Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 2. apríl 1952 DAGUR •* Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimu:....... Erlingur Davíðsson. Skrifstofa i Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er I. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. & Réttlætið fyrr og nú að hafa í för með sér „lýðræðis- legt misrétti“. Það er auðheyrt að nú eru aðrir tímar en þegar „steiktu gæsirnar“ flugu um landið. En þessi niðurstaða flokksins er vissulega fagnaðar- efni og vonandi stuðlar hún að bættum stjórnarháttum er tímar líða. En þegar kemur að öðrum nauðsýnlegum breytingum stjóm arskrárinnar, kveður við annan tón. Morgunblaðið telur litlar líkur til þess að aukið vald forseta lýðveldisins og aukið vald til handa landsbyggðinni í gegnum fylkjaskipan mundi bæta stjórn- arhætti í landinu. Þarna hafa menn hina. raunverulegu afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þeirrar viðleitni, sem uppi er víða um landið, að efla mótvægi gegn of- ÞEGAR ALÞÝÐUFLOKKURINN og Sjálfstæð- isflokkurinn bundust samtökum um að köma fram urvaldi höfuðstaðarins og fá hér- uðunum aftur nokkuð af því valdi um eigin málefni, sem ríkisvaldið hefur svipt þau og flutt suður á liðnum árum. Þessi afstaða er ekkert undrunarefni. Hitt var merkilegra, ef það hefði reynzt satt, sem þingmaður Akureyrar hélt nýlega fram, að því er Mbl. skýrði frá, að Sjálfstæðisflokkn- um væri bezt treystandi til þess að styðja þessa viðleitni lands- manna til meira sjálfstæðis. Sag- an kennir að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi í þessu efni. Og enn er stuðningur hans við rétt- látara kosningafyrirkomulag ekki nema nokkur orð í Mbl. Flokkur- inn á enn eftir að byggja brú í milli orða og athafna. Endast nylon-sokkarnir skemur? Danskar konur hafa mjög kvartað yfir því, m. a. í blöðum, að nylonsokkarnir, sem verzlanir selja nú í seinni tíð ,endist skemur en sokkarnir, sem þær keyptu hér á fyrri tíð, þegar þessi vara var sjald- gæfari. Telja ýmsar konur að sokkarnir séu lakari vara í dag en þ'eir voru, er þeir komu fyrst á mark- aðinn. Eitt af dagblöðum Kaupmannahafnar tók betta mál nýlega til athugunar og leitaði upplýsinga hjá forstöðumanni dönsku nylonsokkaverksmiðj- anna, sem öllum hnútum ætti að vera kunnugur. — Þessi sérfræðingur sagði af þessu tilefni við blaðið: Nylongarnið í dag er að sjálfsögðu eins gott og áður. En hafa konurnar ekki gleymt því, með hverri nákvæmni og umhyggju þær meðhöndluðu fyrstu stjórnarskrárbreytingunni síðustu um hlutfalls- kosningar í tvímenningskjördæmum og aukn- ingu hins svonefnda höfðatölulýðræðis, var varað við afleiðingunum í blöðum Framsóknarmanna. En þær viðvaranir voru taldar eiginhagsmuna- pólitík, sem boðendur réttlætisins gætu ekki tekið minnsta tillit til. Stjómarskrárbreytingin var bar- in í gegn með miklu offorsi, og ekki vildu upp- hafsmenn hennar játa, að hún væri að nokkru tengd eiginhagsmunastriti þeirra flókka, sem fyrir hennar tilstilli fengu nokkru fleiri fulltrúa á Alþingi en þeir áður höfðu haft. í kosningunum 1942 var deilt hart um þessi mál. En þá var rétt- lætisþrá sumra manna á íslandi svo mikil, að þeir vildu vinna það til að gefa dýrtíðinni lausan tauminn til