Dagur - 05.06.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 05.06.1952, Blaðsíða 4
4 DAGUB Fimmtudaginn 5. júní 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 . .. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júli. Prcnlverk Odds Björnssonar h.f. * Myndprentun kommúnista UM ÞAÐ MUNU menn almennt sammála hér um slóðir, að togaraútgerð frá Akureyri hafi; reynst mikil úrbót í atvinnulífi bæjarins. Skipin hafa fært mikinn og dýran feng að landi. Fyrsti togar- inn hefur þegar skilað afla fyrir meira en 20 milljónir. Fyrirtæki jafnt sem einstaklingar hér i bæ hafa reynst samhent að hlynna að þessari nýjung í atvinnulífinu og öll stjórn fyrirtækisins, bæði á sjó og landi, hefur farið vel og giftusamlega úr hendi. Alls þessa ber að minnast nú, þegar fimm ár eru liðin síðan þessi útgerð hófst. Komm- únistar hafa valið þann kost í sambandi við þessi tímamót, að birta mynd af tveimur forsprökkum sínum og segja þá hafa flutt hingað togarana. Smekklegra hefði mörgum virzt að blað þeirra _,hefði prentað myndir af skipstjórum togaranna, öðrum dugandi mönnum úr áhijfnum, forsyars- mönnum útgerðarinnar í landi og stærstu hluthöf- um. En slíkt hefði ekki fallið vel í þá tegund sagn- ritunar, sem kommúnistar temja sér. í stað þess að láta þá njóta viðurkenningar, sem úrslitum xéðu um það að unnt reyndist að kaupa hingað togara, ásakar blað þeirra aðra flokka en sinn eiginn um afturhald í sambandi við togaramálið. Af þessu tilefni er fróðlegt að rifja upp nokkur atriði í sambandi við undirbúninginn að því, að hingað var keyptui' togari árið 1947. KOMMÚNISTAR höfðu um alllangt skeið haft bæjarútgerð á dagskrá. Nú mun það flestra manna mál, að giftusamlega hafi ráðizt hér, að ekki var látið undan þeim í því éfni ög annað form haft á þeirri útgerð, sem bærinn styður. Vafalítið má telja, að stjórn fyrirtækisins hefði orðið með öðr- um og ógiftusamlegri hætti, ef það hefði verið bæjarsjóðsfyrirtæki í stað þess að nú standa sam- an að því bær, fyrirtæki og fjölmargir éinstakling- ar. Það var ljóst þegar í stríðslok, er farið var að ræða um aukna útgerð og skipasmíðar, að aldrei mundi nást nægileg samstaða um stórútgerð héð- an, ef málið yrði rætt á þrengsta grundvelli bæj- arútgerðar og sósíalískra kennisetninga. Þeir, sém áhuga höfðu fyrir aukinni útgerð bentu þá á það form, sem síðar var valið hér, hlutafélag, sem bær, fyrirtæki og einstaklingar eiga og starfrækja í félagsskap. Á þeSsa leið var fyrst bent á umræðu- fundi um atvinnumál í Framsóknarfélagi Akur- eyrar snemma í febrúar 1945 og hinn 8. febrúar samá ár tók Dagur málið upp í forustugrein og segir þar m. a.: „.... Þetta vandamál (útgerðarmálið) verður ekki leyst með því að samþykkja áskoranir til bæjarstjórnarinnar að hún fari að gera út á síld- og þorskveiðar. Bæjar- stjórnin telur það ékki hlutverk sitt.... Nú neitar enginn nauðsyn þess að útgerð aukizt héðan úr bænum. Hvaða leið á þá að fara til þess? .... Bæjarstjórnin hefur vísað erindi Sjómannafélagsins (um bæjarútgerð) til nefndar, með það fyrir augum, að rætt verði við