Dagur - 05.06.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 05.06.1952, Blaðsíða 8
8 Baguk Fimmtudaginn 5. júní 1952 39 luku gagnfræðaprófi frá Gagn fræðaskóla Akureyrar - futtugu gengu undir landspróf Frá skólaslitum síðastliðinn laugardag Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið sl. laugardag. Hófust skóla- slitin með því að sungið var: „Eg vil elska mitt land“ með undir- spili bins 85 ára öldungs Sigur- geirs Jónssonar söngkennara. Flutti þá skólastjórinn, Þor- steinn M. Jónsson, ræðu, þar sem hann skýrði frá rekstri skólans sl. skólaár. Skólanum hafði verið skipt í 13 deiidir, 6 bóknáms- deildir með 153 nemendur, og 7 verknámsdeildir með 145 nem- endur. Alls sátu í skólanum 298 nemendur. Gagnfræðaprófi luku 39 nemendur, 24 úr bóknámsdeild og 5 úr verknámsdeild. Hæstu einkunn í bóknámsdeild fékk Guðmundur Tryggvason 7,76, en í verknámsdeild Hulda Þórey Eggertsdóttir 7,97. Hæstu eink- unn í öllum skólanum fékk Guð- ný Pálsdóttir í II. bekk verk- námsdeildar 8,43. Tuttugu nem- endur gengu undir landspróf miðskóla. Skýrslu sína um störf skólans endaði skólastjórinn á þessa leið: „Þjóðin ver miklu fé til skóla, Á fjórum fyrstu mánuðum yf- irstandandi árs hafa íslendingar flutt út vörur fyrir röskar 183 milljónir króna. Stærsti liðurinn í útflutnings- verzluninni var á þessu tímabili freðfiskur, sem við seldum fyrir 70 millj. króna. Þar næst kemur svo ísfiskur fyrir 27 millj. kr., þurrkaður saltfiskur fyrir 14% millj. kr. og óverkaður saltfiskur fyrir 12 millj. kr. Aðrir liðir eru yfirleitt smærri, en næst að verð- mæti komast síldarmjöl og fiski- mjöl. Á sama tíma kaupum við frá útlöndum vörur fyrir röskar 278 millj. kr. Langstærsti liðurinn er éldsneyti, smurningsolíur og þess háttar, sem við flytjum inn fjóra fyrstu mánuði ársins fyrir 53V2 Vinna hafin við nýju brúna á Laxá Fyrir nokkru er hafin á ný vinna við brúarsmíðina nýju á Laxá í Aðaldal, skammt frá Laxamýri. Þetta er mikil brú, steypt bogabrú með 52 metra löngu gólfi, gerð með tilliti til þungaflutninga til nýju Laxár- virkjunarinnar. Áætlað er að Ijúka þessari brúarsmíði í ágúst næstk. enda finnst sumum skattþegnum nóg um það. En eins og vort fá- menan ríki ver miklu fé til land- búnaðar, sjávarútvegs og annarra atvinnuvega, til þess að þeir verði öfíugur grundvöllur að lífi þjóð- arinnar, þá er hinn sami tilgang- ur með fjárframlögum til skóla og annarra menningarstofnana. Til- gangui'inh er sá að gera þessar stofnanir að styrkum stoðum fyr- ir þjóðfélagið til þess að efla og vernda menningu þess, vitsmuni þess, siðgæði þess, heilbrigði þess, líkamlega og andlega starfs- orku þess, hamingju þess og virð- ingu. Hvernig þessum skóla tekst að rækja þetta hlutverk sitt, er annai-ra að dæma en mitt.“ Þá afhenti skólastjórinn hinum nýútskrifuðu gagnfræðingum skírteini sín. Og að því loknu flutti hann ávarp til þeirra og lagði út af: „Gildi þjóðanna er komið undir gildi hvers einstaks manns.