Dagur - 28.05.1952, Blaðsíða 4
4
D AGUR
Miðvikudaginn 28. maí 1952
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
i|
Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hvérjura miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 40.00.
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Lægra hafnargjald mundi hvetja
til mjög aukins innflutnings og á
þann hátt e. t. v. skila bæjarsjóði
meiri tekjum en þessi óréttláta og
óhagsýna skattheimta. Fyrir not-
endur olíunnar — og þeir eru
ekki aðeins fyrirtæki hér, heldur
fjölmörg heimili —- er þessi hafn-
argj aldainnheimta tilfinnanlegur
skatt'ui-. Væntanlega sér hin
virðulega bæjarstjórn að ekki er
heppilegt fyrir Akureyri sem
verzlunarstað að bjóða miklu
verri kjör en annars staðar tíðk-
ast; og færir þetta gjald til sam-
ræmis við aðra staði.“
samvinnumanna. Ekki er hægt að
segja að stefna Akureyrarbæjar
í skattheimtu af þessum viðskipt-
um styðji þessa viðleitni. Hún er
í þess stað þvert af leið. Líklegt
verður að telja að misskilningur
valdi og að bæjarstjórn og hafn-
arnefnd hér hafi í raun og sann-
leika áhuga fyrir því að hér komi
aðstaða til þess að flytja inn olíu
beint frá útlöndum. Þessa afstöðu
gætu bæjaryfirvöldin staðfest
með því að gera Akureyrarhöfn
samkeppnisfæra við aðrar hafnir
um skattheimtu af þessum nauð-
synja innflutningi. Auk þeirra
framtíðarvona, sem við slíka
Olíuverzlunin og Akureyrar-
kaupstaður
EIN YNGSTA STARFSGREIN samvinnufélags-
skaparins hér um slóðir er olíusalan. En þótt
starfstíminn sé skammur, eru verksummerki samt
athyglisverð. Það má nú vera augljóst hverjum
manni, að afskipti samvinnumanna af þessari
verzlun hafa fært fólki hér um slóðir hagkvæm-
ari viðskiptakjör en áður tíðkuðust. Um þessi mál
er rætt í síðasta hefti af Félagstíðindum PvEA og
segir þar á þessa leið:
„OLÍUSÖLUDEILDIN hóf á sl. ári að greiða
félagsmönnum arð af viðskiptum við deildina árið
1950, og voru greiddir 5 au. af hverjum benzín- og
olíulítra í stofnsjóð félagsmanna. Þetta var alger
nýlunda í olíuviðskiptum hér um slóðir. Áhrif
þessa framtaks samvinnumanna urðu þegar þau,
að hin gömlu og grónu olíufélög, er hafa rekið
olíusölu í bæ og héraði í áratugi, án þess að við-
hafa slíkt endurgreiðslufyrirkomulag, tóku að
gefa viðskiptamönnum nokkurra aura afslátt af
hverjum lítra. Áhrif samvinnurekstursins náðu
því ekki aðeins til viðskiptamanna olíusöludeild-
arinnar, heldur til allra olíunotenda, og er þetta
lærdómsríkt dæmi um þýðingu samvinnurekturs-
ins. Líklegt má telja, að Olíusöludeild KEA haldi
uppteknum hætti og endurgreiði viðskiptamönn-
um einhvern hundraðshluta af olíu- og benzín-
kaupum þeirra. Vel má vera, að tilraunir verði
gerðar til þess að yfirbjóða þennan afslátt í einu
eða öðru formi af keppinautunum. En þess er þá
að vænta að félagsmenn muni það vel, að meðan
hin eldri félög voru ein um hituna, var engin slík
afsláttarpólitík rekin og vísast er, að í sama horf
muni sækja fljótlega aftur, ef Olíusöludeild KEA
hættir starfsemi. Kaupmenn buðu oft fram mikinn
afslátt af einni eða annarri vörutegund hér fyrr á
árum í tilraunum til þess að fá menn til þess að
snúa baki við kaupfélögunum á uppvaxtarárum
þeirra. En eldri kynslóðin sá við því bragði og hélt
fullum trúnaði við kaupfélögin. Væntanlega lifir
þessi andi enn. Aukin viðskipti við olíusöludeild-
ina efla hana til meiri framkvæmda — til þess að
koma upp hér á Akureyr þeirri aðstöðu, sem
nauðsynleg er til þess að geta lækkað olíuverðið
verulega með innflutningi beint frá útlöndum.
