Dagur - 30.04.1952, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Síðastl. föstndagur mun jafnán
verða talinn merkisdagur í sögu
íslenzks landbúnaðar og upphafs-
dagur íslenzkrar stóriðju. Þá var
formlega hafizt handa um bygg-
ingu hinnar íslenzku áburðar-
verksmiðju í Gufunesi í nágrenni
Beykjavíkur. Hermann Jónasson
landbúnaðarráðherra tók fyrstu
rekustunguna úr grunni þeim,
sem byggingin er nú hafin á, og
lýsti því yfir að bygging verk-
smiðjunnar væri hafin, en Vil-
hjálmur Þór forstjóri, formaður
áburðarverksmiðjustjórnar, lýsti
síðan framkvæmdunum og að-
draganda þeirra í ræðu, sem hér
fer á eítir:
Vilhjálmur Þór, forstjóri, for-
maður áburðarverksmiðjustjórn-
arinnar, flytur ræðu sína við
upphaf framkvæmdanna í
Guíunesi.
Ræða Vilhjálms Þór.
„Virðuiegu gestir.
Þessi dagur er langþráður dagur,
og meðal annars þess vegna er
hann gleðidagur — sannkallaður
gleðidagur. Dagur, þar sem margra
ára draumur er að byrja að verða
að veruleika.
Framkvoemdir eru hafnar að því
að byggja hér íslenzka áburðar-
verksmiðju. Verksmiðju, sem um
komandi ár á að gefa öryggi og
vera lyftistöng islenzkurn landbún-
aoi og þá um leið íslenzkum al-
þjóðarhag.
A liðnum öldum hefði ekkert líf
verið hér x landi án landbúnaðar, á
komandi öidum mun hér því að-
eins dafna heilbrigð þjóð, að í
.landinu verði starfræktur traustur,
heilbrigður landbúnaður.
Rekstur íslenzkrar áburðarverk-
smiðju gefur öryggi, á tímum frið-
ar jafnt sem ófriðar, um áfram-
haldandi aukna og betri ræktun is-
lenzki'ar moldar, skapar þannig
bætt skilyrði og gefur von um betri
framtíð alls fólksins i landinu.
Þessi draumur er, þrátt fyrir
margar tafir og marga erfiðleika,
nú að færst til veruleikans.
Eg vil leyfa mér með nokkrum
orðum að gera stutta grein fyrir
verksmiðjunni:
Verksmiðjubyggingar þær, er
hér verða reistar, eru alls sex og
auk þess áburðargeymsla og tveir
geymar.
Stærsta húsið, vetnisverksmiðj-
an, sem byggt verður á grunninum,
sem byrjað er á í dag, verður 62
metrar á lengd og 29V2 metri á
breidd, flatarmál þess 1760 m2, en
rúmmál 13.200 m’.
Annað húsið er ammoníakverk-
junnar
Rekstur verksmiðjunnar tryggir áframhaldandi sókn
til stóraekinnar ræktunar íslenzkrar moldar - Frá at-
liöfninni í Gufnnesi síðastliðinn föstudag - Ræða Vil-
lijálms Þór, formanns áburðarverksmiðju-stjórnarinnar
I nágrenm
izku- áburoarverks
smiðja. Lengd þess er 38 m., breidd
I6V2 m., flatarmál 630 m'J og rúm-
mál um 5000 m3.
Svo er saltpéturssýruverksmiðja
og saltpétursverksmiðja, þá verk-
stæði og loks hús fyrir mötúneyti
verkamanna og skrifstofur, samtals
1600 m2 og 9500 m3, og svo áburð-
argeymslur, er ráðgert er að verði
allt að 2700 m2 að flatarmáli og
um 14000 m3 að rúmmáli.
Þannig verður flatarmál allra
húsanna um 6700 m2, sem er tveir
þriðju hlutar úr hektara, eða flatar-
mál alira húsanna tvær dagsláttur
að stærð — en rúmmál þeirra allra
um 42000 ten. metrar, en það er
nokkru meira en helmingi meira
en rúmmál Háskóla íslands, sem er
með stærstu byggingum hér á
landi. Af þessu má nokkuð áþ'kta
um^ þær byggingafrámkvæmdir,
sem hér standa fyrir dyrum.
