Dagur - 23.04.1952, Side 12
12
Daguk
Miðvikudagiiin 23. apríl 1952
Bændur fengu 212 aura fyrir
mjólkina á síðastliðnu ári
Minna mjólkurmagn á síðastliðnu ári, meðal
annars vegna sam<íön2iierfiðleika
Ársfundur Mjólkursamags KEA
var haldinn á Akureyri fimmtu-
daginn 17. apríl sl. — Á fundin-
um mættu auk stjórnar, fram-
kvæmdastjóra og mjólkursam-
lagsstjóra 144 fulltrúar mjólkur-
framleiðenda og einnig margir
gestir.
Rekstursskýrsla og reikningar
Mjólkursamlagsins fyrir árið 1951
báru með sér, að móttekið mjólk-
urmagn hafði verið 7.483.260 ltr.
og hafði minnkað um 2,4% frá ór-
inu á undan. Fitumagn innlagðrar
mjólkur var 3.56%. Úr mjólkinni
var framleitt:
Gerilsneydd mjólk 2.349.454 ltr.
Rjómi 103.763x/2 ltr.
Smjör 146.005% kg.
Mjólkurostur 116.231 kg.
Skyr 192.733 kg.
Mysuostur 19.155 kg.
Mysingur 20.429 kg.
Til kaseingerðar hafði farið
1.137.000 ltr. eða 15% af hinu
samanlagða mjólkurmagni.
Ævisaga Brontesystra
í Skjaldborgarbíó
Skjaldborgarbíó sýnir um þess-
ar mundir kvikmynd um ævi
Brontesystranna, hinna heims-
frægu ensku skálda. Systurnar
voru uppi á öndverðri öldinni
sem leið, prestsdætur í Yorkshire.
Allar systurnar skrifuðu skáld-
verk, sem lifa í dag. Frægustu
verk þeirra eru Jane Eyre eftir
Charlotte Bronte og „Wuthering
Heights" eftir Emily Bronte. —
Frægar amerískar leikkonur
leika systurnar.
Kvöldvaka nemenda
í leiklistarskóla Jóns
Norðf jörð
Síðasti. föstudag hé!t Jón Norð-
fjörð, leikari, kvöldvöku í hátíða-
sal Mennatksólans með nemend-
um úr leikskóla sínum.
Komu þar fram 15 af 17 nem-
endum hans í vetur og skemmtu
með upplestrum og samtals- og
leikþáttum. Voru flestir nemend-
anna úr M. A., og allir eða nær
allir byrjendur á sviði leiklistar-
innar. Tók Jón Norðfjörð fram í
ávarpi, er hann flutti í byrjun
kvöldvökunnar, að hann hefði
lagt megináherzluna á það að
kenna nemendum sínum skýran
og réttan framburð, því að það
væru undirstöðuatriði, sem aldrei
mættu gleymast, venja af þeim
feimni og síðan lítilsháttar kenna
þeim látbrigði. Er slík kennsla
vissulega góðra gjalda verð og
spurning, hvort hún ætti ekki
meiri rétt á sér í almennum skól-
um en sumar aði’ar námsgreinai'.
212 aurar fyrir ltr.
Meðálvfel'ð' ntjólkarinnar til
framleiðenda reyndist vera 212
aurar á hvern •iiinveginn mjólk-
urítra kominn til mjólkúrstöðvar-
innar. Þetta útborgunarverð var
17%'hærra heldur en árið áður.
Samanlagður reksturskostnað-
ur Samlagsins og sölukostnaður
hinna framleiddu mjólkurvara
varð um 42 aura á hvern mjólk-
urlítra og hafði hækkað á árinu
um rúmlega 30%. — Af móttek-
inni mjólk hafði 31% selzt sem
neyzlumjólk, en 69% farið til
vinnslu.
Rætt um áburðarnotkun.
Á fundinum flutti Árni Jónssdn
tilraunastjóri fróðlegt erindi um
heyfóðurframleiðslu, áburðar-
notkun og heygeymslu. Hvatti
hann bændur til aukinnar áburð-
arnotkunar yfirleitt. Einnig hvatti
hann bændur til að byggja háa
votheysturna og notkun saxblás-
ara í sambandi við þá. — Auk
þessa ræddu fundarmenn og
gerðu fyrirspurnir um fjölmörg
ati-iði er snerta ræktunar- og
framleiðslumál bænda í Eyjafirði.
Minni fóðurbætisgjöf.
Jónas Kristjánsson mjólkur-
samlagsstjóri hefur í samtali við
blaðið sagt, að samdráttur mjólk-
urmagnsins 1951 um 2,4% miðað
við árið á Undan, stafi af hinum
miklu samgönguerfiðleikum, sem
hér ríktu sl. vetur, er mjólkur-
flutningar gengu mjög erfiðlega
og sumar sveitir komu mjólkinni
ekki frá sér langtímum saman.
Einnig mundi það hafa áhrif, að
^yfirðingar hafa mjög farið eftir
þeim tilmælum búnaðarmálastj.
að.gæta hófst í fóðurbætisnotkun.
