Dagur - 28.05.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 28.05.1952, Blaðsíða 8
8 Dagur Miðvikudagirm 28. maí 1952 Vátrygpgadeild KEA afhenti 5 heiðursmerki fyrir öruggan akstur Merkt starf Samvinnutrygginga til að auka umferðamenningu og öryggi í akstri Skógarþrösfur valdi sér hreiður- stæði í siöðyarbíl, sem er í daglegum aksfri 4 egg komin í hreiðrið í hríðinni í gærmorgun (Ljósmynd: V. Guðm.). Samvinnutryggingar hafa ákveðið að taka upp þá nýbreytni að heiðra alla þá biíreiðaeigend- ur, sem hafa bifreiðar sínar tryggðar hjá félaginu í samfellt fimm ár, án þess að valda skaða- bótaskyldu tjóni á þeim tíma. — Mun þeim verða gefið merki, sem hefur verið sérstaklega gert í þessum tilgangi, og er skráð í það „Fimm ára öruggur akstur“. Fyrstu bifreiðatryggingar Sam- vinnutrygginga, á öðrum en nýj- um bílum, tóku gildi 1. maí 1947, eða fyrir fimm árum síðan. Létu þá inargir bifreiðaeigendur tryggja bifreiðar sínar hjá félag- inu, og 1. maí síðastliðinn kom í ljós, að 116 þeirra höfðu aldrei valdið tjóni á þessu tímabili. Fimm fá öryggismerkið hér. Vátryggingadeild KEA hefur, sem kunnugt er, umboð fyrir Samvinnutryggingar hér um slóðir og skýrðir forstöðumaður deildarinnar, Jóhann Kröyer, blaðinu svo frá, að 5 menn, sem tryggt hafa bifreiðir sínar hjá um boðinu, hafi ekki valdið skaða- bótaskyldu tjóni í 5 ár og hljóti nú þegar öryggismerkið. Þessir menn eru: Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri, bifreið A—4, Þór O. Björnsson deildarstjóri, bifreið A—322, Garðar Halldórs- son, bóndi, Rifkelsstöðum, jeppa- bifreið A—444, Magnús Bryn- jólfsson skíðakappi, vörubifreið A—453 og Sverrir Guðmundsson, Lómatjörn, jeppabifreið Þ—185. Fleirí menn en hér eru taldir, hafa ekki valdið skaðabótaskyldu tjóni, en þeir hafa ekki haft bif- reiðar sínar í gangi allt árið og er ökutíminn því ekki 5 ár enn sem komið er. En menn munu fá öryggismerkið jafnóðum og 5 ára tímanum er náð, ef ekkert tjón hefur þá orðið. Aukin umferðamenning og öruggur akstur. Það er tilgangur Samvinnu- trygginga með öryggismerki þessu, að hvetja ökumenn til þess að sýna fulla gætni við akstur og gera þeim það kappsmál að valda aldrei tjóni á bifreið sinni eða öðrum farartækjum. Samvinnutryggingar hafa hald- ið uppi margvíslegu starfi til þess að stuðla að aukinni umferða- menningu og draga úr árekstrum og slysum. Vai'ð félagið fyrst ís- lenzkra tryggingafélaga til þess að veita mönnum 10—25% afslátt af tryggingagjöldum, ef þeir valda ekki tjóni í ákveðinn tíma, og eru hinir öruggu bifreiðastjór- ar þannig verðlaunaðir með beinni lækkun á tryggingagjöld- um. Nam slíkur afsláttur yfir 190.000 krónum á árinu 1950, og fengu þá 2300 bifreiðar afsláttinn af 3500, sem tryggðar voru. Þá hafa Samvinnutryggingar gefið út bókina „Öruggur akst- ur“, sem nú er því miður þrotin, ritið „Tryggingu“ og fleira af prentuðu máli, er hvatt hefur til gætni í umferð og aukins öryggis. Tjónin nema milljónum króna. Bifreiðaeign íslendinga er nú metin á 3—400 miljónir króna, og nemur tjón af völdum árekstra og slysa milljónum á ári hverju. Hjá Samvinnutryggingum einum,sem tryggja þriðjung allra bifreiða í landinu, nema greiðslur fyrir tjón á bifreiðum og áætluð, ógreidd tjón síðastliðin fimm ár samtals 5.600.000 krónum. Árekstrar og slys munu hafa verið svipuð á síðastliðnu ári og árin áður, og er því