“ Skólaslitunum lauk með því að sunginn var sálmurinn: „Faðiy andanna“. millj. króna. Þar næst kemur álnavara, garn og vefnaðarvörur fyrir 32.4 millj. kr., rafmagns- áhöld fyrir 19 milj. kr., vélar 16% millj. kr., korn og komvöi'.ur fyrir rúmlega 15 millj. kr., málma fyrir 12 millj. kr., málmvörur 11 millj. kr., pappírsvörur 11.8 millj. kr. og vörur úr ómálmkenndum jarðefnum rösklega 10 millj. kr. Aðrir liðir eru smáerri. Um hvítasunnuna komu hér góðir gestii', lcikflokkur frá Leik- félagi Hafnarfjarðar, og sýndi hér ágætan írskan sjónleik, Allra sálna messa, eftir Joseph Tomel- ty. Lítið var lcunnugt um leikför þessa í bænum, blöðin höfðu eklti getið hennar og auglýsingar voru af skornum skammti. Fór því svo að sýningamar voru illa sóttar. Var það óverðskulduað, því að sýnhigin var um flesta hluti hin ánægjulegasta. írsk leiklist og leikritun er stórmérkileg og of lítið kunni hér á landi. En hin sterku og þjóð- sagnakenndu leikrit írskra skálda falla vel í geð íslehdingum og svo var um þetta leikrit. Hér er fjall- Hjalti Þórarinsson læknir og frú hans við læknisstörf í Banda- ríkjunum Laust fyrir mánaðamótin síð- ustu héldu vestur um haf ung hjón, sem bæði eru læknar að menntun, til starfa þar um eins árs skeið. Þetta voru þau Hjalti Þórarinsson læknir og frú Alma Thorarensen kona hans (dóttir O. C. Thorarensen lyfsala hér í bæ). Er frúin kandídat í læknisfræði. Þau muno starfa um eins árs skeið við Wisconsin háskóla í Madison í Wisconsinfylki. Mun Hjalti verða aðstoðarlæknir við skurðlækningadeild háskólans, en frúin ljúka tilskildri kandí- datsvist við háskólann. Hjónin eru bæði stúdentar frá Mennta- skólanum hér (1941). Hjalti starfaði einnig sem aðstoðar- læknir við Akureyrarspítala um skeið. Þau eru bæði að góðu kunn hér um slóðir og munu margir Norðlendingar árna þeim farar- heilla og góðrar heimkomu. FLUGFÉLAGIÐ 15 ÁRA. (Framhald af 1. síðu). unnu að því með honum. Alltaf síðan hefur verið góð samvinna með Akureyringum og Flug- félaginu. Félagið hefur flutt 160 þúsund farþega á 15 árum og 1,6 millj. kg. af vörum. Gullfaxi hef- ur flutt 16000 manns í milli landa síðan 1948. Hjá félaginu starfa nú um 100 manns. VESTUR-ÍSLENDINGUR (Framhald af 1. síðu). embætti í náttúrufræði og efna- vísindum við Háskóla íslands. í minningargrein, sem Einar Páll Jónsson ritstjóri skrifaði um Aðalstein, í Lögberg í desember 1949, komst hann svo að orði: „Með Aðalsteini Kristjánssyni er genginn grafarveg hreinlundaður íslenzkur maður, sem vissi hvað hann vildi og kvikaði eigi frá því, er hann vissi sannast og réttast". Akureyringar og Eyfirðingar hafa ástæðu til að minnast þessa merka Hörgdælings með virðingu og þökk. að um líf og ævikjör sjómann- anna við strendur írlands, um fá- tækt og fáfræði, kjark og karl- mennsku, ástir og raunir og óblíða náttúru. Einar Pálsson hefur sett leikinn á svið og gert það vel. Leikendur eru okkur ókunnir, en þeir leystu hlutverk sín vel af hendi, sumir afbragðs- vel. Má þar einkum nefna Huldu Runólfsdóttur í hlutverki móður- innar og Þorgrím Einarsson í hlutverki föðursins. Aðrir leik- endur eru: Auður Guðmunds- dóttir, Sigurður Kristins, Finn- bogi Amalds, Friðleifur Guð- mundsson og Kristinn Karlsson. Þessi heimsókn LH var félaginu til sóma. Olíur og eldsneyti stærsti liðurinn I innflutningi okkar Kaupverð þess 53,5 millj. kr. á 4 mánuðum Leikflokkur úr Hafnarfirði sýndi hér ágætan írskan sjónleik Sæmundur Auðunsson skipstjóri á Kaldbák í hálft fjórða ár. — Myndn er tekin á stjórnpalli togarans. Kaldbakur" hefur flutt að landi aflaverðmæfi fyrir