gnþrrT goð"og óúfribréýt- anleg lund, bjartsýni og trú á það að sjgur ynpist í hvprju gtríði að lokum. Þessam dýrfiiætú eigna gætO hann vandíega, svo að erf- iðleikar og önnur utanaðkomandi áhrif eyðilegði þær ekki. Enda vissí koria háns, hvers virði þær eignir voru þeim báðum, því að einhverju sinni hafði hún látið svo ummælt, að fyrir löngu væri hún prðin viti sín,u fjær, í ,fátækt- in.ni, nema fýrir lundina hans Sigur'jóns. Þárna var viðurkenn- ing á þessum dýrmætu kostum hans og hún réttmæt. Þessif eig- inleikaí hans áunnu honum, ásamt prúðmennsku og ljúf- marirílégfi framkómu, vinsælda allra, er höfðu af honum nokkur kynni. Og þegar svo varj að heim ili þejrra hjóna „stóð við þjóð- braut þvera“ var eðlilegt, að oft' væri gestkvæmt á heimili þeirra, þegar líka svo mátti segja, að faðmur gestrisninnar stæði hverj um opinn, sem að garði bar, og, aldrei á móti gjaldi tekið, þó boð- ið væri. Á fyrri árum mun þó ekki ætíð hafa verið af miklum forða að taka, til framreiðslú gestum og gangandi, en sízt .var sparað það, sem fyrir hendi var, en væri eirí- hvers vant, bætti alúð og hlýja heimilisins það upp. Húsbóndanum var það nautn, að sitja hjá gestum sínum og ræða við þá. Höfðu þeir venjulega fré ýmsu að segja, eins og gengur og gjörist um ferðamenn. Slíkt var honum. kærkomið, því að mað- urinn var' að eðlisfari fróðleiks- gjarn, og vildi fylgjast með öllu, sem gjörðist í lands- og syeita- málum. Sjálfsagt væru þeir margir, lífs og liðnir, sem minnast mættu þess er þeir á vetrum kpmu þreyttir, hraktir og kaldir að Krossi og fengu þar húsáskjól og gistingu, fundu að þeir og hestar þeirra voru velkomnir. Og víst mun margur hafa snúið þaðan með þakklátum hug til gestgjafanna þar. Eg var svo lánsamur, að vera nágranni Sigurjóns, til beggja handa við hann, um 22 ára skeið, og hafði því náin kynni af honum. Og þó eg hafi ekki annað en gott eitt af öðrum nágrönnum mínum að segja, finnst mér hann þp bera hæst, að jafnlyndi og nágranna- kostum. Það brást sjaldan ef eg leitaði til hans með eitthvað, að sú bón var veitt. Og það bezta var-, að hún var ekki veitt af náð. Ef um synjun var að gjöra, var ástæðan sú, að möguleikar til hjálpar voru ekki til. Fyrir kom það, að þau hjónin og böm þeirra gjörðu mér og okkur óumbeðinn greiða, þegar þau hugðu okkur koma það vel. Vel má þó vera, að eg, sem ná- granni hans, hafi ekki æfinlega gætt varúðar gagnvart honum, því að ekki þarf stundum mikið til sundurþykkju milli nábúa. En þes svarð eg aldrei var af hans hendi, þótt eitthvað kynni honum að hafa þótt miður fara hjá mér, sem nágranna hans. Svo trúlega var yfir þeim málurn vakað af hans hendi. En vandgjört er jafn- an við slíka menn. Það var því ekki að undra, þótt slíkum manni, sem hann var, gæti þótt miðm', ef honum var synjað um bón. Enda hygg eg að fáir hafi viljað verða til þess, og ás.tæður höfðu til úr- lausnar, og vissu hvað greiðvik- inn og bóngóður hann var. En það þekkti eg til hans, væri hann sannfærður um að sér væri órétt- ur gjör, varð honum þungt í huga og gat þá orðið alllangminnugur á það. En jafn varfærnum og gætnum manni þess, að gjöra ekki öðrum Órétt, má finna afsökun, þó sólin gengi til viðar, áður en hann hafði sætt sig við mótgerðina. Einn ættjarðar- og þjóðarvin- ur þessa lands hefur borið fram þá ósk til íslenzku þjóðarinnar, að hún eigi menn að missa, meiri og betri en aðrar þjóðir. Líklega verður það talin frek og