Dagur - 19.06.1952, Side 1
Munið Jónsmcssuhátíðina um
helgina, til ágóða fyrir nýja
sjúkrahúsið.
Dagu
Minningarspjöld Land-
græðslusjóðs fást í
Bókaverzl. Eddu.
XXXV. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 19. júní 1952
25. tbl.
Mennfðskólanum á Akureyri slitið
á þjóðháfíðardaginn
Brautskráðir 69 stúdentar - 25 ára og 10 ára
stúdentar heiðra skólann
Frumsýning
á „Bmðdbeimilinu44
á laugardagskvöldið
hyggsf flyfja málminn
flugleiðis lil Islands
Þann 17. júní sl., kl. 10.30,
fóru fram í hátíðasal Mennta-
skólans á Akureyri skólaslit og
brautskráning stúdenta.
Hófst athöfnin með því, að sung-
inn var söngur skólans: „Undir
skóláns menntamerki". Þórarinii
Björnsson skólameistari bauð auk
margra. aðstandcnda stúdentanna
sérstaklega vclkonma þá Lárus llist.
sem um mörg ár var íþróttakennari
skólans, dr. Friðrik Friðriksson og
Steingrím Jónsson, fyrrv. bæjarfá-
geta, sem um mörg ár lrefur verið
próídómari við stúdentspróf. Þá
minntist hann og tveggja látinn-i
manna, Karls Fin.ibogasonar, setn
var kennarí við skóLaun 1908 -II,
og Guðjóns Baldvinssonar, en
Sveinn Bjarman, aðalbókari, lrafði
gefið skólanum myndir af þeim til
minningar um þessa látnu kennara
skólans. Skólameistari gat þess, að
þetta væri 72. starfsár skólans frá
stofnun Möðruvallaskóla, eu 400.
ár frá stofnun lærða skólans að
Hólum, sem stofnaður var með kon-
unglegri tilskipun þann 11. marz
1552.
294 gengu undir próf.
Skólinn starfaði í vetur í tóll
deildum framan af vetri, en í fe-
brúar bættist við deild, sem áður
hafði verið námsflokkadeild á veg-
um kennara skólans og kennd. vqtu
í 1. bekkjar íræði. í skólanum voru
289 nemendur, undir próf gengu
294. Brautskráðir stúdentar eru 69
að tölu, 41 úr máladeild en 28 úr
stærðfræðideild. Undir landspróf
miðskóla gengu 47 og náðu mið-
skólaprófi, 38 luku landsprófi, þar
af hlutu 27 IramhaJdseinkunn til
menn taskólan áms.
í fjarveru skólameistara gegndi
Brynleifur Tobiasson kennari skóla-
mcistarastörfum fram að áramóluni.
Heimavistarhúsinu nýja miðar
hægt áfram. A þessa árs fjárlögum
cru aðeins veittar kr. 250.000.00 til
smíði hússins, og er vafasöm hag-
sýni að draga smíði hússins svo
mjög á langinn. A síðastl. hausti
var eldhús og matsalur nýju lieima-
vistarinnar tckið til notkunar, og
var að því mjög mikil bót. í haust
er ráðgert að við bætist liúsnæði
íyrir 28 nemendur í heimavistinni.
Enn er þó langt 1 land áður en
smíði hússins vcrður lokið, enda cr
eftir að steypa upp nokkurn liluta
þess.
Afhcnt prófskirtcini.
Síðan afhenti skólameistari hiu-
um ungu stúdentum prófskírteini
þeirra. Efstur í máladeild var Guð-
mundur Þorsteinsson frá Steinnesi
í A.-Hún., hlaut 1. ágætiseinkunn,
7.51 stig, næstefstur var Baldur
Ragnarsson, Eskifirði, I. eink., 7.27
stig. í stærðfræðideild var efstur
Signntndur Guðbjarnason, Akra-
nesi, lilaut I. 725 stig, næstefstur
var Gunnar Baldvinsson, Akureyri,
1. 7.24 stig. Einkunnir eru reiknað-
ar eftir Orstedskerfi. Fara hér á eftir
eitikunnir þær, er stúdentarnir
hlutu.
Bókaverðlaun fyrir góð námsaf-
rek voru afhent nokkur, nieðal ann-
ars frá Dansk-íslenzku félaginu í
Kaupmannahöfn og hinu ísleiizka
stærðfræðingafélagi.
25 ára og 10 ára stúdentar
heiðra sltólann.
