Dagur - 21.01.1953, Side 8

Dagur - 21.01.1953, Side 8
8 D A G U R Miðvikudaginn 21. janúar 195:> s DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiffsla. auglýiingar, innlieimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarsti eti 88 — Sími 1166 Blaðið kemt'r út á hverju.i miðvikudegi. Argangurinn kostar kr. 50.00. Gjaladagi er 1. júlf. Prentverk Odds Pjörnssonar h.f. Fjárhagslegt sjálfsforræði kaupstaðanna í GÆR SAMÞYKKTI bæjarstjórn Akureýrar að gera ráð fyrir auknu framlagi til Almanna- trygginganna um 150 þúsund krónur og kemst þá beint framlag bæjarins til sjúkra- og almanna- trygginga í kr. 1.465.000.00, og er lang fyrirférða- mesti liðurinn á fjárhagsáætlun bæjarins. Hækk- unin, sem gerð var í gær á fyrri áætlun, ér bein afleiðing af úrslitum verkfallsins, sem háð vár í desember. Ríkisvaldið ákvað að beita sér fyrir auknum fjölskyldubótum. Menn reiknuðu í skyndi út að þeir mundu fá nokkur hundruð krónur aukalega með hverju bami og flestum þótti þessi fjárvon góð. En nú er eftirleikurinn háður í hreppsnefndum, bæjarstjórnum og hjá at- vinnufyrirtækjum. Hér er um verulega útgjalda- aukningu að ræða fyrir sveita- og bæjarsjóði, svo sem ofannefnt dæmi sýnir ljóslega. Og þetta eru útgjöld, sem bæja- og sveitastjórnir ráða ekkert við. Þetta er skammtað að ofan. Hjá þessum út- gjöldum verður ekki komist. Baéjarstjórnirnar hafa engin önnur úrræði en bæta þessum upphæð- um við áætluð útsvör og taka þær af borgurunum. ÞAÐ ER EKKI ætlun blaðsins að gagnrýna það sérstaklega að nú er komið út á þá braut áð greiða bamalífeyri með 2. bami — þótt vissulega megi benda á ágalla á því fyrirkomulagi — heldur vill blaðið beina athygli manna að því, hvernig komið er fjárhagslegu sjálfsforræði bæja- og sveitá- stjórna. Það mun ekki fjarri lagi að um 2/3 af út- gjaldabálkum fjárhagsáætlana kaupstaðanna séu bundnir með lögum eða á annan hátt ákvarðaðir af ríkisvaldinu. Og það svigrúm, sem bæjaryfir- völd hafa til þess að taka eigin ákvarðanir um fjármál kaupstaðanna, þrengist sífellt. Því fer fjarri, að kröfum um aukin framlög bæjarsjóða, eða jafnvel beinum fyrirmælum, fylgi ábendingar eða heimildir um aukna tekjumöguleika. Mögu- leikar til fjáröflunar fyrir bæja- og sveitasjóði eru mjög takmarkaðir. Þrautalendingin er útsvörin en alls staðar mun svo komið, að útsvarsálögur eru raunverulega komnar fram úr því, sem heilbrigt og eðlilegt getur kallast. Samt er með opinberum afskiptum haldið áfram að hlaða útgjöldum á bæjarsjóðina án þess að gerðar séu jafnframt ráð- stafanir til tekjuöflunar með skaplegu móti. í desember sl. var meira að segja gengið svo langt í því að þrengja sjálfsforræði kaupstaðanna, að lausn verkfallsins var tengd útsvarsálögum þeirra með harla einkennilegum hætti. Niðurjöfnunar- nefndin í Reykjavík samdi raunverulega um ívilnanir í útsvarsálögum um land allt, enda þótt ekkert samráð væri haft við þá aðila utan höfuð- borgarinnar, sem við þetta samkomulag verða að búa. Vel má vera að ívilnanir þessar hafi veríð réttlátar í sjálfu sér, en þó er ljóst, að aðstaða Reykjavíkur til slíkra samninga er allt önnur og betri en annarra kaupstaða og þó er hér mest um vert, að þarna er farið út á mjög varhugaverða braut. Þarna var enn stefnt að því að þrengja sjálfsforræði kaupstaðanna og binda fjármála- stjórn þeirra við algerlega utanaðkomandi öfl. NOKKUR HREYFING hefur verið uppi meðal forráðamanna kaupstaðanna — og væntanlega eru forráðamenn sveitasjóðanna sama sinnis — að endurskoða samskipti ríkis og bæja, einkum með tilliti til fjármála. En hér kemur raunverulega fleira til