Hefur fóðurbætisnotkunin í hér-
aðinu mjög minnkað síðan geng-
isfellingin varð og verð fóðurbæt-
is hækkaði mjög, enda þótt menn
gefi hárrijólka kúm að sjálfsögðu
fóðurbætir sém áður.
Jónas taldi að þessi samdráttur
mjólkurmagnsins væri því stund-
arfyrirbrigði, enda mundi ræktun
í héraðinu hafa aukizt. Á fyrstu
þremur mánuðum þessa árs varð
innlögð mjólk hjá Samlaginu 244
þús. ltr. meiri en á sama tímabili
árið 1951.
Orðsending; frá
Mæðrastyrksnefnd
Mæðrastyrksnefnd Akureyrar
hefur ákveðið að styrkja engar
mæðúr til sumardvalar í þetta
sinn, aftur á móti ætlar nefndin
að borga með nokkrum börnum á
barnaheimilinu Pálmholt. Vill
nefndin því biðja mæður þær,
« • 4
sem æskja þess, að borgað verði
með börnum þeirra, að gefa sig
fram við skrifstofu nefndarinnar,
Strandgötu 7, opin á mánudaga
og föstudag frá kl. 5 til 7 e. h.
Fimmtugur í dag
Skáldið Halldór Kiljan Laxness
á fimintugsafmæli í dag.
Fjársöfnun ,
fyrir „Pálmholti;
á morgun
Eins og að undanförnu mun
kvenfélagið „Hlíf“ hafa fjársöfn-
un á suinardaginn fyrsta fyrir
starfsemi sína ,en eins og bæjar-
búum er kunnugt, rekur félagið
barnaheimilið „Pálmholt“ að
sumrinu.
Bazar verður í Túngötu 2 kl. 2
e. h. og barnaskemmtun í Sam-
komuhúsinu á sama tíma. Þar
fara fram ýms skemmtiatriði, svo
Skáldverk samkvæmf pöntun
Áveitu- og skipaskurðafram-
kvæmdir Sovétstjórnarinnar eru
mjög lofsungnar í blöðum komm-
únista um heim allan og vist mun
þarna vera um að ræða merkileg-
ar framkvæmdir, þótt ýmsum
finnist sumt af framkvæmdum
heima fyrir vera frásagnarverð-
ari.
Tæknilega séð hefur fjöldi
manna vitaskuld mikinn áhuga
á því, sem þarna er að gerast, og
vafalítið munu Ráðstjórnarríkin
skipa þarna til verks fjölmennt-
uðum tæknisérfræðingum. Kem-
ur það ekki á óvart. Hitt er frem-
ur í frásögur færandi, að þessi
mannvirki, til dæmis skipaskurð-
urinn frá Krasnavodsk til Aral-
vatns, hafa mikil og vaxandi áhrif
á andlegt líf í Sovétríkjunum.
Aðeins á tímabili Stalíns.
Bókmenntatímaritið Littera-
turnaja Gazetta, sem er málgagn
rithöfundasambands Sovétríkj-
anna og bókmenntastefnu
ríkisstjórnarinnar, lagði um sl.
áramót þá spurningu fyrir ýmsa
af kunnustu skáldsagnahöfundum
Rússa, hvað þeir hefðu fyrir
stafni, og hér á eftir er getið nokk
urra svara við spurningunni.
Skáldkonan Vcra Inber er að
semja mikinn kvæðaflokk, sem
fjallar að verulegu leyti um
skipaskurðinn í Turkmeníu, sem
fyrr var nefndur — stærsta skipa
skurð veraldar, segir í kvæðinu,
sem aðeins gæti hafa orðið til á
þeim lofgerðaróðum, sem nú er
verið að skrifa um mannvirki
rússnesku ríkisstjórnarinnar. —
Áveituframkvæmdir og skipa-
skurðir ná út yfir bókmenntir og
andlega framleiðslu. Efasemdirn-
ar eru styrktar af þeirri stað-
reynd, að það hefur oft hent, að
rithöfundarnir hafa mátt standa
frámmi fyrir embættismönnum
stjórnarinnar, eins og óþægir
krakkar fyrir framan kennara, og
játa að þeim hafi ekki tekizt að
tala það pólitíska tungumál íil
hlýtar, sem stjórnin vill helzt
lreyra. Verk þeirra falla og standa
líka á þessu pólitísku tungutaki.
Ekki fleiri dauðar sálir.
Rithöfundarnir austur þar mega
ekki sjálfir finna þau veikefni,
sem þeim leikur helzt hugur á að
skrifa um, þeir fá þau send með
eftirkröfu frá stjórninni og eiga
að innleysa hana á tilsettum tíma.
