Dagur - 28.05.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 28.05.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 28. maí 1952 DAGUR 7 — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). sem reykja. Tóbaksnautninni, einkum reykingum ,fylgir sá stóri galli, fyrir utan heilsutjónið, að sá sem reykir, sættir sig betur við iðjuleysið fyrir tóbaksnautn- ina. Honum finnst hann vera eitt- hvað að gera þegar hann er að reykja. Það færi betur, að hann gerði sér ljóst, hvers konar vinna það er, sem hann er þá að stunda: hann er að brenna göt á heilsu sína. Hann sér þegar hann brenn- ir gat á buxurnar sínar, en hann sér ekki öll þau smágöt sem hann brennir á æðakerfi sitt. Hver sem reykir mikið má bú- ast við að fá af því kölkun í æðar sínar löngu fyrir tímann. Einkum er hætt við að kölkunin geri vart við sig þar sem verst gegnir, nefnilega í hjartaæðunum. Kval- irnar og angistin sem fylgir krampanum í kalkandi hjarta- æðum, geta tekið á taugar lækn- isins, sem verður að horfa upp á þær. Honum finnst hörmulegt að vera vottur að kvölum sjúklings- ins, vitandi hvernig hjartað er að kafna vegna þess að reykjarsvæla margra áratuga hefur lokað æð- um þess og tekið fyrir súrefnið, sem er því lífsnauðsyn. Hann var ekki kallaður til, þegar sjúkling- urinn var ungur og var að velta því fyrir sér, hvort hann ætti að byrja að reykja, „bara eina síga- rettu, svona rétt að gamni sínu“. Sennilega hefði ráðum hans ekki verið hlýtt hvort sem var. Hann hefur svo pft rekið sig á það, hvernig menn gera allt sem þeir geta til þess að eyðileggja heilsu sína vitandi vits. Menn verða svo átakanlega ‘ héimskir, þegar augnabliksánægjan. . ..ei: annars vegar. Hann þekkir það líka hjá sjálfum sér og átasar ekki öðr- um. En honum finnst raunalegt, að skynsemin skuli hafa svo lítið vald yfir tilfinningu augnabliks- ins. ... „Oscar Wilde sagði að sígarett- an væri fyrirmyndamautn, af því að hún veitti enga fullnægingu. Réttara hefði verið að segja, að hún væri lítilfjörleg nautn, af því að hún veitir svo lélega fullnæg- ingu, að mann fer fljótlega að langa í aðra. Ungar stúlkur ættu sérstaklega að athuga vel sinn gang áður en þær byrja að reykja. í fyrsta lagi vegna þess, að engum karlmanni lízt betur á þær vegna þess, nema síður sé. Það verður stór skattur á heimilinu ef bæði hjónin reykja nokkuð til muna. En sérstaklega vegna þess, að konum sem reykja, hættir mikið til að fá króniskt lungnakvef af reyknum, sem þær anda ofan í sig, og þessi króniska bólga í öndunarfærunum tekur á sig sérstakt fom, þannig, að kon- an tekur til að hósta á morgnana, hefur þurran, Ijótan rolluhósta, sem fælir menn frá henni. Auk þess hættir öllum konum, sem reykja mikið, til þess að fá af því gráan, ljótan litarhátt, sem skap- ast af margendurteknum sam- dráttum í hörundsæðunum, svo að húðin nærist illa og verður Ijót. Ekkert er hægara en að byrja aldrei að reykja. Fátt er erfiðara en að hætta að reykja fyrir þann, sem hefur van- ið sig á það. .. . “ „Á síðustu árum er það að koma æ betur í ljós, að krabba- mein er orðið mörgum sinnum algengara í lungum heldur en það var áður. Nákvæmar eftirgrennsl anir hafa sýnt, að þessi aukning stendur í réttu hlutfalli við síga- rettuneyzluna, sem í flestum menningarlöndum hefur aukizt stórkostlega. Og þegar sjúkling- arnir, sem koma með lungna- krabbamein, eru spurðir spjörun- um úr, kemur í ljós. að lungna- krabbamein er algengast meðal - Landsprófið * (Framhald af 5. síðu). til þess að nota rekjuna áður en sólin kæmi upp og jörðin yrði of iurr. VI. Allt hafði annað róm áður í páfadóm. Skrifið upp vísubrotin, og skiptið iví í hákveður og Iágkveður; setjið áherzlumerki við atkvæð- in; merkið ljóðstafi með hring. VII. Skýrið eftirfarandi orð og orðasambönd: landskuld, Saltari, fagrahvel, ái_, mundriði, sifji, að lyrma einhverjum, að reka í vörðurnar ,að flytja