þess að tryggja á meðan að kaupstað- arbúinn hefði prósentvís nákvæmlega eins mikla hlutdeild í þingmanninum og bóndinn uppi' í sveit. Pólitískt minni manna er oft óglöggt. En er ekki heldur mikil bjartsýni af áróðursmönnum að ætla, að sagan af „steiktu gæsunum“ sé gleymd og grafin? í MORGUNBLAÐINU 30. f. m: er •Htstjórnár- grein um pólitíska grautargerð og heilbrigt stjóm- arfar. Því er haldið fi-am í greininni'að ástánd það, sem skapast hefur í stjórnmálum landsins eftir stjórnarskrárbreytinguna, sem Mbl. barðist mest fyrir, sé réttnefnd grautargerð, og heldur ólystug- an telur blaðið grautinn vera. Segir síðan ^ þessa leið: „Hið mcsta réttlæti getur leitt til mesta ranglætis, segir í gömlum latneskum máls- hætti. Ef höfðatölulýðræði kjördæmaskipun- arinnar okkar ætlar að eyðileggja pólitískt siðfcrði þjóðarinnar og skapa upplausn og stjórnleysi, er okkur nauðugur eirm kostur að taka upp nýja kjördæmaskipan, sem skapar heilbrigðara stjórnmálaástand óg stýrkari stjóm. ... “ Hvað segja nú þeir kjósendur, sem trúðu því 1942 að þeir væru að leggja hornsteininn að heil- brigðu stjórnarfari og hinu mesta réttlæti með. því að afhenda Sjálfstæðisflokknum „steiktu gæsim- ar“ um árið? Þykir þeim ekki kveða við annar- legan tón í málgagni réttlætisins nú, 10 árum síð- ar? Það, sem nú er fyrir löngu komið fram um af- leiðingar uppbótarkerfisins og heimskulegra hlut- fallskosninga um tvo menn, sögðu Framsóknar- menn fyrir þegar þessum málum var fleygt inn í þingið illu heilli. Þar réðu annarleg flokksleg sjónarmið en ekki réttlætiskennd. Uppskeran hef- ur orðið eins og efni stóðu til. ÞVl BER AÐ FAGNA, að sá flokkurinn, sem réði því, að út á þessa óheillabraut var nokkui'n tíman stigið, skuli nú sjá hvert eyðileggingarstarf var þar með hafið. Ef þessi Morgunblaðsgrein túlkar stefnu flokksins, sem ætla má að hún geri, vilja fon-áðamenn hans nú vinna að því að taka upp annað kosningafyrirkomulag og kjör- dæmaskipan en þeir áttu drýgstan þátt í að setja 1942 og hallast helzt að einmenningskjördæmum, halda því fram, að sú kjördæmaskipan þurfi að FOKDREIFAR Andakíll í Laugarskarði o. fl. Á DÖGUNUM átti eg leið af Norðurbrekkum á Suðurbrekkur, og fór eg þar um, er sumir menn kalla Andakíl í Laugarskarði, og virðist hvor tveggja nafngiftin allvel til fundin, þótt aðrir kunni því Áietur að kalla staðinn aðeins Andapollinn í Grófargilinu eða Sundlaugargilinu, og skal hér ekki frekar um það atriði deilt að sinili. —- En þarna mætti eg ein- um fjór.um fuUorðnum konum, virðilegum og vinsamlegum, svo að mér duttu ósjálfrátt í hug góðar og gildar húsfreyjur úr sveit, frjálsmannlegar og með op- in augu fyrir því, sem fyrir ber, og þá ekki sízt fyrir tilbærum náttúrunnar og mannlífsins í kringum sig. En hvaðan sem þessar könur voru nú annars komnar, þá var það auðheyrt á tali þeirra og tilburðum, að héð- an úr bænum voru þær ekki. Og öllum kom þeim vel saman um það, að*tjörnin þarna og fuglalífið á hénnt.væri góð bæjarprýði og apgnagaman, . OG VIST má þetta og til sanns vegar færa. Það er vissulega gott fil þeSs að vita, að til skuli vera sá staðuf í bænunr, þar sem sund- fuglar landsins, bæði villtir og támöír, éiga sér öruggt griðland og enníremur staður, þar