Dagur - 05.06.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 05.06.1952, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 5. júní 1952 DAGUR 5 Heimilisliættir á þ j óðarheimilinu eftir Jón H. Þorbergsson á Laxamýri. Nehru segir kommúnista líkasta trúarlegum ofstækisflokki Indland mun aldrei kaupa verklegar framfarir eins dýru verði og Rússland og Kína Forsætisi'áðherra Indlands, hinn hámenntaði og stórvitri stjórn- málamaður Jawaharlál Nehru, talaði nokkur órð í fullri mein- ingu við kommúnista á þingi lands síns hinn 22. f. m. við um- ræðurnar, sem urðu um ávarp forsetans við þingsetninguna. „Vér munum aldrei' gjalda það verð fyrir verklegar framfarír, sem Sovét-Rússland og Kína hafa gert og eg efa, að leiðtogar þessara þjóða mundu yilja gjalda það verð ef þeif hefðu tækifæri til þess að íifa íiðna tíð Upþ á nýtt,“ sagði Néhru. Hann sagði að ræður komm- únistaþingmannanna værú nú orðið ekkert annað en „slagorð og kennisetningar, sem eru orðnáf úreltar fyrir löngii. Kommúnistar eru stöðugir í trúnni eins og trú- arlegir ofstækismenn. Eg hef hingað til neitað að beygja mig fyrir trúarlegu ofstæki og eg neita enn að beygja mig fyrir of- stækismönnum þessara nýju trú- arbragða," sagði forsætisráðherr- ann. í framhaldi af þessu sagði Nehru. — og sneri sér að þing- mönnum kommúnista: „Þið dáið mjög hvert atvik, sem fyrir kem- ur í Rússlandi eða Kína, en gagn- rýnið og bannsyngið sams kónar atvik ef þau koma fyrir heima hjá ykktii’. Það er mál út af fyrir sig, að dást að öðru landi og reýná að eftirlíkja þáð bezta, sem þar finnst, en það er annað mál og óskylt að telja það land fremra og betra sínu eigin landi að öllu leyti.“ Samkv. frásögn Herald Tribune 23. maí. Amtsbókasafnið á Akureyri 1951-52 Lesstofán frá 2. okt. til 14. maí: Það gengur ávallt illa á því heimili, þar sem aðeins sumir hinna verkfæru vinna nauð- synjastörfin. Þar sem sumir leggast í leti og ómennsku og ætl- ast til að aðrir vinni það, sem þeim bér sjálfum að gera. Það verður margt ógert, sem gera þarf, og þar verður vöntun á mörgu, sem nauðsynlegt er að hafa fyrir hendi. Þetta á sér því miður stað á einstöku heimilum, en þó allra mest á þjóðarheimilinu. Fram- leiðslustörfin eru nauðsynjastörf á því heimili, en þau eru þar mest vanrækt allra starfa. Breytingin frá aldamótum. Um síðustu aldamót stundaði 71,5% af þjóðinni landbúnaðar- störf. Hve mikill hluti hennar stundaði þá sjávarútveg er ekki kunnugt, en sennilegt er að þá hafi allt að því 80% af þjóðinni stundað framleiðsluna til lands og sjávar. Á þessu er nú orðin mikil breyting. Samkvæmt útreikningi Hagstofu íslands fyrir árið 1930, yoru 35,8% landbúnaðarfólk, en 16,7 % sjávarútvegsfólk, eða alls 52,5% af þjóðinni, sem stóð að nauðsynlegustu störfunum á þjóðarheimilinu, framleiðslunni. Tíu árum síðar eða 1940, höfðu eftir sama útreikningi, þessar töl- ur lækkað mjög verulega. Þá stunduðu landbúnað 30,6%, en sjávarútveg 15,9%. Alls stunduðu þá framleiðslustörfin 46,5%. Enn hef eg ekki náð í þessar tölur frá manntalinu 1950. En að því má ganga vísu, að þær hafi enn lækkað. Það skal tekið fram, að hér er átt við allt það fólk, sem að framleiðslunni stendur, vinnandi folk og skyldulið. Þessar tölur lofa engu góðu um dugnað og af- köst. Að vísu má segja að nokkuð af framleiðslufólkinu sé nú starf- andi við nauðsynleg iðnaðarstörf innlendrar framleiðslu, svo sem fiskiðnaðar, mjólkur-, kjöt- og ullariðnað. Hve margt