Dagur - 13.08.1952, Side 2
Z
D A G U R
Miðvikudaginn 13. ágúst 1952
Sextugur:
Jón Ferdinantsson, Birningsstöðum
Jóhann Franklín Kristjánsson
húsagerðarmeistari
Hinn 9. ágúst átti sextugsaf-
mæli góður drengur og gegn, Jón
Ferdinantsson, bóndi á Birnings-
stöðum í Ljósavatnsskarði.
Jón er svarfdælskur að ætt,
sonur hjónanna Solveigar Jóns-
dóttur og Ferdinants Halldórsson
ar, en þau bjuggu á Þorleifsstöð-
um í Svarfaðardal. Mun Jón bera
nafn móðurföður síns, ágætis
manns, Jóns bónda á Gönguskörð
um.
Mjög ungur missti Jón föður
sinn. Nokkrum árum síðar giftist
móðir hans vestur í Skagafjörð og
fluttist þangað, ólst Jón upp með
henni til fullorðinsára á nokkrum
stöðum í Skagafirði, en lengst í
Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð.
Mjög er Skagafjörður rómaður
vegna náttúrufegurðar og sízt að
ástæðulausu, en þó mun hið
fagra hérað ekki búa yfir meiri
töfrum annars staðar en í æsku-
sveit Jóns, má vita, að Jóni eru
enn rík í huga uppeldisáhrif
þeirra töfra, því að hann kann
flestum betur að meta mikla nátt-
úrufegurð.
í Blönduhlíð komast Jón fyrst
í kynni við skagfirzka góðhesta
og hefur jafnan síðan verið kær
að góðum hestum og kunnað á
þeim örugg tök.
Eftir að Jón hafði lokið bú-
fræðinámi á Hólum, kvæntist
hann Hólmfríði Jónsdóttur frá
Fornastöðum í Fnjóskadal, góðri
konu og grómlausri. Bjuggu þau
fyrst nokkur ár vestur í Kol-
beinsdal, en fluttust vorið 1919 á
æskuheimili Hólmfríðar, síðar að
Skógum, en þaðan að Birni'gns-
stöðum, keyptu þá jörð og hafa
búið þar nálægt tveim tugum ára.
Ekki hefur Jón að jafnaði set-
ið auðum höndum um dagana, og
ekki skemmt sér með því að hvíl-
ast sjálfur og horfa á aðra vinna,
því að hann hefur verið starfs-
samur áhugamaður og oft lagt
nótt við dag í þrotlausu erfiði.
Og víst bera Birningsstaðir því
fagurt vitni, að þar hefur verið
tekið höndum til.
Á fyrstu árum Jóns á Birnings-
stöðum mátti telja, að hann væri
fátækur einyrki, en þó hóf hann
þegar harða sókn í jarðabótum og
byggingum, sem hann hefur
haldið fram síðan. Eru nú Birn-
ingsstaðir hin prýðilegasta jörð.
Véltækt tún og atorkureistar
b^^ggingar gefa nú heimilinu fag-
urt svipmót, en héimamönnuni
þægindi og unað.
Þótt Jón hafi lengi staðið í
miklum framkvæmdum heima
fyrir, hefur hann samt haft tíma
til að sinna ýmsum fleiri störfum.
Hann hefur stundum verið lang-
dvölum að heiman við smíðar og
byggingar, hefur hann verið eft-
irsóttur til þeirra starfa, því að
hann er með ágætum hagur og
smekkvís.
Aldrei hefur önn dagsins sótt
svo fast að Jóni, að hann hafi
ekki gefið sér nokkurn tíma til
að temja hesta og rækja skyldur
sínar við góðhesta sína — en þar
er hann enginn meðalmaður. —
Hann er mapna skyggnastur á,
hvað í hverjum hesti býr, og
flestum snjallari að laða fram
kosti þeirra og móta í góðri tamn-
ingu. Og nú á þessari vélaöld,
þegar bifreiðar og annar véla-
kostur víkur hestinum til hliðar
í daglegri önn sveitanna, má bú-
ast við, að Jón á Birnringsstöðum
verði síðasti Oddaverjinn, síðasti
hestamaðurinn hér á norðurslóð-
um, sem skilur til fullrar hlýtar
góðhestinn sinn og rækir við
hann jafnaðarvináttu.
