Dagur - 05.06.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 05.06.1952, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 5. júní 1952 Ungir Framsóknarmenn í Eyjaf jarðar- sýslu efna til funda og undirbúa fulltrúaval til þings S.U.F. Dagskrármál landbúnaðarins: Fóðurblöndur og steinefni Eins og auglýst hefur verið, verður 5. þing ungra Framsókn- armanna sett í Reykjavík 14. þ. m. Það má búast við því, að þetta þing verði mjög fjölmennt, þar sem samtök ungra Framsóknar- manna hafa eflst mjög mikið síð- an síðasta þing þeirra var háð. Nú ætti það að vera metnaðarmál fyrir Eyfirðinga og Akureyringa, að senda eins marga fulltrúa og þeir frekast mega á þetta þing, því að það getur haft mikla þýð- ingu, bæði fyrir samtökin sjálf og flokkinn í heild. Eins ættu allt ungt fólk í bæ og sýslu, er fylgir Framsóknarflokknum að málum og enn stendur utan við þessi félagssamtök, að gerazt nú félag- ar, svo að hópur sá, er suður fer, verði sem stærstur, enda má bú- ast við. að áhrif hans á þingið verði í hlutfalli við stærðina. Nú heíur F. U. F. E. boðað fundi áð Hfafnagili í dag, fimmtu dag, og að Melum á föstudag. — Báðir fundirnir eiga að hefjast kl. 20 e. h. Bernharð Stefánsson flytur ávarp. Rætt ; verður um stjórnmálaviðhorfið. — Framsögu hefur Stefán Valgeirss. Má búast við miklum umræðum bæði um möguleika fyrir vinstra samstarfi, forsetakjörið o. fl. Kosnir verða fulltrúar-á-5. þing ungra Ftam- sóknanríaríria. 'AÍÍir Framsóknar- menn eru velkomnir á fundinrí. Félagið hefui' ráðgert að halda þriðja furídijm;út jjSvaif'aðárdal nú um helgina. Þetta kalda tíðarfar. mun hafa seinkað mjög, að þessir fundir voru boðaðú',. Menningarsjóður kvenna í gamla Hálshreppi Fyrir þá sem vilja heiðra minn- ingu einhverra látinna vina má benda á að minningarspjöld eru til sölu hjá eftirtöldum mönnum. Á Akureyri hjá Sigurði O. Bjömssyni, prentmeistara, og Árna Bjarnarsyni, bóksala, í Bókaverzl. Eddu. Á Svalbarðs- eyri hjá Finni Kristjánssyni, kaupfélagsstjóra, og í Reykjavík hjá frú Helgu Kristjánsdóttur. Sími hennar er 2418. Spjaldið sýnir hvaða leið borgun þess er ætlað að fara, að það er í „Menn- ingarsjóð kvenna í gamla Háls- hreppi“. Þótt sjóðurinn sé fyrst og fremst miðaður við konur í Hálshreppi, er líklegt að svo verði hlynnt að honum, að hann geti áður en langt líður tekið til greina umsóknir frá utansveitar- konum, sem stefna að sama markmiði og skipulagsskráin ger- ir ráð fyrir. „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna“. Það er hugsanlegt, að ef konur hefðu styrkt heims- málin núna undanfarið, að stríðs- óttinn væri minni og færri bræð- ur bæfust á banaspjótum. — Oft geta sögurnar þess, að konur stilltu til friðar með því að bera klæði á vopnin. . Áskell Hannesson. Tillögur vorþings Umdæmisstúkunnar 1. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 lýsir ánægju sinni yfir sam- vinnu þeirri milli stúkunnar og Áfengisvarnanefndar Akureyrar, er átti sér stað sl. vetur. Felur þingið framkvmdanefnd sinni að halda þeirri samvinnu áfram á Akureyri og efna til slíkrar sam- vinnu sem víðast við áfengis- varnanefndirnar í umdæminu. — Ennfremur felur þingið fram- kvæmdanefndinni að leita sam- vinnu við prosta og kennara um bindindisfræðslu, áfengisvarnir og bindindisútbreiðslu. 2. Þingið leggur áherzlu á að auka þurfi regluboðun í umdæm- inu og vinna að auknum kynnum og meira samstarfi milli þeirra stúkna, sem nú starfa. 