það fólk er vitum við ekki. En sýnilegt er að fjöldinn af því fólki, sem um aldamót stundaði framleiðsluna, ér lagst í leti og ómennsku, jafn- vel þó það sé talið til einhverra starfa. Mörg stprf á þjóðarheim- ilinu eru ónauðsynleg og skaðleg þjóðinni. Að þeim vinnur það fólk, sem horfið er frá hinum nauðsynlegu framleiðslustörfum. í verzlunarstéttinni er fjöldi af iðjuléysingjum. Til dæmis í Reykjavík er ein verzlun fyrir hverja 56 íbúa. Við prentverk og útgáfu rita er mikill fjöldi fólks við ónauðsynleg og skaðleg störf. Prentfióðið er langsamlega of mikið, með sorpritum, sem miða að því að drepa alla heilbrigða hugsun úr íslenzkri þjóðarsál. — Svo kemur ýmiss konar fiktiðn- aður, sem er bara til þess að drepa tímann, og svo loks þeir, sem gera helzt ekki neitt og þá frekar eitthvað til ills, með óknytt um og ýmiss konar braski. Margar orsakir. Nú vaknar sú spurning: Eru íslendingar í eðli sínu letingjar og óduglegir? Eg held að það sé hægt að færa rök að því, að svo sé ekki. Þeir hafa oftsinnis sýnt sérlega góð áfrek í ýmsum mann- raunum og fólk það, sem enn heldur sig við framleiðslustörfin er sérlega duglegt fólk. Orsakirn- ar til ófdrnaðar þessa eru marg- víslegar. Það er jafnan nokkuð misjafn sauður í mörgu fé' og þótt íslendingar eigi mikið af dugnaði til, þá þykir mörgum góð setan og legan og ávallt er hæg- ara að ganga ofan í móti en upp á við. Aðaltildrög þess að svo mjög fækkar nauðsynlegum, vinnandi höndum á þjóðarheimilinu, eru Dau að töluvert of márgir hafa gerzt húsbændur á þessu heim- ili, sem vantað hefur útsjón, dugnað og þjóðhollustu. Það hef- ur á margan hátt verið hlaðið undir leti og ómennsku og ábyrgðarleysi um þjóðarafkomu, en þeim gert erfitt fyrir, sem stóðu að framleiðslunni, reyndu að sjá farborða þjóðarheimilinu, fjárhagslega. Þegar við bændur fengum 1/3 framleiðslukostnað- arverðs fyrir dilkana, aðalafurð búanna, var af þessum húsbænd- um talið fært að hækka kaup og laun, sem miðaði að því að gera framleiðandanum óstætt. Fólkið vildi þá náttúrlega heldur vera á kaupi. Það hefur verið búin til vísitala fyrst og fremst fyrir þá, sem ó.ábyrgir um framleiðsluna. Vísitala, sem byggð er á ramm- skökkum grundvelli. Til dæmis ef innflutt vara, þótt hún sé meira að segja óþörf, hækkar í verði, þá ber að greiða hjúunum á þjóðar- heimilinu meiri laun. En þá er framleiðandinn látinn eiga sig og sá sem lifir á samanspöruðu fé sínu. Þetta veldur misrétti og má því ekki eiga sér stað. Það sýnir um leið ranglátan eða óvitran húsbónda og miðar svo líka að því að fólk verði fráhverft fram- leiðslunni. Raunverulegur grund- völlur launavísitölunnar hlýtur jafnan að vera sá, hvað fram- leiðslan til sjós og lands gefur í aðra hönd, á hverjum tíma. Yrði þá vísitala sú breytileg eftir ár- ferði. — Þetta er óhætt að undir- strika og taka til alvarlegrar at- hugunar. Kröfupólitík og þegnlegar skyldur. Þá hafa verið stofnuð víðtæk samtök og félagsskapur, sem hef- ur það á stefnuskrá sinni að vinna sem minnst, en gera sem mestar kröfur um laun. Það þróar leti og ábyrgðarleysi hjá fólki og er sannarlega ekki hollt uppeldis- meðal fyrir æskuna í landinu. — Þar af er svo sprottinn hinn fár- ánlegi 8 stunda vinnudagur. Hann er óvítrætt einvörðungu til þess að draga úr nauðsynlegum störfum um bjargræðistímann, sem oft er hér skammur og enda- sleppur. Með þessum vinnu- brögðum fær fólkið nægan tíma til að éyða daglega í margs konar óþarfa, sem