Dagur - 28.05.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 28.05.1952, Blaðsíða 1
XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 28. maí 1952 22. tbl. Sjálfboðaliðar við skóggræðslu í nágrenni Akureyrar Þessi mynd er af starfinu við gróðursetningu trjáplantna í hinu nýja skógræktarlandi Skógræktar- félags Akureyrar syðst í bæjarlandinu, þar seni koma á Kjarnaskógur, frá þjóðveginum sunnan við Brunná, til fjalls. Fjöldi manna starfaði að þessu verki í sl. viku. Næsta ferð verður á morgun og fyrst um sinn þrisvar í viku. Sjá frásögn annars staðar í blaðinu í dag. (Ljósm.: V. Guðm.). Mikið kal í túnum Bændur í innsveitum Ey i a - fjarðar segja mikið kal í túnum þar og sízt minna en í fyrra, en þá var kal með langmesta móti og rýrði töðufeng sl. sumar. Snjó- létt hefur verið í þessum sveitum seinnipart vetrar og vor. Kals mun minna gæta í útsveitum héraðsins, sem hafa búið við meiri snjóþyngsli og harðari vet- ur en við hér innra. Þrjú framboð í tilsettum tíma voru lögð fram í dómsmálaráðuneytinu þrjú framboð til forsetakosninganna 29. júní næstk. og eru frambjóð- endur: Asgeir Ásgeirsson, fyrrv. forsætisráðherra, séra Bjami Jónsson vígslubiskup og Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra. Lystigarðorinii verðtir opnaðnr 1. Lystigarðurinn vcrður opn- aður 1. júní, ef veður leyfir, sagði frú Margarethe Schiöth blaðinu í gær og verður cp- inn i sumar eins og venju er, ókeypis fyrir alla. Gróður er enn fremur skanunt á vcg kominn vegna þess hve vorið heftu- verið kalt. Garðurinn er og óvenjulega blautur nú og því er áríðandi eð gestir gæti þess að ganga vel um, fari ekki út fyrir gangstígina. Sagðisí frú Schiöth treysta bæjar- mönnum nú sem fyrr til þess að umgangast hinn veika gróðui' af nærgætni og umhyggju og hauð þá hjartanlega velkomna í garðinn í sumar. ingarferðum Skógrækfarfélagsins 6700 plöntur voru gróðursettar í væntan- iegum Kjarnaskógi Þáttaka sjálfboðaliða í gróður- setningarferðum Skógræktarfé- lagsins reyndist góð í tveimur fyrstu ferðunum sl. fimmtudags- og laugardagskvöld. Fóru 86 í fyrri ferðina og um 50 í seinni ferðiha og gróðursettu alls um 6700 plöntur, að því er Þorst. Þorsteinsson varaformaður skóg- ræktarfélags Akureyrar skýrði blaðinu frá nú eftir helgina. — Báðar ferðirnar voru famar í hið nýja skógræktarland Skóg- ræktarfélags Akureyrar hér syðst í bæjarlandinu, þar sem félagið ætlar að koma upp skógi, frá þjóðveginum til Löngukletta uppi í fjalli. í þetta sinn voru gróður- settar birkiplöntur, og nokkuð af furu og öðrum barrplöntum. — Þrjár ferðir í viku. Enn er mikið verk að vinna í Kjamalandi og öðrum gróðrar- reitum á þessu vori og vænta for- ráðamenn félagsjns góðrar þátt- töku í næstu vinnuferðum. Farið er þrisvar í viku, frá torginu vio Hótel KEA, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7,30 e. h. og á laugardögum kl. 3,30 e. h. Öll að- stoð er þakksamlega þegin, hvort heldur er þáttaka í sjálfri gróður- setningunni, akstur, bílalón eða fjárframlög Norðmennirnir komu í gærkvöldi. Hingað komu í gærkveldi 8 norskir skógræktarmenn, er dvelja hér á vegum Skógræktar- félags Eyfirðinga þangað til 5. júní. Munu þeir vinna að gróður- setningu í gróðrarreitum félags- ins og hjá félagsdeildunum í hér- aðinu. Fer þessi flokkur Norð- mannanna til starfs á hverjum degi fram til 5. júní, eftir hádegi, og geta menn haft samband við þá með milligöngu Ármanns Dal- mannssonar. Sjö manns munu fara úr hér- aðinu til skógræktarstarfa í Nor- egi í sumar, í skiptum fyrir Norð- mennina og stai'fa að gróðursetn- ingu þar nokkra hríð og kynnast öðru skógræktarstarfi. Blaðinu er kunnugt uxn að þessir fara: Sig- urður Jósefsson, Torfufelli, Hjör- dís