Dagur - 28.05.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 28.05.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 28. maí 1952 DAGUR 5 Bernharð Stefánsson alþingismaður: FORSETAKJÖRIÐ Níræður sæmdarmaður - 5 ættliðir Eins og áður er frá greint hér í blaðinu, átti Tómas Tómasson fyrrum bóndi að Auðnum og Bakkaseli níutíu ára afmæli sl. laugardag og urðu margir til að minnast hins aldna hciðursmaims á þeim tíma- mótum í ævi hans. Ekki aðeins ættmenn fjölmargir — en afkom- endur hans telja þegar fulla sex tugi manna — heldur og margir samstarfsmenn frá fyrri árum og vinir. Hann var kumiur bóndi í héraðinu, mikill dugnaðar- og hraustleikamaður, átti hvarvetna vin- sældum að fagna. Tómas dvelur hjá syni sínum, Elíasi bankagjald- kera hér í bæ, er vel ern, þrátt fyrir liinn háa aldur, og hefur jafnan ferlivist, en sjónin nú biluð. Þéssi sérstæða mynd hér að ofan sýnir Tómas Tómasson á 90. aldursári og 4 ættliði, er frá honum eru komnir. Yzt til vinstri er Bósa dóttir hans, að baki hennar Ingibjörg dóttir hennar, Kristjánsdóttir, þá Páll Snævar Jónsson, sonur henn- ar, og loks heldur Tómas á Jóni Ingvari Pálssyni. Eru því þarna 5 ættliðir saman komnir á einni Ijósmynd, og mun slíkt sjaldgæft mjög, ef ekki einsdæmi hér um slóðir. Mundir þú standasf landspróf í íslenzku ? • Eins og nú mun kminugt, hef. eg lýst yfir fylgi við Ásgeir Ás- geirsson við forsetakjörið í vor. Hins vegar stendur meiri hluti miðstj órnar Framsóknarflokksins í Reykjavík, ásamt Sjálfstæðis- flokknum, að framboði séra Bjarna Jónssonar. Með því að eg er flokksmaður í Framsóknar- flokknum og þingmaður hans og ekki hefur orðið nein breyting á stjórnmálastefnu minni, þykir mér rétt að gera nokkru nánari grein fyrir afstöðu minni í þessu máli. í áróðrinum gegn Ásgeiri Ás- geirssyni þykir það nú henta, að gera mikið úr því mikla valdi, sem forseti íslands hafi. Það er og rétt, að stjórnarskráin veitir for- setanum allmikil völd í orði kveðnu, en aðeins í orði, því að hún kveður svo á, jafnframt, að hann sé ábyrgðarlaus og að engin stjórnarathöfn hans sé gild, nema ráðherra undirskrifi hana með honum og taka ábyrgð á henni. Hér hefur og ríkt þingræði í nærri hálfa öld og þó þingræðis- reglan sé ekki beinlínis skráð Iög, heldur hefðbundin venja, sem kalla má óskráð lög og eng- inn forseti mundi brjóta, og eg held allra sízt Ásgeir Ásgeirsson, þá er þó hið pólitíska vald í hönd- um Alþingis og þeirrar ríkis- stjórnar, sem meiri hluti þess raunverulega skipar. Myndi Al- þingi hins vegar enga stjórn, verður forsetinn að vísu að gera það til bráðabirgða, en Alþingi hefur ráð þeirrar stjórnar í hendi sér og getur fellt hana hvenær sem er, svo að valdið er Alþingis en ekki forsetans eftir sem áður. Forseti íslands er því samkvæmt stjórnskipun okkar og hefðbundn um venjum, þjóðhöfðingi með sama hætti og þjóðhöfðingjar annarra lýðræðisríkja Norðurálf- unnar. Segja má að staða hans sé að nokkru leyti pólitísk, því að hann verður að fjalla um pólitísk mál (þó með ráði og á ábyrgð ráðherra), en hitt er þá jafn víst, að hún er ekki flokkspólitísk. Forsetinn verður að vera hafinn yfir alla flokka. Þetta gildir jafnt fyrir því, þó stjórnmálamaður sé kosinn forseti. Það hefur oft ver- ið gert í lýðveldum Norðurálf- unnar og venjulega gefist vel. Forsetinn hefur þá ekki litið á sig sem flokksmann á meða'n hann gegndi forsetaembættinu, heldur sem þjóðhöfðingja, og það mundi Ásgeir Ásgeirsson áreiðanlega gera. Það hefur þó svo sem komið fyrir í öðrum lýðveldum að ,,hlutlaus“ maður, utan stjórn- málanna, hefur verið valinn for- seti, en þeir hafa áreiðanlega ekki gefist betur, né verið hlutlausari, heldur en stjórnmálamennirnir (sbr. t. d. Hindenburg og Petain). Vel færi að vísu á því, að þjóðin gæti verið samhuga um einn mann sem forseta sinn, eins og varð um Svein heitinn Björnsson, eftir að reynsla fékkst af honum í því starfi. En nú er sá samhug- hr ekki fyrir hendi, enda varla að vænta þess fyrr en við endurkjör, og forsetakjör á að fara fram. Ber þá að hafa það í huga, að forset- inn á að vera.