greina en hlutur bæjarsjóða af þeim tekjum sem til falla í um- dæmi þeirra. Fyrir rás viðburð- anna og aðgerðir stjórnarvald- anna hefur eitt bæjarfélag algera sérstöðu um þessa hluti og allt aðra og betri aðstöðu til fjáröfl- unar en áðrir kaupstaðir. Það er Reykjavík. Það bæjarfélag getur nú oi-ðið til dæmis, lagt útsvar á svo til alla innflutningsverzlun landsmanna, auk þess sem það hefur margvíslega aðra tekju- •möguleika í sambandi við það fyrirkomulag, sem nú ríkir í verzlunar- og siglingamálum. En þótt um þessi málefni hafi verið skrafað á kaupstaðaráðstefnum og bæjarstjórafundum, er sýni- legur árangur harla lítill og hann kemur vissulega ekki fram í fjár- hagsáætlunum þeitrg sem nú er verið að leggja síðustu hönd á ó bæjarstjórnarfundum um land allt. Hér þarf þó augsljóslega að verða stefnubreyting. Bæjar- og sveitasjóðir úti á landi hafa hér stórt mál að sækja á hendur rík- isvaldinu og Reykjavíkurbæ. Fjárhagsástand margra sveitar- félaga er orðið þannig, að það ýt- ir undir fólksflutningana til Reykjavíkur. Eitt af því fyrsta sem þarf að gera til þess að end- urreisa atvinnu- og efriahagslíf landsbyggðarinnar er að endur- skoða samskipti ríkis og bæja og athuga sérstaklega, hvort það getur talizt heilbrigt, að Reykja- vík geti haldið áfram að skatt- leggja alla íbúa landsins í gegn- um verzlun og siglingar eins og nú er gert. . , FOKDREIFAR Listin og bæjarlífið. ' Listúnnandi skrifar blaðinu. , „FÝRIR NOKKRUM dögum heimsótti mig kona, sem í ákefð bgð mig, ásamt heimilisfólki mínu, að skrifa undir áskorun til hr. Jakobs Tryggvasonar organ- leikara um að dvelja hér áfram á staðnum. Við megum alls ekki missa hann, sagði hún. Hvers vegna ætlar hann að fara? spyr eg. Betri afkomuskilyrði í Reykjavík var svarið. Eg er óvanur að skrifa niður hugsanir mínar, en get þó ekki stillt mig um það að þessu sinni. Og spumingin vaknar: Er ekki hægt að búa svo að listamönnum okkar, að þeir geti unað sér hér á meðal okkar og notið sín til fulls? Ekki kominn tími til að þetta sé rækilega,,athugað? AKUREYRI hefur jafnan feng- ið orð fyrir áð vera bær gróðurs- -’iri's, og Víst er um það, að færri eru þeir húságarðarnir sem ekki eru gróðurprýddir meira og minna, og að þeim hlúð eftir 'föngum, og er ekki nema gott eitt um það að segja. En hvað um hina listrænu stöfna, sem fest hafa hér rætur og eru að vaxa upp á meðal okkar, er þeim búin þau vaxtarskilyrði sem skildi? MÉR KEMUR í hug atburður, sem gerðist hér fyrir allmörgum árum síðan. Einn af beztu söngmönnum þessa lands var þá búsettur hér á Akureyri. Á heimili hans sat sönggyðjan í öndvegi og var óspart hyllt. Konan hans lék á slaghörpu og lagði við það mikla alúð, enda var hún mjög framar- lega í þeirri list. — Eitt sinn héldu þau hér konsert. Hin hárfína og viðkvsémá tjáning undirleikarans bár tóriá sörígvarans hærra og gaf þeim aukið gildi, enda var söngn- um tekið að verðleikum. — Þetta var að mig minnir í fyrsta sinn, sem hún aðstoðáði við söng manns síns hér, en eigi að síður mun hún hafa unnið þarna glæsi- legan sigur. — Gleðin var óbland in og öryggið meira en áður, hún fagnaði unnum sigri.. — En svo kom höggið, það var ekki hin miskunnarlausa þögn, sem þá var að verki, heldur var það hjáróma rödd þess manns, sem taldi sig aldeilis vera dómbæran á þessa hluti. og reyndi að gera lítið úr úndirleik frúarinnar. — Hún tók sér þetta mjög nærri, og eftir að hafa notið hins hreina og tæra andrúmslofts, þar sem listin, hið skapandi afl hafði lyft henni svo hátt og gefið henni vængi, fann hún nú, að þessir vængir megn- uðu ekki að lyítá henni