kerlingar, að fara hamförum (til íslands). VIII. Fer í gegnum skóg á skíðum skörulegur halur einn, skarlatskyrtli sveiptur síðum, sára gyrður þorni fríðum. Geislinn hans er ganibanteinn. Hefur hann á mörkum marga munntama þeim gefið bráð. Sjálfs hans ævi er álík varga; einn sér verður hann að bjarga: hefur safnað ei né sáð. a) Skýrið það, sem strikað er undir í vísunum. b) Úr hvaða kvæði eru þær, og hver er höf- undur þess? IX. a) Skýrði frá fyrsta fundi Þorsteins- Egilssonar og Helgu fögru. — b) Hvað varð um Siggu Ólínú* eftir að hún sagði skilið við Svein? (Úr Tilhugalífi). X) a) Hvað tvennt varð Guð- 1 J. * t ' } ! 'rúnu til bjargar, þegar djákninn | ' á Myrká ætlaði ’að tá'ká hana með sér í gröfina? — b) Hver er hugs- unin í þessum Ijóðlínum eftir Stefán frá Hvítadal: Heimurinn varð hjáleigan, höfuðbólið draumsins ríki. þeirra, sem mest hafa reykt. í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem sígarettureykingar hófust fyrst í stórum stíl, er krabbamein í lungum nú orðið næstum eins algengt eins og í maga. En áður en reykingar hófust var krabba- mein í lungum mjög sjaldséð fyr- irbrigði. . . . “ „Verst er hve mjög tóbaks- nautn hefur ágerzt meðal ungl- inganna. Mér hefur verið sagt, að í tilteknum gagnfræðaskóla í Reykjavík muni 60% af strákun- um reykja, og mikið af stúlkun- um líka. Þetta eru unglingar á aldrinum 14—16 ára. Það er nú orðin algeng sjón að sjá krakka um fermingaraldur, einkum stráka, reykja sígarettur á göt- um borgarinnar. Þetta er alvarlegt mál. Börnin vita ekki, hvað þau eru að gera. Þeim finnst vera mannsbragur að þessu, finnst það vera fínt að reykja. Þau vita ekki, að þau eru að grafa undan heilsu sinni með þessu. Þegar stúlkurnar, sem reykja, fara að ganga með börn sín, líður blóðrás legsins við það og fóstrið fær ekki þá fullkomnu pæringu, sem það þarf. Það er ekki nóg, að konan skemmi sínar eigin æðar, hún spillir næstu kynslóð, sínu eigin afkvæmi, sem hún vildi þó gera eins vel úr garði og kostur er. Unga stúlkan, sem byrjar að reykja, veit þetta ekki, en hún þyrfti að vita það... . “ Atvinna Stúlka, vön saumaskap, ósk- ast strax. Upplýsingar hjá Sigurði Guð'mundssyni, Hafnarstræti 81. Hvítasunnan! Grænar baunir Blandað grænmeti Gulrætur Hvítkál Marmelade Pickles Aspargus Salad Cream Mayonnaise Appelsínusafi Hindberjasaft Niðursoðnir ávextir margar tegundir Kaupfélag Eyfirðinga N ýlendu vömdeild og útibú Þurrkuð epli Dökkar steinlausar Rúsínur Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. KEX! Margar tegundir af útlendu kexi í plc. Mjög hentugf á/írá- tíðaborðið. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild og útibú. Flórusulta Jarðarberja- og eplasulta í heil- og hálfdósum Hindberja- og eplasulta í heil- og hálfdósum Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Stúlka óskast í vist hálfan daginn, Maria Ragnars, Þingvallastræti 27. Skemmtisamkoma verður að Saurbæ á annan í hvítasunnu. Hefst kl. 10. Bögglauppboð — Dans. Skemmtinefndin. Næsta saumanámskeið hefst miðvikudag 4. júní n. k, Dag- og kvöldtímar. Jóhanna Jóhannesdóttir, Sími 1574. ÚR BÆ OG BYGGÐ I. O. O. F. = 13453081Ú = I. O. O. F. — Rbst 2 — 100528814 — II. III. Hvítasunnumessur. Hvíta- sunnudag kl. 2: Akureyri. P. S. — Kl. 2: Lögmannshlíð.'F. J; R. — 2. í hvítasunnu: ,K1. 2: Akureyri. F. J. R. — 2. í hvítasunnu kl. 2 e. h.: Barnaskólanum í Glerár- lorpi. P. S. Fíladclfía. Samkomur verða í safnaðarhúsinu, Lundargötu 12: Á hvítasunnudag kl. 8.30 e. h. Á annan í hvítasunnu kl. 8.30 e. h. Söngur með guitarundirleik. — Allir velkomnir. tK. A. Félagar! Hand- knattleiksæfingar í karlaflokki á _ mánu- dögum og fimmtudög- Um kl. 6.30 e. h. á tún- inu sunnan við íþróttahúsið. — Hjálpræ'ðisherinn, Strandg. 