Dagur - 17.12.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 17.12.1952, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 17. desember 1952 Bagujr Sameining Glerárþorps og Akur- eyrar á dagskrá Alþingis BemharS Stefánsson, 1. þing- maður Eyfirðinga, hefur flutt þingályktunartili. í Sameinuðu Alþingi um sameiningu Akur- eyrarkaupstaðar og Glerárþorps. Er efni tillögunnar, að skora á félagsmálaráðherra að beita sér fyrir samningum í milli bæjar- stjórnarinnar á Akureyri og hreppsnefndar Glæsibæjarhrepps um sameiningu og leggja síðan frv. run þetta efni fyrir næsta Al- þingi. Við umræður um málið gerði Jónas Rafnar, þingmaður bæjar- ins, grein fyrir viðhorfi bæjar- stjórnar Akureyrar til málsins, er það kom á dagskrá bæjarstjórnar' snemma á árinu. Er mergurinn málsins, að bæjarstjórnin vill tryggja fullsmíði Glerárbrúar og vegargerð í gegnum þorpið, áður én sameiningarmálið verður af- greitt, og ennfremur — ef út í þessa sálma er farið — víkka lög- sagnarumdæmið meira en aðeins um Glerárþorp, eða svo að það nái einnig yfir jarðirnar Ytra- Krossanes, Mýrarlón og Kífsá og allt land í milli Glerár og þessara jarða. Þingsályktunartill. Bern- harðs um afskipt félagsmála- ráðuneytisins var samþykkt sam- hljóða. Varaþingmaðurinn lætur Ijós sitt skína. Varaþingmaðurinn fyrir Eyja- fjarðarsýslu, Magnús Jónsson, er situr á yfirstandandi Alþingi fyr- ir Stefán Stefánsson frá Fagra- Rúsínur í pk. og 1. vigt Sveskjur Möndlur Síróp, ljóst og dökkt Bökunardropar Vanilleekstrakt Fíkjur í pk. Döðlur í pk. skógi, sem er sjúkur, upplýsti þingheim um það í sambandi við mál þetta að „frystihússkostur Gerárþorpsbúa væri bágborinn", sbr. frásögn Mbl. — Má e. t. v. af þéssu ráða að varaþingmaðurinn hafi í hyggju að betrumbæta frystihús Glerárþorpsbúa — og þá kannske að vænta frv. frá honum um það efni, enda munar ekki um eitt í safnið. En rétt væri þá fyrir þorpsbúa að láta hann vita, að hann verður að reisa mannvirkið frá grunni, því að ekkert frystihús hefur verið til í Glerárþorpi fram á þennan dag, en varla er von að stórnarráðs- fulltrúinn viti það, því að hann mun fremur sjaldséður gestur í þorpinu. Heitara hér í nóvember en nokkurn tírna fyrr Heitara var hér í nóvember sl. en verið hefur hér um langan tíma. Meðalhitinn var 1,3 stig, en meðalhiti fyrir þennan mánuð et annars 0,9 stig. Hitastigið hefur því orðið rösklega 2 stigum hærra en meðallag. Þegar talað er um meðallagshita er átt við tímabilið 1901—1930, en við það er aðallega miðað í veðurfræði hvarvetna um heim. í Reykjavík var meðalhit- inn í nóv. sl. 2.7 stig og er það 1,4 stigum yfir meðallag í nóvem- ber. Hér mældist aðeins 3 mm. úrkoma í nóvember og er það minnsta úrkoma hér síðan mæl- ingar hófust. Nóvemberveðrið var blíðskaparveður um land allt. Mllllllllllllllllllllllllllll lil llllllllllllllllllllllllililiuiii 1 NÝJA BÍÓ í kviild kl. 9: i ! Ferð til Höfðaborgar I \ Amerísk slagsmálamynd um \ I svaðilfarir á sjó. E Aðalhlutverk: Broclerick Crawford \ John Ireland i SÖLUTURNINN við Hamarsstíg. BÆNDUR! Höfum ennþá nokkuð af Ameríska kúafóðrinu kr. 107.00 pokinn eða kr. 2.38 kgr. Athugið að verðið er mjög liagstætt. Verzlunin Eyjaf jörður h.f. Danskur ráðherra saknar þess að íogbátar þeirra fá ekki að skrapa íslenzka firði eins og forðum! Danir liöfnuðu nýlega mála- leitan ísl, útgerðarfyrirtækis, að mega landa 100 smál. af ísfiski í danskri höfn og stóð fiskimálaráðherrann, Knud Reé, fyrir neituninni. Ástæðan er sú, segir ráðherrann í viðtali við Ekstrabladet 5. des. sl., að vöruskiptasamningur landanna hljóðar upp á saltfislc. En ráð- herrann bætti við: „Annars er rétt að taka fram, að hin nýja landhelgisreglugerð fslendinga hefur verið mjög óþægileg (meget stærkt generende) fyr- ir danska fiskimenn. Margir danskir bátar veiddu fyrrum í íslenzkum fjörðum og flóum, en eru nú neyddir til að leita að nýjum miðum.