Dagur - 30.04.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 30.04.1952, Blaðsíða 6
-6 D AGUR Miðvikudaginn 30. april 1952 iii DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. á'íslandi. Með henni sjáum við í fyrsta sinn hver auðlind vatns- aflið er og hverja möguleika til hvers konar iðnaðar þetta land geymir. Aburðarverksmiðjan vís- ar veginn til stærri verkefna í framtíðinni. Jafnframt veitir hún þýðingarmesta frámtíðaratvinnu- vegi þjóðarinnar öryggi og aukna þroskamöguleika. Ungir menn í sveitum landsins fyllast bjartsýni og athafnaþrá, er þeir sjá í anda y þá möguleika, sem íslenzkum landbúnaði verða búnir með þessum framkvæmdum og öðr- um, er stefna að sama marki. — Bygging áburðarverksmiðju er því ekki aðeins framkvæmd, sem tölur sanna að sé hagkvæm. Verk smiðjan örvar og hvetur unga ræktunarmenn til dáða og gildi þess verður ekki í tölum talið né á vog vegið. Prentverk Odds Björnssonar hf. Áburðarverksmiðjan SÍÐASTL. FÖSTUDAG fór fram athöfn í nánd við Reykjavík, sem hefði átt að gerast hér í grennd við Akureyrar fyrir mörgum árum, ef allt hefði verið með felldu. Hafin var bygging hinnar ís- lenzku áburðarverksmiðju og lagður griindvöllur að nýrri sókn í ræktun landsins. ÁburðarVerk- smiðjumálið var hér á dagskrá á dögum utan- þingsstjórnarinnar 1942—1944. Teikningar voi'u. gerðar, rannsókn á staðháttum framkvæmd af kunnum, bandarískum sérfræðingi, frumvarp lá fyrir Alþingi til samþykktar. Þá voru ódýrari tím- ar en nú ríkja, þá var líka fyrir hendi mikið ís- lenzkt fjármagn. Eðlilegt hefði verið að málið hefði hlotið skjóta afgreiðslu, bygging verksmiðju hefði verið hafin litlu síðar og viðbótarvirkjun Laxár gerð eins og fyrirhugað var. En þetta. átti ekki svo að fara. Sérfræðingar Sjálfstæðisflokksins fundu upp sprengingarhættuna og héldu henni fast að fólkinu. Þeir gegndu þar svipuðu hlutyerki og forsvarsmenn kommúnista höfðu á þessum vetri, er þeir héldu því að Reykvikingum, að for ráðamenn áburðarverksmiðjunnar ætluðu að sprengja borgina í loft upp með þessari fram- leiðslu er tímar liðu. Hið fyrra áburðarverk- smiðjumál strandaði á andúð forsvarsmanna Sjálf- stæðisflokksins að reisa nokkurt stóriðjufyrirtæki utan lögsagnarumdæmis höfuðstaðarins. Þar er að finna hin raunverulegu rök þeirra g'egri 'máíiriu Allt annað sýnir sig að hafa verið umbúðir einar. En svo mikilli hörku var beitt, að jafnvel'umboðs-j maður Sjálfstæðisflokksins hér í bæ á Alþingi, rétti upp hendina til þess að flýta því að rekppurp væri kastað á þetta stóra hagsmunamál þessa byggðarlags. Svona geta flokkshandjárnin verið sterk á stundum og er þetta hollt minnisatriði fyrir hrekklausa Sjálfstæðiskjósendur hér í bæ. EN NÚ ERU tímar breyttir og nú er að rísa upp áburðarverksmiðja í Gufunesi og víst er það fagn- aðarefni öllum landsmönnum. En skörin er farin að færast upp í bekkiðn, þegar þeir menn, sem_ sannanlega hafa tafið byggingu áburðaryerk- smiðju á íslandi í mörg ár, þykjast allt í einu vera orðnir upphafsmenn fyrirtækisins og góðir vernd- arar alla tíð. Sannleikurinn er sá, að nýsköpunar- liðið gekk af hinum fyrri fyrirætlunum dauðum, en undirbjó engar framkvæmdir í staðinn. Það gleymdist eins og fleiri málefni landbúnaðarins á þeirri tíð. Enginn skriður komst á málið fyrr en Framsóknarmenn