full ástæða til að reyna að dragá úr þeim. — Samtals bárust á árinu 1350 til- kynningar um tjón frá þeim 3700 bifreiðum, sem félagið tryggir. Nemendatónleikar Tónlistarskóla Akureyrar Síðastl. sunnudag efndi Tón- listarskóli Akureyrar til nem- endahljómleika í Samkomuhúsi bæjarins. Efnisskráin var harla fjölbreytt, svo sem vænta mátti. Þar komu fram einleikarar á slaghörpu, orgel, fiðlu og klari- nett og ennfremur einsöngvarar, allt nemendur tónlistarskólans. Var það æði sundurleitur hópur, allt frá börnum og byrjendum í listinni upp í fullorðið fólk og sumt alllangt komið út á skeið- völl tóníþróttanna. En öllum var vel fagnað af áheyrendum, og vissulega að maklegleikum. — Ekki skal hér út í það farið að skýra frá einstökum atriðum, né heldur leggja dóm á, eða gera upp á milli frammistöðu hins unga fólks, sem þama kom fram. Þó mun óhætt að segja, að ekki hafi hvað sízt þótt mikið til koma ein- söngs Eiríks Stefánssonar (djúp- ur barrytónn eða bassi, ágæta mikill og fallegur) og klarinett- leikaranna tveggja, Finns Eydal og einkum hins eldra —. og sjálf- sagt æfðara þelrra tveggja — Sig- urðar Jóhannessonar. Og vel klykkti Hörður Kristinsson út þessá skemmtilegu tónleikum með slaghöi-puleik sínum. Tónlistarskólinn er þörf og vinsæl stofmm í bænum. Skóla- stjóri hans er Jakob Tryggvason, organleikari og forsöngvari Ak- ureyrarkírkju. Sonarsonur William r Both kominn til Islands Kommandör Wycliffe Booth, sonarsonur Williams Booth stofn anda Hjálpræðishersins, sem hef- ur nýlega tekið við stjórn Hjálp- ræðishersins í Noregi, Færeyjum og íslandi, er kominn til íslands, ásamt konu sinni, Renee Booth, sem er sonardóttir Peyrons, óð- alseiganda og milljónamærings, sem varð frumherji hersins í heimalandi sínu, Frakklandi, og gaf allar eigur sínar til starfsem- innar. Munu þau hjónin koma til Ak- ureyrar ásamt E. Ringstad, norskum Hjálpræðishersforingja, og halda hér samkomur þann 3. og 4. júní næstk. Norðaustan stórviðri með snjókomu í gær í fyrrinótt brast á hér um slóð- ir norðaustan stórviðri með snjó- komu til fjalla og slydduhríð á láglendi. Var versta veður í allan gærdag, einkum við ströndina, en hægara hér á Akureyri og inn til dala. Bændur voru víða búnir að sleppa lambám og má búast við að veðrið hafi grandað einhverju af lömbum, þótt fregnir hafi ekki borizt af því. Einnig mun það vafalaust hafa valdið skemmdum í görðum. Háspennulínan frá Laxá rofn- aði um klukkan 6 í gærmorgun og var bærinn rafmagnslaus í gær. Óvíst var í gærkvöldi, hvort viðgerð mundi takast þá eða hvort það mundi dragast fram á daginn í dag, en vonandi verður ekki lengri bið. Saurbæjarhreppi 26. mai. „Síðastl. sunnudagsnótt skeði það hér í Saurbæjarhreppi, að nokkrir menn brutust inn í bæinn á Skáldsstöðum og frömdu þar ofbeldi og meiðingar á fólki, en ekki munu þeir hafa tekið neitt með sér. Voru þar þekktir a. m. k. 3 menn af Akureyri. — Halda sumir að þar hafi átt að fremja stúlkurán. Finnur bóndi Krist- jánsson í Ártúni og Jón bóndi í Hólum komu þar fyrstir á vett- vang, og sáu þeir öll verksum- merki. (Blaðið hefur borið þessa frásögn undir yfirvöldin hér á Akureyri og segja þau að um- kvörtun hafi borizt um atburði þessa og kæra muni væntanleg og mál þetta þá tekið fyrir). _A_ Tíðin köíd og stormasamt. Gróð- lítill. Nokkm-t kal í túnum, bæði gamalt og nýtt. Bændur mega henda