Dagur - 05.06.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 05.06.1952, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Myndprentun konmiúnista og saga togaramálsins. Dagur Minningarspjöld Land- grgsðslusjóðs fást í Bókaverzl. Eddu. XXXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 5. júní 1952 23. tbl. "Geysi" var ágætlega fagnað í Danmörk og Færeyjíim - ferðin öll hefur heppnazt vel .Jlekla“ kom til Akureyrar í nótt Vestur-lslendingur arfleiðir Akureyrí og 'Eyjafjarðarsýslu að meira en 500 þús. krónum Fénu á að verja til menningarmála í bæ og sveit Söngför Karlakórsins „Geysis“ til Norðurlanda er lokið og er m.s. Hekla væntanleg hingað til Ak- ureyi’ar nú í morgun. Hefur söngförin öll gengið að óskum og orðið kórnum og þjóðinni til hins mesta sóma. Geysir hefur hvar- vetna hlotið ágætar viðtökur og Söngur hans þótt merkur við- burður. í síðasta blaði var sagt frá síðustu hljómleikum kórsins í Noregi og brottförinni frá Osló til Gautaborgar. Hér fer á eftir stutt frásögn af komu kórsins til Sví- þjóðar, Danmerkur og Færeyja: Thorshavn, þriðjudag. Einkaskeyti til Dags. „Geysir kom til Gautaborgar á miðvikudaginn var kl. 10 árdegis. Eric Borgström annaðist þar ágætar móttökur. Ferðaíólkið notaði tímann að skoða borgina og nágrennið og fara í búðir. — Kórinn söng á stálþráð fyrir sænska útvarpið. Síðdegis hafði Borgström coktail-boð fyrir kór- stjórnina, en um kvöldið var ferðafólki og kór boðið til Lyse- berg. Söng Geysir þar á útisenu og var ágætlega fagnað, bárust söngstjóra blómvendir og kórinn var ávarpaður. Að 'hljómleikun- um loknum sátu kórfélagar teboð á Lyseberg, en farið var frá Gautaborg áleiðis til Álaborgar á miðnætti. *l*l III llllllllll 11111111111111111111111111111| llllllllllllld 1,11 £ ~ I „Söngförin gekk } f betur en jþeir bjart-1 f sýnustu þorðu að ! | vona“ [ | Hekla var væntanleg á höfn- i I ina klukkan 2—3 sl. nótt. — í í | gær átti blaðið stutt samtal við | | Ingimund Arnason söngstióra. í | Var skipið þá statt undan í 1 Seyðisfirði. Ingimundur sagði [ I að allir söngmennimir og allt I | ferðafólkið — að því hann | | vissi bezt — væru mjög ánægð \ | ir með söngförina og ferðalag- \ I ið allt. Móttökumar hefðu Í | hvarvetna verið hinar ákjós- \ | anlegustu og fslendingar í | hefðu alls staðar átt hinni I I mestu vinsemd að mæta. — i § Ferðalagið allt hefði gengið Í | betur en hinir bjartsýnustu i | Iiefðu þorað að vona í upphafi. i | Ef nokkuð hefði verið að \ i mætti segja að það hefði helzt i | verið að of fljótt var farið yíir i | og ekki nægur tími á hverjum í \ stað. En óhjákvæmilegt var að i | hraða förinni, kostnaðar og \ i annarra orsaka vegna. 