Þegar því takmarki er náð ,sjá menn svart á hvítu
árangurinn af samvinnustarfinu og því, að þeir
standa fast saman um sín eigin fyrirtækj.
SÚ VIÐLEITNI olíusöludeildarinnar að gera
olíuviðskiptin a. m. k. eins hagkvæm fyrir bæj'ar-
menn og héraðsbúa og kjör þau, er aðrir lands-
menn búa við, rekur sig á hindrun þar sem er
stefna AkUreyrarkaupstaðar í skattheimtu af olíu-
innflutningi. Bæjarstjórn Akureyrar ákvað á sl.
ári að hafnargjöld af olíum og benzíni hér á Akur-
eyri skuli vera kr. 12.50 á smálestina, eða nær því
100% hærra en er í Rvík. Sunnanlands er hafnar-
gjald af olíu hæst kr. 6.50 á smálestina. Þessi mis-
munur kemur vitaskuld fram í óhagstæðara olíu-
verði hér og verkar t. d. þannig, að togararnir
taka ógjaman olíu hér nema brýn nauðsyn krefji.
Útkoman er minni viðskipti fyrir bæjarfélagið í
heild og sennilega minni tekjur í bæjarsjóð en ella.
f FRAMHALDI af þessu er
Vert að vekja athygli á því, að
eitthvert hið mesta hagsmunamál
þessa landshluta nú er að stofn-
setja innflutningshöfn fyrir olíur
og benzín, utan Reykjavíkur. Ak-
ureyri stendur næst þessu mark-
miði sem stendur, fyrir atbeina
stefnu eru tengaar, ber að hafa í
huga aðstöðuna í dag. Engin
frambærileg ástæða er fyrir því
að notendur greiði hærri skatt til
hafnarinnar hér af þessari vöru
en tíðkast annars staðar á land-
inu.
FOKDREIFAR
Vinnuskólar á sjó og landi.
VINNUSKÓLARNIR, sem
starfræktir hafa verið nú í seinni
tíð í Reykjavík og á Akureyri, og
e. t. v. víðar, eru merk nýung í
skólamálum. Þar er viðurkennt
hVer þörf er á því að kenna ungu
fólki ýmis-verk, sem þjóðarbúinu
er nauösynlegt að séu unnin og
það er meiri sannleikur í orðtak-
inu gamla en margir halda, að
bókvitið verður ekki látið í ask-
ana. Að vinnuskólunum standa
bæjarfélögin. Með þeim eru þau
að hjálpa foreldrum til þess að
finna nytsöm störf fyrir ungling-
ana og forða þeim frá götuslangrr
inu. Þetta er út af fyrir sig þýð-
ingarmikið hlutverk. Auk þess er
svo það gagnið, að unglingarnir
læra til verka, sem áður var þeim
ókunnugt. Hér á Akureyri hefur
einkum verið átt við garðrækt og
önnur skyld störf. Syðra eru þeir
komnir lengra á veg. Þeirra
vinnuskóli er bæði á sjó og landi.
REYKJAVÍKURBLÖÐIN hafa
að undanförnu flutt fréttir af
veiðiskap unglinganna á skóla-
skipi vinnuskóla þeirra höfuð-
staðarbúa. Stór vélbátpr er
mannaður unglingum, 13—16 ára
gömlum, en forustuhlutverk hafa
að sjálfsögðu fullorðnir sjómenn.
Skipinu er haldið út á Faxaflóa
og þar stunda unglingarnir fiski-
drátt og læra nauðsynleg störf
um borð í fiskiskipi, kynnast lífi
sjómannsins og raúnhæfu starfi
við aðalatvinnuveg þjóðarinnar.
