Dagur - 22.11.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 22.11.1952, Blaðsíða 8
8 Bagur Laugardaginn 22. nóvember 1952 Þrjár merkisbækur um þjóðleg fræði frá forlagi Norðra Auk þeirra erlend skáldsaga, íslenzkar og eriendar barnabækur Fisksölumálin í Bretlandi Um þessar mundir eru a'ö koma á bókamarkaðinn allmarg- ar nýjar bækur frá Norðra, þar á meðal þrjár merkisbækur lun þjóðleg fræði, sem munu verða aufúsugestir þeim stóra lesenda- hóp, sem jafnan lætur sig r.okkru varða þaðj sem ritað er úr sögu aldanna og um líf horfinna lcyn- slóða. Þessar þrjár bækur eru: Ur blámóðu aldanna, sagnaþættir, skráðir af Guðmundi Gíslasyni Hagalín, 4. bindi af safni aust- firzkra fræða og 4. bindi af rit- verkinu Göngur og réttir. Sögur að vestan. Sagnaþættirnir „Úr blámóðu aldanna11 eru sóttir til heim- kynna söguritarans, Guðm. Gíslasonar Hagalín, á Vestfjörð- um, einkum til Dýrafjarðar, og eru heimildarmenn alþýðufólk er hann kynntist í æsku. Segir höf. í formála, að þegar hann var að rita ævisögu sína, sem kom út í fyrra, hafi komið upp í huga sér hálfgleymdir þættir, er hann gat ekki fellt inn í ævisöguna, en taldi hins vegar þess virði að halda til haga. Er bókin árangur af þeim ásetningi og segir bæði frá samtímafólki og horfnum kynslóðum. Þetta eru fimmtán þættir, læsilegir allir og fjörlega skrifaðir. Þeir lýsa rammíslenzku fólki og sérkennilegum- atburð- um. Austfirzk fræði. Austurlandsþættirnir, sem nú eru orðriir 4 stórar bækur, eru oi'ðnir náma alls kyns fróðleiks um Austfirðinga. Þriðja bindið, sem kom út fyrra á vegum Norðra, var einkar læsilegt og skemmtilegt og munu þeir, sem því kyntust, hugsa gott til þessa framhalds, sem nú birtist. Þetta 4. bindi ritsafns þessa mun eink- um flytja margs konar fi’óðleik úr safni Halldórs Stefánssonar, um verzlunarhætti, sjómennsku, bú- skap o. m. fl. á Austurlandi á 19. öld. Auk þess er í þessu hefti þáttur af Jóni Markússyni og Valgerði Ólafsdóttur í Eskifelli eftir Eirík Sigurðsson, er sá um 3. bindi Austurlands ásamt Hall- dóri Stefánssyni. í ritnefnd þessa bindis eru: Halldór Stefánsson, Bjarni Vilhjálmsson og Jón Ól- afsson. Meira um göngur og réttir. Fjórða bindi hins stóra ritsafns um göngur og réttir flytur þætti frá Vestur- og Suðurlandi og Vestmannaeyjum. Bragi Sigur- jónsson bjó til prentunar, sem fyrr, en formála ritar Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Höfundar þáttanna eru margir og eru þeir fróðlegir og skemmtilegir flestir. Lokabindi þessa íitverks mun koma út snemma ná næsta ári og verða í því þættir frá ýmsum Bæjarstjórafundiir í Reykjavík Um þessar mundir hittast bæj- arstjórar kaupstaðanna í Reykja- vík og ræða ýmis sameiginleg hagsmunamál kaupstaðanna. — Steinn Steinsen, bæjarstjóri hér, sækir fundinn f. h. kaupstaðarins. Verður væntanlega eitthvað að frétta af þessum fundi síðar. landshlutum, m. a. frá Austur- landi, svo og leiðréttingar og við- aukar við það efni, sem áður er birt. Með þessu ritsafni liefur miklum fróðleik og merkum ver- ið forðað frá glötun og hefur Norðri unnið hið þarfasta verk með þessari mvndai'legu útgáfu. Skáldsögur og barnabækur. Þá er komin út skáldsaga hjá Norðra eftir amerísku skáldkon- una Katharine Newlin Burt. Heitir þessi saga Brennimarkið, kom út vestra árið 1919 og vakti mikla athygli. Þetta er saga nátt- úrubarns, sem verður fræg leik- kona. Þýðandinn er séi'a Stefán Björnsson prófastur. Þá eru komnar út þessar barnabækur: Áslákur í álögum eftir Dóra Jónsson, og er þetta 2. bók höf- undar, röskleg og skemmtileg unglingasaga. Stúlkan frá Lon- don,. frásögn af þrekraunum stúlkna í ævintýralöndum Ara- bíu og loks 9. Bennabókin — Benni sækir sína menn, — spennandi drengjasaga eins og hinar Bennabækurnar 8. Allar þessar "bækur eru prent- aðar í Prentverki