sjómenn og útgerðarmenn um möguleika til framkvæmda á öðrum grundvelli en þeim að bæjarsjóður fari að gera út upp á eigin spýtur. Það er vonandi að úr því fáist skorið með þessum viðræðum, hvort nægur áhugi er fyrir hendi til þess að hefjast handa í þessum efnum. Sá úrskurður fæst að- eins með því að bæjarstjórnin gangi til móts við bæjarmenn á þann hátt að hún sé reiðubúin að leggja fram ákveðna upp- hæð, sem stofnfé eða hlutafé í samvinnu- eða hlutafélagi, gegn’ því að stofnanir og ein- staklingar í bænum komi þar á 'mótl að verulegu leyti. .. . Það er .staðreynd að áhugi Akur- eyringa fyrir útgerð og trú þeirra á möguleikum til slíks atvinnureksturs hefur dofnað á seinni árum. Skipum hefur fækkað, sjómannastéttin dreg- izt saman. Þetta er þó enginn endanlegur dómur um framtíð- armöguleika útgerðar héðan. Margt bendir til þess að stór nýtízku fiskiskip, gerð út héð- an, eigi framtíð fyrir sér.... Það væri óskandi, að sjómenn, útgerðarmenn, stofnanir og ein staklingar hefðu svo mikla trú á samvinnu borgaranna og bæjarfélagsins um þessi mál, að til raunhæfra framkvæmda komi.... “ ÞETTÁ VAR „afturhaldssjónar- miðið“, sem Dagur túlkaði þegar a öndverðu ári 1945 og í þessum arida vánn Framsóknarflokkur- inn í bænum að útgerðarmálun- um. Það var þéssi stefna, sem varð ofan á. Á þessum grundvelli vai- Útgerðarfélag Akureyringa h.f. stofnað alllöngu seinna og það er þessi stefna, sem hefur sannað ágæti sitt með 5 ára starfsemi félagsins. í framhaldi af þessu studdu forvígismenn Framsókn- arflokksins ög samvinnufélags- skaparins togaraútgerðina með ráð og dáð. Þegar útvegsmála nefnd kaupstaðarins lagði fram tillögur sínar seinna á árinu, lá til dæmis fyrir yfirlýsing frá for- ráðamönnum KEA, að félagið mundi fúst að leggja fram 1/5 væntanlegs hlutafjár. Þetta var raunhæfu rstuðningur, og hann réði úrslitum um að hafizt var handa um stórútgerð hér árið 1947 á þeim grundvelli, sem Frarnsóknarmenn höfðu bent á. Þegar þessi forsaga er athuguð, er næsta hlálegt að sjá kommún- istamálgagnið saka aðra flokka um afturhald í sambandi við þessi útgerðarmál. Hin einstrengings- legu . bæjarútgerðarsjónarmið kommúnista hefðu aldrei skilað þessu máli í höfn. Frá kommún- istum kom hinu unga útgerðar- félagi heldur ekki sá fjárhags- stuðningUr, sem nauðsynlegur var til þess að koma því á fót. í togaramálinu lögðu margir hönd á plóginn að hrinda því í fram- kvæmd eftir að skynsamlegur grundvöllur var fundinn. Skerfur kommúnista var þar engan veg- inn þungur á metaskálunum og myndprentanir þeirra nú bera vott um yfirlæti og litla virðingu fyrir sögulegum staðreyndum. FOKDREIFAR „Þegar austfirzk rolla jarmaði“. „Dal-skeggur“ skrifar blaðinu á þessa leið: „í „NÝJA-TfMANUM“ 8. maí, 19. tbl., stendur eftirfarandi klausa: „Á hátíðisdegi verka- manna talaði Steingrímur Stein- þórsson, þessi giftusnauði forsæt- isráðherra Framsóknarflokksins, er frægur verður í íslandssögunni um aldir, sem maðúrinn er rétti á augabragði milljónir, þegar austfirzk rolla jarmaði yfir tómri jötu, en heyrði hvorki né sá, er hungrað mannsbai-n í borg grét.