Reykjavíkurbær mun standa að
útgerð þessari og eg hefi skilið
það svo, að hún væri liður í
vinnuskóla bæjarins. Þetta fram-
tak þeirra í Reykjavík finnst mér
athyglisvert og til umhugsunar
fyrir aðra. Margir foreldrar eiga
í erfiðleikum að finna unglingum
á þessum aldri hentug viðfangs-
efni, til dæmis hér í bæ. í annan
stað liggja hér í höfninni mörg
skip, sem ekkert eru notuð á
vorin og fram um síldarvertíð. Á
Eyjafirði er tilvalinn vettvangur
fyrir vinnuskóla á sjó, og jafnvel
þótt sótt væri út fyrir Gjögra.
Væri ekki hægt að leysa þetta
verkefni á svipaðan hátt og þeir
gera syðra, fá skipum og drengj-
um verkefni, t. d. um þriggja
vikna eða mánaðar skeið? Þótt
leiðir margra þessara drengja eigi
e. t. v. eftir að liggja fjarri lífs-
starfi sjómannsins, hlýtur það
samt að vera nokkur menntun í
því fólgin fyrir þá, að hafa kynnst
ýmsu í starfi þeirra ,og hver veit
nema slík kynni gætu kveikt þrá
í brjósti heilbrigðra drengja að
leita gæfunnar á manndómsveg-
um sjómennskunnar í stað þess
að velja hægari störf við skriftir
eða afgreiðslu í landi? Vinnu-
skólar, bæði á sjó og landi, eru
nauðsynlegar stofnanir fyrir
stóru bæina a. m. k. Strax að
venjulegum skólatíma loknum,
þurfa þeir að taka til starfa og
veita fjölmörgum unglingum
tækifæri til raunhæfs náms og til
þess að vinna að minnsta kosti að
einhvei’ju leyti fyrir sér.
Nokkur orð í fullri meiningu
um tóbaksnotkun.
FRÉTTABRÉF um heilbrigðis-
mál nefnist lítið rit, sem Krabba-
meinsfélag íslands gefur út og
Níels prófessör Dungal skrifar.
Þetta rit hefur oft birt athyglis-
verðar greinar um ýmsa þætti
heilbrigðismálanna og ætti að
eiga marga lesendur. í síðasta
hefti er til dæmis grein um tó-
baksnotkun, og minnist eg þess
ekki að hafa lesið öllu gleggri og
einarðlegri lýsingu á áhrifum
hennar og afleiðingum. Aðal-
atriðunum úr þessari grein þyrfti
að koma til allra unglinga á land-
inu og kenna þeim að íhuga þau.
Hér er ekki rúm til þess að birta
alla greinina, en nokkrar glefsur
sýna hvernig þarna er haldið á
málum:
„f FYRRA lét eg kaupa blaða-
tóbak, sams konar og þáð sem
neyzlutóbak er framleitt úr, til
þess að gera með því tilraunir á
dýrum. Tóbakið var látið út í
vatn ,hitað upp til suðu og gufan
síðan kæld, svo að hún yrði að
vatni aftur. Þessu tóbaksvatni
var dælt inn í mýs. Kom þá í ljós
að það var svo sterkt eitur, að
með einum lítra var hægt að
drepa 5000 mýs. Ef einum kúbik-
sentimetra var dælt undir húð á
mús, drapst hún eftir augna-
blik....“
„Margir unglingar byrja að
reykja af því að þeim finnst
mannsbragur að því. En þeir sem
nú eru ungir, mega búast við því,
að þegar þeir eru orðnir fullorðn-
ir, þá þyki alls ekki fínt að
reykja, heldur miklu fremur hið
gagnstæða. Sá tími er sennilega
ekki langt fram undan, að þeir
sem reykja ekki verði teknir
fram yfir hina sem reykja, bæði 1
atvinnu- og samkvæmislífinu.
Atvinnuveitandinn kemst ekki
hjá að veita því athygli, að mörg
stundin fer fyrir lítið hjá þeim
(Framhald á 7. síðu).
Fljótgerður rnatur en góður
Þegar við ætlum að gefa heimafólkinu eitthvað
gott að borða, gefum við okkur venjulega góðán
tíma til þess að útbúa matinn. En það getur líka
komið sér vel að geta gert góðan mat í skyndi, hvort
sem er handa heimafólki eða gestkomandi.
Miðdagur á hálfri klukkustund.