1 iii i iii i ii iiniiiiiiii iii 1111111111111.1111 •1111111111111111111111'; Ekki sungið í Álaborg. Hekla kom til Álaborgar á fimmtudagsmorguninn og lestaði þar sement, sem hún flytúr til Akureyrar. — Farþegar notuðu daginn til þess að skoða bæinn og fara í búðir. íslenzki ræðismað- urinn í Álaborg, Christiansen, og Nielsen, formaður Norræna félagsins, komu um borð og buðu kóri’nn velkominn til Danmerkur, færðu blóm og aðrar góðar gjafir. Enginn konsert var í Álaborg og haldið þaðan klukkan 9 á fimmtudagskvöldið. Koman til Kaupmannahafnar. Hekla kom til Kaupmanna- hafnar á föstudagsmorguninn kl. 8. Á bryggjunni voru mættir fjórir fulltrúar Dansk Arbejder- sangerforbund, Paulsen, Bern- hard ,Schou og Hansen, ennfrem- ur fulltrúi frá Tonekunstner- fondet, kgl. kammersanger Thygesen. Þá var mættur Sigurð- ur Nordal sendiherra, prófessor Haraldur Sigurðsson og fjöldi annarra íslendinga. Opinber móttaka fór fram í ráðhúsinu. Þar ávarpaði Sörensen yfirborgar- stjóri kórinn, en Hermann Stef- ánsson, formaður kórsins, þakk- aði fyrir hönd Geysis og Geysir söng þarna nokkur lög. Síðdegis á föstudaginn skoðuðu Geysismenn og aðrir ferðalangar borgina og boðið var til kaffi- drykkju. Um kvöldið fóru flestir í Cirkus Schuman. Á laugardag- inn var kórinn boðinn til Carls- bergverksmiðjanna. Þar voru ræðuhöld og söngur. Arbejder- sangforbundet og Landsforbund- et gáfu kórnum veglega fána- stöng. Hermann Stefánsson þakk aði góðar óskir og gjafir og af- henti fulltrúum þessara samtaka gullmerki Geysis. Síðdegis á laugardaginn fór flest ferðafólkið að skoða dýragarð borgarinnar. Á laugardagskvöldið var svo samsöngui’ í Musikpavillionen í Tivoli-skemmtigarðinum. — Þar ávarpaði tónlistarstjóri Tivoli Ingimund Árnason söngstjóra og af henti honum lárviðarsveig frá stjórn skemmtigarðsins og Tone- kunstnerfondet. Að söngnum loknum var þegið kaffiboð Tivoli- stjómarinnar. Sjóferðin tjl Færeyja. Hekla fór frá Kaupmannahöfn klukkan 4 á hvítasunnudags- (Framhald á 4. síðu). Harðindi um Norðurland Kuldakastið, sem hófst sneninia í sl. viku, stendur enn yfir. Er yfirleitt frost á nóttum en hiti á daginn 1—3 stig. Snjóa, sem setti niður á hálcndi og í út- sveitum um daginn, hefxu: cnn ekki teldð neina að litlu leyti. Gróðri fer ekkert fram og bændur sjá frain á mikla erfið- leika með að fóðra búpening sinn á næstunni. Sumarið hef- ur verið fádæma kalt og erfitt það sem af er. Hátíðahöld sjómanna Sjómannadagurinn er á sunnu- daginn kemur og efna sjómenn hér til hátíðahalda með sama sniði og áður. Kappróður verður á laugardagskvöld og veðbanki starfandi. — Keppa drengja^, kvenna- og karlasveitir. Um kvöldið verður dansað í Alþýðu- húsinu. Á sunnudaginn er sjó- mannamessa kl. 11, en eftir há- degi samkoma og skemmtiatriði við sundlaugina. Um kvöldið verður dansað í Alþýðuhúsinu og Hótel Norðurlandi. Allur ágóði i'enriur í björgunarskútusjóð. — Nánari tilhögun verður auglýst fyrir helgi. r Flugfélag Islands 15 ára Um þessar mundir eru liðin 15 ár síðan Flugfélag Akureyrar var stofnað, en því félagi var breytt í Flugfélag íslands 1940. Vil- hjálmur Þór forstjóri var aðal- hvatamaður að stofnun félagsins og margir kunnir bæjarmenn (Framhald á 8. síðu). Útgerðarmcnn á Norðurlandi haía fyrir nokkru sent sjávar- útvegsmálaráðherra eindregin tilmæli að ríkisstjórnin hafi í sumar skip til síldarleitar á líklegum síldarmiður og annist slíkt skip einnig hitamælingar og áturannsóknir og hafi stöð- ugt samband við sí'darflotann. Síldarverksmiðjurnar á Norð- urlandi hafa einnig sent ríkis- stjóminni svipuð tilmæli. Enn hefur ekkert svar borizt