Odds B’jörns- sonar h.f. hér á Akureyri og er allur frágangur hinn prýðilégasti að vanda. Eins og áður er frá skýrt efna Framsóknarfél. á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu boða til lands- og héraðsmálafundar hér á Ak- ureyri sunnudaginn 30. nóv. kl. 1.30 e. h. Verður fundurinn haldinn á Hótel KEA, uppi. Tilhögun fund- arins verður í stórum dráttum sú, að fluttar verða stuttar fram- söguræður um ýmis lands- og héraðsmál og lagðar verða fram ályktunartillögur. Verða síðan frjálsar umr. um hvern málafl. Ekki er endanlega frá dag- skránni gengið, þó mun ráðið að þessir menn flytji framsöguræð- ur: Árni Jónsson, tilraunastjóri, um landbúnaðarmál, Jakob Frí- mannss., fr.kv.stj., um verzlunar- og iðnaðarmál, Gísli Konráðs- son, framkvstj., um sjáv- arútvegsmál, Valdimar Pálsson, hreppstjóri, um raforkumál, Tómas Árnason, lögfr., u.m kjör- dæmamálið, Haukur Snorrason, ritstj., um samgöngumálin, og dr. Kristinn Guðmundsson, skattstj., um fjármálaástandið. Auk þess mun Bernharð Stefánsson alþm. væntanlega mæta á fundinum — ef ástæðui-' leyfa — og flytja ræðu um stjórnmálaviðhorfið. — Allar þessar framsögur. verða stuttar. Eftir því sem blaðið hefur frétt, eru líkur til að þessi fundur Vilja menn sfyrkja náftúru- gripasafn bæjarinstilað fá rostungshöfuðið? f sumar rak rostung á Val- þjófsstaðafjöru í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu og hef- ur náttúrugripasafninu hér borizt hauslaipa dýrsins fyrir aðstoð Gunnars Jóhannssonar bónda í Arnarnesi þar eystra. Hefur Kristján Geirmundsson unnið að því að hreinsa haus- kúpuna að undanförnu. Hausn- um fylgdi önnur tömiin, og gáfu bændurnir þar eystra hana. Hin tönnin er í eigu sjó- manna í Húsavík, sem fundu rostunginn á reki á Skjálfanda- flóa og söguðu af honum aðra tönnina og höfðu heim með sér. Mun sú tönn vera föl fyrir nokkra fjárhæð, cn safnið hef- ur engin fjárráð til slíkra kaupa. Spurningin er því þessi: Vilja borgarar hér í bæ stýðja safnið til þess að kaupa þessa tönn og setja hauskúpu rost- ungsins upp á náttúrugripa- safni bæjarins? Hér er um all- merkan náttúrugrip að ræða. Rostunga ber örsjaldan hér að ströndum, og dýr þetta mun hafa verið geysistórt, enda gamalt orðið Ef einhverjir hafa áhuga fyrir málinu geta þeir snúið sér til Kristjáns Geir- mundssonar. verði vel sóttur úr héraðinu, enda mun þar bera á góma mál- efni, sem mikla þýðingu hafa fyr- ir atvinnu- og efnahagsíf þessa byggðarlags alls. | Sljórnmálanámskeið | I F. U. F. | [ Öllum ungum Framsóknar- : = mönnum ó Akureyri og í nær- \ 1 iggjandi sveitum og þorpum, : É er heimil þátttaka í stjórn- 1 I málanómskeiði því, sem hald- i I ið verður hér á vegum Fram- = 1 sóknarflokksins, og hefst = I fimmtudaginn 27. þ. m. Nám- : [ skeiðið fer fram á þessum \ = tímum: [ [ Fimmtud. 27. nóv. kl. 8 c. h. | É Föstudaginn 28. nóv. kl. 8 e. h. j É Sunnud. 30. nóv. Lands- og [ [ héraðsmálafundur Fram- i j sóknarmanan kl. 1.30 e. h. : [ Þriðjudaginn 2. des. kl. 8 e. li. 1 : Fimmtud. 4. des. kl. 8 e, h. j [ Föstudaginn 5 des. kl. 8 e. h. = = Sunnudaginn 7. des. kl. 2 e. h. [ = Námskeiðið verður haldið 1 [ að Ilótel KEA, Rotary-sal, i = Akureyri. \ [ Sendið þátttökutilkynningu = [ til skrifstofu Framsóknarfl., [ = Hafnarstræti 93, sími 1443. '"iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiimmiiiiiii? (Framhald af 1. síðu). glæp? Er honum Ijóst, að athafnir togaraeigenda í Grimsby og Hul hafa svipt landið hér um bil 250.000 sterlingspunda virði af fiski, og vill hann gera svo vel að fá í hendur eintak af ræðu, sem haldin var á vegum togaraeig- endasambandsins nú hinn 2. október, þar sem segir að þetta sé málefni, sem varði ríkisstjórn- ina til úrlausnar og það ætti ekki að vera í höndum einkafyrir- tækjanna til meðhöndlunar? Lloyd