“ Já, svo mörg eru þessi orð, og um þau verð eg að segja það, að á minni löngu ævi hef eg víst sjald- an eða aldrei heyrt eða lesið öllu rótarlegri og illkvittnislegri orð. Það er með öðrum orðum: aust- firzkar skepnur áttu að deyja úr hungri, en láta heldur máske þá, sem ekki nenna að vinna, fá ffámfærzlu frá ríkinu. — Ekki hefði aukizt maturinn í landinu, ef meiri hluti bústofns austan- lands hefði fallið. Þá hefði skap- ast öngþveiíi, sem óþægilegt hefði orðið að ráðá við. Getur hver sæmilega greindur maður gert sér ljósar þær afleiðingar. — Eg held því að það sé alveg óhætt að breyta orðinu „giftusnauði11 og hafa það giftudrjúgi. Það hefur oft verið talað um að bændur hér fyrr hafi búiS hart að skepnum sínum og drepið úr hor. Senni- lega er nú eitthvað hæft í þessu, en aðstæðurnar voru þá líka á margan hátt öðruvísi en nú. Eg man eftir öllum heyleysisárunum síðan 1887, og það vonda vor hefði þó öllu verið bjargað við þær aðstæður, sem nú eru. — Eg hef þekkt mörg heimili frá því fyrsta eg man til, sem hafa tekið — ef svo mætti segja — bitann frá munninum á sér og sínúm, til að reyna að líkna skepnum sínum í þi’enginum. Var þetta talið lofs- vert þá, að hafa samúð með skepnunum. En nú virðist þetta orðið breytt í hugum þeirra, sem standa að „Nýja-tímanum“, og þó Ásmundur hafi máske ekki sagt þessi orð sjálfur um rolluna, eða þó öllu heldur rollurnar, þá hefúr hann þó, sá snúningshraði maður, verið þeim samþykkur. Gæti því skeð að einstaka kjós- andi myndi eftir þessu við næstu alþingiskosningar, því að nú vita menn hvers er að vænta með hjálp í þröng, ef kommúnistar ráða.“ KARLAKÓRINN GEYSIR. (Framhald af 1. síðu). morgun. Séra Ingólfur Þorvalds- son frá Ólafsfirði, messaði um borð á hvítasunnudag. Sjóferðin til Færeyja var sæmileg, nokkur strekkingur var þó í móti og far- þegarnir lítið uppi við. . Koman til Thorshavn. Við komum svo til Thorshavn í morgun (þriðjudag) klukkan 10. Geysir söng færeyska þjóðsöng- inn frá skipsfjöl, en formaður og söngstjóri Havnar Sangfelags komu um borð og buðu kórinn velkominn til Færeyja. Samsöng- ur er ákveðinn hér klukkan 1 e. h., en brottför frá Færeyjum kl. 2. Ráðgert er að koma til Akur- eyrar klukkan 2 á fimmtudags- morgun.“ Kórinn söng ókeypis í Þórs- höfn í Færeyjum í fyrradag og var þar trofjfullt hús og margt manna fyrir dyrum úti, sem ekki komst í söngsalinn. Var kórnum ákaft fagnað. Fylgdi mikill mannfjöldi kórfélögum til skips og létu Færeyingar Geysi íengi lifa er skipið lagði frá bryggjunni strax að sam- söngnum loknum. Sjóferðin frá Færeyjum hef- iir gengið vel, veður hafa verið stillt og fremur gott í sjóinn. Um rabarbara, spínat og kalkþörf líkamans Eitt af stórblöðunuin dönsku birti nýlega kafla úr næringarfræði eftir prófessor Richard Ege segir þar á þessa leið: Hin daglega kalkneyzla er mjög þýðingarmikil fyrir heilbrigði manna. Húsmæðm-, sem bera ábyrgð á mataræði fjölskyldunnar, ættu því að kynna sér hvernig hægt er að fullnægja kalkþörf líkamans, svo að eðlilegt megi kallast. Dagleg þörf mannsins fyrir kalium (kalk) er sem hér segir: Grömm Fullorðinn karlmaður, sem ekki stundar líkamlega vinnu 0.6 Fullorðinn karlmaður, sem stundar erfiðisv. 