Elinórsdóttir, Akureyri, Sig- ríður Helgadóttir, Þórustöðum, Bjöm Sigúrðsson, Möðruvöllum, Magnús Stefánsson, Fagraskógi, Auður Björnsdóttir, Ölduhrygg. Állir Akureyraríogai- annr i höm í gær Allir fjórir Akureyrartogar- amir voru hér í höfn í gær. „Jör- undur“ átti að landa í Ólafsfii'ði, í frystihús, en komst ekki inn á fjörðinn vegna veðui's. Skipið hefur um 100 lestir. Harðbakur og Kaldbekur voru að landa í gær, 150—170 lestum af fiski hvor ,og Svalbakur hafði um 130 lestir eítir skemmri útivist. í ráði er að senda Kaldbak og Harðbak á Grænlandsmið nú á næstunni, en ói-áðið var í gær, hvort Sval- bakur mundi halda þangað líka. Þúsundir mðnna hlýddu á útisöng Geysis síðaslliðinn í Kristiansand Hljómleikar í Osló í kvöld - gengið fylktu liði við lúðrablástur frá skipi til söngstaðar Einkaskeyti til Dags. Oslo, þriðjudag. „Geysir gisti Kristiansand á sunnudaginn og var þar hátíðleg- ur haldinn „sangens og musikk- ens dag“ og var Verzlunar- mannakórinn í borginni gestgjafi Geysis ásamt ræðismanni íslands í borginni, Otto Christiansen. Þáði kórinn hcimboð ræðis- mannsins. Þá var farið til Ravnedalen á vegum gestgjafanna og síðan um kvöldið gengið fylktu liði til úti- söngstaðar. Voru þar mættir fimm aðrir kórar og var sungið þar fyrir þúsundir áheyrenda við ágætar viðtökur. Koman til Oslo. Hekla kom til Oslo klukkan 10 á mánudagsmoi’guninn og tók sendiherra Islands í Oslo, Bjarni Ásgeirsson, á móti ferðafólkinu. Þar var og mættur Haraldur Kröyer sendifullti-úi og frú hans. Einnig Oslo Mannskor, sem bauð Geysi til Frognesæteren um kvöldið, en sendiherrann bauð konum Geysismanna heim. — Hljómleikar Geysis ex-u í kvöld í Aulae nog vei’ður gengið fylktu liði frá skipi til söngstaðar. Dásamleg veður. Veður hefur verið dásamlegt allan tímann og er heilsa ferða- fólksins ágæta og allir í sjöunda himni yfir fei'ðalaginu. Farið vei'ður fi-á Oslo á miðnætti (þriðjudag) til Göteborg.“ Hvarvetna ágætar móttökur. I síðasta blaði var skýrt frá komu kórsins til Þrándheims og Molde. Fiá Molde var haldið til vinabæjar Akureyrar, Álasunds, og dvalið þar 21.—22. maí. Þar afhentu Geysismenn borgar- stjóminni Flateyjarbók fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar. Síð- an var farið um Bei'gen, Hauga- sund og Stavanger til Kristian- sand, sem fýrr greinir. Alls stað- ar voru haldnir hljómleikar við hinar beztu viðtökur og dóma, og var fslendingunum fagnað hið bezta. — Fei'ðafólkið heimsótti marga mei'ka staði og rómaði mjög allar móttökur á þessum stöðum. Ferðalok. Kórinn á að syngja í Gautaboi-g í dag, en halda til Álaborgar á Jótlandi á morgun og koma til Kaupmannahafnar 30. maí. Heim ferðin hefst 1. júní, 3. júní vei'ður komið við í Færeyjum, og hinn 5. komið til Akureyrar. Lofsamleg osiimælí söngdómara Blaðinu hafa borizt fyrstu blaðaummæli frá Noregi um s.öxig Geysis. Adresseavisen í Trond- hjem segir svo 20. maí.: „Hljómleikarnir í gærkvöld reyndust sannarlegur viðbui'ður. Hér bar alls ekkert vott um minnstu hnignun eða aftui'för á þessum vettvangi, því að svo (Framhald á 2. síðu). Þessi mynd af Akureyringum í Þrándhcimi birti Adresseavisen þar í borg 20. þ. m. Myndin var tekin í boði bæjarstjórnarinnar í Erki- biskupsbæmim (Erkebispegarden). Á myndinni eru, fremri röð frá v., Ingimundur Ái'nason, söngstjóri, Kári Johansen, úr stjóm Geysis, Hermann Síefánsson ,formaður kórshis og Oddur Kristjáixsson, hhm eini Geysismaniia, sem einnig tók þdtt í söngför Altureyringa (gömiu Heklu) til Noregs 1905. Aftari röð, frá v., frú Sigríður L. Árnadóttir, frú Gréta Jónsdótíir, frú Halldóra Sigurðardótti, frú Droplaug Páls- dóttir og frú Guðrún Árnadóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.