Og hér kemur framhaldsfrásögn
af iðju kunnra rússneskra höf-
unda um þessar mundir: A. Step-
anov er að skrifa skáldsögu um
hina hetjulegu vörn Rússa við
Port Arthur í rússnesk-japanska
stríðinu, og er sagan jafnframt
ævisaga hetjunnar frá þessum
dögum, Kondratenko hershöfð-
ingja. V. Yerminlov er að skrifa
bók um Gogol út frá þeim sjón-
ai-hóli, að baráttu Gogols fyrii
mannréttindum sé nú framhaldið
„gegn þeim herrúm, sem geta
hugsað sér að gera allt mannkyn-
ið að dauðum sálum.“ (Kunnasta
verk skáldsins heitir Dauðar sál-
ir). Anatol Surow skrifar um
májmiðjuverkamennina og lofar
að vinna betur 1952 en hann gerði
1951 og loks er N. Virta að ljúka
við leikrit um þá menn, sem
sem: leikþættir, söngur, gaman-
þættir o. fl.
Klukkan 3 síðdegis hefst kaffi-
sala að Hótel Norðurland, og
drekka venjulega margir bæjar-
búar síðdegiskaffið þar þennan
dag. Þá verður dansleikur að
Hótel Norðurland kl. 9 e. h. —
Merkjasala verður allan daginn.
Allt verður þetta nánar auglýst
með götuauglýsingum — Bæjar-
búar! Styðjið gott málefni!
„Ævintýri Hoffmans“
í Nýja Bíó
Nýja-Bíó sýnir um þessar
mundir kvikmyndina „Ævintýri
Hoffmanns", enska dans- og
söngvamynd, sem byggð er á
skáldsýnum þýzka skáldsins
Hoffmanns og músík Offenbachs.
Þetta er einhver skrautlegasta og
íburðai-mesta kvikmynd, sem
gerð hefur verið á seinni árum og
hefur hvarvetna vakið mikla at-
hygli. Frægustu ballett-dansarar
Breta, Robert Helpman og Moira
Sheaerer, leika þarna stór hlut-
verk. Sömu kvikmyndastjórar og
gerðu hina frægu ballettmynd
„Rauðu skóna“ um árið, stjórn-
uðu þessari kvikmyndatöku.
Bærinn fær 800 þús.
Félagsmálaráðuneytið hefur nú
svarað málaleitun Akureyrar-
bæjar um lán til þess að útrýma
heilsuspillandi húsnæði og hefur
samþykkt að veita bænum 800
þús. kr. í þessu skyni.
ævitíð hins mikla Stalíns, og að-
eins í landi, sem hefur tileinkað
sér „sovét-lýðræðið“.
Skáldið N. Nikitin er að kynna
sér ýmislegt í sambandi við gerð
skipaskurðsins og er það ætlun
hans að skrifa skáldsögu um gerð
hans og sögu.
Skáldið Feodor Panferov er al-
veg upptekinn við að kynna sér
ýmis stórvirki stjórnarinnar, svo
sem umsköpun jarðarinnar úr
éyðimörkum í gróðurlendi. Hann
er að skrifa margra binda skáld-
verk, sem á að heita Móðir Volga.
Þá er komið norður fyrir Túrk-
menska skipaskurðinn, en andinn
er svipaður á þeim slóðum og
sunnar, enda á nokkuð af skáld-
sögu þessari að fjalla um Volgu-
Don-skipaskurðinn.
Bót og betrun.
Ymsir Vesturlandamenn eru
haldnir efasemdum um ein-
lægnina og sannleikann í öllum
Bærinn rafmagnslaus
í gær
Um klukkan 1 í fyrrinótt bilaði
háspennulínan frá Laxárvirkjun-
inni og varð bærinn rafmagnslaus
og var svo í gær. Bilunin var
vestan í Vaðlaheiðarbrún. Hafði
háspennulínan fallið af staurun-
um þar á nokkrum kafla, vegna
ísingar. Viðgerð hófst í gærmorg-
un og lauk á 7. túnanum í gær-
kvöld og fékk bærinn rafmagn
skömmu síðar. Risjuveður var á
Vaðlaheiði í gærdag ,er viðgerð-
arflokkurinn héðan var þar að
starfi, og aftakaveður í fyrrinótt,
er bilunin varð.
Flestir rússneskir skáldsagna-
höfundar eru að skrifa skáldverk,
sem eiga að varpa ljóma um Stal-
ín. Ef Bretar væru eins foringja-
hollir, ætti helmingur kunnra
brezkra liöfunda að skrift lof-
gerðarrollur um Churchill, segir
Times.
byggja upp „alþýðulýðveldi", en
aðalhetjurnar á sviðinu eru Len-
in og Stalín og barátta þeirra að
viðhalda „hreinleika" flokksins.
Hið gamla og virðulega blað
Times í London getur þessara tíð-
inda allra í vikulegu bókmennta-
yfirliti sínu nú nýlega (Times
Literary Supplement) og lætur
þess jafnframt getið, að ef enskir
rithöfundar störfuðu að heill
lands og þjóðar í sama mæli og
rússneskir höfundar, ætti um það
bil helmingur þeirra nú að vera
önnum kafinn við að semja skáld-
verk, sem væri á einn eða annan
hátt tengt ævi og starfi Winston
Churchills forsætisráðherra.
Lóan er korain!
Ýmsir borgarar hafa skýrt
blaðinu svo frá, að þeir hafi séð
lóuna, fyrir og um sl. helgi. Hafa
lóuhópar sést á nokkrum stöðum
umhverfis bæin-