Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 12

Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 12
12 Dagur Miðvikudaginn 2. apríl 195X Ásakanir kommúnista um sýkla hernað Sameinuðu þjóðanna vekja alls staðar furðu Taugaveiki er nú sögð breiðast mjög ört út í Norður-Kóreu og Kína kíðamót Isiands verður háð hér á Ákureyri um páskana Búizt við skemmtilegri keppni i flestum greinum Ásakanir kommúnista um sýklahemað Sameinuðu þjóðanna hafa vakið hina mestu furðu á Vesturlöndum, og þó e. t. v. mest sú afstaða heimakommúnista í lýðræðislöndunum að taka undir ásakanirnar og skrifa þannig um þessi mál, sem lygaherferðin væri sannleikurinn sjálfur. Allir forustumenn Sameinuðu þjóðanna og herjanna í Kóreu hafa lýst ásakanii- þessar upp- spuna frá rótum, en kommúnist- ar láta sem þeir trúi betur rnongólskum- leiðtogum en full- trúum hinna vestrænu menning- arþjóða. Sýnir þessi afstaða e. t. ■v. betur en flest ánnað hinn tak- markalausa undirlægjuskap kommúnistadeildanna. Taugaveikifaraldur. Mikið er um þessi mál skrifað í erlendblöð um þessar mundir. M. a. skýrir Parísarútgáfa Herald Tribune svo frá nýlega: Skæð farsótt herjar að baki víglínu kommúnista í Kóreu og virðist breiðast óðfluga út meðfram járnbrautinni um Norður-Kína, að því er áreiðanlegar fregnir herma. Líklegt er að drepsótt þessi minnki herstyrk kommún- ista um eitthvert skeið, þótt ekk- ert verði um það fullyrt á þessu stigi. Athuganir á fregnum úr ýmsum áttum og eftir ýmsum leiðum og heimildum, hófust fyr- ir alvöru eftir að kínverskir kommúnistar hófu áróðursher- ferð sína til þess að reyna að koma ábyrgðinni af þessum at- burðum á Sameinuðu þjóðirnar,. Brezkir og amerískir yfiiforingj- ar á vígstöðvunum segja fullyrð- ingar kommúnista „furðulega fjarstæðu og þeim til háborinnar skammar“. Hins vegar er öllum ljóst, að enda þótt herir SÞ hafi hvergi nærri komið, getur vel verið að kommúnistar segi það satt, að skæð drepsótt geysi í liði þeirra. Ýmislegt bendir til þess að þetta sé taugaveiki, enda þótt það verði ekki sannað að svo stöddu. Er algeng á Austurlöndum. Blettataugaveiki er útbreidd um Austurlönd. Það er fatalús, sem ber bakteríuna með sér. — Margmennið, sem safnað er sam- an í herjum Kínverja og Kóreu- manna, gæti verið ágæt gróðrar- stía fyrir þessa pest. Það bendir ásamt öðru tll þess, að þarna'sé um að ræða blettataugaveiki, að egg eru sögð hafa hoi'fið af-mark- aði kínversku stórborganna nú upp á síðkastið, en yarnarlyf gegn taugaveiki er m, a.,imnið úr eggj- um. Ef veikin hefur náð mikilli útbreiðslu bendir það til þess, að sjúkró- og : heilbrigðisefthl it kommúnistahersins háfi ekki reynst í lagi. Hins végar mundi helstjórnin aldrei viðúrkenna það, hvorki gágnvart umheimin- um né líðsmönnunum sjálfum. í þessu sambandi segir einn af her- foringjum SÞ í Kóreu: Það er auðvelt að gera sér í hugarlund, hver áhrif það muni hafa á sið- ferðilegan þrótt hermannanna, ef uppvíst verður að skæð drepsótt eí' orðin laus og óviðráðanleg. Það eykur ekki baráttukjarlc her- mannsins að sjá félaga sinn falla fyrir sjúkdómi, en ef honum er sagt að óvinurinn hafi sýkt félag- ann, er líklegt að hann hyggi á hefndir. Eitthvað sjíkt gæti staðið að baki ásökunum kommúnista. Auðvelt væri fyrir kommúnista að ljúga svona söguni að sínum eigin liðsmönnum. Þeir hafa eng- an möguleika til þess að vita hið sanna.' Flestir íiðsmennirnir munu lítið vita, hvaða sjúkdómur það er, sem herjar á þá, eða hvað- Verður ekki í kjöri Truman Bandrríkjaforseti til- kynnti nú um helgina, að hann hefði