dregur athygli frá nauðsynlegum störfum og veldur margs konar óhollustu. En nauð- synleg störf eru holl og göfga manninn. Ríkið og löggjöfin hef- ur svo lagt blessun sína yfir þeSsá fjarstæðu, Það vill ósjaldan til, að víð hér í landbúnaðinum höfum fjóra eða jafnvel þrjá mánuði til að vinna að uppskerunrti, ef ætti að fram- kvæma það Verk með átta stunda vinnudagsfólki, yrði að leggja landbúnaðinn niður. Eg minnist þess rétt eftir alda- mótin, þegar tekin var upp al- mennt sú venja að vinna 12 tíma daglega úm sláttinh, að þá fannst bæði mér og öðrum leikur einn að fylgja þeirri reglu. Áður var vinnutíminn ótakmarkaður. Undirstaða landbúnaðarins er slægjuland og hey fyrst og fremst. Til þess að afla þessa sem mest, er hægast af öllu að leggja á sig 12 tíma vinnu um sláttinn daglega, virka daga. Hér á landi úir og grúir af samþykktum, til þess að herða á kröfunum um meiri og meiri „hlunnindi“, daglegt frí frá nauð- synlegum störfum og hærri laun. Þessu miðar vel áfram til meiri slæpingsháttar á þjóðarbúinu, sem og vænta má, þegar hús- bændurnir eru jafnvel sjálfir þátttakendúr á kröfufarganinu. Aftur ó móti þekkjast ekki, úr sömnu átt, neinar samþykktir, um meiri framlagðar, þegnlegar skyldur. Unglingarnir, sem eiga að þroskast til manns í þessu andrúmslofti, hljóta að skoða slæpingjaháttinn sem takmark, en nauðsynjastörfin sem böl eða sport, sem náttúrlega fáir vilja skemmta sér við. Þeir líta á þessa samþykkta-grautargerð sem lög, jafnvel þótt samþykkt- irnar séu með þeim hætti að rík- isstjórninni bæri skylda til að af- nema þær, samkvæmt stjórnar- skránni, þegar þær miða til nið- urdreps framfaramálum þjóðar- innar. Afleiðing þessara samþykkta eru svo verkföll, verðfelling gjaldeyrisins, „bátagjaldeyrir" o. fl., sem veldur stórtjóni og margs konar örðugleikum á þjóðar- heimilinu og miklu misrétti með- al heimilisfólksins. Svo eru álagðir tollar og skattar í hið ó- endanlega, sem enginn botnar í að lokum og sem því erfiðara er að greiða, sem meira er slæpst og sem lítið verður til að greiða með, þegar nauðsynja- og fram- leiðslustörfin eru meira og meira lögð á hilluna. Ef að véfengja á það, sem eg segi, ber að líta á það um leið, að þjóðarheimilið er í stórskuldum og þiggur nú gjafafé frá Banda- ríkjunum í stórum stíl, til nauð- synlegra framkvæmda. Og þetta stafar einvöi’ðungu af þvi, að meix’i hluti þjóðarinnar er horf- inn frá fi’amleiðslustöi’funum. Ötul vinnubrögð haldbezta aðstoðin. Það verður aldi’ei byggt upp heilbrigt fjái’málalíf í landinu nema að framleiðsluatvinnuveg- irnir standi á eigin fótum fjár- hagslega. Aðstoð við þá eiga að vera ötul og ósvikin vinnúbrögð og hagkvæm lán til umbóta og nauðsynlegra framkvæmda. Það eru aðalatriðin. Það verður held- ur aldrei byggt upp heilbrigt fjármálalíf, nema að verðgrunn- urinn, vísitalan, sé uppbyggð á þeim arði, sem framleiðslan til sjós og lands gefux’. Framundan er gjaldþrot á heimilinu, nema að fólkið hverfi aftur til stai-fa við framleiðsluna. Að þeim stöi’fum þurfa að standa 70—80 af hvei-ju hundi’aði lands- manna, í stað um 40 manns, sem nú mun næi’i’i því sem ér. Það þarf að koma iðjuleysingjunum af stað og afskrifa stóra hrúgu af launamönnum, aðstoðarmönnum, nefndum og ráðum, sem flest eru ráðalaus. Minnst helmingur þjóð- arinnar þarf að stunda landbún- að. Til þess vanta sveitirnar í dag yfir 30 þúsund manns. Það fólk er til í landinu við ónauðsynleg eða engin