meira en 20 milljónir króna 5 ár liðin síðan skipið kom úr fyrstu veiðiförinni Togarinn Kaldbakur — fyrsti togari Utgerðarfélags Akureyr- inga h. f. kom til Akureyrar 17. maí 1947 og var þriðji nýi togar- inn, sem til landsins kom eftir styrjöldina. Skipið hafði aðeins skamma viðdvöl hér fór út 21. maí — og kom úr fyrstu veioi- förinni hinn 1. júní og þá með fullfermi. Skipið hafði ekki að- eins lestar fullar af ísvörðum fiski, heldur einnig mikið af glæ- nýjum fiski á þilfari, er það kom hingað inn, og var nokkuð af aflanum lagt hér á land. Togarinn sigldi síðan til Bretlands og seldi þar 4217 kit í Grimsby fyrir 11.309 sterlingspund. Var fyrsta veiðiför skipsins öll hin giftu- samlegasta og gifta hefur jafnan fylgt þessu skipi síðan. Það hefur alla tíð verið mikið afla- og happaskip. Samkvæmt upplýs- ingum, sem blaðið hefur frá for- stjóra Útgerðarfélags Akureyr- inga h.f., Guðmundi Guðmunds- syni, hafði Kaldbakur lagt á land afla, frá upphafi og til s. 1. ára- alkunnum dugnaði og prýði í hartnær 4 ár, unz hann tók við stjórn á „Harðbak". Gunnar Auðunsson hefur verið skipstjóri á Kaldbak síðan og hefur einnig reynst mikill afla- og dugnaðar- maður í hvívetna. Togaraútgerð er nú orðin þýð- inagrmikill liður í atvinnulífi bæjarmanna. Allt hefur hjálpast að við að ná því takmarki, afla- sæl skip góð stjórn og fyrir- hyggjusöm og samvinna einstak- linga og fyrirtækja. Á þessum tímamótum má samfagna þeim, sem mest hafa að þessum málum unnið, hver árangur er orðinn. Bæjarmenn munu sammála um að óska hinni ungu útgerð gæfu og gengis. Ungur Akureyringur hlaut bezta vitnisburð- inn í Húsmæðra- kennaraskólanum móta að verðmæti samtals kr. 20.055.764.77. Sæmundur Auðimsson gerð- izt skipstjóri á Kaldbak þegar í byrjun og stjómaði skipinu af r ítalski tenórsöngvarinn syngur hér á laugar- daginn TónlistaríélEg Akureyrar hefur ráðist í að fá ítalska óperusöngv- arann Leonida Bellon, sem nú gistir Reykjavík, til að koma hingað norður og lialda einn kon- sert fyrir styrktarfélaga þess og gesti. Verður konsert þessi á laugardaginn kemur. Bellon er mikill og glæsilegur tenór af ítalska skólanum, kunnur óperu- söngvari í heimalandi sínu og hefur vakið mikla hrifningu syðra. Mun marga fýsa að nota þetta einstaka tækifæri til þess að hlusta á fallega rödd úr landi söngsins. Húsmæðrakennaraskóla íslands var slitið í 10. sinn sl, föstudag og útskrifuðust 16 húsmæðrakenn arar í þetta sinn. — Hæsta einkunn hlaut ungur Akureyr ingur, frk. Erla B j ö r nsdóttir, verz 1 u n a r m. Þ ó r ð arsonar, Oddagötu 5 hér í bæ. Fékk hún 8,47 í aðaleink- unn og einnig verðlaun úr sjóði Elínar Briem. Verðlaun fyrir hæsta einkunn í matreiðslu fékk Guðrún Sigurðardóttir. Aðrir út- skrifaoir húsmæðrakennarar eru: Ásta Sveinsdóttir. Auður Jóns- dóttir, Erla Kristjánsdóttir, Guð- björg Hafstað, Jónína Bjarnadótt ir, Jóhanna Benny Sigurðardótt- ir, Ólafía Rafnsdóttir, Ólöf I Guðnadóttir, Olöf Vernharðs- dóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sig- urlaug Eggertsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Þóra Hallgrímsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. Skóia- st j óri Húsmæðrakennaraskólans er frk. Helga Sigurðardóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.