0.75 Fullorðin kona 0.6 Gfrísk kona (seinni hluta meðgöngutímans) 1.5 Kona með barn á brjósti 1.5 Börn frá 1—11 ára 0.9 Börn og unglingar frá 11—20 ára 1.2 Sérstaklega er athyglisvert hversu kalkþörf hinn- ar verðandi móður og móður með barn á brjósti ér mikil. Ungbarnið fær kalkþörf sinni fullnægt i gegnum fæðu móðUrinnar og hún þarf því meira en ella. Fyrir börn, sem érU að vaxa, er kalkið mjög þýðingarmikið. í því sambandi er rétt að vekja athygli húsmæðrá á því, að rabarbari og spínat, sem margir rækta og er annars hollur og góð- ur matur, innihalda oxalsýru. Fái bam rabar- bara eða spínat, jafnvel aðeins lítinn skammt, hindrar oxalsýran að bamið nái kalkinu úr mjólkinni eða ostinum, sem það neytir. % lítri mjólkur inniheldur 0.6 gr. kalk, en diskur af rabarbaragraut inniheldur 1.4 gr. oxalsýru, og þessi oxalsýra eyðileggur meira kalk en finnst í % ltr. af mjólk. Heimilisráð ríkisins í Danmörk (Statens Hus- holdningsraad) ráðleggur af þessu tilefni dönskum húsmæðrum að láta kalcíum kloríd í rabarbara- graut og spínat. Þetta efni gerir oxalsýruna óvirka og fæst í dönskum matvöruverzlunum. Væntanlega í lyfjabúðum hér. Þannig er frásögn danska blaðsins og er líklegt að húsmæður hér telji þessar ráðleggingar athyglis- verðar. Má og vera, að þær séu það fremur hér á landi en í Danmörk vegna þess hver munur er á kalkinnihaldi vatns hér í landi og þar. Minna má á í því sambandi ,að meðan ámeríski herinn dvaldi hér nyrðra á stríðsárunum, voru hermenn látnir borða kalk daglega og var það talið nauðsynlegt til þess að viðhalda heilsu þeirra, enda þótt þeir hefðu gott viðurværi. Fróðlegt væri að heyra, hvað ís- lenzkir heilsufræðingar hafa um þetta efni að segja. Talnaregistur frú Jörgensen Látið húsmóðurina fá frí annað slagið að minnsta kosti, segir í nýlegum kvennaþætti í danska blað- inú BT. Og þetta á að vera almennilegur frídagur, þar sem hún er laus við allar heimilisáhyggjur og heimilisstörf og getui’ helgað sig öðrum viðfangs- efnum. Blaðið hefur rætt þetta mál við danska húsmóður, frú Jörgensen að nafni. Hún hefur kom- ið þessum sið á heima hjá sér og segist eiga það skilið. Hún er 52 ára, hefur verið gift í 30 ár, á tvö börn. Frúin hefur haldið skýrslu um ýmis heim- ilisstörf á liðnum árum og eru það fróðlegar tölur. Hún hefur til dæmis bakað 25.000 brauð og 6000 kökur, framleitt 39.700 máltíðir, 70.000 kaffibollá og hefur eytt 45.000 klukkustundum í að gera hreint, þvo upp og þurrka af ryk og hengja upp föt fjölskyldunnar. Virðist ykkur ekki að frú Jörg- ensen eigi skilið einn frídag annað slagið? spyr blaðið. Nefndi einhver mæðradaginn? Sá dagur er því miður oft þreytandi fyrir konuna. Eitthvað er gert til hátíðabrigðis og erfiðið lendir þá eins oft á henni. Nei, frú Jörgensen fær sér frí 14. hvern dag, heldur til borgarinnar, borðar í veitingahúsi, fer í íeikhús, randar í búðir, gérir yfirleitt það, sem (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.