höfðu tekið við stjórn landbún- aðarmála 1947. En þá var fjárhagur landsips orð- inn svo bágborinn að vonlaust var að koma málinu í höfn nema með utanaðkomandi aðstoð. Sú að- stoð fékkst fyrir aðild íslands að Marshallsam- starfinu, mikinn velvilja bandarískra stjórnar- valda og dugnað og fyrirhyggju þeirra manna, sem mest störfuðu að þessum málum fyrir íslands hönd. Það er vert að veita því athygli, að sá mað- ur, er lagði grundvöllinn að áburðarverksmiðju- framkvæmdunum á timum utanþingsstjórnarinn- ar, leiðir það nú í höfn og hefur átt drýgstan þátt í hrinda því áleiðis. Án ötuls starfs Vilhjálms Þór er óvíst að nokkur athöfn hefði farið fram í Gufu- nesi á föstudaginn var. ÁBURÖARV'ERKSMiÐJAN er upphaf .stóriðju FOKDREIFAR Forsetakjörið enn. Akureyringur skrifar blaðinu: „SÍÐAN EG ritaði bréf mitt til „Dags“ fyrir hálfum mánuði, hef- ur ekkert nýtt gertz í sambandi við forsetakjörið, svo að vitað sé. Þó hefur heyrzt, að flokkarnir hafi haft einhverjar viðræður um forsetaefni. Eg hef átt tal við allmarga bæj- arbúa undanfarið um þetta mál og beinist hugur flestra að einum ákveðnum manni, sem þeir telja æskilegastari í þetta tigna emb- ætti. Maður þessi er Ásgeir Ás- geirsson, -fyrrv. forsætisráðherra. Og virðist hann eiga mikið fylgi í öllum flokkum. Ásgéir Ásgeirsson er höfðing- legur maður og kann vel að koma fram. Þeir, sem voru á Þingvöll- um 1930, muna framkomu hans þár þjóð siririi' til sóma. Hann hef- ur skipað margaf trúnaðarstöður í þjóðfélaginu og er réttsýnn og óhlutdrægur. Þá er hann vel menntaður og eindreginn lýðræð- issinni. Mundi eg telja þetta mál vel leyst, ef Ásgeiri yrði falið hið virðulégá försétaembætti. Þá er önnur hlið þessa máls. Ásgeir er kvæntur Dóru Þór- hallsdóttur, biskups. Hún er hin mesta myndarkona og vandfund- in önnur eins húsfreyja á forseta- heimilið á Bessastöðum. Það er einnig þýðingaimikið atriði, þeg- ar um heimili þjóðhöfðngjans er að raéðó. Vonand verður gæfa þjóðar- innarisvo mikil, að hún velji vel i fóísetaembættið á þessum tíma- mótum og láti ekki flokkaerjur yilla sér ,sýn.“ Því ekki prófkosning? f FRÓÐLEGU erindi, sem Bernharð Stefánsson alþm., flutti nýlega á fundi Framsóknarmanna hér, ræddi hann kjör þjóðhöfð ingja út frá almennu sjónarmiði og drap þá m. a. á, hvernig ætti að undirbúa kosningu eins og þá sem nú stendur fyrir dyrum, sem kalla má að sé lítið undirbúin. — Bernharð hélt því fram, að eðli- legasta aðferðin við undirbúning að kosningu þjóðhöfðingja væri að efna til prófkosningar um gjörvallt land og yrðu frambjóð- endur síðan úr hópi þeirra, er flest atkvæði hlytu við slíka próf- kosningu. Þjóðin kysi þá endan- lega um tvo til þrjá atkvæðaflestu mennina í prófkosningunni. í þetta sinn kemur þessi tillaga of seint fram til þess að vera fram kvæmanleg, en þannig ættum við að starfa að kosningu þjóðhöfð- ingja næst þegar hana ber að höndum. Þá þurfa þær miklu miðstjórnir ekki aðhafa áhyggjur af uþpstillingu kandídatanna. Þjóðin gerir það fyrir þær og ættu ailir að geta vel unað við þá skipan, a. • m. k. meðan það ákvæði stendur óhaggað í stjóm- arskránni. að forsetinn skuli vera þjóðkjörinn. ÞEGAR litið er yfir hvar gerzt hefur í þessu forsetakjörsmáli síðan það var auglýst, reka menn sig á þá furðulegu staðreynd, að éngixm