Dagur - 17.12.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 17.12.1952, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 17. desember 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgrciðsla, auglýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar li.f. Kommúnistar felia grímuna HÉR VAR Á DÖGUNUM bent á skrípaleik þann, sem kommúnistar hér á Akureyri setja nú á svið í sambandi við verkfallið. Frammistaða þeirra í Iðju og skrif blaðs þeirra hér sýndu ljós- lega, að forustumenn kommúnista hafa einkum tvennt í hyggju í sambandi við verkfallið: í fyrsta lagi að klekkja á hinni nýju forustu Alþýðu- flokksins og Alþýðusambandsstjórninni með því að teyma verkfallsforustu þeirra út í sem mesta ófæru, og í öðru lagi að hlynna sem bezt að upp- lausn og öngþveiti í atvinnumálum, til þess að gera ríksstjórninni sem erfiðast um vik og grafa sem mest undan lýðræðisflokkunum, í von um að hirða einhverja uppskeru í næstu kosningum. Ef nokkur hefur efast um að þessi væri megin tilgangur kommúnista í verkfallsmálunum, þá ættu atburðir þeir, sem nú hafa gerzt í Reykja- vík að sannfæra menn um, hvað hér býr raun- verulega undir. Fyrir atbeina ríkisstórnarinnar hefur sáttanefndin í vinnudeilunni unnið að því að ryðja úr vegi torfærum á þeirri einu leið, sem launafólk hér á Iandi á nú opinn til kjarabóta, en það er lækkun dýrtíðar og aukinn kaup- máttur þeirra peninga, sem nú eru greiddir í kaup. Alþýðuflokksforustan mun og í reyndi'nni við- urkenna, að þetta sé eina leiðin til bjargar eins og nú er komið. Grunnnkaupshækkun þýðir — eins og sár reynsla sannar launþegunum — ekki annað en áframhaldandi skrúfugang verðlags og kaup- gjalds og raunverulegt gengisfall. Fyrir grunn- kaupshækkunum er enginn raunhæfur grund- völlur, allra sízt nú, er framleiðslan á við vaxandi erfiðleika að etja vegna sölutregðu og markaðs- lokunar. Þær aðgerðir, sem rætt var um að til- hlutan sáttanefndarinnar, var einkum í sambandi við verðlækkanir nauðsynjavöru, svo sem mjólk- ur, kjöts og olíu, svo og farmgjaldalækkanir og auknar fjölskyldubætur til láglauna fjölskyldu- manna. Hér var því augsýnilega verið að þreifa fyrir sér um samkomulag á skynsamlegur grund- velli — eins og allt er í pottinn búið — enda mun hinn ábyrgi hluti verkfallsstjórnarinnar hafa ver- ið fús að ræða málin á þessum grundvelli, enda þótt í gærmorgun væri fjarri því að endanleg niðurstaða væri fengin. Það var þá talið þjóna málstað allra aðila bezt, að gera viðræðurnar og þær tillögur, sem fram voru komnar, ekki heyrin- kunnar að sinni, til þess að freista þess að skapa friðsamlegt andrúmsloft meðan samninga væri leitað. En þetta samkomulag sviku kommúnistar í gærmorgun er blað þeirra, Þjóðviljinn, réðist heiftarlega á þessa leið til kjarabóta og sví- virti þá menn, sem að þessum ábcndingum hafa einkum staðið. ÞESSAR AÐFARIR kommúnista stefna að sama marki og framkoma þeirar hér í Iðju. Annars vegar á að þjarma að Aþýðuflokksforustunni, og brígsla henni um svik við verkalýðinn, ef inn á einhvern sanngjarnan grundvöll er gengið — hins vegar að teyma allan verkalýð sem lengst út í pfæru verkfallsbaráttunnar með óraunhæfum kr.pfum um hækkað grunnkaup og stefna þannig þjóðarbúskap landsmanna í enn meiri voða. Svo brátt var kommúnistum að eyði- leggja þegar í upphafi — ef unnt reyndist — þessa samkomulags- leið, að áður en tillögurnar eru almenningi kunnar í einstökum atriðum, er það meginkrafa kommúnista í blaði þeirra, að hvergi verði kvikað frá upphaf- legum kröfum verkalýðsfélag- anna um grunnkaupshækkun og aukin fríðindi. Ut á þennan högg- stokk á nú að draga Hannibal og allt hans lið, og láta þá heita svikara ella. Afleiðingin af því, að halda slíkum kröfum til streitu er óhjákvæmilega sú, að verkfallið dregst á langinn, og ef almenn grunnkaupshækkun verður sú leið, sem ofan á verður að lokum, en ekki dýrtíðarlækkunin, þýðir það hrun atvinnulífsins og al- mennt eymdarástand í landinu. En þar sjá