eigingjörn ósk til handa sveit- inni haps, sem eg vil þó sérstak- lega bera fram í sambandi við minningu um Sigurjón, að hún eigi jafnan menn að missa meiri og betri en aðrar sveitir þessa lands. Það, sem mér finnst sárstaklega hafa einkennt lífsstefnu Sigurjóns á Krossi, er það, sem skáldið Bjönstjerne Björnson segir: Ekki að teljast þeim mestu með, en maður í reynd að vera. Með þá lífsstefnu fyrir augum, hyg geg hann hafa lifað — og dá- ið. Og þess vegna er mér minn- ingin um hann björt og vermandi. Því kemui' mér í hug erindi Jón- asar Hallgrímssonar: Sem þá á vori spnna hlý, sólgeislum lauka nærir, og fífilkolli innan í óvöknuð blöðin hrærir, svo vermir fögur minning manns, margt eitt smáblóm um sveitir lands, frjóvgar og blessun færir. % Einar Árnason. Ingigerður Zóphoníasdóttir Síðastliðinn Jaugardag var á Akui'eyri til moldar borin Ingi- gerður Zóphoníasdóttir, háöldruð, fædd 1867, fyrrum húsfreyja á Skáldalæk í Svarfaðardal. Húm var gift Árna Friðrikssyni, sem lézt hér fyi'ir 6 árum. Frú Ingi- gei'ður var skörungskona, ágæt móðir og mikil dugnaðarhús- freyja á sinni tíð. Þat/hjónin, Ingigerður og Árni, eignuðust 7 börn, og eru 5 þeirra á lífi, 1 kona, Soffía, og þeir Hjörleifur, Stefán, Zóphonías og Ti'austi, all- ir búsettir á Akureyri. Magnús Jónsson Hrafnsstaðakoti, Svarfaðardal. Sextugur 10. marz 1952. Sextugum samferðamanni sendi eg kveðju mína. Þótt margt hafi borið á milli, met eg hi-einskilni þína. Þú sagðir mér einatt til synda, en samt er nú allt í lagi. Gæddur er djarfhug og dáðum drengur af betra tagi. Þú lítur til liðinna daga í lágreista, hrörlega bænum. í vorblænum sóleyjar vaggast á vellinum skínandi grænum. Ymislegt breytist með árum og andbyrinn gönguna þyngir. En þó ljómar sólin á sumrin og sálina hressir og yngir. Sótt var á fjörðinn til fanga í fjárleitir gengið um nætur, með harðfpngi heyjanna aflað og hafðar á fjölmörgu gætui'. Bærinn er risinn úr rústum, og ræktuð er gr.ýtta jörðin. Á ilmandi töðu er alin við innivist húpeningshjörðin. En aldrei þig fjötraði efnið. Um andlegar pérlur þú hirtir. íslerizki'i tungu þú unnir og oi'ðleikni dáðir ,og virtir. Fagnaðir æskunnar fjöri og fræknleik á íþx'óttamótum, í torsóttum fjallgöngufei'ðum, á fxmdum og þorrablótum. Þú eltir ei nýjungar allar rxé ofxnat á foi'tíðardegi. Þig fýsti ekki alltaf að fai'a af fjöldanum margtroðna vegi. Þú valdir sem bi’jóstvitið bauð þér og bugast ei léztu við harkíð. En neistar frá inriri eldi einatt þá hi-ukku — í mai-kið. Veglyndan svanna þér valdir og vei'ðleikum fékkstu að kynnast. Gæfu þið híutuð og- gengi; gott er nú þvflíks að minnast. Svo löngum á liðnum árum var leiðin mín hingað í bæinn. Því skal að endingu óska ykkur til heilla með daginn. Brauðgei'ð Kr. Jónssonar & Co. (Halldór Helgason spilar)6. — B. S. A. (Þórður Bjöi'nsson spilar). — Hótel KEA (Helgi Indriðason spilar. — Di'ífa h.f. (Agnar Jörg- enss. spilar). — Efnagei'ðin Flói'a (Jónas Hallgrxmsson spilai’). —. Happdrætti Háskóla íslands (Ari Þórðarson spilar). — Happdrætti Geysis (Guðbi'andur Hlíðar spil- ar). — Heildverzl. Valg. Stefáns- sonar (Svavar Zóphoníasson spil- ar). — Pétur og Valdimar (Árni Ingimundai'son spilar). 