Þótt Jón væri um langt skeið
einyrkjabóndi, hefur hann víða
farið og kynnst skaplyndi margra
manna, eins og Hómer segir um
Odysseif. Og á stundum hefur
hann gegnt þeim erindum, sem
mörgum öðrum hefði orðið tor-
velt að rekja. Þessum erindum
hefur Jón jafnan komið fram, vel
og án allra vandræða. Hefur-þar
mestu valdið, að hann er prýði-
lega skyggn á menn, eðli þeirra
og eigindir og kann að lesa þá
furðuvel ofan í kjölinn, án þess að
hafa af þeim löng kynni. Þó ber
hitt af, hve sýnt honum er um að
lað'a fram hinn betra hlut, sem í
hverjum manni býr og vinna
menn til góðra samskipta.
Fyrir hönd vina og kunningja
vil eg nota tækifærið og árna
Jóni, konu hans, móður hans og
börnum allra heilla um ókomin
æfiár.
Allmikil brögð munu að því, að
lax- og Silungsyeiðilögin séu
brotin, bæði vitandi og óafvitandL
Menn gera sér ekki það ómak að
kynna sér ákvæði laganna og
fara sínu fram, hvað sem hver
segir. Yfirvöld virðast líka stund-
um óþarflega miskunnsöm við
lögbrjóta í þessu sambandi.
Nokkur ákvæði laganna ættu að
vera á hvers manns vitorði, til
leiðsögu. Þar á meðal þessi:
Um ósa og leirur.
Eigi má hafa ádrátt í ósum í
sjó eða á leirum við sjó. ... Eigi
má veiða fisk í ósum úr stöðu-
vötnum þeim, er lax- eða gongu-
silungur fer um, né 50 metra upp
eða niður frá slíkuin ósum. (15.
grein laganna).
Ádráttarveiði er eigi heimil
eftir 31. ágúst. (16. grein).
Um friðun í viku hverri.
Lax- og göngusilungur skal
vera friðaður fyrir allri veiði,
annarri en stangaVeiði, 60 stund-
ir á viku hverri, frá föstudags-
kvöldi kl. 9 til mánudagsmorguns
kl. 9. Ádrátt má auk þess aldrei
hafa frá kl. 9 síðd. til kl. 9 árd., og
aldrei nema þrjá daga í viku
hverri, frá mánudegi til mið-
vikudags.... (17. grein). Þann
tíma viku, sem á er friðuð, sbr.
17. grein, skulu öll lagnet upp
tekin, eða svo um þau búið, að
fiskur geti með engu móti í þau
veiðzt eða hindrast af þeim á
göngu.
Um ádrátt og net.
Ádráttarnet, sem nota á í ám,
er lax- og göngusilungur fer um,
mega eigi vera smáriðnari en svo,
að 4,5 cm. séu í milli hnúta, þá
net eru vot Eigi má draga
dráttarnet yfir meira en 2/3 hluta
af breidd ár í senn, og skal fisk-
„Hvíti daiiðinn“
á hröðu undanhaldi
á íslandi
Berldadauðinn hér á landi er
kominn niður í 26 dauðsföll á
ári, eða sem svarar 17 af hverjum
100 þús. íbúum. Um síðustu alda-
mót voru dauðsföll af völdum
þessa válega sjúkdóms a. m. k.
tífallt fleiri en nú ,eða um það
bil 2 menn af hverju þúsundi.
Sennilega er það mest að
þakka þeirri markvissu baráttu,
sem háð hefur verið gegn berkla-
veikinni á síðustu árum, að ís-
lendingar eru nú komnir í
fremstu röð þeirra þjóða, sem
sigursælastar hafa verið í stríð-
inu gegn „hvíta dauðanum". —
Talið er, að berkladauðinn sé nú
minnstur í Danmörku, en þar
deyja nú 13 af hverjum 100 þús.
íbúum úr þessum sjúkdómi.
för jafnan vera frjáls og óhindrúð
um þriðjung af breidd árinnar. —
Fyrirstöðunet . eða annað, er
tálmar undankomu Tiáks, má cigi
nota við ádrátt. Eigi mega ádrátt-
arnet vera tvöföld. (29. gr.). —
Adrei má lagnet, króknet eða
leiðari frá því ,ná lengra út í á en
svo að 2/3 hlutar af breidd árinn-
ar séu UTAN ÞEIRRA, og
aldrei svo, aðalstraumlína ár sé
girt. Eigi má nota tvöföld net.
