Dagur - 30.04.1952, Blaðsíða 10
10
DAGUR
Miðvikudaginn 30. apríl 1952
Þorp í álögum
Saga eftir Julta Truitt Yenni
ássss. 31.DAGUR.
(Framhald).
Þarna var húsið. Raunar var
sama um það héðan af. Það var
gott að Amos hafði ekki einu
sinni spurt um verðið. Hann
hafði ekki reynt, eins og ýmsir
aðrir mundu áreiðanlega hafa
gert, að fá það fyrir minna verð
en hún hafði í huga. Hann hafði
heldur ekki reynt að borga henni
meira en hún setti upp, og hún
var honum ekki síður þakklát
fyrir það. Hann hafði heldur ekki
spurt hana neitt nánar, þegar hún
hafði tilkynnt honum, að eina
skilyrðið væri að Pearl Miller
fengi aldrei að eignast húsið,
hvorki fengi hún að kaupa það af
honum né af neinum öðrum eftir
krókaleiðum. Hann hafði lofað
þessu.
Ó, Jónatan ,hugsaði hún enn á
ný. Hvers vegna léztu mig ekki
vita, svo að eg gæti farið með þér.
Eg hefði mátt vita, hvað hann
ætlaði sér, þegar eg sá skautana,
en mér datt það sámt okki í hug.
Þá hefði eg komið líka. Það hefði
verið dásamlegt, að fljúga hlið við
hli ðeftir svellinu á ánni ,og svo
hefði það borið að með svo skjót-
um hætti, að þau hefðu ekkert
vitað. Þannig hefði verið bezt að
skilja við.
Eva hugsaði um Vronnie. Nú
var ekki undanfæri, hún varð að
fara til hennar. Eva vissi að hún
var velkomin þar. Vi-onnie vissi
að enginn kunnibeturfínasaumen
Eva. Hún hafði ekki til einskis
verið látin sitja heima við hann-
yrðir þegar allar telpurnar voru
úti að leika sér. Pabbi hafði ætlað
að þetta væri einn liður í fjöl-
þættri menntun henanr. En nú
mundi hún verða að gera sér að
góðu að vinna fyrir sér með þess-
ari kunnáttu. Þannig fór um
draumana þá, hugsaði Eva, og
hvað mundi pabbi segja^nú, ef
hann mætti líta upp úr gröf sinni.
Kannske var þetta umkomu-
leysi hennar refsing henni til
handa. Fyrir hvað? Ekki fyrir að
elska Jónatan. Ef líf hennar hafði
haft nokkurn tilgang var það að
vera til þegar Jónatan þurfti á
henni að halda. Nei, refsingin, ef
það var refsing, hlaut að vera
fyrir hið tilgangslausa og eigin-
gjarna líf, sem hún hafði lifað í
föðurgarði. En þó var því til að
svara, að ef líf þeirra hefði ekki
verið þannig, mundi hún ekki
hafa verið tilbúin, er Jónatan
kom. Nei, þetta var ekki synd, ef
hún átti að taka út fyrir syndir
sínar hlaut það að vera-hugleys-
ið, sem var þyngst á metunum,
það hugleysi að þora hvorki að
fara með Jónatan né halda áfram
þessu lífi hér í Ármóti, þora ekki
að sjá sjálfa sig með augum fólks-
ins á götunni. Já, það Var syndin
stóra og hún mundi fylgja henni
ævina alla, hugsaði Eva, um leið
May Anna Parker.
og hún rölti í átt til járnhraútar-
stöðvarinnar með ferðatösku í
hendinni.
—o—
Lúcíus Parker sat. að morgun-
verði, hlj'óður og athuguil. May
Anna var uppáklædd, albúin að
halda til kirkju. Hún sat þögul og
horfði spurnaraugum á eigin-
mann sinn. Það duldist henni
ekki, að hann skemmti sér yfir
einhverju. Enda þótt hún kynni
ógerla að rekja sálarþræði Lúcí-
usar, kunni hún svo mikið fyrir
sér, að hún taldi ástæðu til tor-
tryggni þegar Lúcíusi var
skemmt án þess að sjáanlegt væri
ytra tilefni.
May Anna sötraði nokkrum
sinnum úr kaffibollanum sínum,
en greiþ því næst hanzkana sína
og sálmabókina á borðinu. Lúcíus
hallaði sér aftur á bak í stólnum
og lét fara vel um sig. Það var
enginn asi á honum.
„Það eru helzt horfur á því að
það verði málaferli út af þessari
Faith Goodbind bók eftir allt
saman,“ sagði hann, svona alveg
upp úr þurru.