kommúnistar líka sitt fyrirheitna land. Til þes að koma þessu til leiðar hafa þeir nú feng- ið loforð fyrir rússnesku gujli og eru kampakátir yfir. Þeir fóru óbeðnir — á bak við Alþýðusam- bandið — á fjörur við hið komm- únistíska verklýðsfélagasamband austan jámtjalds, sem Rússar kosta og nota í áróðurssyni, og báðu um fé og hafa fengið loforð um styrk til þess að halda áfram að grafa undan íslenzku lýð- ræðisþjóðfélagi. Með þetta rúss- neska gull í skut vilja þeir nú stýra málefnum verkalýðs — og þjóðarinnar allrar — upp á Tólf- karlabana efnahagsmálanna. En enn er tími til að snúa við. ís- lenzkur verkalýður getur enn valið hina skynsamlegu leið og haft ráðleggingar kommúnista að engu. Mikil ábyrgð hvílir því á öllum þeim, sem hafa möguleika til þess að létta verkfallinu af þjóðinni nú þegar með kynsam- legum hætti. FOKDREIFAR Heimilistækin og rafmagnið. „Síhræddur“ sendir blaðinu eftirfarandi hugleiðingu: „EFTIR EFNUM og ástæðum reyna flestri að eignast heimilis- rafmagnstæki til að létta hús- móðurinni heimilisstörfin. Með aukinni raforku munu vélarnar verða fleiri og er það vel. En hér fylgir böggull skammrifi. Margir þeirra, sem eyða stórfé, sumir af litlum efnum, til að kaupa raf- magnstæki, eru himinlifandi glaðir, þegar búið er að tengja þau og allt komið í gang. Hús- móðirin byrjar svo að nota tækin eins og ekkert hafi í skorizt. Ekki er eðlilegt, að almenningi sé kunnugt um annað, en að allt hljóti að vef-a í lagi með straum- inn. Eða a. m. k. sé tækjunum engin hætta búin vegna hans. En nú er það svo, að ef spennan er lítil, eða minni en 200 volt, geta víst tækin brunnið yfir. Fleiri en einn rafvirki hefur sagt mér. En þá kostar stórfé að láta gera við tækin. Þegar hringt er til, að því er maður skyldi halda ábyrgra aðila, hvernig á þessu standi, verður fyrsta svarið: „Við berum enga ábyrgð á spennunni.“ En hví er fólk ekki frætt um þetta? Eða má ekki skammta rafmagnið milli bæjarhluta, þegar spennan er mjög lág? Mér finnst, að raf- veitan eigi að bera verulega ábyrgð gagnvart viðskiptamönn- um sínum og auglýsa þetta ræki- lega og hafa á boðstólum mæla, sem mæla spennuna (þeir eru til og kosta um kr. 250.00) og fræða almenning um, hvort t. d. sé óhætt að hafa hrærivél, þvotta- vél, eða hvað nú tækin heita, á 190 volta spennnu, 200 volta spennu o. s. frv.“. Kvikmyndahléin. Bíógestur skrifar: „EIGENDUR kvikmyndahúsa hafa reynt að gera kvikmyndina að einhverju leyti sjónleik eða leikhússýningu með því að hafa 10 mínútna „leikhlé". Eins og skipta þurfi um „senu“ eða leik- endur séu orðnir þreyttir! í flest- um löndum öðrum er kvikmynda sýningum þannig fyrir komið, að kvikmyndin er sýnd hvað eftir annað, án nokkurs hlés. Víðast er það þannig, að auk fréttamynda eru sýndar tvær myndir saman. Sem kvikmyndahússgestur vil eg afnema hléin, svo að styttri tími fari í sýningu.“ Verkfallið. „Borgari“ sendir blaðinu etfir- farandi hugleiðingu: „VERKFALLIÐ kemur við borgarana í ýmsum myndum og vaxandi mæli með hverjum degi sem líður. Þeir, sem hafa kola- kyndingu (þökk sé kolakyndingu í rafmagnsleysinu) geta ekki komið frá sér öskunni, og svo er um alla bæjarbúa, að sorptunnur eru þegar fullai’, svo að til vand- ræða horfir. f sumum tilfellum er mikill óþrifnaður þessu sam- fara. Væri það nú svo mikið helgispjöll, þótt nokkrir menn fengju vinnu svona rétt fyrir jólin til að hreinsa til? Mundi það hafa nokkur úrslitaáhrif á verk- fallið yfirleitt? Þá er það pósturinn. Verkfalls- stjórnin hefur bannað að láta af- greiða erlendan póst, þrátt fyrir að við séum aðilar að alþjóða- póstmálasambandi. Sá, sem þetta ritar, er að vísu ekki vel að sér í póstmálum. * En ber ekki póst- stjórninni að sjá um, að póst- flutningar komist reglulega áfram? Þar sem póststjórnin stendur beint undir, líklega sam- göngumálaráðherra, ber ríkis- stjórninni að hlutast til um, að standa a. m. k. við skuldbinding- ar sínar gagnvart öðrum þjóðum, bókstaflega til framkvæmdar á landsins