ákveðið að verða ekki í kjöri í forsetakosningunum í nóvémber í haust. Kom þessi til- kynning fremur óvænt, þó hafði það bent til þessarar ákvörðunar, að skömmu áður kom út bók um ævi og starf Trumans í forseta- stóli, og er þar stuðst mjög við einkaskjöl forsetans, sem ekki hafa verið birt fyrr, t. d. dagbók hans. Var þetta talið benda til þess að hann hygðist kveðja. — Truman tók við embætti af Roosevelt í apríl 1945 og vann glæsilegan kosningasigur 1948. — Líklegustu forsetaefni Demókrata eru nú talin Adlai Stevenson fylkisstjóri í Illinois eða Estes Keufauver, öldungadeildarþing- maður frá Tennessee. Frestur til að endur- nýja beiðnir og sækja um garðlönd liðinn Frestur til að endurnýja beiðn- ir og sækja um garðlönd hjá bænum er nú útrunninn. Biður gai-ðyrkjuráðunautur bæjarins að láta þess getið, að algerlega þýð- ingarlaust sé hér eftir að snúa sér til hans með beiðnir um garðland samkvæma fyrri auglýsingum þar um. Þeir, sem hafa ekki greitt leigu fyrir garðlönd verða að hafa gert það fyrir 15. þ. m. Ruth Hermanns lieldur hljómleika á morgun Hinn góðkunni fiðluleikari frk. Ruth Hermanns heldur fiðlutón- leika í Nýja-Bíó á morgun, kl. 7 síðdegis, fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins og gesti. Árni Kristjánsson leikur á píanóið. — Viðfarigsefni ungfrúarinnar eru: Prelúdía og Allegro eftir Pugn- ani-Kreisler, fiðlukonsert í D- dúr eftir Mozart, Vorsónatan eft- ir Beethoven, Symfónía Espagn- ole eftir Lalo og Polonaise brill- ante eftir Wieniawski. Frk. Ruth Hermanns hefur að undanförnu starfað í Reykjavík, en áður var hún um skeið kennari við Tón- listarskólann hér ogér hér kunn sem ágætur fiðluleikari og tón- listarmaður. Eins og áður er greint frá, verð- ur Skíðamót íslands háð hér á irbúningur þegar hafinn fyrir nokkru. Blaðið hefur snúið sér til formanns .. Skíðaráðs Akurey.rar, Heimanns Stefánssonar íþrótta- kennara, og beðið hann að skýra lesendum frá tilhögun mótsins og horfum í einstökum greinum keppninnar. Hormann skýrir svo frá: Hefst á skírdag. Mótið hefst á skírdag með kirkjugöngu allra keppenda og starfsmanna kL 10 f .h. Þá er svo ráð fyrir gert, að svig kvenna fari fram þann dag kl. 2 e. h. og kl. 5 um kvöldið verði keppt L15 km.. göngu, í öIlum_flokfcum: Næsta dag, föstudaginn langa; -er svo al- gjört frí. Laugai'daginn l2. apríl keppa svigmenn A- og B-flokks kl. 3 e. h. og kl. 6 sama dag er ætlunin að 4x10 km. boðgangan verði þreytt. Páskadag kl. 2 e. h. fer skíðastökkið fram og að því loknu sveitakeppni í svigi. Annan dag páska verður stórsvig kvenna og karla og 30 km. skíðaganga. Páskaveðrið er happdrætti. Nú hefur ekki alltaf verið hægt að ganga að því vísu, að.gpttveð- ur og færi til skíðakeppni sé um páskana. Síðast þegai- íslands- mótið var háð hér, var 14 stiga hiti stökkdaginn. í marga daga hafði verið unnið við stokkbraut- ina og gengið á ýmsu. Árið. 1942 kyngdi aftur á móti niður svo mikilli fönn og stórhríðar svo lát- lausar, að allar keppnir hrærðust saman í einn graut. Nú getur svo farið að þessu sinni, að breyta verði niðurröðun leika og er þá ekki um annað að gera en að taka því. Eins og stendur er akfæri ágætt að Útgarði og er ætlunin að hafa allar göngurnar þar. Komi hins vegar mikil hláka, eða mikill snjór, gæti vegurinn orðið ófær og færi þá skíðagangan fram ann- ars staðar. Sama er að segja um svigið, það eru að vísu margir möguleikar og góðir um fram- kvæmd þess, en staðvalið verður að bíða fyrst um sinn. Sjálfboðaliðar til snjómoksturs. Skíðaráð Akureyrar heitir á sjálfboðaliða að mæta í