Framleiðslugeta verksmiðjunnar
er ætlað að. .verða á. ári 6 milijón
kiló af hreinu köínunarefni, en það
er um' 18000 smáléstir af áburði,
sem innihalda 33;5%- köfnunarefni.
— Þessar 18000 smálestjr; sem
framleiða á hér,, jafngilda.nærri því
30.000 smálestum af þeim köfnun-
arefnisáburði með 20,5% köfnun-
arefni, sem áburðarsala ríkisins
flytur 'inn í ár.
Ef reiknsð er mcð núverandi
áburðarverði áburðarsölu ríkisins
við skipshlið, verður framleiðslu-
verðrriæti þessarar vérksmiðju 34
milljónir króna á ári.
Verksmiðjan - er þannig skipu-
lögð og byggð, að auka má fram-
leiðslugetu hennar upp í 7-^—8
milljón kíló kofnunarefnis á ári,
straXög raforká er fyrir hendí, með
tiltölulega- litlum viðbótarkostnaði.
Væri framleiðslan 8 milljón kíló
væri verðmæti hennar orðið 45
miiljónir króna á ári, reiknað með
sama verði og fyrr var greint.
Auk þess er landrými og húsum
þannig 'fyrir .komið, að með nýjum
byggingum qg vélakaupum má a.
m. k. þrqfalda alla framleiðsluna,
án þess að núvrandi skipulag verk-
smiðjúnnar raskist.
Vonir okkar í verksmiðjustjórn-
inni og annarra, Sem að þessum
málum vinna,- eru,. að þessi fyrir-
hyggja qm stækkunarmöguleika
verksmiðjunnar megi sem allra
fyrst koma að notum.
Mér þykir rétt að skýra örstutt
frá hvað undirbúningi og fram-
kvæmdum er nú komið:
Það hefur loksins verið gengið
frá staðarvali hér í Gufunesi og
samningur gerður við Reykjavikur-
bæ um landsafnot. Lóð verksmiðj-
unnar hér er 15 ha. að stærð og
lætur bærinn hana leigulaust til af-
nota í 20 ár frá því að verksmiðjan
tekur til starfa.
Búið er í aðalatriðum að ná sam-
komulagi um raforku frá Sogs-
virkjuninni, og verður samningur
væntanlega undirritaður næstu
daga.
Búið er að gera skipulagsupp-
drátt af verksmiðjunni, búið að
ákveða gerð og stærðir véla í verk-
smiðjuna og búið.að kaupa megin-
hluta allra véla og tækja. Af-
greiðsla á þeim byrjar innan
skamms, fyrstu sendingarnar koma
væntanlega um mitt þetta sumar
og flestar vélar eiga að vera komn-
ar hingað um næstu áramót.
Búið er að k;aupa allt aðalbygg-
ingarefnið, nokkuð af því er þegar
komið, en skip nú að hlaða sumt af
því og allt á efnið að vera komið
hingað um mánaðamótin júní-júlí.
Boðin hefur verið út bygging
fyrsta hússins. Tilboðum á að skila
næsta mánudag.
Langt er komið að ganga frá út-
boði næsta húss ög á bygging hús-
anna að geta gengið rakleitt hér
eftir.
Búið er að byggja hér þetta hús,
sem vér nú erum í, en því er ætlað
að vera matskáli og aðstaða fyrir
verkamenn meðan á byggingar-
framkvæmdum stendur, en síðan
verður því breytt í íbúðarhús fyrir
starfsmenn verksmiðjunnar.
— Og nú rétt áðan er búið að
brjóta grunn undir stærsta hús
verksmiðjunnar. — Vonandi geta
framkvæmdir héðan af haldið
áfram rakleitt og tafarlaust.
