Dagur - 17.12.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 17.12.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 17. desember 1952 D AGUR 5 Gottwald forseti horfði sjálfur á aftöku fyrrver- andi vina sinna og samstarfsmanná Ráðherrum kennt um hrun efnahagsskipulagsins en sökin er í kerfinu sjálfu Röðin komin að austur-þýzku ráðherrunum Þegar komniúnistaleiðtogarnir 11 voru teknir a£ með hengingu í garði Pancras-fangelsisins í Prag, hinn 3. desember sl., stóð maður álengdar og horfði á, hverju hann hafði til leiðar komið. Það var Clement Gottwald for- seti (sem Morgunbl. segir að sé skólabróðir Þórodds í Siglu- firði, frá ungkommúnistadögum í Moskvu). Mennirnir, sem festir voru upp í gálgana, voru nánir samstarfsmenn Gottwalds frá fyrri árum, einkum þó þeir Slan- sky og Clementis, þar hókk líka maðurinn, sem hafði undirbúið síðustu efnahagsáaetlun Tékka og staðið fyrir öllum fréttunum um hina miklu prósentuaukningu framleiðslunnar, sem er fast les-' efni í kommúnistablöðum um all- an heim, Ludvik Frejka. Fátt sýnir e. t. v. betur, hvað á undan er gengið í málefnum tékknesku kommúnistanna en það, að forseti landsins skyldi vetra mættur árla morguns í fangelsisgarðinum til þess að sjá dauðateygjur margra þeirra manna, sem studdu hann bezt í valdastólinn og undir- bjuggu valdaránið 1948. Var sag- an að endurtaka sig og byltingin að drekkja sjálfri sér í blóði? Skipulagið fehir orsökina — einstaklingar máttlausir. Flest ábyrg blöð á Vestur- löndum eru á einu máli um það, að kommúnistaleiðtogarnir 11, hengdir voru, hafi orðið að gjalda þess, að þjóna óheilbrigðu og svikulu skipulagi. Hin mikla framleiðsluaætlun Frejka fór út um þúfur, m. a. vegna óvildar þjóðarinnar, arðráns Sovét-Rúss- lands, sem hirti verðmætustu framleiðsluna og galt fyrir hana að geðþótta ,og fleira í þeim dúr. En það mátti aldrei vitnast, að meinsemdin væri í sjálfu skipu- laginu og í þeirri staðreynd, að Ieppríki hlýtur að vera háð vilja þeirra, sem raunverulegt vald hafa og eru hvorki tillitssamir né skilningsgóðir á örðugleikana. Þegar ekki varð dulið lengur, í hvert óefni var komið, hófust handtökurnar og síðan réttar- höldin. Það var „sannað“, að mistökin hafi stafað of „skemmd- arstarfi" og frá „spillingaröflum", mönnum, sem staðið höfðu á oddinum, var fórnað. Frejka hékk í' gálganum þennan morgun í Pancras-fangelsisgarðinum vegna þess að áætlun sú, er hann samdi í góðri trú, var óframkvæmanleg í reyndinni vegna viðhorfs Rússa ög andúðar bóðarinnar á einræð- isskipulagi kommúnsta. Ennþá augljósari er hin raunverulega orsök þess að Rudolf Margolíus, aðstoðarverzlunarmálaráðherra, VPr látinn dingla með honum. Verulegur skortur á margs kon- ar nauðsynjavarningi hefur verið ríkjand í Tékkóslóvakíu, og eru horfur sagðar versnandi. Ástæð- an er sú, að Rússar hafa verið of kröfuharðir um afgreiðslu iðnað- arvara og uppbyggingu þunga- iðnaðar — m. a. hernaðariðnaðar, til þess að Tékkar gætu jafnframt sinnt þörfum þjóðarinnar um al- mennar neyzluvörur, og jafn- framt flutt út ýmsar slíkar vörur, sem markaður er fyrir á Vestur- löndum, í skiptum fyrir matvæli, sem Tékkar fá ekki annars staðar frá. En það mátti ekki vitnast, að rússnesk arðránspólitík væri ástæðan, fólkið varð að trúa því að vanhöldin væru að kenna ein- staklingi, og hann varð síðan að hengja. Þess vegna dinglaði Mar- gólíus, m. a. fyrir að hafa að hafa gert verzlunarsamning við ísland og Danmörk. Allir íslendingar skilja, hversu glæpsamlegt það hefur verið að koupa af okkur fisk fyrir glervörur, fatnað o. þ. h. og dönsku blöðin hafa