5 Afl. h.f. ((Guðm. Eiðsson spilar). — Sjó- váti’.fél. íslands (Hallgr. Bene- diktsson spilar). — Útgei’ðai'fél. Akureyringa h.f. (Sigui'bjöi'n Bjai-nason spilar). — Bókabúð Rikku (Jónas Stefánsson spilar). — Olíufélagið h.f. (Jóhann Gauti Gestsson spilar). — Hafnai'búðin h.f. (Árni Árnason spilar). — Þórshamar h.f. (Ragnar Skjóldal spilar). —- Vöruhúsið h.f. (Karl Friði'iksson spilar). — Vei'zl. Eyjafjöi'ður h.f. (Björn Einai'sson spilar). — Oddi h.f. (Mikael Jóns son spilar). — Drangur (Axel Jó- hannsson spilar). — Stefnir h.f. (Hinx'ik Him-iksson spilar). — Atli h.f. (Sveinn Þoi'steinsson spilar). — Kaffibi'ennsla Akur- eyrar (Jóhann SnoiTason spilar). —- Saumastofa Gefjunar (Jóhann Þorkelsson spilar). — Prentvex-k Odds Björnssonar (Páll Helgason spilar). — Litla Bílastöðin (Ár- Sigfús Sigurhjartarson Sigfús Sigurhjartarson, fyrrv. alþingismaður, andaðist að heimili sínu í Reykjavík hinn 16. marz sl., fimmtugur að aidri. Hann var nýkominn til lands- ins úr heilsudvöl í Sovét-Rúss- landi og kom andlát hans á óvænt. Sigfús var Svai'fdælingur, fi'á Urðum í Svarfaðardal, son- ur Sigui'hjaitar Jóhannessonar bónda þar og Fi'iði'iku Sigurðar-. dóttur konu hans. Hann varð stúdent 1924 og cand. theol. 1928, en vígðist ekki. Gei'ðist kennari við gagnfi-æðaskóla í Reykiavík sama ár og hóf litlu síðar þátttöku í stjói'nmálxxm og blaðamennsku. Varð ritstjóri Þjóðviljans 1938, formaður útvarpsráðs um tíma, í tryggingarráði, bæjarfulltrúi í Reykjavík, alþingismaður fyrir Reykjavík um nokkurt árabil. Hann var og einn af forustumönn um Kaupfélags Reykjavíkur og nági-ennis og foi-maður þess nú mörg hin síðai'i ár. Sigfús Sigur- hjartarson var einn kunnasti og slyngasti bai'áttumaður Sósíal- istaflokksins, ágætlega máli far- inn og ritfær vel. Hann var og einn af forustumönnum bindind- ishreyfingai'innar í landinu og lagði þar fram mikið starf. Sam- herjar hans hafa mikið skrifað um manninn sjálfan og störf lxans nú að lionum látnurn og bera þær greinar þess órækt vitni, að hann naut trausts og vinsælda í ríkum mæli í þeim hóp. Stjórnmála- andstæðingar, er af honum höfðu náin kynni, hafa einnig minnzt hans með vii'ðirígu. Hann var borinn til gi'afai' í Reykjavík laugai-daginn 2-2. maiz. Pundarar 12 og 25 kg Járn- og glervörudeild Til sölu: Tvær vandaðar íerðakistur, barnakojur, stoluskápur og borð. Allt með tækifæris- verði. mann Helgason spilar). — Sigli'. og Eyjólfm- gullsmiðir (Ottó Jónsson spilar). — Hekla (Bald- vin Ólafsson spilar). — Sápuvex-k smiðjan Sjöfn (Jón Ólafsson spil- ar). — Flugfélag fslands (Friðjón Kai'lsson spilar). Magnús Ái-na- son (Fi'iði'ik Hjaltalín spilar). — Útgerðarfél. Guðm. Jör, (Baldur Ániason spilar). — Raforka h.f. (Ágúst Berg spilar). — Vöru- bílastöðin (Alfi-eð Pálsson spilar). — Möl og sandurh.f. (Adam Ing- ólfsson spilar). — Amaro h.f. (Karl Adólfsson spilar). — Ragnar Ólafsson h.f. (Gestur Ól- afsson spilar). — Vefnaðarvörur deild KEA (Friðfinnur Gíslason spilar). — Vélsm. Steindórs h.f. (Hei'bert Tryggvason spilar). — Nýja Kjötbúðin (Þórir Leifsson spilar). — Nýja-Bíó h.f. (Stefán Guðjohnsen spilar). — Mála- flutningsskirfst. Bj. H. og Jóus Þorsteinssonár (Jón Þorsteinsson spilar). — Rakarastofa Sigtr. og Jóns (Sigti’yggur og Jón spila). — Rakax-astofa Valda og Bigga (Valdi og Biggi spila). — Jóhann- es Kiistjánsson h.f. (Jóhannes Ki'istjánsson spilar). — Dráttar- braut Akureyrar (Kristján Ti'yggvason spilar). — Bygginga- vöruverzlun Akureyrar (Helgi Pálsson spilar). — Efnagei'ð Ak- ureyrar h.f. (Sveinbjörn Lárus _ son spilar). SÖLJJSKÁLINN. Firmakeppni Bridgefélags Ák. 1952

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.