sem börn og unglingar eiga þess kost að virða þessa sömu fugla fyrir sér í návígi, kynnast háttum þeirra og læra að fóðra þá og hjúkra þeim. Og ef til vill verður þetta til- þess, að færri þessara barna og unglinga gerast til þess en ella, þegari þeir vaxa upp, að senda þessum fögru og blíðlyndu smávinum drápsskeyti úr laun- sátri. En að öðru leyti mun það harla vafasamt, að þeim, er séð hafa þennan stað í huganum, eins og þeir vildu hafa hann og hann þyrfti vissulega að vera, þyki það öldúngis vafalaust, að hann sé sérlega mikil bæjarprýði í því ástandi sem hann nú er — með skökkum og skældum girðingum, rofbökkum, kyrkingslegum og strjálum gróðri og hvers konar braki. — En hitt er víst, að Laug- arskarðið og Andakíllinn hafa til þess öll skilyrði frá náttúrunnar hendi, og sökum legu sinnar í bænum, að verða mikið augna yndi og bæjarprýði. EKKI SKAL hér út í þá sálma farið, að ræða það nánar að sinni, hvernig á því muni standa, að svo hefur eigi enn orðið. Vera má, að til þess finnist góðar og gildar ástæður og afsakanir. En nú aéttu þær ástæður of afsakanir ekki lengur að vera fyrir hendi, og vonandi sjá nú allir aðiljar,. bæjaryfirvöldin, Fegrunarfélagið, eða hverjir aðrir, sem eiga þarna hlut að máli, — nú sóma sinn í því, að færa gilið þarna þegar í vor og sumar í það norf, sem því er ætlað í framtíðinni, og setja það' í eðlilegt samband við göt- urnar beggja megin, ekki sízt Laugargötuna að sunnan og hlað- ið fyrir framan ■ íþróttahöllina, íþróttaskálann, íþróttahúsið, eða hvað menn vilja nú kalla þá miklu byggingu, sem enn hokrar þarna hálfköruð og ófullgerð, eins og svo mörg önnur mannvirki í þessum bæ, þar sem byrjað er á svo mörgu, en fátt fullgert. OG í ÞVÍ SAMABANDI væri full þörf á því að fjarlægja torf- kantinn, sem nú myndar undir- stöðu þessarar hallar, svo troðinn, skörðóttur og útsparkaður sem hann er — og verður sjálfsagt alltaf, meðan frá honum er gengið á sama hátt ög nú er gert. Hvernig væri nú áð hlaða stétt- ina upp úr tilhöggnu stórgrýti, er lagt væri smekklega í steinlím? Færi það ekki vel sem fótstallur þessa mannvirkis? Eða þá — og að öðrum kosti — að steypa kant inn aðeins traustlega upp, múr- húða hann smekklega og hellu leggja stéttina sæmilega? — En eitt er víst: — í því horfi og formi, sem nú er, getur stéttin og kanturinn aldrei orðið annað og meira en ljót og hrakleg hráka- smíði. OG ENN — og að lokum — skal á það minnt, í sambandi við þennan stað, að brúin, sem fyrir huguð er á framhlið sundhallar innar nýju, má með engu móti gleymast, þegar gengið verður endanlega frá ytra borði þeirrar byggingar, sem vonandi verður á næsta sumri. Þessi brú verður ekki aðeins prýði á þessum stað og kemur að góðu haldi sem skyggnispallur yfir allan garðinn skógarlundana og tjamirnar, sem væntanlega eiga eftir að prýða allt Laugarskarðið, heldur er hún og — og ef til vill fyrst og fremst — nauðsynleg og aðkallandi sam- göngubót fyrir alia þá mörgu bæjarbúa — fyrst og fremst þó skólafólk — sem daglega — og oft á dag — á leið milli Norður brekkna og Suðurbrekkna — styttir talsvert leiðina, og getur auk þess og þó raunar fyrst og fremst foríjað mörgum slæmum skrokkskjóðnum, leiðum og mörgum byltum, sem menn