lögdm. Sagt er, að benzín sé á sumum tönkunum, sem bílar taka benzín af. Nú eru leigubílstjórar ekki í verkfalli, en þeim mun vera bannað að taka benzínið, eftir því sem mér hefur verið sagt. Af hverju mega leigubílstjórar ekki afgreiða sér benzín sjálfir, ef söluaðili benzínsins leyfir það? Ekki hafa leigubílstjórar haft það að gera í ár, að þeim væri of gott að „fá“ að vinna vinnu sína í friði. Sjálfsagt hefði það ósköp lítil áhrif á lausn verkfallsins. Þá eru það blessaðir jóla- ávextirnir. Sagt er, að það sé far- ið að hitna í þeim, þar sem þeir liggja í Arnarfellinu suður í Reykjavík. Ef svo vindur fram fer þar forgörðum milljónaverð- mæti, vegna þess að neitað er að láta skipa þessu upp. Svona mætti lengi telja. Erum við nú ekki komnir út á hálan ís? Er það ekki alla vega tap fvrir alla, að láta slík verðmæti eyði- leggjast? Með mínum leikmanns- augum virðist svo.“ Nokkrir ostaréttir Ostabollur í súpu. 100 gr. rifinn ostur. — 50 gr. smjör. — Paprika, salt. — 1 egg. — Brauðmylsna. Smjörlíkið er hrært þar til það er mjúkt, þá er rifna ostinum og egginu blandað í, hrært um stund. Brauðmylsnu er nú blandað í deigið, svo að það verði vel þykkt, kryddað eftir smekk. Látið bíða um stund á köldum stað. Deigið mótað með teskeið í litlar kúlur, sem soðnar eru í vatni eða soði í 3—5 mínútur. Bollur þessar eru sérstaklega ljúffengar, en einn- ig góðar í alls konar soð- og grænmetissúpui'. Ostastengur (eggjalausar). 125 gr. rifinn ostur. — 125 gr. hveiti. — 125 gr. smjörlíki. — % tesk. salt. — 14 tesk. paprika. Smjörlíkið mulið saman við hveitið, þar í er blandað salti, papriku og osti, hnoðað saman með fljótum handtökum, flatt út frekar þykkt. Skorið í 1 cm. breiðar ræmur, sem eru 10 cm. langar. Sett- ar á plötu, eggjastrik er sett ofan á stengurnar og þar á stráð osti. Bakað við mikinn hita. Rétt er að búa til hringi úr nokkru af deiginu, og er þá stöngunum stungið inn í hringinn þegar bor- ið er á borð. Oostastengurnar eru skreyttar með radísum eða öðru hráu grænmeti. Borðað með soð- súpu eða vínblöndu. Franskar ostakökur. 60 gr. rifinn ostur. — 3 matsk. hveiti. — 50 gr. smjör eða smjörlíki. — 1 matsk. vatn. — % tsk. salt. Smjörið er mulið saman við hveitið, ostinum og saltinu er blandað í og vætt í með vatninu. Hnoðað þar til deigið er jafnt. Flatt út. Skorið í ferkantaðar, litlar kökur eða stengur, raðað á plötu, eggjarák er látin á kökuornar og rifnum osti stráð ofan á. Bak- aðar við góðan hita. Gott er að borða smjör með þessum ostakökum. Ostahaframjölskökur. 70 gr. rifinn ostur. — 180 gr. hveiti. — 4 tesk. lyftiduft. — Salt og pipar. — 60 gr. haframjöl. — 60 gr. smjörlíki. — 1 egg. — 3—4 matsk. mjólk. Hveitinu, haframjölinu, salti, pipar og lyftidufti blandað saman, smjörlíkið mulið í, osturinn hrærð- ur saman við. Vætt í með egginu og mjólkinni. Deigið hnoðað og flatt þykkt út, mótað í litlar kök- ur, sem bakaðar eru við góðan hita. Ostakökur. 100 gr. rifinn ostur. —125 gr. smjörlíki. — 125 gr. heilhveiti. — 2 matsk. vatn. Hveitið er sáldrað, smjörlíkið mulið í það, þar í blandað hinum rifna osti, vætt í með vatninu og deigið hnoðað. Bíði um stund. Deigið flatt út þykkt, tekið undan litlu móti, osti stráð á kökurnar og þær bakaðar við góðan hita. Ostabúðingur. ;, 200 gr. ostur. — 25 gr. smjörlíki. — 25 gr. hveiti. — 3—4 dl. mjólk. — 3 egg. — Salt og pipar. — Paprika. — Hrært og brætt smjör. Smjörlíkið er brætt, hveitið tett út í, þynnt út með mjólkinni, kryddað og kælt. Osturinn, sem skorinn er í jafna bita, er settur út í, eggjarauðurn- ar hrærðar í. Þegar jafningurinn er alveg kaldur, er hinum stífþeyttu hvítum blandað gætilega sam- an við. Búðingurinn látinn í vel smurt mót og brauð- mylsnu, sem blandað er í rifnum osti, stráð yfir. Bakað í % klst. í heitum ofni, fyrst við meiri und- irhita. Hringinn í kring í mótað er raðað sundur- skornum tómötum, gúrkum eða radísum. Búðing- inn á að borða nýbakaðan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.