,,Nú, ætlar einhver að stefna
henni?“
„Nei, enginn grundvöllur fyrir
stefnu á hendur henni. En ein-
hver hér hefur sent nafnlaust bréf
til útgefendanna. Það bréf er sak-
næmt. Það gæti verið að saknæm
meiðyrði fyndust f því bréfi.“
May Anna hélt áfram að setja
upp hanzkana, en það var ekki
erfiðislaust verk við þessar
kringumstæður. En hún reyndi
Vald. V. Snævarr:
Tjarnarkirkja í Svarfaðardal sextug
(Nokkrir þættir úr sögu hennar)
i nfífi
'ifíM :í,rpi';
(Framhald).
þ:ið.húsið/sem sérstáklega er Órottni helgað, og sem þó er ætlað til þess,
áð hfioma áf þakklætis- og lofsöngvum einnar kynslóðar eftir affra, —
‘óg áo.pergmála at ermdt Drottins, orði hans og boðskap, frá kyni til
„I>að er aí þessum ástæpúm, áð vér af ónógum og fátækum cfnum
liöfum ráðizt í að reisa þetta 'nus i stað liins fyrra, sem alls ekki lengur
gat samsvarað kröfum tímarisóg sinni lielgu og háleitu ákvörðun. Það
er af þessum ástæðum, að liinn kristni söfnuður, sem liér lofar og
dýrkar Drott'in sinn, hefur ekki og mun ekki liorfa í, að leggja nokkuð
í sölurnar til þess að þessum fagra og kristilega tilgangi verði náð. Það
er af sömu ástæðum, að þeir menn, sem liér hafa unnið, liafa vandað
verk sitt eftir föngum, — og munu því svo fram halda, ef efni leyfa,
sjálfum sér til sóina, en gbðúm mönnum til gleði og Guði til dýrðar.“
Sakir rúmleysis, verður ekki hægt að birta meira af hinni
snjöllu vígsluræðu séra Kristjáns. Eigi verður heldur frekar
greint frá vígsluathöfninni, sakir Vöntunar á öruggum
heimildum.
Gamla torfkirkjan átti nokkurn sjóð, líklega rúmar 800
kr., en hann nægði ekki nándar nærri til að greiða bygg-
ingarkostnað nýju kiirkjunnar, en því miður liefur ekki
tekizt að grafa upp, hve mikið kirkjan kostaði, eins og hún
var þá. Það eitt er víst, að hún stóð í mikilli skuld við fjár-
haldsmann sinn, séra Kristján. — Svo reyndist það hér, sem
víðar, að seint gekk kirkjunni að greiða byggingarskuldir
sínar. Skuldaskiptum hennar og séra Kristjáns lauk hins
vegar svo, að þegar söfnuðurinn tók við fjárhaldi kirkjunn-
ar skömmu eftir aldamót (1904), gaf séra Kristján upp skuld
sína. Hve há lnin var, hefur þeim, er þetta ritar, ekki tekizt
að grafa upp, en víst er þó það, að hún skipti hundruðum
kióna. Verður ekki annað sagt, en að vel færist séra Kristjáni.
Hvað hefur svo círifið á claga kirkjunnar að öðru leýti?
Þetta er eðlileg spurning, en liitt er svo annað mál, hvort
auðvelt sé að svara henni sem skyldi. Sannleikurinn er sá,
að fátt er heimilda: Lítið hefur verið skrifað og sumt hefur
týnzt. Ýmislegt lifir óljóst í minnum manna, en „vitnisburð-
unum ber ekki ævinlega saman". Verður því erfitt að fá
heillega sögu út úr því, enda verður það ekki reynt hér.
Hér verður aðeins farið með nokkra „sundurlausa þanka“.
Hvað er frekar að segja af fjárhagsafkomu kirkjunnar? —
Eins og nærri má geta, er kirkja lítillar sveitasóknar ekki
tekjuhá stofnun, enda hafa tekjuöflunarmöguleikar þjóð-
kirkjunnar jafnan verið naumt skornir við neglur löggjafar-
valdsins. Allar bókfærðar tekjur Tjarnarkirkju í samtals 60
ár nema ekki fullum tuttugu og fjórum þúsundum króna,
Tek að mér
að skipuleggja og hirða
garða.
að láta ekki á neinu bera. En hún
hafði hjartslátt. Það var líklegast
að þetta Faith Goodbind-mál ætl
aði að taka aðra stefnu en hún
hafði búizt við. Það væri óskap-
legt ef hún....
ráði. Ef hann hafði séð bréfið,
hlaut hann að vita að hún hafði
skrifað það. Og ef það vitnaðist,
mundi hún vissulega verða að at-
hlægi í Ármóti eins og allt var nú
orðiö. En hann mundi halda sér
saman. Líklegast var að hann
hefði þegar girt fyrir að meira
yrði gert í málinu. Þó var ekki
gott að vita. Það var aldrei hægt
að reiða sig á Lúcíus. Hún opnaði
dyrnar og flýtti sér út. Þetta var
allt saman ljóta mæðan. Ekkert
hafði farið eins og hún hafði ráð-
gert. Ekkert.