hljóta annars daglega að vetrarlagi, þeg ar þeir eru að klöngrast hina hálu, erfiðu — og mér liggur við að segja — stórhættulegu leið hálkum og ófærð um tröppurnar og stíflugarðinn, sem nú er aðal- samgönguleiðin milli þessara bæjarhluta. nylonsokkana sína? Þegar nylonsokkarnir komu fyrst á markaðinn, þótti það sjálfsögð varúðarregla, að klæða sig ekki í þá nema hafa hanzka á höndun- um. Flestar konur skoluðu líka sokkana að aflok- inni notkun, á hverju kvöldi, og þurrkuðu þá með jví að leggja þá varlega á handklæði. Með þessari umhyggju entust sokkarnir vel. En nú í dag, þegar nylonsokkar eru ekki sjaldgæfur lúxus lengur, vilja Dessar varrúðarreglur gleymast. Og útkoman er minni ending og meiri útgjöld. Þar ofan á bætist svo að konurnar krefjast sífellt fínni sokka. Fyrstu nylonsokkarnir, sem hingað komu, voru 40 dernier að fínleika. í dag fást sokkar, sem eru allt niður í 15 dernier. Sterkari sokkarnir fást enn, en flestar 9 konur kaupa nú fíngerðari tegundirnar og búist við að þær endist jafnlengi. Konurhar ættu líka að at- huga, að ef þær vilja fá endingargóða sokka, þui'fa þæi: ,að athuga að hæll og tá séu styrktir, sem er líka á mörgum tegundum. Aðalatriðið er þó: allir nylonsokkar þarfnast mjög gætilegrar meðferðar, bæði fínní .og grófgerðari tegundirnar. Þarinig eru ummæli þessa danska sérfræðings, og má kannske eitthvað af þeim læra. GLUGGAPLÖNTURNAR A VORIN. Nú er að konia líf í plönturnar í glugganum. Þær eru að vakna af vetrardvala, fyrstu merki vaxtar og þróttar koma í ljós. En þessu fylgir, að meira þarf að sinna þeim en áður. Nú er bezt að klippa þær plöntur, sem þarf að klippa, svo sem hengiplöntur, sem hafa tilhneigingu til þess að verða of langar og renglulegar. Nú þarf að vökva oftar en áður. En ekki má umpotta þær plöntur, sem þegar eru farnar að vaxa, eða eru með knúppum. Þeim á að gefa of- urlítinn áburð til viðbótar, en hefja umpottunina á hinum. Sennilegt er, að einhverjar af gluggaplöntunum séu með dauðamarki eftir veturinn. Skynsainleg- ast er að gera engar tilraunir til þess að lækna veika plöntu. I cinstaka tilfelli getur lækningin tekist,. en oftast verður cigi að síður að fleygja plöntunni. Og því þá að skcmma fallegan glugga með dauðalcgri plöntu? Ef þér viljið eigi að síður reyna að forða plönt- xinni frá öskudallinum, þá skuluð þér gæta þess vel að reyna ekki að lækna hana með áburðar- gjöf. Það er útbreiddur misskilningur að hægt sé að lækna veika gluggaplöntu með mikilli áburðar gjöf. Ekki gefið þér barni yðar feitt kjöt er það liggur með hita og hálsbólgu. Bezt er að taka efsta moldarlagið og setja nýja mold í staðinn. Það ger- ir gagn — stundum. Annars er umpottunin nauðsynleg endumæring fyrir plönturnar. Minnist þess, að blómsturpotturinn takmarkar tækifæri jurtarótanna að ná í næringu með eðlilegum hætti. Bezt er taka varlega stöngul- inn, rétt við moldina, snúa síðan pottinum við og berja pottröndinni í borðröndina, þá kemur moldin og ræturnar í hendina án skemmda. Ef rætumar eru orðnar svo stórar, að þæ rfylla pottinn ,er sjálfsagt að setja plöntuna í ofurlítið stærri pott aftur. Ann- ars má gjarnan nota sama pottinn aftur. Það er ekki (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.