Dagur - 23.04.1952, Blaðsíða 10
10
D AGUR
MiðvLkudaginn 23. apríl 1952
I liggur út úr þorpinu heim að hús-
Þorp í álögum
Saga eftir Juli'a Truitt Yenni
30. DAGUR.
(Framhald).
Allt í einu kom hreyfing á hóp-
inn, sem stóð við útidyrnar. Ein-
hver utanaðkomandi olnbogaði
sig inn í stofuna. „Við erum að
leita að lækninum,“ sagði hann.
Hann var móður og auðséð var að
hinum var mikið niðri fyrir. „Þeir
eru búnir að finna Jónatan
Bricker. Hann var niður við
Beechers-vað, með skautana sína
á fótunum. DrukkfTaður!"
Dúnalogn datt á, en það stóð
aðeins andartak. Pískur og hvísk-
ur fyllti stofuna aftur. Faith stóð
kyrr, þögul, hugsaði að þetta væri
endahnúturinn. Nú mundi öllu
lokið. En svo mundi hún allt
í einu eftir Evu Larch. Eva var
staðin á fætur. Andlit hennar var
allt í einu gamalt og þreytulegt.
„Eva,“ sagði Amos, en sneri
sér svo að Faith. „Við verðum að
fara héðan.“
Faith horfði þögul á þau hæði.
Hún fann hvernig magavöðvarnir
herptust saman, henni var að
verða óglátt. 'Húri '£ól ándlitið- í.
höndum sér.
„Hef eg gert þetta?“ sagði hún
hljómlaust.
Áður en Amos komst til þess að
svara, hafði Eva rétt út höndina
og lagt hana mjúklega á öxl
hennar. Andlit hennar var ekki
lengur þreytulegt, svipurinn lýsti
sjálfsfyirrlitningu.
”Allt, sem gerzt hefur, höfum
við sjálf gert,“ sagði hún. „Og það
löngu áður en þú komst hingað.
Það er eins og Lúcíus sagði: Við
höfum horft í spegil.“
Amos tók mjúklega í axlir
hennar og sagði: „Faith, við verð-
um að fara héðan.“
,,Nei,“ svaraði Faith. „Farðu
með Evu. Eg ætti ekki að láta sjá
mig með henni.“
Nú hljómaði rödd að baki
þeirra: „Nei, Faith ,barnið gott —
hvað gengur á hér?“
Hún varð ekkert undrandi að
sjá Hampton og Stafford. Ekkert
hefði getað gert hana undrandi á
þessu augðnabliki. Mælirinn var
fullur.
„Við skulum fylgja þér heim,“
sagði Stafford. „Eða kannske að
réttast sé að þú komir með okkur
til borgarinnar í bráðina að
minnsta kosti.“
Hún horfði á hann, svo rann
upp fyrir henni, hvað hann var að
segja. Eg get komizt burt úr
þessu, hugsaði hún, á næsta
augnabliki get eg gengið með
þeim inn í bílinn þeirra og ekið
burt og aldrei komið hingað aft-
ur! Haldið áfram að ferðast, eins
og pabbi.
Hún leitaði að Amos með aug-
unum. Hann leit til baka til henn-
ar, um leið og hann þokaði Evu á
undan sér í gegnum mannþröng-
ina. En hún leit undan. Eg get
ekki beðið Amos um hjálp til þess
að taka þessa ákvörðun, hugsaði
hún, eg verð að standa ein, þetta
er örlagaaugnablik.
„Þakka ykkur fyrir. En eg held
eg vilji heldur ganga heim,“ sagði
hún. „Þið getið fundið mig þar á
eftir, ef þið óskið.“
Báðir mótmæltu þegar. „Það er
ekkert vit,“ sagði Stafford. „Góða
barn,“ sagði Hampton, „lofaðu
okkur að hjálpa þér.“
„Það er ekkert að. Eg get ósköp
vel gengið heim. Eg verð að ganga
heim, ganga gegnum þorpið. Það
er síðasta tækifærið ■ sem eg hef
til þess áð gera það sem heima-
maður.“
„Við skulum ekki mikla hlutina
um of fyrir okkur,“ sagði Staf-
ford.
„Nei, við skulum ekki gera
það,“ svaraði Faith, en hún vissi
að þeir skildu hana ekki. Þeir
þekktu ekki sögu hennar: En eitt-
hvað í látbragði hennar batt orð-
in á tungu þeirra. Þeir sögðu ekki
meira. Faith stóð kyrr litla stund.
En svo gekk hún í gegnum stof-
una og út á götuna og sem leið
inuýúti á enginu.