(Framhald).
Pearl Miller.
En Lúcíus hélt áfram ótruflað-
ur: „Mér var sýnt bréfið. Lög-
fræðingur, kunningi minn, hefur
það í höndum. Heldur að hann
geti klekkt á bréfritaranum, ef
honum tekst að hafa upp á hon-
um.“
Guðmundur Jónsson,
praktiserandi garðyrkjumaður
Rauðamýri 1. Sími 1543.
JEPPI
til sölu. Uppl. gefur
Ingólfur Ármannsson.
Svona hafði eg ekki hugsað mér
framvindu málsins, hugsaði May
Anna aftur, um leið og hún hélt
til dyranna. En auðvitað var
Lúcíus að kvelja hana af ásettu
HEY
Kúgæft móhey til sölu.
Afgr. vísar á.
að meðtöld-um gjöfum og áheitafé, — eða með öðrurn orð-
um tœþast -400 kr, árleg'a að meðaltali. Nú .er þess. að geta,
að álitlegur hluti þessarar upphæðar er gjafa- og áheitafé.
Sýnir það hlýhug safnaðarins til kirkju sinnar og er fagurt
til afspurnar. — í þessu sambandi er ekki hægt að láta þess
ógetið, að eitt heimili sóknarinar hefur varla látið nokkurt
ár líða svo frá 1892, að það hafi ekki gefið'kirkjunhi stærri
eða smærri gjafir, — annaðhvort í vinnu eða peningum,
nema hvorttveggja væri. Þessti ber að halda á loft. Þetta ber
að þakka. Það er Tjarnarheimilið, sem hér er,bent á.
Af þessum tekjum sínum hefur svo kirkjan kostað viðhald
lniss og nnina og allar umbætur, keypt ný tæki, greitt fyrir
orgelspil o. s. frv. Með lögmæltum tekjum sínum einum
hefði henni ekki tekizt að standa straum af rekstri sínum,
enda hefur tvívegis verið bent á það á liðnum 60 árum, að
lítið vit væri í því, að ætla sér að halda Tjarnarkirkju við
sem sérstakri sóknarkirkju. Sóknin væri of lítil til þess að
hafa sérstaka kirkju. Hún ætti að sameinast annarri stærri
sókn og kirkjan að leggjast niður. Helzt að jafna hana við
jörðu, — eða að nota hana, ef til vill, sem lieyhlöðu? — Bæði
skiptin, ])egar þessi sameiningarhugmynd kom fram, reis
meiri hluti safnaðarins öndverður gegn henni. Menn sýndu
þann þroska, að bceta fremur við kirkjutekjurnar af frjáls-
um vilja úr eigin vösum, heldur en að fella sína eigin kirkju
og gerast. hluti af annarri sókn.
Benda mætti á fjölmörg dæmi um lilýhug í garð Tjarnar-
kirkju. Árið 1948 gáfu þeir bræður, Snorri Sigfússon, nánts-
stjóri á Akureyri, og Halklór Sigfússon á Dalvík, 2000 kr.
sjóð til minningar uin foreldra sína, þau Sigfús Jónsson og
Önnu Sigríði Björnsdóttur, og aðra ástvini sína, er hvíla í
Tjarnarkirkjugarði. Þegar sjóður þessi er orðinn allt að
kr. 10.000.00 skal verja % hlutum af ársvöxtunum til að
fegra og prýða kirkjugarðinn. — Annar sjóður, að upphæð
kr. 500.00 hefur verið gefinn til fegrunar kirkjugarðinum,
og má strax til hans grípa, ef þurfa þykir. Þessi sjóður er
gefinn til minningar um frú Lilju Sólnes, en gefandinn er
frú Valgerður Guðmundsson í Reykjavík, dóttir frú Lilju.
— Þá hafa og tvær gjafir borizt garðinum í sama tilgangi,
— önnur frá Jóhanni G. Sigurðssyni, bóksala á Dalvík (100
kr.), en hin frá „ónafngreindum" (100 kr.). — Þá er og þess
að minnast, að börn Hjörleifs Jóhannssonar frá Gullbringu
og konu hans gáfu kirkjunni eftirlátnar eigur þeirra hjóna.
— Ýmsir fleiri hafa gefið kirkjunni gjafir og unnið henni
kaúplaust. Sýnir þetta hlýhug þann, er menn bera til hennar.
— Kirkjan biður öllum þessum góðu gefendum blessunar,
(Framhald).
LeiSrming. i 16. tbl. Dags, bls. 10, neðsta lína x aftasta dAlki, er Guðrún
Lovísa, kona Þórðar á Steindyrum, ranglega talin Jónsdóttir. Hún var
lijurnsdóltir, bónda i Syðra-Garðshorni, Jónssonar. — V. V. Sn.