3. Þingið skorar á Stórstúku íslands að vera á verði gegn hvers konar tilraunum til þess að rýmka um sölu og veitingar áfengra drykkja, ef fram kynnu að koma. 4. Þingið telur að meginstarf Stórstúkunnar eigi að beinast að útbreiðslu Reglunnar í landinu. Því skorar þingið á næsta Stór- stúkuþing að leggja grundvöll að öflugri og þróttmikilli bindindis- boðun, svo sem fjárhagur frekast leyfir. 6. Þingið lýsir vanþóknun sinni á því, hve sjaldan koma fram erindi í útvarpinu um bind- indismál og skorar á fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar að beita sér ein dregið fyrir því, að þetta verði lagfært á þann hátt, að bindindisstarfseminni í land- inu verði ætlaður ákveðinn tími vikulega í vetrardagskrá út- varpsins. 5. Þingið telur óhæfilega lítið framlag ríkisjns til bindindisút- breiðslu og áfepgisyarna og skor- ; ar á þing og stjórrí áð hækka þaÓ framlag að miklum mun. Dagur frá 23. apríl kom í póst- hólfið mitt nærri þriggja vikna gamall. Svo lengi getur póstUr verið frá Akureyri til Reykja- víkur um sumarniál. Hann flutti grein með sömu yfirskx-ift og þessi hefur, ritaða af Guðbrandi Hlíðar, héraðsdýralækni. Þar eð nafn mitt er að nokkru tengt við gi-ein þessa, get eg ekki látið hjá líða að taka pennann og það því fremur, sem hér er um að ræða mál, er eg tel mig bei-a nokkurt skyn á, enda gert athuganir um það efni um undanfarin ár — í hjáverkum. Gi'ein Guðbi'andar virðist skrifuð í tilefni af því, að eg hafi látið orð falla um að stein- efnablanda, sem hann hefur ráð- lagt að blanda í kraftfóður á Ak- ureyri að undanförnu, geti „í gefnu tilfelli“ vei'kað sem eitur. Um þetta er að segja, að eg vissi alls ekki til þess að Guð- brandur hafi gefið forskriftir um fóðurblöndur og ekki heldur, að hann hafi hlutast til um notkun ákveðinna steinefna — almennt. Hinu gat eg búizt við, að hann 'hefði í'áðlagt notkun þeirra, þar sem steinefnaskortur í gripum var auðsær og þá sjálfsagt sem læknislyf, en það er hlutvei'k dýralæknisins, og gjarnan má það vera hlutverk hans að fyrir- byggja kvilla. Væri vel ef ílEi'am- tíðinni yrði góð samvinna dýra- lækna og fóðurfræðinga um að fyrirbyggja, svo sem unnt er, kvilla, sem einatt eiga rót sína að rekja til hvers konar vanfóðrun- ar,.m. a, til steinefnaskoi'ts. Við athuganir mínax'- þykist eg hafa komizt að raun um, að skortur vissra steinefna er því miður of algengur hér, og jafnvel má svo vera, að notkun ákveð- innar steinefnablöndu, sem feng- ist hefui' hér á landi og notuð hefur verið handa mjólkandi kúm, hafi raskað jafnvægi í hlut- föllum steinefnaskiptanna hjá skepnununi, svo að hún hafi verkað eins og þeixn hcfði verið gefið eitur, þ. e. a. s. að illt eitt hafi af hlotizt. Það er satt, að eg hef látið orð falla um þetta efni, og skal standa við þau orð. Þau bygjast á því að ef svo skyldi vera, sem ekki er ósennilegt, að Ca/P hlutfallið sé óhagstætt þeg- ar notað er það fóðui', sem al- gengast er, þá færist þó skörin upp í bekkin þegar ofan á það bætist, að bændum er seld stein- efnablanda, sem samkvæmt til- kynningu firma nokkurs í Eng- landi, er selt hefir blönduna hing að til lands, inniheldur kalcium/ fosfór = 6:1. Það er þetta, sem ástæða er að taka til athugunar og vítavert er, að slíkri vöru er bændum úthlutað. Það er miklu veri'a en að selja ónýtt smára- smit eða fx-æblöndu án háliða- grass. Því fer fjarri, að nokkuð sé athugavert við að íxota venju- legt dikalciumfosfat, sem stein- efnablöndu í kraftfóður, eða sem uppbót handa mjólkandi kúm. Slíkt mundi mér aldrei hafa dottið í hug að minnast á. Hitt er svo annað'mál, að venjulegt dikalciumfosfat er ekki einhlítt til þess að sjá skepnxmum fyrir nægilegu