Og hér kemur þá forskrift fyrir tvíréttuðum mið-
degismat, sem tekur nákvæmlega hálfa klukku-
stund að útbúa. Það getur ekki talizt langur tími,
þegar um jafn ágætan mat er að ræða og hér. Þess
ber þó að geta í sambandi við tímann, að hann fer
að sjálfsögðu nokkuð eftir því, hve handfljót konan
er, einnig eftir því, hve margir eru í heimili, hve
stór steikarapannan er, hve sterkt rafmagnið og
ýmsum aðstæðum við vinnuna í eldhúsinu.
Kóíelettur á þurri pönnu.
Við kaupum kótelettur í matinn, og séu þær stór-
ar ætlum við eina kótelettu á mann. Þar að auki
kaupum við appelsínur, epli og rjóma. Við gerum
ráð fyrir að kartöflur séu til heima og eitthvað af
öðru grænmeti og síðan byrjum við á matseldinni.
Kartöflunum komum við sem allra fyrst í pottinn,
og grænmetið höfum við tilbúið á diski og sjóðum
það með kartöflunum í lok suðunnar 5—10 mín.,
allt eftir því um hvaða grænmeti er að ræða. App-
elsínurnar skerum við í smábita, sömuleiðis eplin,
og látum í skál. Sykri er stráð yfir ávextina og það
bætir þennan ágæta eftirrétt að blanda saman við
hann smátt skornum döðlum eða fíkjum. Nú setjum
við steikarapönnuna á hlóðir og látum hana hitna
án þess að smyrja nokkurri fitu á hana. Á meðan
hún er að hitna getum við þeytt rjómann, og bland-
að honum saman við ávextina. Skálina setjum við á
kaldan stað og þar með er eftirrétturinn alveg úr
sögunni. Nú er pannan orðin sjóðandi heit og við
hefjumst handa við kjötið. Bezt er að þetta séu
svínakótelettur, en ef notað er lambakjöt, þarf það
að vera allfeitt. Kótelettumar eru.þurrkaðar vel í
hreinum klút, lagðar á bretti og barðar ögn. Þá
skellum við kjötinu á pö.nnuna, en fyrst um sinn
ekki nema tveim kótelettum, því að nú höfum við
nóg að gera við að snúa þeim við. Við verðum að
vera mjög handfljótar, því að kjötið vill tolla við
pönnuna, en það má ekki koma fyrir. Við höfum
góðan gaffal í hendinni og snúum kótelettunum
viðstöðulaust meðan þær eru að brúnast. Gæta þarf
þess vel að láta þær ekki í friði andartak, snúa þeim
stöðugt, sérstaklega í byrjun á meðan kjötið er að
dragast saman. Kóteletturnar eru fullsteiktar á 7
mín. og skemmri tíma séu þær þunnar. Þetta má
prófa með því að skera smábita af þeim og smakka
á kjötinu, en það á að vera alveg meyrt, þegar það
er fullsteikt. Við tökum kóteletturnar af pönnunni
jafnóðum og þær eru steiktar, stráum á þær salti
og pipar báðum megin (og þetta má ekki gleymast),
látum þær á disk og hvolfum öðrum yfir til þess að
varðveita hitann.
Nú er grænmetið soðið og við hellum því í gata-
sigti og látum renna af því vatnið á meðan við lög-
um sósuna. Sjóðandi vatni er hellt á pönnuna og því
síðan í lítinn pott. Við hristum saman hveiti og vatn
og hrærum saman við, þar til sósan er hæfilega
þykk. Þyki okkur hún ekki nógu bragðmikil má
setja einn súputening saman við og síðan bragðbæt-
um við hana með salti og pipar, allt eftir smekk
hvers og eins, og hellum safanum, sem runnið hefir
af kjötinu á diskinn, samán við sósuna. Að lokum
hreinsum við skálina, sem við þeyttum rjómann í,
ennþá betra ef einhver afgangur hefir orðið af
rjómanum, og setjum þetta saman við sósuna. Og
eg var nærri búin að gleyma sykurmolanum, sem
alltaf bætir sósur og aldrei skyldi gleymast, en bara
einn.
Það er liðin hálf klukkustund, miðdagurinn er til—
reiddur, og við getum með brosi á vör, öruggar um
að vel muni á smakkast,. boðið til borðs, hvort held-
ur er gestum eða heimamönnum og raunar hverj-
um sem er. — as.
t