Eva lagði töskuna sína frá sér í
forstofunni og var lengi að því.
Hún hafði ekkert annað með tím-
ann að gera. Hún gat að vísu farið
úr kápunni, en það var gott að
eiga það inni, geyma það, ef ein-
hver skyldi taka upp á því að
koma í heimsókn, ef einhver færi
að horfa á hana og hún gæti ekki
lengur haft vald á andlitssvip sín-
um.
Jónatan Bricker.
Ó, Jónatan, kæri vinur, hugsaði
hún, en hratt hugsuninni frá sér.
Hún mátti ekki ganga sorginni og
örvæntingunni á hönd. Þá mundi
öllu lokið. Hún varð að hrinda
hugsuninni frá sér, hugsa um
eitthvað annað, hvað svo sem það
væri.
(Framhald).
I Vald. V. Snævarr:
Tjarnarkirkja í Svarfaðardal sextug
(Nokkrir þættir úr sögu hennar)
(Framhald).
Á Bakka: Jón Zophoníasson, Svanhildur Björnsdóttir.
í Syðra-Garðshorni: Kristján Jónsson, Solveig Jónsdóttir.
Á Grund: Tvíbýli, Jón Friðriksson, Margrét Björnsdótt-
ir; Sigfús Jónsson, Anna S. Björnsdóttir.
I Brekku: Baldvin Jóhannsson, Guðlaug Sigfúsdóttir.
I Brekkukoti: Jóhann Jónsson, Steinunn Zophoníasdóttir.
Á Jarðbrú: Jón Jónsson, Solveig Björnsdóttir.
í Tjarnar-Garðshorni: Sigurður Halldórsson, Friðrikka
Daníelsdóttir.
í Gullbringu: Sigurður Jóhannsson, Þorbjörg Þórarins-
dóttir.
Á Tjörn: Séra Kristján Eldjárn Þórarinsson, Petrína S.
Hjörleifsdóttir.
Á Ingvörum: jón Kristjánsson, Helga Jónsdóttir frá Hóli.
Á Helgafelli: Sigurður Guðmundsson, Soffía Pálsdóttir.
í Syðra-Holti: Tvíbýli, Sigfús Pálsson, Kristín Gunn-
laúgsdöttir; Hallgrímur Kristjánsson, Pálína Pálsdóttir.
í Ytra-Holti: Jóhannes Helgi Þorkelsson, Guðrún Gísla-
dóttir.
I Halldórsgerði: Júlíus Guðmundsson, Helga Magnús-
dóttir.
Ekki mun nokkur vafi á því, að fleira fólk en bændur
einir og konur þeirra hafa sótt kirkju þennan dag, en hverj-
ir komu og hverjir sátu heima, veit nú enginn. Allt er þetta
blessaða fólk nú senniléga dáið, en hins vegar skipa enn
liina fornu bekki kirkjunnar menn og konur sömu ætta,
og jafnvel börn þeirra og barnabörn.
Kirkjan er í mörgum aðalatriðum óbreytt frá því,1 sem
hún var á vígsludegi sínum 1892. Þó er að vísu mörgu breytt
og Ölíu til batnaðar, og ýmsa nauðsynlega muni hefur hún
eignazt. Þá var engin hvelfing í henni, en nú er hvelfing í
henni allri, gerð 1896 eða 1897. — Þá var hún ómáluð, en
nú er hún vel máluð. Það gerðu þeir Páll Sigurðsson og
Steingrímur Þorsteinsson á Dalvík 1951. — Þá var kirkjan
ofnlaus. Nai er hraðhitandi olíuofn í henni, keyptur 1943. —
Númeratafla var keypt 1925. — Einhvern tíma á árunum
1925—1933 hefur söngloft það, er var í kirkjunni, verið
FLUGSLYS
Um háloftin fljúga svo heiS og blá
er hjartfólgin mannsandans bernskuþrá.--
Þau hófu sig, lyftu sér himni nær
í hráðfleygri vél, þó að land og sær
regnskýja mistursins hyldust hjúpi. —
Hel beið í þokudjúpi.
Sem líkhringing vábrestur leið um fjöll,
en loginn varð náklæði, hreint sem mjöll,
og hamrarnir stóðu þar heiðursvörð,
er höggdofa beið þeirra móðurjörð. —
Líksöngur hljómaði’ úr hafsins bárum,
himinn grét sorgartárum.
/•
Nú drottnar hryggðin um bæ og borg,
í blæðandi hjörtunum ríkir sorg.