störf. Það þarf strax, af leiðandi mönnum, að gera áætlun um það, með hverjum hætti má koma þeirri breytingu á ög hve langan tíma muni þurfa til þess. Nú eru í svéitum landsins tæp- lega 40 þús. manns. Um síðustu aldamót var sveitafólkið 63 þús. og mýtti þá teljast bjargálna. Nú er margt afkomenda þessa fólks að mynda fátækrahverfi í höfuð- stað landsins, þar sem ekkert liggur fyrir því annað en eymd- arlíf. Þó að aukin tækni létti stöi’fin og útheimti minni vinnu við ákveðið framleiðslumagn, þá þarf Gestir: Októbar 130, nóvember 192, desember 123, janúar 120, fe- brúar 181, mai’z 202, apríl 144, maí 47. Alls 1139 (í fyrra Í136). Lánað á lesstofu alls 673 bæk- ur, blöð og tímarit (í fyrra 562). Útlán frá miðjum júní til 1. maí: Notendur 878 og auk þetss lánað í fjóra togara (í fyrra 781). Fjöldi heimlángðra bpka: Barnabækur 1123, skáldsögur eftir íslenzka höfunda 1591, skáldsögur eftir er- lenda höfunda, þýddar á ísl., 7257, landlýsingar og ferðásögur 368, ævisögur og minningar 721, ís- landssaga og ísl. fræði 402, Aðrir flokkar ísl. bóka 322, ei’lendar bækur alls 1638. Útánsbækur 13422. Á lessal 673. Samtals 14095 (í fyi’i-a 10929). Notendur safnsins alls (878—4—1139) 2021 (í fyrra 1917). Auk skyldueintaka bætt- ust safninu 308 eintök, frá 1. júní 1951 til 31. maí 1952. Gefendur: Ólafur Jónsson 1 ein- tak. Americon légation Rvík 6 eint. Utanríkismálaráðuneyti Nor egs 3 eint. M. Andérson. West- broök Maine U. S. A. tímaritið „The Rotarian“. U. S. Informat- ion Service Rvík tímaritið „Life“, samt fólksins allt að einu með, því að verkefnið er mikið við ræktun landsins og á öðrum Verklegum sviðum og mikil þöi’f fyrir aukna framleiðslú. í landbúnaðinum á að nota inn- lent hey í stað erlends fóðurs, og innlendan kraft sem mest í stað érlendrar olíu, véla, kola o. s. frv. Böl atvinnuleysisins og vei’k- falla hverfur með því, að fólkið haldi sig við nauðsynjastörfin og sýni drengskap í því að bera ábyrgð á þeim. Þá er hægt að una glaður við sitt. Þá þarf heldur ekki að lifa af gjafafé. Þá á að vera hægt að koma á röð og reglu á þjóðarheimilinu og ala þar upp fólk með heilbrigðari skynsemi. Jón H. Þorbergsson. „Time“ og blaðið „The New York Times“. The christian science publ. society tímaritið „The her- ald of christian science" og blaðið „The christian science monitor", Akureyrarblöðin, Vísir, Hagtíð- indi, Hagskýrslur, Lögberg og Heimskringla send safninu af út- gefendum. Safnið var opið til útlána einu sinni í viku yfir sumarmánuðina. Frá 4. okt. til 1. maí var opið til útlána þrisvar í viku og lesstofan opin alla daga, nema sunnudaga, frá 2. okt. til 4. maí. í sumar verður safnið opið til útlána miðvikudaga og fimmtu- daga kl. 4—7. Lesstofan opin á sama tíma. Bókavörður. Ræjarhúsið skemmdist af eldi Um miðjan dag á fimmtudag- inn kviknaði í húsinu Aðalstræti 23 hér í bæ, en það er gamalt timburhús, tvær hæðir og ris á kjallara, eign Akúreyrarbæjar. í húsinu býr margt fólk, fjölskyld- ur og einhleypingar. — Eldurinn kom upp í kjallai-anum og varð allmagnaður um tíma, en slökkviliðinu tókst þó fljótt að slökkva. Skemmdir urðu veru- legar í kjallara og neðri hæð. Inn- búi tókst að bjarga, en mun hafa orðið fyrir einhverjxxm skemmd- um eigi að síður. Frá Skyndihappdrætti Þórs Nú eru allra síðustu forvöð að kaupa miða. — Dregið verður annað kvöld. — Félagar, gerið þegar í stað skil fyrir seldum miðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.