Enda þarf svo að vera, því að
ætlunin hefur alltaf verið og er, að
áburðarverksmiðjan geti orðið til-
búin.til starfa á sama tíma og nýja
Sogsvirkjunin er fullbúin og getur
látið verksmiðjunni í té fulla raf-
orku til framleiðslunnar, eða á
fyrri hluta sumars 1953.
Aburðarverksmiðjustjórnin hef-
ur þegar fyrir löngu látið gera
bráðabirgðaáætlun um byggingu
verksmiðju til framleiðslu á blönd-
uðum áburði, fosfat og köfnunar-
efnisblöndu. Kostar slík verk-
smiðja tiltölulega lítið viðbót við
þessa verksmiðju og er það von
mín og stjórnar áburðarverksmiðj-
unnar — en engin vissa — að hægt
verði að hrinda því máli fram til
sigurs, þegar eftir framkvæmd
þessa verks. En þegar svo væri
orðið, hefði landbúnaðinum verið
séð fyrir meginhluta þess áburðar,
sem nota þarf.
Verksmiðjuframkvæmd sú, er
hér hefur verið hafin, ætla eg að sé
einstæð í sögu Islands og íslenzks
iðnaðar. Hér er sennilega um að
ræða stærsta iðnaðarfyrirtæki í
landinu og fyrsta efnaiðnaðinn í
stórum stíl, en sérstaklega vegna
þess að hér rís verksmiðja, sem
framleiðir fyrir tugi milljóna króna
, en notar engin erlend hráefni —-
engin aSflutt hráefni. —
Vélarnar, sem hér verða settar
niður í hús verksmiðjunnar, og raf-
orkan, sem hingað verður leidd,
gera allt, sem gert verður, skapa
hið mikla undur. Ur vatninu og úr
loftinu, sem við öndum að okkur,
skapast þessi dásamlegi gróður-
gjafi, köfnunarefnisáburðurinn.
Hvernig hefur það svo orðið, að
þessi nauðsynlega verksmiðja er
nú að verða að veruleika. — Marg-
ir hafa að þessu unnið, og margir
lagt málinu lið, en það, sem hefur
gert það kleift að þetta mál er nú
svo langt komið, er skilningur, góð-
vil og hjálpsemi Marshallstofnun-
ar Bandaríkjanna. An hennar að-
stoðar væri hér ekkert aðhafst í
dag, án hennar aðgjörða væru eng-
ar vélar keyptar, án hennar skiln-
ings væri elckert byggingarefni til
þessara framkvæmda. — Frá Mars
hallstofnuninni hafa þegar verið
veittir 2.557.000 dollarar, en þar af
eru 1.560.000 dollarar hrein, óaft-
urkræf gjöf til framkvæmdanna.
ÍÞRÓ
Mótaskrá íþróttabandalags Ak-
ureyrar 1952—53.
Maí: 4, Maíboðhlaupið. — 10.
Vormót í knattspyrnu, III. flokk-
ur. — 11. Sama, II. flokkur. —
17.—21. Sama, meistaraflokkur.
— 23. Sama, IV. flokkur. — 24.—
25. Vormót í frjálsum íþróttum.
— 28. Hraðkeppni í knattspyrnu.
— 30. Vormót í knattspyrnu, I.
flokkur. — 31. Handknattleikur
kvenna, hraðkeppni.
Júní: 2. Sama, kai'la, hrað-
keppni. — 2. Hvítasunnuhlaupið.
— 8. Oddeyrarboðhlaupið. — 14.
—15. Handknattleiksmót Akur-
eyrar. — 16.—17. Júnímót, frjáls-
ar íþróttir. — 28.—29. Drengja-
mót Akureyrar í frjálsum íþrótt-
um.
Frá athöfninni í Gufunesi s. 1. föstudag. Hermann Jónasson land-
búnaðarráðherra tekur fyrstu skóflustunguna úr grunni áburðar-
verksmiðjunnar, að viðstöddum ráðherrum, sendiherra Bandaríkj-
anna, stjórn áburðarverksmiðjunnar og fleirum.