Eins augnabliks slys verður aldrei bætt. —
Hinn eilífi Guð fær einn meinin grætt.
Miskunn hans lækni öll sorgarsárin,
sarnúð hans þerri tárin.
SÆMUNDUR G. JÓHANNESSON.
<B3<H><BS<H><B5<B><B5<B5<B5<B5<BS<B><HÍB5<B><H><BÍ<BS<B5<B><B5^^
SILVERCROSS
Silvercross-barnavagnarnir og kerrurnar eru án ;;
efa þeir vönduðustu og glæsilegustu vagnar, sem ;j
hérjhafa komið. ;j
Nokkrir vagnar og kerrur í ljósum litum vænt- ;i
anlegir með næstu skipsferð. ;!
Tökum.á móti pöntunum! I;
Brynjólfur Svemsson h.f.
Skipagötu 1. — Simi 1580.
tekið niður, en söngpallur byggður í þess stáð. — Nú er
dregill á kirkjugólfinu, en þá var hann enginn. — Nú prýð-
ir altarið fagur dúkur og vel gerður, saumaður og gefinn a£
frú Sigrúnu Sigurhjartardóttur Eldjárn á Tjörn, — og altaris-
klæði, gert af frú Unni Ólafsdóttur í Reykjavík, en gefið a£
safnaðarkonunum 1947. — Nú er hljóðfæri í kirkjunni,
keypt 1915, en þá var hún hljóðfærislaus. KirkjúÖrgelið var
að nokkru leyti keypt fyrir gjafafé, er ung stúlka í sókninni,
Sesselja Kr. Eldjárn, safnaði og gaf til þess. Má söfnuðurinn
minnast hennar með þakklæti. — Altaristaflan er hin sama,
sem áður var í gömlu kirkjunni, henni gefin af séra Árna
Snorrasyni, er Tjarnarstað hélt frá 1814—1833. — Altaris-
stiakarnir, kvöldmáltíðarmunirnir og kirkjuklukkurnar eru
sennilega arfur frá gömlu kirkjunni, en liins vegar er altari
og prédikunarstóll gert um leið og kirkjan var smíðuð, 1892.
Prédikunarstólinn gerði yfirsmiður kirkjunnar, Jón Stef-
ánsson.
Frá sjálfri vígsluathöfninni verður fátt greint. Til þess
skortir öruggar heimildir. — Víst má telja, að helgir munir
kirkjunnar liafi verið bornir í skrúðgöngu inn í liina nýju
kirkju. Þá er örugg heimild fyrir því, að sóknarpresturinn
hefur ávarpað söfnuðinn, sennilega úr kirkjudyrum, á þessa
leið: „Kom pú scell, elskulegi söjnuður Drottins. Friður og
velþóknun hins þríeina Guðs hvili yfir hinni fyrstu inn-
göngu þinni i þctta hús. — í Jesú nafni. — Amen.“
Þá hefur og sjálf vígsluræðan geymzt, og verða hér birtir
stuttir kaflar úr henni. Hún hefst á þessa leið:
„Það var á hvítasunnudag nú fyrir hartnær 19 öldum síðan, að
heilagur andi kom yfir postula Jesú ICristí, eins og eldtungur, og fyllti
hjörtu þeirra guðmóði, en veitti þeim málsnilld, er með sigurvaldi
bræddi hjörtun, en kveikti eld elsku, ljós trúar og vonar, í sálum til-
lieyrenda.------“
„Það var á hvítasunnudag, að hin sýnilega kirkja Krists hér í heimi
var stofnsett.-----“
„Það er því ekki að ófyrirsynju, að vér höfum valið þennan stórhá-
tíðisdag til að helga þetta hús, sem vér höfum reist og reisa látið, oss
til blessunar og nota, en Drottins nafni til lofs og dýrðar, — svo að
þetta litla, fátæka Guðs musteri eigi hinn sama afmælisdag eins og hið
mikla musteri Drottins: liristileg kirkja.-“
„Það cr nú aftur ruifhin upp sú tíð, sem betur fer, að menn víðast
hvar hér um land láta sér ekki standa á sama, þótt lnis þau, sem ætluð
eru til opinbcnar guðsþjónustu, séu líkari fénaðarlnisum cða geymslu-
skemmum heldur en Guðs musterum. Menn finna það betur og betur,
að það sýnir mikið skeytingar- og kæruleysi um þau efni, er heyra til
guðsríki og sáluhjálparefnum kristinna manna, þá er menn neyta allrar
orku til þess, að vanda og skreyta stundarbústað sjálfs sín, en vanrækja
(Framhald).