(28. gr.). Bannað er að styggja
eða teygja fisk í fastar veiðivélar
eða ádráttarnet, svo sem með
hávaða, grjótkasti, Ijósum eða
þess konar.
Eigi má veiða lax eða silung
með krók eða sting eða í háf. —
Eigi má veiða eða styggja fisk í
fiskvegum né nær neðra mynni
þeirra en 50 metra og nær efra
myimi en 30 metra.
Sektir fyrir brot gegn lögunum
eru allt að 1000 kr. við fyrsta
brot.
Álit milliþinganefndai-
innar í áfengismálum
væntanlegt í næsta
mánuði
Blaðið hefur komið að máli við
Brynleif Tobiasson, áfengismála-
ráðunaut ríkisins, og spurt hann
að því, hvað liði starfi milli-
þinganefndar þeirrar, sem sett
var til þess að gera tillögur um
endurskoðun áfengislöggjafar-
innar. Brynleifur varðist allra
frétta um störf nefndarinnar með
því að þeim væri enn ekki lokið.
En búizt væri við því að nefndin
mundi skila álitsgerð til ríkis-
stjórnarinnar í næsta mánuði.
Þau sorglegu tíðindi gerðust
nýlega, að Jóhann Fr. Kristjáns-
son arkitekt varð bráðkvaddur
við starf á nýbýli sínu skammt
frá Reykjavík, og var hann
greftraður í Fossvogsgarði 24.
þ. m.
Með Jóhanni er til rnoldar geng-
inn merkismaður og sæmdar-
maður, sem verðskuldar að hans
sé rækilega minnzt, þótt það
verði ekki gert hér. Hann var
einn af þeim dáðadrengjum, sem
gott var að kynnast.
Jóhann var fæddur að Litlu-
Hámnndarstöðum á Árskógs-
strönd 7. maí 1885. Voru foreldr-
ar hans hin miklu sæmdar- og
greindarhjón þau, Kristján Jóns-
son og Guðrún Vigfúsdóttir frá
Hellu, Gunnlaugssonar, og voru
þeir albræður Þorvaldur á Kross
um og Vigfús. Stóðu að Jóhanni
sterkar og merkar ættir hér um
Eyjafjörð.
Þau Litlu-Hámundarstaðahjón
áttu marga syni, og minnist eg
þess, hve mannvænlegur sá hóp-
ur þótti á sinni tíð, enda hefur
hann reynzt vel og svarið sig í
ættina með afburða dugnaði sín-
um, hagsýni og umbótavilja, og
var Jóhann þar enginn eftirbátur.
Árið 1902 hóf Jóhann trésmíða-
nám á Akureyri og lauk því námi
eftir 3 ár með mjög lofsamlegum
vitnisburði. Næstu árin vann
hann svo við smíðar. En 1908
hleypti hann heimdragrtnuitý þgj
réðist í Noregsför. Var Kristján
bróðir hans, nú bóndi á Hellu, þá
ytra við búnaðarnám og vann það
sumar með mér uppi á regin-
fjöllum. Þangað kom Jóhann til
okkar og með mér fór hann um
haustið til Voss og réðst þar í
Lýðháskóla Lars Eskelands, hins
mikla æskulýðsleiðtoga, og var
þar um veturinn. Hafði hann, sem
fléiri, afar gott'af þeirri skólavist,
sem var eins og framhald af fögr-
um draumum þeirra, er ástfóstri
tóku við hugsjón ungmennafélag-
anna og eins konar uppfylling
þeirra draumvona. Minntist Jó-
Akureyri fær 800 þ ús.
króna lán
Akureyrarbær fær 800 þús. kr.
lán af fé því, er síðasta Alþingi
veitti til þess að útrýma heilsu-
spillandi húsnæði. Mim bærinn
láta byggja 4 íbúðir, en afgang-
inum er ráðstafað til bygginga-
lána til nokkurra bæjarmanna,
frá 20—80 þús. kr. á mann.