malsmetandi íslendmgur hefur opinberlega og undir fullu nafni lagt til að neinn nafngreind- ur maður yrði kjörinn til forseta, þegar frá er talinn Benjamín Sig- valdason, sem lýsti því yfir í „Rödd fólksins“ að hann vildi styðja Gísla Sveinsson til þessa háa embættis. En blöðin hafa birt mörg nafnlaus bréf, jafnvel er- lend blöð hafa nafngreint menn eftir heimildum fréttaritara sinna hér á landi. En enginn af þjóð- kunnum leiðtogum hefur lýst fylgi sínu við einn eða neinn. — Kannske eru þeir allir kandídatar og vill þá enginn styðja nágrann- ann? Nær sanni mun þó vera, að menn séu að bíða eftir flokk- stjórnunum og enginn vilji taka af skarið meðan þær velta vöng- um. Það gæti orðið óþægilegt síð ar meir. Allt er þetta óhöndug- legt og ekki eins og það á að vera. Um forsetakjör ætti að ræða hreint og beint og opinskátt þjóðin ætti að svipast um eftir líklegum frambjóðendum og gera síðan upp í milli þeirra. Þessu yrði áreiðsrilega farsællega til lykta • ráðið að undangenginni prófkosningu í tæka tíð. Prófkjör þau, sem nú eru háð í Bandaríkj-r unum, eru athyglisverð og þau verða óhjákvæmilega til þess að aðgreina sauðina frá höfrunum. Og er það ekki einmitt slík að greining, sem nú er þörf á? - Hvernig sem þessum málum verður ráðið til lykta hér í þetta sinn — og nú er orðið helzt til seint að táka uþp nýjar starfsað- ferðir — verður huldumennska þessa kosningaundirbúnings von andi til þess að menn læra af reynslunni og verða betur við- búnir næst. Misjöfn viðtalsbil. „Sveitakona“ skrifar blaðinu á þessa leið: „EINS OG ALLIR munu vita er viðtalsbil hjá Landsímanum mín. og gjald reiknað eftir því. En mjög virðast allar reglur' vera reiki um þetta.... Það getur stundum liðið æði tími frá að pantað er langlínusamtal ogþartil fengið er samband og ekki æfin lega að pantandi hafi aðstöðu til að bíða með heyrnartólið við eyr- að á meðan og getur þurft að hringja í hann. Nú virðast sumar símastúlkur telja viðtasbil frá því að næst í hinn umbeðna, þótt pantandi sé ekki alveg til að byrja samtal, svo fljótt kalla þær við- talsbil, eða þegar samtalið er rétt að byrja. Aðrar segja aldrei til, en gera svo upp eftir á, fyrir svo og svo mörg viðtalsbil, því að venju- lega treysta þeir sem tala stúlk unum til að gæta tímans og togn ar þá úr slíkum samtölum lengur en skyldi, ekki sízt þegar illa gengur að fá hfeint samband, eins og oft vill verða, ekki sízt í byrj un. — Eg fæ ekki séð að Land- síminn hafi rétt til að reikna þessi samtöl nema eitt viðtalsbil, fyrst ekki er sagt viðtalsbil um tímann Eða er það ekki rétt, að það sé skylda? Er hægt að ætlast til að þeir, sem tala horfi á klukku og máti tímann sjálfir? Mér virðist (Framhald á 11. síðu). Húsfreyja í Moskvu Alan Kirk var lengi sendiherra Bandaríkjamanna í Moskvu og lét af því starfi fyrir fáum mánuðum, Kona hans, Lydia Kirk, er um þessar mundir að birta greinaflokk frá dvölinni í Moskvu í hinu víð- lesna ameríska kvennablaði, Ladies Home Journal. Greinaflokkur þessi varpar miklu ljósi á það, hvernig það er að vera húsfreyja í Moskvu, jafnvel rótt sendihei'rafrúin hafi þar aðra aðstöðu en flest- ar aðrar konur. Engin tök eru á því að birta grein- ina í heild, en hér fara á eftir nokkrar glefsur, til skemmtunar og fróðleiks. Grein frúarinnar er