þjóðhöfðingi, en ekki fulltrúi neins flokks eða flokka. Kosningin ætti því að vera ópólitísk og atkvæði kjós- enda að fara eftir því einu, hvern frambjóðanda þeir telja hæfastan til að gegna þjóðhöfðingjastarf- inu. Flokksbönd eiga ekki að ráða í þessu efni. í lögum Framsóknarflokksins eru ákveðnar reglur um það, hvernig mál verður gert að flokks máli. Þær reglur voru ekki við- hafðar, þegar framboð forseta- efnis var ákveðið af flokksins hálfu. Sú samþykkt getur því ekki verið bindandi fyrir mig, né aðra þá flokksmenn, sem ekkert vissu um hana fyrr en eftir á. Þó að eg telji samþykkt meiri hluta miðstjómar Framsóknaz-- flokksins í Reykjavík ekki bind- andi fyrir mig og eg fari mínar eigin götur í þessu máli, þá vil eg taka það skýrt fram, að eg dreg mannkosti sr. Bjarna Jónssonar á engan hátt í efa. Eg veit að hann er heiðui’smaðui'. En þó for- setinn hafi ekki pólitísk völd að jafnaði, þá þarf hann þó að þekkja mjög vel til stjórnmála og starfsaðferða flokka og stjóm- málamanna, enda eru stjórn- málamenn oftast kosnir försetar annarra lýðvelda og í konungs- ríkjum er reynt að búa ríkiserf- ingjana sem bezt undir stai'f sitt, surns staðar fá þeir t. d. sæti í ríkisráði 18 ára gamlir, til að venjast þar stjói-nai'störfum o. s. frv. Ekki er vitað að sr. Bjarni hafi reynslu og æfingu í slíkum stöi'fum. Hann hefur verið önnum kafinn embættismaður allt til þessa, við allt önnur störf. Ásgeir Ásgeirsson er aftur á móti þaul- reyndur stjórnmálamaður. Hann var t. d. forsætisráðherra í 2 ár og þó blað eitt telji honum það lítt til frægðar og finni það til, að hagur landsins hafi ekki vei'ið góður, er hann lét af völdum, þá mætti kannske spyrja: hvaða lönd komust hjá afleiðingum heimskreppunnar, sem þá hafði farið eldi um löndin? Eg held að Ásgeir hafi borið jafn mikla ábyrgð á henni og núverandi stjórn á síldarleysinu. í blöðum ríkisstjórnarinnar í Reykjavík er nú rekinn mikill áróður gegn Ásgeiri Ásgeirssyni og ber mun meira á honum, held- ur en á meðmælum með sr. Bjarna Jónssyni. Ymsir ei'u farn- ir að skilja þennan áróður og önnur skrif þessara blaða svo, að þau telji það eiginlega óleyfilegt, að nokkur annar en sá, sem ríkis- stjói-nin hafði komið sér saman um og tvær flokksstjórnir í Reykjavík s amþykkt, skyldi bjóða sig fram við forsetakjör, og enn óleyfilegra af kjósendum að kjósa annan. Það séu þessir aðil- ar, en ekki þjóðin, sem eigi að ráða því, hver sé forseti íslands. Verði þessi skilningur ofan á (og það getur svo sem vel orðið í þessu landi flokkavaldsins), þá er þjóðkjör forsetans orðið algerlega þýðingai-laust, bá væri mikið ein- faldai-a og kostnaðai'minna að láta Alþingi kjósa forsetann. Þar mundu flokksforingjarnir, að öll- um líkindum, ráða foi'setavalinu, eins og þeir t. d. ráða a. m. k. mestu um stjórnai'myndanir. Aðkasti því, sem Ásgeir Ás- geirsson hefur oi'ðið fyrir, ætla eg ekki að svara, enda ekki rúm til þess í stuttri blaðagrein. Margt af því er líka þannig vaxið, að það dæmir sig sjálft, eins og t. d. þegar svo er helzt að heyra, að Ásgeir hafi verið einvaldsherra í Alþýðuflokknum, hinir þing- menn flokksins og aði’ir ráða- menn hafi aðeins veiúð viljalaus verkfæri hans, vald sitt hafi hann svo einkum notað til að gera Framsóknarflokknum til bölvun- ar og þá væntanlega eins með því að styðja Framsóknaimenn í ríkisstjói'n, en það hefur hann gert meii'i hlúta þess tíma, sem hann hefur verið utánflokka og síðar í Alþýðuflokknum. í