magni steinefna þeirra, sem í þessu salti felast, nema til viðhalds og ef til vill til vaxtar. Það skiptir sem sé rniklu hvaða nytjar skepnan gefur af sér. Tölu þá, um hlutfallið milli Ca/P, sem Guðbrandur notar eftir próf. Bendixsen, skal ekki véfengja þegar um er að ræða vaxandi ungviði og lágnytja kýr. En þeg- ar kýi'iri kernst í nyt sem rí'emur 15—25 kg mjólkur á dag, er allt öðru máli að gegna. Þá vex þörf- in fyrir fosfór mjög og hlutfallið Ca:P þarf þá að vera um það bil 1:1. Það er hér, sem við brennur, og þetta vei-ður þeim mun al- mennara og alvai'legra fyrii'brigði sem fleiri og fleiri bændur fóðra skepnui'nar það vel, að kýi'nar virkilega komast í háa nyt. Og svo skal því bætt við hér, að þegar um hánytja skepnur er að ræða þurfa steinefnasamböndin að vera auðleyst, að minnsta kosti að nokkru, og gildir það einkum um fosfórinn. Það er því ólíklegt að dikalciumfosfat geti fullnægt þörfum hámjólkandi kúa fyrir Ca og P. Það þarf meii'a til, einkum af fosfór. Og það þýðir ekki að gefa hreinan fosfór í því skyni að bæta úr skortinum, heldur verður að nota fosfórsúrt salt. Það hefur um áx-araðir verið álitið, að fos- fórlýsi læknaði beinasýki. Hér er það ekki fosfórinn heldur lýsið, sem hlut á að máli. Hi-einn fosfór er í fosfói'lýsi í svo litlum mæli, að hann hefir bókstaflega enga þýðingu í þessu sambandi, enda uppsogast (resoi-berast) hann ekki nema að litlu leyti og hreinn fosfór myndar ekki fosfórsúr sölt í líkamanum, segja lífeðlis- fræðingarnir. Á því byggist það, að hægt er að „mei'kja“ fosfór- sameindir og fylgja vegum þeii-ra urn líkami manna, dýra eða jurta. —o—* En hvað er hægt að gera í steinefnamálunum? munu bænd- ur eflaust spyrja, því mál þetta er alvarlegs eðlis. Það er ekki ólíklegt að það gé i:étt, sem Guð- brandur getur um, að ýmsir grÍRÍr hafi, Isgknast þegar liann nótáði dikalciumfosfat og það er ekki ólíklegt, að bráðadauði gé fágætari þar sem það hefir vei'íð notað. Það gleður mig að heyra að svo hefir Guðbrandi reynzt, því það styrkir þá ályktun niína, sem senn stappar nærri vissu, að bráðadauði og vissir kúakvill- ar eigi nokkuð skylt við fosfór- jafnvægi í fóðrinu — ef til vill þó flóknara fyrirbrigði, er varðar fleiri steinefni. Þegar maður hefur stundað nokkuri-a ára séi'menntun og störf á þessu sviði fer ekki hjá því að hugm'ínn er stundum við þessi vei'ksvið tengdur, þó að ekki sé hægt að sinna þeim nema í frístundum. En svo sterk- sönnunai-gögn þykist eg hafa, að ástæða sé til að staðfesta þau með eiginlegum rannsóknum og það er vei-kefni sem liggur fyrir, ef einhver vill að því stuðla. Hitt er víst, að þangað til fi-ek- ari vissa fæst, er ástæða til að bændur fái hugmynd um, hvað hér er um að ræða, svo að ekki sé stefnt eftir þeim leiðum, í fóðrun góðra gripa, sem líklegastar eru til óheilla. —o— Það var víst árið 1939, að eg ritaði grein og sendi til íslands til birtingar í dagblöðum. Fjallaði hún um, að bændur skyldu vara sig á því, að heimafengna fóðrið mundi skorta fosfór næsta vetur, eftirf hið mikla þurrkasumar sem þá var. í öllum þuri'kasumrum takmarkast magn fosfói's í grasi og heyi. Þetta magn takmax-kast ekki síður þar, sem fosfói'sýru- áburður er lítt eða ekki notaður ár eftir ár. En þetta getur átt við um fleiri tegundir steinefna. Ut í það skal þó ekki farið hér. Hitt er víst, að þessi mál eru svo mik- ils vei-ð, að ástæða er til, að hald- in séu unx þau heil bændanáms- skeið, til þess að bera sig saman um það sem vitað er, en þó fyrst og fremst til þéss að ráðgazt um hvað gera skal. * Reykjavík 12. maí 1952. \ Gísli Kristjánsson. Minningarlundur Bólu-Hjálmars Avarp til Skagfirðinga á Akureyri Skammt utan við Silfrastaði í Blönduhlíð er bærinn Bóla, sem skáldið Bólu-Hjálmar 'er við .kenndur ,pg þjó þar langa hríp jvið þröngan kost og litla viður- "kenningu. Aldrei hef eg farið svo með áætlunarbifi'eið þessa leið, að ekki hafi einhver spui’t: „Hvar er Bóla?