upplýst, að sakirnar á Margólíus, hvað Dani snertir, séu svo stórlognar, að enginn verzlunarsamningur hafi verið gerður á því ári, sem Margólíus átti að hafa syndgað. Þessi heiðursmaður hafði krafið Dani um ýmiss konar hernaðar- lega mikilvæg hráefni, en þeir hafnað. Nú á þetta að hafa verið þjónusta við „vestræna heims- valdasinna“! Þannig mætti lengi halda áfram að rekja þráðinn. Enda hafa aftökurnar nú komið af stað ólgu í Tékkóslóvakíu. Menntamálaráðherra landsins hélt útvarpsræðu í vikunni og reyndi að útskýra „játningarnar", neitaði að deyfilyf hefðu verið notuð en játaði að „sálrænar þvinganir" hafi verið viðhafðar. Menn geta lesið um þá aðferð í bók Köestlers: Myrkur um miðj- an dag. Það er fróðleg lýsing og sennilega sönn, því að Köestler veit, hvað hann er að skrifa um. Hann starfaði eitt sinn að þessum málum sjálfur, og var þá komm- únistískur undirróðursmaður. Austur-Þjóðverjar næstir. Hreinsanir fara fram með vissu millibili í öllum kommúnista- löndunum. Menn muna örlög Kostovs í Búlgaríu, leiðtoga í Ungverjalandi, Rúmeníu o. s. frv. Og nú er röðin komin að Austur- Þjóðverjum. — Forsætisráðherra landsins er farinn að kvarta um stórkostleg skemmdarverk á efnahagssviðinu. Þetta þýðir, að „áætlanirnar“ hafa farið út um þúfur af því að skipulagið er rotið og Rússar óseðjandi. Fyrsta fórn- arlambið er verzlunar- og birgðamálaráðherra landsins, Karl Hamann. Honum var vikið frá í sl. viku og bíður nú dóms. Fleiri munu á eftir fara. Gyðinugaofsóknir kommúnista. Einn eftirtektarverðasti þáttur- inn í þessum skrípaleik öllum eru svo Gyðingaofsóknir kommún- ista. Margir hinna líflátnu í Tékkóslóvakíu voru Gyðingar og þeim fylgdu í gröfina ásakanir um að hafa njósnað fyrir ísraels- ríki, en Zíonisminn — hin al- þjóðlega Gyðingahreyfing — segja kommúnistar að sé verk- færi „bandaríska stríðsæsinga- manna“. Otti og skelfing hefur gripið Gyðinga á yfirráðasvæð- um kommúnista. Þeir muna enn ofsóknir nazista og þeim geðjast ekki hinn nýji tónn rauðu ein- ræðisherranna. Það vekur sérstaka athygli í þessu sambandi, að allt þing ísraelsríkis — kommúnista- flokkurinn þar með talinn — lýsti þessar ásakanir allar hel- ber ósannindi og fordæmdi þessar aðfarir. Hvorum trúa kommúnistar. t. d. hér, betur, flokksbræðrum í ísrael eða Tékkóslóvakíu ? Ganga lengra en nazistar. Nýjustu erlend blöð, sem hing- að hafa borizt, greina frá ráðstöf- unum, sem tékkneska stjórnin er nú að gera til þess að halda fólk- inu í járngreipum ótta og skelf- ingar. Eru heimildir Norður- landablaða um þetta efni sjálft „Rude Pravo“, aðalmálgagn ríkis stjórnarinnar í Prag. Samkvæmt þeim verður húsvörður í hverju húsi, með skrá yfir íbúana og verður haldin nákvæm skýrsla um ferðir þeirra alla daga. Eng- inn má fara úr borg eða bæ, sem hann býr í, nema láta fyrst slcrá sig á sérstökum skrifstofum. Verður vakað yfir hverri hreyf- ingu borgaranna „til þess að svikararnir eigi erfiðara með að dyljast,“ segir hið grandvara kommúnistablað. Bent er á í þessu sambandi, að þessi skerðing á persónufrelsi sé grófari en nokkrar þær aðgerðir, sem naz- istar framkvæmdu í Tékkóslóva- kíu á stríðsárunum. Þannig gengur lífið í „löndum lífsgleðinnar“ fyrir austan jávn- tjald. Og hér heima krjúpa fá- ráðlingar á knjánum og ákalla máttarvöldin, að steypa þessu ógnarkerfi yfir okkur. Vonandi vita þeir ekki, hvað þeir eru að gera. Engin ástæða til að ætla að úrskurður alþjómadóm- stólsins mundi upphefja löndunarbannið — Manchester Guardian Hið víðkunna, frjálslynda blað Manchester Guardian, ræði: löndunarbannið 29. nóv. sl. í til- efni af