meir, hún skyldi aldrei meir koma hér op- inberlega fram. Stuttu síðar hurfu þau héðan á brott. — Þessi atburður snart mig þá, og talar enn sínu máli. ÞAÐ ER NÚ einu sinni svo, að umhverfið, serri við 'lifum og hrærumst í, á sinn mikla þátt í því, hvernig okkur tekst til á lífs- leiðinni. Að baki hins endanlega tjáningarforms listamannsins liggur oft mikil barátta. Frá því ákvörðun er tekin, og þar til næsta tindi er náð, er hann kann- ske milli vonar og ótta. Þess vegna verður gleðin innilegri við hvem nýjan áfanga. En einmitt á þeim vettvarigi verða afskipti samtíðarinnar þyngst á metun- um. .l. . ; ' • í VIÐ AKUREYRINGAR eigum efnilega listamenn, bseði í söng- list, hljómlist;: leiklist, málaralist og höggmyndalist,- pn, hvað'er gert fyrir þessa menn marga hverja? EKKERT. — Eg hef verið að velta því fyrir mér, hvað hægt væri að gera í þessu efni, og datt mér þá í hug, hvort Fegrunar- félag Akureyrar, sem nýtur vax- andi vinsælda, gæti ekki stækkað verksvið sitt og unnið að þessum málum og gæti það þá heitið List- vina- og fegrunarfél. Akureyrar. Eg álít að þá mundi því bætast álitlegur félagahópur, sem auð- veldaði því framkvæmdir. Eg veit að vísu, að eins og félagsstarfsemi er nú háttað hér, þá er þaðan lít- ils að vænta. En hvað um það, við verður allir seni eirin að standa hér saman og slá skjaldborg um þessi olnbogabörn okkar eigin bæjarfélags.“ Því biðja þeir ekki uin miskunn þar? UNDANFARNAR vikur hefur Þjóðviljanum ekki orðið tíðrædd- ara um annað efni en. örlög Rós- enbergshjónanna í Bandaríkjun- um, sem dæmd voru fyrir kjarn- orkunjósnir í þágu Rússa. Hafa ]>au setið í fangelsi um hríð, en óráðið munn en, hvort líflátsdóm- urinn, sem upp var kveðinn yfir þeim, verður framkvæmdur. Er það nú á valdi forseta Bandaríkj- anna. Sekt hjóna þessara var sönnuð í umfangsmiklum, opin- berum réttarhöldum. Þau lásu þar ekki upp neinar stórkostleg- ar „játningar", heldur byggðist dómurinn á sönnunargögnum og vitnaleiðslum. En með því að hjón (Framhald á 10. síðu). Hið dularfuNa má! Bodenhoff- fjölskyldunnar ÞAÐ VAR í Assistents-kirkjugarð í Kaupmanna- höfn, sem járðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar voru sóttar um árið. Þá var gröf rofin þar. En slikt er ekki einsdæmi þar í sveit. Um þessar mundir eru rifjaðir upp í Danmörku atburðir frá árinu 1798, um dauða auðugustu kónti á Norðurlöndum á þeim tíma, Giertrud Birgitte Bo- denhoff. I síðastliðinni viku var gröf hennar í þessum sama kirkjugarði opnuð með leyfi viðkontandi stjórn- arvalda, enda stóð afkomandi frúarinnar að vcrkjnu, dr. Vjggo Starcke yfirlæknir, kunnur þingmaður, og ætti að.vera vel þekktur hér á landi fyrir skrif sín um handritamálið, en hann er einn harðasti ándstæðingur íslands á þeim vettvangi. Ástæðán til þess, að yfirlæknirinn og aðrir ættmenn írúarinnar hafa farið fram á leyfi þetta, er að reyna- að.komast til botns í orðrómi, sem lifað hefur í Dan- mörku í meira en hálfa aðra öld, að ekki liafi verið allt incð felldu um dauða Birgittu Bodenhóff á sinni tíð. Er sú saga harla dularfull, enda héfur hún orðið yrkisefni skálda, cins og síðar verður vikið að. BIRGÍTTE BODENHOFF var dóttir kunns dóm- ara í Róskilde, og 17 ára að aldri var' 'húri geffn An- dreasi Bodenhoíf, syni Bodenhoffs útgerðarmanns og stórkaupmanns, sem talnn var forríkur og átti miklar eignir i Danmörku. Er enn í dag kennt við hann torg eitt i-Kaupmannahöfn. Giftingin fór fram árið 1796, og var ungu hjónunum spáð mikilli hamingju, en allt fór hér á annan veg. Hálfu ári eftir brúðkaupið andaðist eiginmaðurinn, og ári seinna fylgdi