George: Eg er ófús að fara nánar út i þetta mjög við- kvæma mál að svo stöddu. Ríkis- stjórnin hefur það til athugunai' og eg hefi engu við fyrri ummæli mín að bæta á þessu stigi. Hvað togaraeigendunum við kemur, ei' það að segja, að á meðan þeir halda sér innan takmarka lag- anna getur ríkisstjórnin ekki hafið nein afskipti og þeir hafa ekkert gert, að því er eg bezt veit, sem ekki er löglegt. Mr. Law, þirigmaður: Má eg leggja tbær spurningar fyrir hæstvirtan ráðherra? í fyrsta lagi, hvort honum sé það kunn- ugt, að stefna sú, sem togaraeig- endur í Grimsby og Hull hafa tékið, nýtur stuðnings mikils pieiri hluta fiskimanna í þessum borgum, sem eiga á hættu at- vinnumissi vegna aðgerða ís- lenzku ríkisstjórnarinnar? Og í öðru lagi, hvort honum sé ljóst, að sú ráðstöfun íslenzku ríkis- stjórnarinnar að loka miðum sín- um fyrir brezkum og öðrum tog- urum, hefur alls enga stoð í al- þjóðalögum? Lloyd George ráðherra: Ef hátvirtur þingmaður gerir ekki athugasemd, held eg mér við fyrri yfirlýsingu um að eg hafi elcki meira að segja um málið að svo stöddu. Mr. Younger, þingmaður: Enda þótt ljóst sé, að fiskimenn í öllum höfnum, og áreiðanlega í Hull og Grimsby, hafa mjög ákveðnar skoðanir á þessu máli, vildi eg spyrja hvort ráðherranum sé það samt sem áður ljóst, að æskilegt er að deila þessi verði útkljáð eftir venjulegum diplómatískum leiðum fremur en með viðskipta- stríði í milli einkafyrirtækja í báðum löndum, sem aldrei gæti gert hvorugum aðila gagn? Lloyd George: Eg er alveg sammála þingmanninum. Frú Braddock: Ætlar ráðherr- ann að útvega eintak af ræðu þeirri er eg fyrr nefndi, sem haldin var á vegum togaraeig- endasambandsins og láta það liggja frammi í bókasafninu, svo að þingmenn geti kynnt sér efni hennar? Lloyd George: Eg geri ráð fyrir að ræða þessi hafi verið í tímariti og líklegt finnst mér að eintak fyrirfinnist í bókasafninu án þess að eg komi því þangað. Noel-Baker, þingmaður, fyrrv. í'áðherra: Getur ráðherra upp- lýst, hvort ráöstafanir þær, sem togaraeigendur hafa gert, eru í samræmi við alþjóðlega samn- inga, sem þeir eru aðilar að? Lloyd George: Eg sagði, að svo lengi sem togaraeigendur brytu ekki lögin — og það hafa þeir ekki gert til þessa dags — því að það að neita að leigja löndunar- tæki er ekki ólöglegt athæfi —■ og eins lengi og þeir halda sig innan ramma laganna, getur ríkis- stjórnin ekki beitt íhlutun. Frú Braddock: Það er glæp- samlegt. (It is criminal.)! Tveimur dögum seinna bár þessi má laftur á góma ,og þá hélt frú Braddock því hiklaust fram að fiskverðið hefði hækkað um helming síðan togaraeigendur settu á löndunarbaririlg og nefridi, að 10 stone af þorski köstuðu þá, 22. okt., 4 s. og 10 d., sem væri helmingi hærra en fyrir mánuði. En aðstoðarráðherrann, sem varð fyrir svörum í það sinn, vildi ekki gefa neinar yfirlýsingar og sagði mí.lið allt í hthugun. Væntanlega kemur afstaða brezku stjórnarinnar í ljós í ræðu þeirri, sem boðuð hefur verið að Sir Thomas Dug'dale fisþiveiða- málaráðherra ætli að flytja n.k. mánud. Matsveinninn á danska skipinu Karen, sem tekinn var fyrir áfengissmygi, hlaut 3380 kr. sekt og áfengið var gert upptækt. Vígsla skírnarfontsins Þessi mynd cr frá vígslu skírnarfontsins í Akureyrarkirkju síðastl. sunnudag. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup vígir liinn fagra grip, seni þau gáfu kirkjunni, hjónin Gunnhildur og Balduin Ryel ræðis- maður. Skírnarfonturinn er höggvinn í hvítan marmara af ítaiska listamanninum prófessor Corrado Vigni í Flórenz og er nák\æm eftirlíking af skírnarfonti Bertels Thorvaldsen í Frúarkirkju í Kaupmanniihöfn. — (Ljósmynd: Vignir Guðmimdsspn.) Morg hagsmunamál bæjar og héraðs verða rædd á lands- og héraðsmálafundinum 30. nóv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.