“ Þessi staður, þar sem hið ógæfusama og lítilsvirta skáld háði lífsbaráttu sína, er þrátt fyr- ir allt svo mei'kur í augum þjóð- ai'innar, að allir vilja vita, hvar Bóla er. Eg hef því oft fundið til þess, að þarna vantaði eitthvað, sem minnti á skáldið, eitthvað, sem í senn svalaði foi'vitni fei'ða- mannsins, en gæti jafnframt um aldur og ævi verið minnisvarði hin stórbrotna skálds. Því var það, að á aðalfundi Skagfii'ðinga- félagsins á Akureyi'i veturinn 1951, bar eg fi-am þá tillögu, að Skagfirðingafélagið beitti sér fyr- ir því að reisa Bólu-Hjálmari bautastein í Bólu. Þessari tillögu var þegar vel tekið á fundinum, en þó yar ekkert að gei-t fyrr en á aðalfundi félagsins snemma á þessu ári. Voru þá kosnir í nefnd til að undirbúa málið, þeir Guð- mundur Jónsson garðyrkjurríað- ur, Þoi-móður Sveinsson skrif- stofumaður og undirritaður. Höf- um við síðan hafið nokkurn und- irbúning. Meðal annars höfum við farið vestur að Bólu og rætt málið við Valdimar bónda og Guðmund son hans. Tóku þeir máli okkar foi'kunnar vel og buð- ust til að gefa land undir fyrir- hugaðan minningarlund og var honum valinn staður á hólbarði neðan við þjóðveginn vestan Bólutúnsins. Er það að okkar dómi hinn ákjósanlegasti staður, og er eg þeim Bólufeðgum ákaf- lega þakklátur fyrir þessar ágætu undirtektir þgii’ra. - . Þai'na er svo ætlunin að í'éisa Hjálmaid bautastein og verði um- hvei-fis hann nokkur skógarlund- ur. Ætlunin. er að. r.eyga gð girða í'eitinn., í sumar og planta svo í hann næsta vor. Viðvíkjandi bautEisteininum hefur komið til tals að reyna að fá stuðlaþei'gs-' súlu framan úr Kinnarfjalli í Austui'dal, en þar bjó Bólu- Hjálmar unx nokkurt skeið á Nýjabæ. Ekki er þó enn vitað, hvox't þetta er unnt, vegna erf- it&'a íve&i. ? tetfe er nú í stuttu '1r f f% g'J £ - j. maliiþað. holzta,Jsenx sagt verður á þessu stigi málsios. En nú vant4 ar féð og 'til þes’s ei-u línur þessár skrifaðafþ'áð heita á alla Skag- fh'ðinga búsetta á Akureyri, að leggja þarna fram einhvern ofur- lítinn skei'f, hvern eftir sinni getu. Heima-Skagfii'ðingar hafa af miklum dugnaði reist Jóríi Arasyni foi'kunnarfagran nxinnis- varða heima á Hólum, og heyrzt hefur, að þeir væru þegar farnir að imdirbúa að reisa Stefáni G. Stefánssýni annan, og er það myndai'legt áfi’amhald. Nú hefði verið ganxári, að við,. Skagfirðing- ar á Akuréýri, hefðum getað gef- ið sveit okkar bautastein til minningar unx Bólu-Hjálmar, og það getum við, ef . við vei'ðum samtaka. Við tx-eystum því einnig, að litla eða enga vinnu þurfi að kaupa, helúui' verði unnt að fi-amkvæma hana mesta eða alla með sjálfboðastarfi. Áður um- getnir nefndai-menn taka allir við samskotum til þessai-a fram- kvæmda, en auk þess mun liggja frammi samskotalisti í verzlun- inni London, og geta menn gréitt fi-amlag sitt þar, ef það þykir hentugi'a. Við vonum, að þessu vei'ði vel tekið, og rétt er að geta þess, að fúslega verður tekið við framlög- um fi'á hvei'jum sem er, enda þótt þeir séu ekki Skagfirðingai'. Hamies J. Magnússon. Önnur blöð bæjarins eru viþ- sanxlega beðin að . taka- þessk grein, ef þau geta rúmsins vegna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.