hús- freyjan honum í gröfina. Dauða hennar bar skyiuli- Icga áð' höndum, og var dauðaorsökin uppgefin kýli í hlust, en dánarvottorðið er þó mjög óljóst. En þótt sögur kæmust strax á kreik um dauðaor- sökjna,; urðu hinar þó landfleygari sem sögðu, að nótt- ina eltir greftrunina hefðu ræningjar komið í kirkju- garðinn og hefðu rænt líkið öllum djásnum, sem með því höfðu verið látin í kistuna. En sögurnar létu ekki þar með staðar numið. Þær sögðu, að við ráriið hefði maddama Bódenhoff vaknað úr daúðtidái, því 'að í rauninni hefði hún aldrei dáið, heldmr'nðoins fallið í dauðadá. Þegar annar ræninginn ,ætlaði a,ð grípa eyrnalokk úr gulli af eyra hennar, segjf sggaji.Týjs lnnt npp í kistunni og hrópaði og krafðist þess, ,a.ð hún yrði flutt burt af þessum ógurlega stað. 'Éri"samv'izi/u- laustr þorpararnir þorðu ekki að þyrma -henití;' <>g- segir sagan, að þeir hafi unnið á henn'i ó 'kistunni með verkfærum sínum. Síðan þessi saga komst fyrst á kreik, eru liðin meira en 150'ar, en hún hefur aldrei verið kveðin niður. Fjölskyldan lét rcisa mjiig veglegt grafhýsiyíir.hjiiniili Og: stendur það með sömu verksumm^rkjlriri cpip 14ag,: en leyndardómurinn um dauða frúarinnar, og atburð- urinn í kirkjugarðinum heiur aldrei verio upplýstur. Og nú' vill hinn danski þingmaðtfr'fá' að~ Vítá‘ili&' sanna, og kannske verður lionum að 'þéirri ósk's'iniu’." ■ b ii/ fino-id iinöif . ÞAD HEFUR komið í ljós við atljug^nir.á. heim- ildum. að allt viðvíkjandi dauða þessarar lprrík,u hefð- arkonu er myrkri hulið. Kirkjubækurnar láta þéss ekki getið, hver dauðaorsökin hafi verið. Virðist þeim, sem’ liafa kanriað sögu ættarinnar, að allt sé það með ráði gert, og hcfur þetta enn ýtt undir hinar dularfullu frásagnir. Saga lrú Bodenhoff og endalok hefur ckki aðeins lifað meðal alþýðufólks, eins og hver önnur dularfull þjóðsaga, heldur einnig meðal æðri stétta þjóðfélagsins, já, og meðal skálda og listamanna, og liefur haft á ýmsan hátt djúp áhrif á þá. Það er t. d. vitað, að ævintýraskáldið H. C. Andersen var jafnan hræddur um að hann yrð grafinn lifandi, og segir sagan, að hann hefði jafnan á náttborði sínu rniða, sem á var skrifað: ,,Eg er ekki dauður, ligg aðeins í dái.“ — Annað stórskáld danskt tók þetta efnt bein- línis fyrir. Það var Adarn Oehlenschlaeger, sem skrif- aði árið 1813 söguna Rechmuth von Adoch. Þctta er að vísu skáldsaga, en öll uppistaða hennar cr mál Bodenhoff-fjölskyldunnar, og ]>ar er ræningjasagan skráð cins og hún lifði á vörunt fólksins í Danmörku, nöfnunum er aðeins breytt. Sagan segir, að skáldið hafi fyrir kunrririgsskap við kirkjidéga menn komizt á snoðir um játningu, sem grafari í Assistents-kirkjugarði á að hafa gert á bana-. beði, og hafi því verið kunnugt um hinn skelfilcga atburð í kirkjugarðinum 1796. En þjóðsiigublær er á þessum frásögnum, og enginn veit, hvað raunverulcgá hefur gerzt og hvað ekki. MÁL ÞETTA hefur vakið mikla gthygli í Dan- miirku að undanförnu, en ekki hefur frétzt enn um niðurstöður af athuguninni í kirkjugarðinum. Þessi saga rifjar það upp fyrir mönnum, að stundum tekur raunveruleikinn öllum skáldskap fram. Yafalaust er það — hver sem niðurstaðari verður — að iirlög Bir- gittu Bodenhoff eiga eftir að verða miinnum íhugunar- og yrkisefni enn um langan aldur. Hin 19 ára gamla stúlka, sem grafin er i Assistentskirkjugarði, mun enn um hríð rifja upp fyrir mönnum óhugnanlegustu og leyndardómsfyllstu siigur og atburði frá liingu liðnunf tímum, er vekja hroll hjá nútímamönnum en þó jafn- framt forvitni að lieyra meira.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.