rándýrum áburði ofan í þetta, og fá svo ekki af stórum pörtum nema Vz eða % afrekstm'. Skógarþrestir okkar — bæði heimafuglar og suðrænir gestir — velja sér stundum hin undarleg- lustu hreiðurstæði. Á þessu suinri eru hreiður í gluggaskotum, á húsasvölum, á girðingarstaurum og öðrum slóðum, sem sýna, að fuglamir óttast ekki manninn svo mjög og virðist mörgum þeir ger- ast spakari með hverju árinu sem líður. Undarlegasta hreiðurstæði, sem blaðið hefur frétt um í ár, er sýnt á myndinni hér að ofan. Viðskipt- um fuglsins og bílsins er enn engan veginn lokið, en til dagsins Skepnuhöld góð og sauðburður gengur vel. Nú á að fara að nema Sölvadal í annað sinn. Þangað flytjast tvær húnvetnskar fjölskyldur. Önnur fer í Ánastaði, en hin fær Selja- hlíð til afnota að sögn. _A. 23. þessa mánaðar varð húsfrú Indíana Sigurðardóttir í Ártúni 60 ára. Heimsótti hana við það tækifæri allmargt af vandamönn- um og vinum, og veitti hún gest- um sínum af rausn og skörungs- skap, enda hefur aldrei veiið nein hálfvelgja í því, sem sú kona gerir. Hún hefur verið heilsutæp, en unnið þó með sóma heimilis- störf sín. Hún er gift Finni Krist- jánssyni, og hafa þau búið á þess- ari jörð yfir 30 ár. Finnur varð 60 ára 8. janúar 1951. — Þennan sama dag varð 50 ára hrepps- nefndarmaðurinn Halldór Frið- riksson bóndi í Iíleiðargarði. Var var og fjöldi gesta við glaum og gleði. Halldór er góður og gegn bóndi.“ í dag er saga hreiðursins á þessa leið: í stöðvarbíl. Bifreið A—629 er Chevrolet- vörubifreið, með vélsturtum, eig- andi og bílstjóri er Ólafur Ey- land. Hann á heima í Krabbastíg 1, á Ytri-brekkum hér í bæ, ekur á bifreiðastöðinni Stefni. Bílnum leggur hann í götunni, þegar hann er heima. Á fimmtudaginn var, stóð bíllinn heima við hús, því að eigandinn var að skipta um hjólbarða á framhjólum. — Þurfti hann þá að lyfta palli til að ná í tjakk og þennan morgun voru engin verksummerki. Á föstudagsmorguninn lyfti hann pallinum til þess að láta tjakkinn á sinn stað og þá var komið hreið ur á bita, sem er yfir þveran bíl- inn vegna vélsturtanna. Sýnir myndin hvernig karfan leit út. — Ólafur leitaði þegar ráða hjá dýravinum og fuglafræðingum, hvort ráðlegt væri að færa körf- una, t. d. upp í tré, en talið var að fuglinn yrði að ráða það við sig sjálfur, hvort hann héldi áfram hreiðurgerð og varpi við þessar kringumstæður, eða af- rækti allt saman. Bíllinn fór í akstur á föstudaginn og var svo þann dag og laugardag. Á sunnu- dagsmorguninn kom fyrsta eggið og annað eggið á sunnudags- kvöld. Bíllinn var í akstri þennan dag meira og minna. Þriðja eggið kom á mánudaginn síðdegis, og þá var bíllinn allan daginn á stöðinni og í akstri, og fjórða egg- ið var komið á þriðjudagsmorg- uninn, í hríðinni og rokinu. Ól- afur hefur orðið var við fuglinn á ferðum sínum um bæinn og hefur hann flogið af eggjunum á ýmsum stöðum ef palli hefur ver- ið lyft. Eftir er að sjá, hvort hann venst því að vera á sífelldu ferða- lagi með bílnum, eða hyort hon- um vaxa svo i augum þeir erfið- leikar, sem eru á barnauppfóstri við slíkar kringumstæður, að hann afræki hreiðrið og búi sér kannske til annað á öllu hentugri stað. En til þess hefur hann bæði tíma og tækifæri enn. Húsbrof á Skáldssföðum í Saur- bæjarhreppi - filraun fil konuráns? Sölvadalur numinn í annað sinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.