mótmælum þeim, sem ís- lenzki sendiherrann í Londor hafði þá nýlega komið á framfær vegna löndunarbannsins. Hafð sendiherrann eindregið farií fram á, að ríkisstjórnin beitt áhrifum sínum til að afléttí banninu. í framhaldi af þeirr frásögn, segir blaðið: „... . Þettí virðist algerlega útilokað. End; þótt brezka ríkisstjómin óski a< sálfsögðu áð deilan leysist, þa: sem hún er eingöngu til tjóns bæði fyrir íslenzk-brezk sam- skipti og fiskibirgðirnar hér landi, lítur hún samt svo á, a< deilan sé í aðalatriðum í mill brezkrar útgerðar og íslenzkra: útgerðar, og sér ekki að hún get lögum samkvæmt haft bein af- skipti. Brezka stjórnin er ekk heldur meðmælt því, að málii verði lagt fyrir alþjóðadómstól- inn. í fyrsta lagi vegna þess, a< búast má við að dómsúrskurðu fáist ekki fyrr en eftir tvö ár — eigi ólíkt mál við Norðmenn tól nærri tvö ár að leysa þar — og öðru lagi vegna þess, að jafnve þótt íslenzka ríkisstjórnin feng úrskurð alþjóðadómstólsins sér vil, er engin ástæða til að ætla ai það mundi endilega þýða ai brezka útgerðin mundi falla fr banni sínu á löndun íslenzk fisks í brezkum höfnum." — Sv mörg eru þau orð, og því miðu verður ekki sagt, að þau sjónar mið, sem þar koma fram, séi sanngjörn. Brezkir útgerðarmen: óskuðu Norðmönnum til ham ingju með sigurinn eftir málalok in í Haag, hér er gefið í skyn, a svipuð málalok fyrir íslending mundi ekki hafa nein áhrif kúgunaraðgerðir brezkra útgerð armanna. Auk þess gægist en fram sá misskilningur, að ísl. tog araútgerð geti samið um land helgismálin við Breta. Bréf til blaðsins: Elliheimilismál Akureyrar Blaðinu hefur borizt eftirfárandi bréf frá stjórn Kvenfélagsins Fram- tíðin: „í tveim tbl. Dags. hér undan- farið liefur vcrið minnzt á afskipti Kvenfélagsins Framtíðin af elli- lieimilismálinu, en þar sem nokk- urs misskilnings gætir þar, verður frásiignin mjög villandi, og viljum vér því get'a nánari skýringu á málinu. Raddir komu fram um það í fé- laginu, að illt væri að liggja með rúmlega tvö hundruð þúsund króna sjóð, ekki sízt þar sem verðgildi peninga virtist fara síminnkandi, og livort ekki mundi á einlivern Iiáft vera hægt að hefjast lianda með vísi að elliheimili. Ivom þá fram tillaga frá einni félagskonu um ]>að, hvort ekki væri reynandi að taka gamla sjúkrahúsið til at- hugunar í þessu skyni, húsrúmið mundi þar nægilegt og staðurinn fellegur. Við umræður kom í ljós, að konur voru sammála um það, að á tímum eins og nú væru, rnætti engum verðmætum kasta á glæ og ekki kæmi að sök, þótt elliheimilis- nefntl ræddi málið við bæjarráð, þá fengist líka vitneskja um það, vort m ráöamenn bæjarins hefðu nokkurn áhuga á þessu máli og hvort þeir væru fúsir til samsfarfs við kvcnfélagið að finna einhverja lausn á því, hvort sem það svo yrði gamla sjúkrahúsið eða einhver ann- ar staður, sem til greina gæti kom- ið, því að auðvitað yrði ekkert að- hafzt án gaumgæfilegra athugana. Akureyri, 15. des. 1952. Virðingarfyllst, í stjórn Kvenfél. Framtíðin: Lanfey Pálsdóttir, formaður. Jósefína Pálsdóttir, ritari. Soffia Thorarensen, gjaldk. FRÁ BÓKAMARKADINUM Min ningabók Gnðmu ndar Eggerz sýlumanns. Leiffur h.f. Reykjavík 1952. Nær áttræður embættismaður skrilar hér endurminningar sínar. Starlsævin er orðin löng og frá mörgu að segja: merkum mönnum, námsárum í Latínuskólanum, stúd- entsárum í Danmörku og embættis- ferli j>ar um margra ára skeið, síð- an sýslumannsstörfum í þremur landsfjórðungum og loks fulltrúa- störfum hér á Akureyri og í Eyja- firði, er leið að ævikvöldi. Þjóðkunnugt er, að Sigurður Eggerz var skáld gott. Guðmundur l.ggerz