Meðlimir V.A. fengu
fulla uppreisn
Kommúnistar töpuðu brott-
rekstrarmálinu gegn nokkrum fé
lögum Verkamannafélagsins, er
mest var um rætt í vor. Stjórn
ASÍ skrifaði kommúnistum bréf
og úrskurðaði að hinir 17 brott-
reknu félagar skyldu teknir í
félagið aftur. Hóuðu kommúnist-
ar þá saman fundi og átu ofan í
sig fyrri samþykktir og hafa nú
iilkynnt félagsmönnunum 17 að
þe.ir hafi full félagsréttíndi ’á ný.
hann jafnan þessarar skólavistar
á Voss með hrifningu og óbland-
inni gleði, og fannst sem hún
hefði verið eins konar vígsla til
drengilegra og dáðríkra starfa, og
að liið þögla vígsluheit mætti
aldrei svíkja. Og það ætla eg líka,
að Jóhann Kristjánsson hafi
aldrei gert. Svo grandvar var
hann, heiðarlegur og traustur, að
eg hygg að hann hafi aldrei gert
gælur við ranglætið í neinni
mynd, enda var hann fyrirmynd-
ar maður að reglusemi og trú-
mennsku alla ævi.
Eftir skólaveruna á Voss hóf
Jóhann nám í „Den kgl. norske
kunst og haandverksskole“ í
Osló, og útskrifaðist þaðan eftir
2V2 ár með ágætum vitnisburði.
Réðist hann þá til heimferðar og
hefst þar með ævistarfið, er hann
nú hefur skilað af sér með sæmd
og prýði. Árið 1914 réðist hann
til þess að vera byggingaráðu-
nautur, og það var hann í raun og
veru alla ævi, þótt hann hin síð-
ustu ár starfaði ekki sem slíkur
á opinberum vettvangi. En á
meðan Bygginga- og landnáms-
sjóður starfaði hér, var hann frá
1929 í stjórnarnefnd hans og réði
miklu eða mestu um ýmsar bygg-
ingar í sveitum, er sjóðurinn
hafði afskipti af. Var Jóhann þá
árum saman á sífelldu ferðalagi
og óþreytandi við leiðbeininga-
störf, og kom víða. Mun mega
fullyrða það, að margir standi nú
í mikilli þakkar^skuld við Jóhami
f;'á þessum þj/t kj& íiann léí;
sér #njög; ánnt um það,' að senr
mest og sem haganlegast yrði úr
þeim takmörkuðu möguleikum,
sem fyrir hendi voru til þess að
bæta húsakost sveitanna. Og
smekkvísi hans og ráðdeild brást
ekki.
En Jóhanni Kristjánssyni vari
ekki nóg að feta-slóðhv-HanuAiar'
fullur af umbótahug og stöðugt
að velta fyrir sér"hýjúm úrræð-;
um og nýjum leiðum. Þannig',
fann hann upp aðferíf.til þess að’
gera húsvegg'i -tvÖfaTda úr se-
mentssteypu og sömuleiðis mót
til þess að steypa í steina án véla-
útbúnaðar. Ög ekki'er minnst
um vert hversu hann endurbætti
eldavélina með nýrri gerð um.
reykganginn. Eru slíkar vélar
víða komnar í sveitabæi til hags-
bóta og hlýindaauka þar, og bera
þessar vélar hugkvæmni hans
gott vitni. Og eg hygg, að miklu
fleira af slíku tæi hefði hann af-
rekað, ef hin kröppu kjör, sem
hann átti oft við að búa, hefðu
ekki hamlað því. Það var skaði,
sem nú verður ekki bættur.
Jóhann Fr. Kristjánsson var
sveitanna sonur og unni þeim af
alhug. Þótt örlögin settu hann í
bæ, varð hann þar aldrei rótgró-
inn. Hann brann ætíð af þrá til
ræktunarstarfa. Sú þrá hans varð
svo sterk, að hann nú á efri ár-
um réðist í það að reisa sér ný-
býli og rækta land. Borgina var
hann skilinn við til fulls. Og á
þessu nýbýli sínu ætlaði hann
sér að eyða hinum síðustu kröft-
um og það gerði hann, þótt kall-
ið kæmi fyrr en varði. En við
bygginga- og ræktunarstörf féll
hann í valinn, hinn heilsteypti
sæmdar- og drengskaparmaður.
Jóhann var kvæntur norskri
konu, og höfðu þau skilið að
samvistum fyrir nokkru. Áttu
þau saman 7 myndarleg og
mannvænleg börn, og eru 6
þeirra á lífi, en eitt, hinn efnilegi
verkfræðingur Tryggvi, fórst í
flugslysinu mikla við Héðinsfjörð,
ásamt konu sinni og barni .
Farðu Jieill, góði vinur og
félagi.
Snorri Sigfússon.
Ganiall granni.
Ákvæði lax- og silungsveiði-
laganna um fyrirdrátt og
aðra netaveiði