Miðvikudaginn 30. apríl 1952
Rvíkur hafin
Vonir standa til að seinna á þessu
ári fáist frá sömu stofnun 400.000
—500.000 dollarar. Þessa er skylt
að minnast og meta að verðleikum.
Mér er það sérstök ánægja, að
sendiherra Bandaríkjanna, hr.
Lawson, gat komið því við að
koma hingað í dag ásamt hr. Ro-
bert Brummer. Sendiherrann hefur
sýnt alveg sérstakan skilning á
þessu áburðarverksmiðjumáli, og
nefur það verið mjög mikils virð,i.
Mér er minnisstætt, þegar sendi-
herrann kom, ásamt þáverandi
Marshallstofnunarfulltrúa, Joseph
Mendenhall, til ríkisstjórnarinnar
milli jóla og nýárs 1950, en eg
hafði verið kvaddur á þann fund.
Sendiherrann kom til þess að til-
kynna, að áætlanir um áburðar-
verksmiðjuna hefðu verið sam-
þykktar til framkvæmda af Mars-
hallstofnuninni. Allir viðstaddir
voru glaðir, en eg held þó að sendi-
herrann og hr. Mendenhall hafi
fagnað málalokunum engu síður
en við Islendingarnir.
I huga mér minnist'eg í dag
margra manna, erlendra og ís-
lenzkra, sem hafa hjálpað til að
þessu mikla máli er nú svo langt
komið. Ekki sízt minnist eg manna,
sem voru hjálpsamir og skilnings-
góðir á þetta mál og veittu því fyr-
irgreiðslu, þegar eg á þremur ferð-
um mínum 1950 og 1951, fyrst um
Evrópulönd og síðar í Bandaríkj-
unum, var að vinna að framgangi
málsins.
Erlendir menn í París og Was-
hington og sendiherrar íslands á
þessum stöðum og starfsmenn
sendiráðanna eiga þakkir skildar
fyrir þeirra starf að því að góður
árangur fékkst.
Þegar nú í dag, þessar fram-
kvæmdir eru hafnar, vil eg biðja
blessunar yfir þetta fyrirtæki, sem
nú er byrjað að skápa. Biðja um
blessun, sem gefi möguleika til að
það verði það, sem því er ætlað,
— voldug lyftistöng fyrir íslenzkan
landbúnað, fyrir íslenzkan þjóðar-
hag.
í dag er föstudagur fyrstur í
sumri. Aburðarverksmiðjan er fyr-
irtæki sumarsins, gróðursins og
vaxtarins.
Fyrirtæki, sem vill auka öryggi
Islendinga um það, að komandi
sumur, þessi stutti en dásamlegi
tími birtu, gróðurs og bjargar,
verði þjóðinni betri og giftudrýgri
og þá um leið gleðilegri sumur en
þau gætu orðið án áburðarverk-
smiðjunnar.
í von um að svo verði óska eg
öllum gleðgilegs sumars, og þakka
þeim, sem hingað komu.“
TTIR
Júlí: 5. Júlímót í knattspyrnu,
II. flokkur. J— 6. Sama meistara-
flokkur. — 12.—13. Júlímót í
frjálsum íþróttum.
Ágúst: 19.—20. Handknatt-
leiksmót Norðurlands. — 16.—18.
Meistaramót Akureyrar í frjáls-
um íþi’óttum. — 23.-24. Sund-
meistaramót Akureyrar. — 30.
Bæjakeppni í frjálsum íþróttum
(óvíst). — 31. Knattspyrnumót
Akureyrar, III. flokkur. — 31.
Sama, meistaraflokkur.
September: 5. Sama, IV. flokk-
ur. — 6—7. Meistaramót Norð-
lendinga, frjálsar íþróttir. — 10.
Knattspyrnumót Akureyrai', II.
flokkur.
Janúar—marz: Skautamót Ak-
I ureyrar. — Badmintonmót Akur-
eyrar. — Skíðamót.