Dagur - 17.12.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 17.12.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 17. desember 1952 DAGUR 7 Það er ekki Vátryggingadeild KEA sem tryggir yður hina sönnu jólagleði. En vér getum tryggt allar eigur yðar og líf yðar. Góð trygging veitir öryggi. Öryggi eykur yður alla sanna gleði. Vegna vörukönnunar verða sölubuðir vorar lokaðar sem hér segir: Kjötbúðin og útibúið í Ránargötu: 1.-2. jan- uar, að báðum dögum meðtöldum. Nýlenduvörudeildin og Blómabúðin: 1.—4. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Skó-, Járn- og glervöru-, Byggingarvöru- Vefn- aðarvöru- og Véla- og varahlutadeildir: Frá 1.—5. janúar, að báðum dögum með- töldum. Utibúin á Oddeyri, í Brekkugötu, Innbæn- um, Hamarstíg og í Glerárþorpi: Frá 1. og til hádegis 3. janúar. Lyfjabúðin og Brauð- og mjólkurbúðirnar verða ekki lokaðar. Full reikningsskil á þessa árs viðskiptum verða að vera gerð fyrir 24. desember. Kaupfélag Eyfirðinga tfK L' Athugið! Beztu jóla- og tœkifœrisgjafir eru málverk og myndir frá Rammagerð Jóhanns Árnasonar, Hafnarstræti 97. MOLASYKUR grófur STRÁSYKUR fínn Hafnarbúðin h.f. Seljum Frosin Egg á morgun. Hafnarbúðin h.f. Epli Ki\ 5.00 kg. Vöruhúsið h.f. oa buaaá Messað á Akureyri n.k. sunnu- dag kl. 2 e. h. — F. J. R. Hátíðamessur í Möðruvallald,- prestakalli. Á jóladag: Messað á Möðruvöllum kl. 2 e. h. og í Glæsibæ kl. 4 e .h. — Á annan jóladag kl .2 e. h. að Bægisá. — Sunnud. milli jóla og nýjárs: Guðsþjónusta í Skjaldarvík kl. 2 e. h. — Á gamlaársdag kl. 4 e. h.: Guðsþjónusta í Hjalteyiarskóla. — Á nýjársdag kl. 2 e. h.: Messað á Bakka. — Sóknarprestur. Dánardægur. 10. þ. mán. and- aðist í Akureyrarspítala Axel Björnsson, bóndi á Ásláksstöðum í Arnarneshreppi. Axel heit. var vel gefinn og vinsæll, nýtur mað- ur og hinn bezti drengur. Hann var kvæntur Margréti Guttorms- dóttur frá Ósi. Möðruvcllir í Hörgárdal. Enn berast kirkjunni á Möðruvöllum stórgjafir, nú síðast frá Sparisjóði Arnarnesshrepps kr. 5000 (fimm þús.), og frá Sigurði Halldórs- syni, Hjalteyri, kr. 500 (fimm hundruð). Vonir standa til, að kirkjan fái rafhitun á þessum vetri, en raflýsing er fyrir. Sókn- arnefnd hefur látið gera minn- ingabók, sem í eru skráð ævi- ^triði þeirra manna, sem minnst er með gjöfum til kirkjunnar. Fíadelfía, Lundargötu 12. Jóla- og áramótasamkomur. Jóladag kl. 5 e. h. — Annan jóladag kl. 2.30 e. h. — Sunnudag 28. des. kl. 8.30 e. h. — Á gamlaársdag kl. 8.30 e. h. — Nýjársdag kl. 5 e. h. — Sunnudag 4. janúar kl. 8.30 e. h. — Verið hjartanlega velkomin á þessar samkomur Frá Amísbókasafnimi: Síðasti útlánsdagur fyrir jól er laugar- dagurinn 30. desember. Opið til útlána milli jóla og nýjárs þriðju- daginn 30. des. Opnað aftur til útlána þriðjudaginn 6. janúar. Gamalt áheit á Sólheimadreng- inn. Kr. 25.00 frá S. J. Mótt. á af- gr. Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá N. N. — Mótt. á afgr. Dags. Frá Skákfélaginu. Skákþingi Akureyrar verður slitið (í kvöld) kl. 8.30. Verðlaun afhent. Á eftir verður hraðskákkeppni. — Á föstudagskvöld verður reynt á skákstyrk félagsmanna við að leysa skákrautir í huganum. Systrabrúðkaup. Þ. 12. des. sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Sigrún Erna Ásgeirsdóttir og Jón Krist- inn Vihjálmsson, rafvirki, Akur- eyri. Heimili þeirra er að Helga- magrastræti 38. Ennfremur ung- frú Theódóra Kolbrún Ásgeirs- dóttir og Valgarð Frímann raf- virki. Heimili þeirra er að Spí- talav. 9. Systurnar eru dætur frú Theódóru Tómasdóttur og Ás- geirs Árnasonar, 1. vélstjóra á „Hvasafelli“, Spítalaveg 9 hér í bæ. Hjónaefni. Ungfrú Sigríður Sigmarsdóttir, Akureyri, og Egill Jónasson, Helgastöðum, Reykja- dal. Áttatíu og fimm ára verður á morgun Þórey Jónasdóttir, frá Þorljótsstöðum í Skagafirði, nú að elliheimilinú í Skjaldvarvík. Dánarfregn. Jakobína Ragn- heiður Guðmundsdóttir, sem andaðist 12. þ.m., að heimili sínu, Hafnarstr. 81A hér í bæ, verður flutt vestur á ísafjörð og er jarðarförin ákveðin þar. »Run:. 595212177 — 1 — Jólaf:. I. O. O. F. = 134121981/2 = Jólapoltur Iljálpræðishersins. jólin nálgast, og um þessar mund ir kemur jólapotturinn út á göt- una. Og nú sem á fyrri jólum snýr Hjálpræðisherinn sér til al- mennings og biður hann að fjdla pottinn. — Á jólunum er sér- stök þörf að gleðja t.d. fátæk börn og gamalmenni. — Hjálp- ræðisherinn útbýtir þá fatnaði, ávöxtum og öðrum gjöfum eftir því, sem efni standa til, heldur jólatréshátíð fyrir böm og gamal- menni. Eins og í fyrra mun jóla- sveinn koma að pottinum, það verður á fimmtud. kl. 6. Verið með að gleðja aðra, með því að leggja ykkar skerf í jólapottinn.! Dánarfregn. Sl. sunnudag and- aðist í sjúkrahúsinu í Húsávík Jónas Guðmundsson bóndi í Fagranesi í Aðaldal, 48 ára gam- all. Sjötíu og fimrn ára varð 11. þ. m. Anna Sigurðardóttir, sauma- kona, Munkaþverárstræti 26 hér í bæ, mesta sæmdar- og rausnar- kona, öllum sem til hennar þekkja að góðu kunn. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 15 frá Á. J. Mótt. á afgr. Dags. H 9 i I ó! Ailtaf Nýtt ! óSgæti | nni. K aupið J ólamatinn ön TI manlega KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Tækifæriskaup Til sölu nú þegar 4 borð- stofustólar (ljós eik) með rauðu áklæði á baki og setu. Verð kr. 900.00. Upplýsingar í síma 1772.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.