Að lökinni afhendingtt prófskír-
teina kvaddi sér hljóðs Jóhann Þor-
kelsson héraðslæknir og flutti skól-
anum kveðjur frá 25 ára stúdeutum
Menntaskólatis í Reykjavik, en í
þeim hópi voru sex iyrstu stúdetvt-
arnir, sem að öllu leyti stunduðu
nám undir stúdentspróf í Akureyr-
arskóla, enda þótt þeir þreyttu
stúdentspróf- við Menntaskólann í
Reykjavík. Atti frammistaða þeirra
sinn þátt í því, að næsta ár var
Gagnfræðaskólinn á Akureyri gerð-
ur að menntaskóla. Skólameistari
þakkaði hlýjar kveðjur og óskir.
Þá kvaddi sér hljóðs Sverrir Páls-
son, cand. mag., og ílutti skólanum
og skólameistara kveðjur og árnað-
aróskir 10 ára stúdenta og færði
skólanum að gjöl stálþráðstæki, cr
mjög eru larin að tíðkast við tungu-
málakennslu. Skólameistari þakkaði
hlýjar kveðjur og veglega gjöf.
■ Síðan sneri skólameistari orðum
sínum ti lhinna ttngu stúdenta og
ræddi við þá unt rætur og undir-
stöðu íslénzkrar menningar, hvern-
ig þjóðin þrátt fyrir erfið lífskjör
hefði getað unnið andleg afrek og
þrátt fyrir krappan kost hefði átt
þann eldmóð og fórnarhug, sem
skapar það, sem við köllum menn-
iiigu. Mættum við vera stolt af að
geta lifað menningarlífi á takmörk-
um hins byggilega heims.
Er skólameistari hafði lokið máli
sínu, lauk athöfninni með því að
sungið var „F'aðir andanna“.
Máladeiíd:
Anna Hauksdóttir, Ak. II, 587
Anton Jóhannsson, Sigluf. I. 6.33
Arni Þortnóðsson, S.-Þing. I. 6.26
Ása Hauksdóttir, S.-Þing. II. 5.94
Ásdís Steingrimsdóttir, Ak. I. 6.26
Aslaug Brynjólfsdóttir, Ef. I. 6.56
Baldur Ragnarsson, S.-Múl. I. 7.27
Björn Eiríksson, Haín. II. 5.26
Dagfríður Fiunsdóttir, Sitæf. 1.6.65
Einar Baldvinsson, Hafn. I. 6.49
Elísabet Guðmundsdóttir, Ak. I.6.3I
Erna Hermannsdóttir, Seyðisf. II. 5.52
l'riðrik Stefánsson, Ak. 1.6.09
Guðmundur Jónasson S.-Þing. I. 7.07
Guðm. Þorstcinsson, A.-Hún. I.ág.7.51
Gunnar Gúnnarsson, Rvík II. 5.94
■Gylfi Pálsson, Ak. II. 5.25
Hanna Gabriels, Sigluf. II. 5.77
Hákon Tryggvason, Skg: (usk.) II. 5.66
Herdís Egilsdóttir, S.-Þing. I. 6.63
Hildur Þórisdóttir, S.-Þing. 1.6.74
Hrefna Hannesdóttir Ak. 1.6.69
Jón Aðalstcinsson, Ef. (usk.) II. 4.82
Jónína Helgadóttir, N.-Múl. I. 6.75
ÍLily Adamsdóttir, Ak. I. 7.08
Margrét Sigþórsdóttir, Rvík II. 5.91
Nína lsberg, A.-Hún. II. 5.09
Ólafur Helgason, Ak. 1.6.33
Pétur G. Kristjánsson, Nesk. I. 7.06
Ragna Svavarsdóttir, Ak. 1.6.48
Rún Stcinsdóttir, V.-ls. I. 6.36
(Framhald á 8. síðu).
Tore Segelcke.
Leikflokkurinn, sem sýnir
Brúðuheimilið eftir Henrik Ib-
sen er væntanlegur til bæjarins
á morgun og mun fyrsta leik-
sýningin verða á laugardags-
kvöldið og önnur sýning á sunnu
daginn. Verða a. m. k. 3 sýning-
ar. Aðalhlutverkið, Nóru, leikur
hin ágæta norska leikkona Tore
Segelcke. Þessar leiksýnigar
verða sérstakur viðburður í leik-
listarlífi bæjarins sem lengi
munu í minnum hafðar. Vér
bjóðum leikarana alla velkomna
norður hingað og óskum þjóð-
leikhúsinu til hamingju með
þessa fyrstu leikför út á land,
sem svo miklu lofar.
Kosningin á ísafirði
Á sunnudaginn fór fram auka-
kosning á ísafirði, vegna fráfalls
Finns Jónssonar aljtm. Allir flokk-
arnir höfðu menn í kjöri. Úrslitin
urðu þessi: Kjörinn var Hannihal
Valdmarsson A. með 644 atkv. (628
atkv. 1949). Kjartan Jóhannsson Sj.
hlaut 635 atkv. (616), Haukur
Helgason K. 79 (115) og Jón A. Jó-
hannsson F. 60 atkv. (69). Kjörsókn
var rnjög mikil og kosningabaráttan
tvxsýn og hörð.