mest- megnis bréf, er hún hefur ritað frá Moskvu, heim til vina og kunningja. Segir þar m. a. á þessa leið: Moskvu, 31. janúar 1950: Eg sá ltonur í nýju starfi í dag: að hlaða öskubíla. Öskudallarnir eru háir með þungum hlemmum og þeir eru allir eins, svo að eg geri ráð fyrir að þeir séu látnir eða leigðir af borgarstjórninni. Eg hef sjaldan séð fleiri en þrjá við stærstu sambyggingarnar. Kannske er það af því að í Ráðstjórnarríkjunum fellur lítið til af rusli, sem fleygt er. . .. Það getur verið fróðlegt að afla sér upplýsinga um ástandið í húsnæðismálum með því að telja nafnspjöldin, sem fest eru á útidyrnar. í morgun til dæmis, gekk eg fram hjá venjulegu, einlyftu húsi — átta gluggar á hlið og fjórir á stafni. Það voru 32 nöfn á spjaldinu, sem fest var við útidyrnar. í sömu götu var minna hús, af sömu gerð — fimm gluggar á hlið og þrír á stafni — og þar voru 20 nöfn. Húsnæðismálin eru mikilsvert atriði í hugum unga fólksins, sem hyggur á hjúskap, því að það hefur engin tækifæri til þess að setja eigin heimili á stofn. Að minnsta kosti ekki fyrr en fjölskyldan er orðin svo stór, að réttlætanlegt geti talizt að láta hana fá til umráða svo mikið húsnæði sem heila íbúð. En samt giftist nú fólkið og einhvern veginn tekst því að búa með tengðdafólki og frændurri. En það kemur jafnvel fyrir — það sagði ein þjónustu- stúlkan mér — að fráskilin kona dregur sig aðeins í.hlé á bak við tjald eða hengi í sömu íbúðinni með- an maðurinn kemur með nýju konuna heim. Ef hún hefur ekki í neitt annað hús að venda, er ekki hægt að vísa henni á burt úr íbúðinni. Hjónaskilnaðir gerast sjaldgæfari en fyrr í Ráð- stjórnarríkjunum og blöð og tímarit leggja áherzlu á samstöðu fjölskyldunnar og hlutverk hennar að ala upp börn. Börnum verkamanna er komið í smá- barnaskóla, en ekki þeim börnum ,sem hægt er að annast heima. Vitaskuld er það ríkisvaldið, sem ákveður, hvaða börn fá að læra að dansa, hver að læra ensku og frönsku, hver eru nógu vel gefin til þess að halda áfram inn í miðskólana og að lokum háskólann. Foreldrar veita börnum sínum heimili og umönnun þegar börnin eru lítil. En með upp- vextinum verða þau aðeins óaðskiljanlegur hluti fjöldans. Breytingin er augljós á 12—13 ára aldrin- um. Þá þrýstir ríkisvaldið sér inn á sálir þeirra og þroska.... Þvottasnúrur eru jafnan nokkur aug- lýsing um það, í hvað fólkið klæðist. Á þvottasnúr- unum í Moskvu sér maður litaðar baðmullarskyrt- ur, sem hljóta að vera ætlaðar jafnt konum og körl- um, hnésíðar prjónabuxur kvenna, brúnar, bláar eða leirrauðar, ferhyrnda, hvíta baðmullardúka, — annað tveggja uppþvottardúka eða bamableyjur, nokkur bætt lök, einn borðdúk, í hæsta lagi tvo, og annað veifið gróf baðmullargluggatjöld. Þetta er það, sem maður sér á þvottasnúrunum og annað ekki, nema staka peysu og mislita karlmannsskyrtu af og til.... Skrítilegt atvik kom fyrir framan við sendiherrabústaðinn (ameríska) í gær, þegar for- drukkinn bóndi gaf sig á tal við • rússneska varð- manninn, sem var á verði, og spurði: „Er það þarna, sem stríðsæsingamennirnir búa?“ Varðmaðurinn benti honum þegjandi að hypja sig á burt, en bónd- inn faðmaði hann að sér og hrópaði: „tíakka þér faLagi fyiimað þú vemdar okkur íyrir þeim!“ . . -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.