frá ráðherranum, en síldarútvegs- menn eru vongóðir að þessari Á bæjarstjórnarfundi í fyrra- dag var birt bréf frá Lárusi Fjeldsted hæstaréttarlögmanni, þar sem bæjarstjórninni er til- kynnt, að Vestur-íslendingurinn Aðalsteinn Kristjánsson bygg- ingamcistari hafi í erfðaskrá sinni stofnað sjóð til styrktar fátækum börnum hér og er sjóður þessi 18 þúsund dollarar eða um 290 þús- und krónur. Ennfremur að sami maður hafi stofnað annan sjóð, með sama f járframlagi, 18 þúsund dollarar, til eflingar skóggræðslu og landbúnaði í Altureyri og Eyjafjarðarsýslu. Allmörg skilyrði fylgja giöfum þessum og mun gert ráð fyrir að bær og sýsla leggi fram fé til vio- bótar. Engin ákvörðun var tekin um meðferð gjafar þessarar á bæjarstjórnarfundinum og mun málið allt verða rækilega athug- að. Fullvísí má þó telja að gjöfum þessum verði veitt móttaka hér og bæjarmenn og héraðsbúar all- ir hugsi hlýtt til gefandans, hins ræktarsama Eyfirðings, er svo fagurlega minntist heimabyggðar sinnar er ævidegi tók að halla. Hvcr er maðurinn? Aðalsteinn Kristjánsson bygg- ingameistari andaðist í Holly- wood í Kaliforníu 14. júlí 1949 og átti þá að baki merkilega sögu. Hann var fæddur að Bessahlöð- málaleitan verði ve! tekið. — f þessu sambandi er bent á, að m.s. Fanney, sem undanfarin ár hefu rvcrið gerð út til síld- veiða og hefur að vísu aflað dá- vel, mundi gegna miklu þýð- ingarmeira hlutverki við slík- ár hefur vcrið gerð út til síld- fyrir flotann. Skipið er í opin- berri þjónustu og ætti að vera auðvelt að láta það af hendi til þessa starfs, en gæti haft mikla þýðingu fyrir síldveiðarnar og þjóðarbúskapinn í heild. um í Öxnadal 14. apríl 1878. For- eldrar hans voru Kristján Jónas- son og Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Kristjánsson. er þar bjuggu, en fluttu að Flögu í sömu sveit árið 1880. Faðir Aðalsteins andaðist þar árið 1888, en 1901 tók Aðalsteinn sig upp ásamt móður sinni og systkinum, og flutti til Vestur- heims. Settist fjölskyldan brátt að í Winnipeg og þar hóf Aðal- steinn að nema byggingaiðn í félagi við Friðrik bróður sinn. Færðist fyrirtæki þeii-ra brátt í aukana og efnuðust þeir brátt vel. Var sagt um þá bræður báða, að þeir hefðu verið frábærir dugnaðarmenn og ráðdeildar- samir. Aðalsteinn Ki'istjánsson lét sig fleiri mál skipta en fjármál og byggingamál. Hann hóf að rita bækur á íslenzku og ensku og liggur eftir hann mikið ævi- starf á þeim vettvangi. Á ís- lenzku ritaði hann m. a. „Austur í blámóðu fjalla“ og „Svipleiftur samtíðarmanna“, og segir Einar Páll Jónsson ritstjóri um bækur hans almennt, að þær beri vott um „næma frásagnargáfu og sannleiksást". Einar Páll segir líka að hann hafi fljótt náð svo góðu valdi á enskri tungu að hann hafi ritað hana af leikni. Gjöf til háskóla. í erfðaskrá sinni arfleiddi Aðalsteinn ekki aðeins heima- byggð sína að fjárhæðum þeim, sem fyrr greinir, heldur gaf hann og Manitobaháskóla 20 þúsund dollara og ennfremur ríflega fjárhæð til að stofna kennslu- (Framhald á 8. síðu). Verður ríkisstjómin við óskum útgerððrmanna að senda skip til síldarleitar ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.