Akureyringar héldu
þjóðhátíð í fögru veðri
Þjóðhátíðarhöldin hér á Ak-
ureyri fóru fram samkvæmt
auglýstri dagskrá, með mynd-
arbrag og almennri þátttöku.
Veður var fagurt, en mjög kalt
og varð því erfiðara um úti-
hátíðahöld cn stundum áður.
Menn létu það þó ekki á sig fá
og f jölmenntu á hátíðasvæðið
og um kvöldið var stiginn dans
í miðbænum.
Félagið er byggt upp af
og kanadísku f jármagni
festing áður en
Um sl. mánaðamót koir*u sam-
an til fundar í forsætisráðuneyt-
inu danska aðilar, sem standa að
stofnun hlutafélags til þess að
hefja blývinnslu við Mestervig á
Grænlandi og var þar gengið frá
undirbúningi félagsstofnunarinn-
ar. Hlutaféð er 15 milljónir
danskra króna til að byrja með og
leggur danska ríkið fram 27%%
hlutafjárins, danskar pcninga-
stofnanir og fyrirtæki sömu upp-
hæð og hinir erlendu aoilar, sem
fyrr voru nefndir 45% lilutafjár-
ins. Danska ríkið hefur þegar
varið 7% milljón króna til undir-
búningsstarfsins á Grænlandi.
Fyrsti leiðangur í júlí.
Hinn 10. júlí næstkomandi legg-
ur fyrsti leiðangurinn af stað til
Meistaravíkur frá Danmörku, og
fara til að byrja með 100 menn til
þess að vinna þar í sumar, 40
munu hafa vetursetu og undirbúa
starfið næsta sumar, sem verður
miklu umfangsmeira.
Grænlandsævintýrið hefst.
Danska blaðið Nationaltidende
ræðir þessi mál 8. þ. m., og segir
þar m. a. í framhaldi af því, sem
er hér að ofan sagt:
Þar með hefst Grænlandsævin-
týrið, sem svo er nefnt, sem
miklar vonir eru við tengdar —
og jafnframt nokkrar efasemdir
eins og ævinlega er við upphaf
námuvinnslu.... 5 milljón króná
hlutafjárframlagið nú er aðeins
byrjunin. Ef rannsóknirnar í ár
gefa hagstæðan árangur, verður
a ðauka framlagið. Per Kampman
verkfræðingur, sem er trúnaðar-
maður dönsku stjórnarinnar í
þessu máli, reiknar með ap fjár-
magnið verði að vera a. m. k. 100
milljónir danskra króna áður en
vinnslan fer að gefa arð.
Hundrað föld uppskera!
Landið liggur nefnilega þannig,
að áður en fyrsta blýkílóið verður
losað úr námunni í Mestervig,
verður fjárfestingin þar oroin 75
millj. danskra króna (190—200
millj. ísl. króna), en ef vonirnar
rætast ,sem ætla má, ætti nám-
urnar að skila þessu hundraðfalt
aftur á 4 árum!
dönsku. norsku, sænsku
— 200 millj. króna fjár-
vimislan hefst
Fundust 1948.
Það var dr. Lauge Koch, sem
fann blýnámurnar sumarið 1948
og rannsóknir jarðfræðinga hafa
þegar staðfest, að þar eru 400.000
tonn af málmgrýti með 15% blý-
innihaldi og 8% zinkinnihaldi
fyrir utan nokkurt magn af wol-
fram. En enn er ekki búið að
rannsaka nema mjög takmarkað
landsvæði og því er líklegt að
þarna sé um miklu meira magn
að ræða, meira en hægt er að
gera sér í hugarlund í svip.
Loftbrú til ísiauds!
En þótt málmvinnslan sjálf
sé hafin í Mestervig, er eftir
að koma grýtinu á markað.
Siglingaleiðin er ekki ophi
nerna tvo mánuði á ári og
jafnvel um hásumarið getur
rekís skapað mikla erfiðleika.
Það er þess vegna ekki hægt
að treysta á flutninga á sjó
einvörðungu, heklur verður
að flytja málminn með stór-
um flutningaflugvélum til
ísafjarðar á Vesturströnd Is-
lands, en sú ferð tekur um 3
klst. Veðurskilyrði til slíks
flugs eru talin vera 325 daga
á ári:
Flugvallargerð á Grænlandi.
Til þess að gera námuvinnsluna
að veruleika við þessi skilyrði
þarf eftirtaldar framkvæmdir:
Flugvöll í Mestervig, með asfalt-
(Framhald á 7. síðu).