snjó- mokstur á pálmasunnudag. Verð- ur farið frá Hótel KEA kl. 10 f. h. Um tvær 45 metra stökkbraut- ir er að gera og skal moka á aðra hvora, Breiðahjallabrautina, sem er suður og upp af Miðgarði, skála Barnaskólans; eða Ásgarðs- brautina í Dauðsmannshólum. — Geta þá stökkmennii'nir væntan- lega æft sig í páskavikunni. Spennandi keppni. Margir leikir verða að vonum tvísýnir og ber mai'gt til. Svigið er kannske mest „handicap“, bæði um svigmeistarann og beztu svigsveit. Otal margt smávegis hefur áhi'if á úrslitin og snýr oft á tíðum glæstustu sigm-vonum í algjöran ósigur. í sviginu verður áieiðanlega teflt á fi'emsta hlunn, eins og vant er og veitir ýmsum betur. Boðgangan verður án efa mjög harðsótt og bítast þar ef- laust um foi'ystuna Þingeyingar og ísfirðingai'. Sömuleiðis verða aðalátökin milli þeiri-a í 15 og 30 ,km. göngunni, nema að Fljóta- eða Strandamenn komi á óvart. f stökkinu verða Siglfii'ðingar alls- í’áðandi. Mörg síléarmerki frá íslaudi koniiu fram í Noregi Norges-Handels og Sjöfai’tstid- ende segir fi'á því 26. f. m., að þá séu komin fram í norskum síld- arverksmiðjum 95 síldai'mei'ki frá sl. sumri, frá íslandsmiðum, og Norskahafinu. Norðmenn ætla að halda áfram síldarmei'kingum í sumar og er ætlunin að merkja alls 20 þús. sfldar í ái'. Búið var að meikja 10 þfls. síldar af stói'- síldarsvæðinu við Noreg. Blaðið segir að þegar sé góður árangur af þeim mei-kingum, sem íslend- ingar hafi haft með höndum, en of snemmt að drága vísindalegar ályktanir af fundnum merkjum enn sem komið er. Húsfyllir á æskulýðs- fundiimmsL sunnudag Almenni æskuiýðsfundurinn í Samkomuhúsinu sl. sunnudag var mjög fjölsóttur. Oktett úr Lúðra- sveit Akureyi'ar lék undir stjórn Jakobs Ti'yggvasonar. Ágúst Sig- urlaugsson og Finnur Eydal (12 ára) léku einleik á klarinett. Elsa Lára Svavarsdóttir las fyrir ,.ís- lands æskulýður“ (ljóð eftir Hugrúnu). Sigui'ður Leosson las guðspjall dagsins. Ávörp fluttu: Ólafur Hallgrímsson, Helga Jóns- dóttir, Mai'grét Ásgrímsdóttir og Jóhann L. Jónasson: átta stúlkur sungu og léku undir á guitara, tvöfaldur kvai’tett söng undir stjórn Jakobs Ti-yggvasonar. Ein- söngvari var Jóhann Koni'áðsson (en hann hefur verið einsöngvari á öllurn fundum). Gagnfi-æða- skólakórinn söng undir stjórn Áskels Jónssonar. Gísli Eyland og Lórus Zóphoníasson léku á trom- pet með seinasta laginu, sem sungið var: Vökum og biðjum. — Bolli Gústafsson flutti bæn. en allir sameinuðust í bæninni Faðir vor. -— Olafur Hallgi'ímsson las upp sálm Davíðs frá Fagraskógi: ,Eg kveiki á kertum.mínum, áður en III. þóttur kvikmyndarinnar Konungur Konunganna hófst, — en fundinum lauk með þeim þætti. — Hann var haldinn á veg- um JEskulýðsfélags Akui'eyrar- kii'kju með aðstoð Templara. — Sökum þess að ekki máttu fleiri fara í húsið en í-úmuðust í sæti, urðu margir frá að hverfa. — Við hljóðfærið var Ingimar Eydali ón hann er kominn.- ■> Bezta kýr ársins Þetta er Gráskinna, nr. 60, að Galtalæk við Alcureyri. (Eign Til- raunastöðvarinnar á Akureyri), sem var bezta kýr í Eyjafirði á sl. ári, samkv. skýrslu SNE er birt var í síðasta tbl. — Gráskinna bar 1. kálfi 20. olct. 1947 og hefur því vcriö 4 héil ár á skýrsíú. Hefur hún samtals mjólkað 15.819 kg. með 81.201 fitueiningu á áramótum 1951 og 1952. Séu athugaðar afui'ðir hennar þau 4 heilu ár, sem hún er á skýi-rlu og tekið meðal tal afurðanna, ér útkoman þessi: 3661 kg. mjólk með 19.448 fitueiningar. Meðalfita þessi 4 ár hefur verið 5,2%. (Ljósmynd: Edvard Sigiu-geirsson).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.