19B. Hvítasunnudag kl. 8.30 e. h.: Al- menn samkoma. — Annað hvíta- sunnudag kl. 8.30 e. h.: Kveðju- samkoma fyrir kaptein Óskar Jónsson og fjölskyldu. — Komm- andör Wycliffe Booth og frú stjórna eftirtöldum samkomum: Þriðjudag 3. júní kl. 8.30 e. h.; Almenn samkoma. — Miðvikud. kl. 3 e. h.: Samkoma fyrir konur. Kl. 8.30 e. h.: Samkoma í kristni- boðshúsinu „Zíon“. — Mr. Gook, brigader Ringstad o. fl. aðstoða á samkomunum. Verið velkomin. Eitthvað hefur borið á því síð- ustu dagana ,að unglingar hér í bæ liafi verið að bjóða til sölu egg villtra fugla, svo sem gæs- f aregg^ ,Ióuegg, imdaregg o. s. frv. Grúiiúr'- lellíur ó', að’ egg þessi séu tekin í hólmuin Eyja- fjarðarárósa. Eggjataka þar er stranglega bönnuð. Auk þess er hér um að ræða ómannúðlega nieðfcrð á..fughu}yj[u, sem um þessar múiidrföigí; ,við ærna erfiðleika-a'ð. stríða, þótt mað- urinn leggist ekki á eitt me'ð náttúruöflunum. — Foreldrar ætlu að brýúa íyrir bÖrnuin og unglingum að' syna fiigíún- um verðskuldaða vinsemd á varptímanum og hvetja þau til þess að vernda hreiðrin fremur en ræna þau. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 30 frá M. G. — Mótt. á afgr. Dags. Frá Amtsbókasafninu. — Yfir sumarmánuðina verður safnið opið' til útlána miðvikudaga og finuntudaga kl. 4—7. Lesstofan opin sömu daga á sama tíma. Opnað' verður miðvikudaginn 4. júní. Tillaga um íslenzkan grasgarð í Laugarskarði Fyrir nokkru luku garð- yrkjumennimir Jón Rögn- valdsson og Fiiuiur Árnason, ásamt bæjarverkfræðingi Ás- feiri Markússyni, við tillögu- uppdrátt að nýju fyrirkomu- legi andatjarnarinnar í Laug- arskarði (Grófargili). Er þar gert ráð fyrir nýjum fuglapolli ofar í gilinu, umhverfi beggja pollanna verði prýtt me'ð runn- xmi og trjám, en fyrir neðan núverandi tjöm er gert ráð fyr- ir skrúðgarði, allt að Kaup- vangsstræti. í Alþm. í sl. viku ræ'ðir Steindór Steindórsson menntaskólalíennari þcssar fyr irætlanir, og gerir. það' að til- lögu sinni, að í stað skrúðgarðs með venjulegum skrautblóm- um verði þama kómið upp ís- lenzkum grasgarði og telur hann aðstæður til þess hinat ákjósanlegustu. í þennan gar'ð yr'ði safnað sem flestum teg- unduin íslenzkra plantna og gróðursettar þar. Telur Stéin- dór a'ð slikur garður mundi, auk þess að vera bæjarprýði hin mesta, vcrða til gagns fyrir skólana í bænum og verða lík- Iegur til þess að auka þekking manna á gróðurríki fslands. Er hér um athyglisverða tillögu að ræð'a og líklega til þess að auka hróður bæjarins, ef fram- Itvæmd yr'ði. Nýja-Bíó. Sameinúð samkoma, hvítasunnudag kl. 4.30. Hljóð- færasláttur, söngur, stuttar ræð- ur. Allir velkomnir. Óskar Jóns- son, kap. Arthur Gook. Hjúskapur. Oddný Ólafía Sig- urjónsdóttir, Akranesi, og Bene- dikt húsg.smiður Hermannsson, Ingimundarsonar, Akureyri. Gef- in saman 24. maí af séra Friðrik J. Rafnar. — Framtíðarheimili þeirra verður á Akranesi. ' Kennarar úr nágrenni Akur- eyrar, sem ætla á kennaramótið að Laugum og vilja vita af ferð austur ,eru beðnir að. hafa tal af Eiríki Stefánssyni, Klapparstíg 1 eða Eiríki Sigurðssyni, Hrafna- gilsstræti 12, sími 1262. Frá Fcrðafélagi Akúrcyrar. — Næsta ferð er 1. júní á Torfufell. Farmiðar seldú á. föstudag hjá Þorst. Þorsteinssyni. Kvöldferðir hefjast 4. júní. Farið verður'suð- ur um Eyjafjörð. Farmiðar séldir hjá Þorst. Þorsteinssyni og á af- greiðslu Flugfélags íslands, Ak- ureyri. Góð þátttaka í vinnuferðum Skógræktarfélags Akureyrar. — Fyrsta ferðin var farin sl. fimmtu dag og komu þá 11 menn með bíla til að aka fólki og 42 karlar og 44 konur til að vinna að gróð- ursetningu 4400 plantna. — Á l.augardaginn voru 8 bíla.r við flutning á fólki og 50 manns kom til áð .gróðui'setjá 3300 plþntur. Lífið í gluggana! TERTU SPAÐAR KÖKUGAFFLAR ÁVAXTAHNÍFAR SMJÖRHNÍFAR OSTAHNÍFAR SYKURTANGIR TERTUFÖT KRISTALSSKÁLAR og margt fleira af nýjum vörum Járn- og glewörudeildin Ilmvötn EVENING IN PARIS tvær stærðir EAU DE COLOGNE Kaupfélag Eyfirðinga Nýlend uvö rude ild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.