stjórn- málum eiga auðvitað ýmsir högg í annars garði, en sjaldan veldur einn þá tveir deila. Eg hef lengi þekkt Ásgeir Ás- geirsson allnáið og eg veit, að hann er vitur maður, víðsýnn og velviljaður. Hann er friðsamur og óáleitinn að eðlisfari og vill helzt ekki taka þátt í illvígum deilum, enda ekki gert það nú í mörg ár. Þetta eru ekki allt kostir á flokks foringja, en allgóðir þjóðhöfð- ingjakostir hygg eg það séu. Við þetta bætist svo náin þekking á stjóz’nmálum landsins og högum þjóðarinnar. Að lokum skal svo það nefnt, sem sumum finnst að vísu aukaatriði, að Ásgeir væri einn hinn glæsilegasti fulltrúi þjóðaz-innar bæði út á við og inn á við, og þá ekki síður kona hans, frú Dóz-a Þóz-hallsdóttir. Er mörg- um enn z' fersku minni forstaða hans fyrir Alþingishátíðinni 1930, sem jafnt samhez’jar og andstæð- ingar dáðu, svo og útlendir gestir. Eysteinn Jónsson telur að stjórnmálaleiðtogar eigi að vera á Alþingi en ekki á Béssastöðum. Eg er því sammála, að húsbónd- inn á Bessastöðum eigi ekki að vera flokksleiðtogi né flokks- maður eftir að í Bessastaði er komið, en vel teldi eg fara á því, að sanngjarnir stjórnmálafoz-ingj- ar, eða aðrir stjóz'nmálamenn, enduðu féril sinn á Bessastöðum og eg treysti þeim engu síður til óhlutdrægni í staz-fi, heldur en flökksmönnum þeiz-ra ýmsum, sem aldrei hafa komið næz-ri stjórnmálum opinbez-lega. Nú er Ásgeir Ásgeirsson að vísu ekki flokksforingi, þó hann hafi verið góður liðsmaður í flokki. En hvað sem um það er, þá er eg þess al- veg fullviss, að þegar til Bessa- staða kæmi, mundi hann leggja öll flokkssjónaz-mið á hilluna og stunda það eitt að vera óhlut- drægur þjóðhöfðingi í þingræðis- landi. Bernharð Stefánsson. ÍBÚÐ, 1—3 herbergi og eldhús, óskast nú þegar. Afgr. vísar á. I síðasta blaði birtist lands- prófsverkefni í landafræði. — Spreyttu ýmsir lesendur sig á því ög fannst fróðlegt að sjá, hverrar vitneskju er lcrafizt af unglingunum og hvaða mæli- kvarði er lagður á kunziáttuzza. Hér á eftir fer annað próf, ekki síður athyglisvert, í íslenzku. Fyrir 10 árum eða svo, er óvíst að stúdentar hefðu treyst sér til að svara nema um það bil helming spurninganna. Kröfur um þrönga málfræðikunnáttu á bók hafa verið mjög þyngdar síðan landspróf var upp tekið. Hér fer á eftir prófverkefnið í vor: I. Gremið í orðaflokka undir- strikuðu orðin í eftirfarandi málsgreinum: Mér þótti verst að geta ekki staðið honum jafnfætis. Verið nú samtaka, ög ýtið bílnum upp brekkuna. Bóndinn kvaðst eiga þá konu, sém bæði væri fríð sýnum og gáfuð. Hvers vegna beittir þú drenginn hörðu, þegar hazzn strauk að heiman? II. a) Finnið tvær afleiddar myndir sagnarinnar að taka (myndaðar með i-hljóðváz-pi). Sýnið, af hvaða kennimyndum þær eru dregnar. — b) Ritið kemzimyndir veiku sagziazizia, sem myndaðar eru af þátíðar- hljóðskipti þessara stez'ku sagna: drífa, sitja. — c) Greinið hætti sagnanna í þessari málsgrein: Skyldu bátar mínir róa í dag? — d) Greinið myndir sagnanna í eftiz-farandi málsgrein: Þú fanzist hreiðrið, en fuglinn var floginn. — e) Greinið persónu og tölu sagnanna z þessari málsgrein: Stúlkurnar minntu kennarann á, þegar þær vantáði verkefni. III. a) Gerið grein fyrir eftir- farandi sérhljóðsbrcytingum: spinna-spuna, eta-jata, móðzu-- mæði, halda-höldum. — b) Orð- myndunargreining: misvituz-, sofna, vísir. — c) Hvernig er eignarfall fleirtölu þessara orða: nes, smiðja, haugur? IV. Greinið þessa málsgrein í setningaz-hluta: Jón var spuz'ður, hvort hann vildi mála húsið sitt rautt. V. Skrifið upp eftirfarandi' málsgrein, afmarkið setningarnar með lóðréttum stz-ikum og segið, hvað hver þeirra heitir: Áður var það siður að piltar sem stóðu við slátt færu á fætur um miðja nótt (Fz'amhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.