“ Auðséð er því, að ráðherrann saknar þeirra tíma, er danskir dragnótabátar skröpuðu íslenzka firði, alveg upp í landssteina, fluttu héðan milljónaverðmæti og eyðilögðu dýrmæt lcola- og rauðsprettu- mið í leiðinni. Auðséð cr af um- mælum þessa danska ráðherra, hverja aðstoð fslendingar eiga í Dönum í sambandi við deil- una við Breta. Skíðanámskeið K. A. Stjórn félagsins hefur ákveðið að stofna til skíðanámskeiðs fyrir drengi og stúlkur félagsins á aldrinum 7 til 14 ára. Hinir áhugasömu skíðamenn úr skíðadeild félagsins sjá um til- högun þess og kennslu. Þátttaka ókeypis. Námskeiðið hefst föstu- daginn 19. þ. m. — Kennt verður frá kl. 11—12 f. h. og 1— 2.30 e. h. Kennt verður í Búðar- gili og brekkunni neðan Brekku- götu. Að námskeiðinu loknu mun verða stofnað til skíðamóts, fyrir þá, er það sóttu. Væntan- legir þátttakendur snúi sér til eftirtaldra, er gefa nánanri upp- lýsingar: Magnúsar Brynjólfs- sonar Lækjarg. 9 og Bergs Eí- í'íkssonar, Hólabraut 22. Aðalfundur K. A. var haldinn 11. þ. m. í félagsheimili f. B. A. Fóru þar fram venjuleg aðal- fundarstörf. í "stjórn félagsins voru kosnir: Haraldur M. Sig- urðsson foi'm. Ragnar Steinbergs- son v. f. ísak Guðmann ritari. Gísli Guðmann gjaldkeri Einar Einarsson spjaldsk.r. Bergur Ei- ríksson. meðstj. og Hermann Sig- tryggsson meðstj. Til sölu: 3 kw rafofn og ágætur kolaofn. Björn Grímsson. Sínii 1256. J óladrykkurinn er og verður: Appelsin frá Ö1 & Gosdrykkir h. f. Simar 1337 og 1893. 1500 manns hafa skoðað náttúru- gripasafn bæjarins síðan það var opnað í ágúst Um 1500 manns hafa skoða'3 náttúrugripasafn bæjarins síðan það var opnað almenningi í ágúst síðastl. Safnið er stofnað með hinni höfðinglegu gjöf Jakobs Karls- sonar, er átti uppsetta alla ís- lenzka fugla og að auki ýmsa sjaldgæfa flækinga, og gott eggjasafn. Safnið er til húsa í einni stofu í slökkvistöð bæjarins og hefur mununum verið komið smekklega fyrir þar, í skápum, sem bærinn lét gert.Eru þeirmjög vandaðir, rykþéttir, og til fram- tíðarafnota. Stofan er skreytt með landslags- og fuglalífsmjmdum eftir Elísabetu Geirmundsdóttur. Þótt safnið hafi engin fjárráð haft til munakaupa, hafa því borizt nokkrir munir til viðbótar gjöf Jakobs Karlssonar, en baga- legt er að geta ekki keypt muni fyrir nokkra fjárhæð árlega og þarf bæjarfélagið að sjá til þess að það verði hægt. Þessi vísir til náttúrugripasafns hér er markverð nýjung, sem ekki má niður falla, heldur verð- ur að efla hana og auka, unz hér er komið gott safn íslenzkra nátt- úrugripa og hæfilegt safn er- lendra gi'ipa, til fróðleiks og skemmtunar fyrir alla þá, sem hér búa eða bæinn gista, t. d. er slíkt safn til stórmikils gagns fyr- ir skólana. Þótt húsakynnir. í slökkvistöðinni séu lítil, má samt enn auka við safnið lítils háttar, án þess að of þröngt verði um það. Umsjónarmaður safnsins er Kristján Geirmundsson. Það er opið almenningi á hverjum sunnu degi kl. 2—4. Verzlanir í Akureyrarkaupstað verða opnar til kl. 10 að kvöldi föstudaginn 19. desember. Kaupfélag Eyfirðinga. Verzlunarmannafélagið á Altureyri. Kaupfélag Verkamanna. Konfektka Odýrasta og heppilegasta jólagjöfun verður úrvals konfektkassi frá LINDU. Fæst í hverri sælgætisbúð. Ekta Ananassafi frá Californíu. Kr. 6.20 og 4.50 dósin. Hollur drykkur fyrir börn og fullorðna. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibúin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.