heíur lítt flíkað hæfileikum sínum á sviði fagurra lisfa, en þessi bók ber þcss glöggt vitni, að hann kann vel að halda á penna og hefur næmt auga fyrir fegurð heimsins. Hann lýsir mjög skemmti lega lífinu á stóru menningarheim- ili á öldinni sem leið. Er lengur að þeirri merku þjóðlífslýsingu. Og ekki tekst honum síður að bregða upp mynd af fegurð Breiðafjarðar- eyja og náttúruauðlegð. Það er kvikt af íugli, sel og íiski á þessum blaðsíðum. Hvar sem liann fer, greypist svipmót náttúrunnar fast í huga lians og lionum lætur vel að rifja upp þær endurminningar. Þá ber bókin þess vifni, að höfundur- inn liefur góða kímnigáfu og fléttar hann mörgum skemmtilegum og skringilegum atburðum inn í aðal- írásögn sína um líf sitt og starf og kynni af mönnum og málefnum. Eyfirðingar lesa með athygli frá- sögn lians af starfi sínu hér og dvöl um 1.6 ára skeið. Breiðfirðingurinn sér náttúruna liér í dálítið öðru ljósi en við hinir, en öllum ber hann vel söguna, og liér hefur hon- um, á ýmsan hátt þótt friðsamlegt og gott að dvelja. Minningabók Guðmundar Egg- r „Verkamannálslandivilja aukna dýrtíð" - fyrirsögn í dönsku blaði Dönsk blöð birta undir stórum fyrirsögnum frásagnir af upphafi verkfallsins hér og þykir sumum það enn ein sönnun fyrir því öng- þveiti, sem ríki í efnahagsmálum hins unga ríkis. Eitt blaðanna notar þessa fyrirsögn: „Verka- menn á íslandi vilja aukna dýr- tíð!“ Það er „Frederiksborg Amtstidende11 í Hilleröd. Segir blaðið síðan^ að viðurkennt sé að hækkuð laun muni ekki bæta kjör verkamanna heldur þurfi að auka kaupmátt launanna, t. d. með skatta- og tollalækkunum. erz sýslumanns, sem áft hefur ó- venjulega langan starfsdag, grípur yfir eitt hið merkasta tímabil þjóð- arsögunnar. Lesandinn er í upp- hafi tengdur við tímabil Jóns Sig- urðssonar, því að þeir voru vinir, forsetinn og l’étur Eggerz í Aknr- eyjum, faðir Guðmundar. Síðan er lesandinn leiddur slóð íslenzkra námsmanna fyrir aldamót, um Reykjavík til Kaupmannahafn- ar, og síðan lieim í byggðir Islands og fær að svipast um í öllum lands- fjórðungum, allt fram til byltingar- áranna eftir heimsstyrjöldina. Oll þessi för er í senn skemmti- leg og á ýmsan liátt mjög fróðleg fyrir. þá, sem yngri eru. Má því vænta þess, að Minningabók þessi eignist stóran íesendahóp. „Heima er bezt“ Lýkur 2. árg. með 56 bls. jólahefti Tímaritið „Heima er bezt“, sem Norðri gefur út, hefur nú lokið 2. árg. með myndarlegu jólablaði, sem telur 56 blaðsíður lesmáls. Hefur þetta þjóðlega skemmtirit átt vaxandi vinsældum að fagna með þjóðinni, enda er stefna þess andóf gegn óhollum áhrifum „gulu pressunnar“, sem gerir vart við sig hér á landi sem ann- ars staðar. „Heima er bezt“ hefur flutt rammíslenzkt skemmtiefni, og það hefur sýnt sig að þjóðin vill fremui' lesa slíkt efni en létt- vægt erlent reifara- og mynda- rusl. í þessu myndarlega hefti eru m. a. þessar greinar: Matthías Joshumsson, þjóðskáldið og trú- arskáldið, eftir ritstj., Jón Björnsson skáld, Hallveig Eyrar- sól eftir Guðmund Gíslason Hagalín, Úr Strandabyggðum eft- ir Þorstein Matthíasson, Halldór ríki á Vatnsleysu eftir Böðvar á Laugarvatnþ Uni danski, sögu- þáttur eftir ritstj., Sveitin mín, Lónið, eftir Sigurlaugu Árna- dóttur, Lífið í Nýskógum eftir Gísla Kristjánsson, Hrikaleg sauðaleit eftir Albert Kristjáns- son, og auk þess margt annað efni til fróðleiks og skemmtunar, m. a. hestavísnaþáttur myndasaga, barnasaga og sitt hvað fleira. — „Heima er bezt“ er að eignast æ fleiri lesendur í byggðuh lands- ins og er það vel.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.