Dagur - 21.01.1953, Side 9
Miðvikudaginn 21. janúar 1953
D A G U R
9
„Handrifaránið" - óhróðursgrein dansks skólamanns um Islendinga
Á stjórnlagaþingi, sem háð var
i Kristjánsborgarhöll 1848—1849,
áttu sæti 5 fulltrúar frá íslandi.
Aðeins einn þeirra hafði'þurft að
leggja á sig ferðalag frá Reykja-
vík — það var stúdent, sem var
alþingismaður. Tveir hinna voru
einnig alþingismenn. Annar
þeirra var heimilisfastur í Kaup-
mannahöfn; hinn, sem var dóm-
ari við landsyfirréttinn í Reykja-
vík, átti heimili í Álaborg, þar
sem hann var bæjarfógeti. Mann
rekur í rogastanz, en þannig var
frá sagt í fréttunum: Johnsen J.,
alþingismaður, landsyfirréttar-
dómari, bæjarfógeti í Álaborg.
Hundrað árum síðar sat alís-
lenzk ríkisstjórn að völdum í
Reykjavík, án stjórnarsambands
Við nokkurt annað ríki og án
nokkurs þjóðlegs samfélags við
Dani.
íslenzkur héráðslæknir, Guð-
mundur Kannesson (sic.), hafði
vegna mislesturs heimildarrita
myndað sér þá skoðun, sem hann
birti á prenti 1906, að þegar ís-
land gerðist norskt -skattland ár
ið 1262, hafi það þar af leiðandi
orðið „sérstakt, sjálfstætt kon
ungsríki". Þegar þess er gætt,
hversu áhiþi^rík , þessi skoðun
varð, aðiþví-ér snenti vitsmuna-
stig þingstarfa, vál-’ ékki að undra
þótt siðmenntuðúm þjóðum virt
jst Alþingi líkara vítfyrringahæli
en þjóðfulltrýasamklindu. Árið
1918 gérðist svo ísland konungs-
riki — með miklu færri íbúa en
Rippe-Detmold. u,u
íslendingar settu það skil;»~ði
fyrir áframhaldandi sambandi við
Danmork, áð þeír nyti fyllsta
jafnr^ttis yjð.'Dani.í hvívetna, og
kröfðust auk. þess: gð fá greiddar
2 milljónir króna úr danska rík-
issjóðriúm' sér; til -hárida. Önnur
þessará milljória vár greidd í
styrktarsjóð íslenzkra náms-
manna við háskólann í Kaup-
mannahöfn. Hún er emi í vörzl-
um háskólaféhirðis í óveðhæfum
l'íkisskuldabréfum, sem bera 5%
vexti og eru með áritun um bann
gegn veðsetningu. Upphæðin er
tilgreind í síðustu útgáfu „Statis-
tisk aarbog" (1951), sem heimiluð
í „lögúm frá 1918 (Dönsk-íslenzk
sambandslög)“. Hin milljónin
finnst hvergi í Kaupmannahöfn.
Hún hlýtur að hafa fai'ið til ís-
lands, enda þótt hennar sé hvergi
getið í þeim ónákvæmu efna-
hagsreikningum, sem íslenzka
l'íkisstjórnin sendi dönsku hag-
stofunni á sambandsárunum til
birtingar í „Statistisk aarbog“.
Samkvæmt ‘ sambandslögunum
átti þessi milljón að vera til „áð
efla andlegt samband milli Dan-
merkur og íslands“. Með því, að
íslenzk stjórnarvöld skyldu hafa
l’áðstöfun þessa fjár með höndum,
hlaut mönnum að vera það tals-
vert áhugamál, hvevnig því væri
varið. Fyrir þá sök er eðlilegt, að
það valdi enn meiri vonbrigðum
en ella, að hinna eflandi áhrifa
þessarar milljónar er hvergi getið
í efnahags- og rekstursreikn.
íslands. Það sést ekki einu sinni
stafur fyrir því, að til sé slíkur
Hinn 10. des. birti danska blaðið „Jyllandsposten“ grein þá,
sem hér fer á eftir, athugasemdalaust með öllu. Höfimdurinn
er Fr. Orluf lektor. Grein þessi er að vísu ein hin óþokkaleg-
asta, sem birzt hefur í dönsku blaði um íslendinga um langan
aldur, en þó gefur hún hugmynd um tóninn, sem ríkjandi er
í umræðum þeim, sem nú fara fram í Danmörk um handrita-
málið. Þar ber mest á óvild og fáfræði imx íslenzk málefni,
með fáum undantekningum. Þess ber að geta að a. m. k. tveir
danskir menn skrifuðu „Jyllandsposten“ og lýstu hneykslun
sinni yfir þessum skrifum Orlufs, en blaðið lét sér ckki segjast
heldur birti svarbréf frá Orluf þessum, þar sem hann endur-
tekur fyrri álygar og svívirðingar og heimtar, að grein hans
sé tekin sem „saglig fremstilling“ á skiptum Dana við íslend-
inga! Heita íslendingar í þessu síðasta innleggi hans „de ufor-
dragelige mennesker“ og annað í þeim dúr. Þessi árás er lær-
dómsrík fyrir almenning hér á landi. Hún sýnir, að alið er á
óvild til íslendinga af áhrifamiklum aðilum í Danmörk. Því
er enn haldið fram ómótmælt, að ísland hafi öðlast fullt sjálf-
stæði „í skjóli þýzkra vopna“ og annað í þeim dúr. Þessi skrif
minna enn einu sinni á, hvert hald islandi er í norrænni sam-
vinnu. ............. —
milljónarsjóður, sem verja- beri
í ákveðnum tilgangi samkvæmt
dansk-íslenzku sambandslögun-
um frá 1918. I efnahagsreikning-
um frá 1930 er nýr liður: „Eigna-
rýi'nun“, og nemur hann kr.
425.637.00. Næsta ár 70.000.00,
næsta 105.358.00, næsta 85.579.00
og loks 321.420.00. Er það tilvilj—
un, að upphæðir þessar
samtals kr. 1.007.984.00? Er þeíta
milljónin úr sambandslögunupi
(að viðbættum ofurlitlum vöxt-
um), sem þegái- á árinu 1934 er
gengin til þurrðar og notuð til
annarra þarfa en mælt er fýrir í
sambandslögunum? Að, forminu
til mun þetta hafa verið hægt,
með því að íslendingar hafa
sennilega verið mótfallnir for-
boðsáritun á þá milljón, sem þeir
áttu að fá. Eftir 1937 hætta ís-
lendingar alvég áð senda ríkis-
reikninga sína tiþ Kaupmanna-
hafnar. ,
í sambandslöfeift 1918 voxu sett
ákvæði um að hlút'deíld íslands í
kostnaði þeim, sem Danmörk
hefði vegna þeirra málefna lands
ins, sem hún tæki að sér að rækja,
skyldi ákveðin með samningi
milli stjórna beggja landa. Hér
var einkum um að ræða utanrík-
ismálin, landhelgisgæzluna við
ísland og peningamál (seðlaút-
gáfa, myntslátta? Athugas. þýð.),
en hvergi sést í ríkisreikningum
íslands frá sambandsáfunum, að
ísland hafi lagt neitt af mörkum
þessu skyni. í dönsku ríkis
reikningunum verður heldur ekki
séð, að ísland hafi 'lagt neift fram
til þessara mála. Er sýnilegt, að
íslendingar hafa ekki Viljað kosta
landhelgisgæzluna- eða taka hinn
minnsta þátt í kostnaði við' hana
undh- erlendum fána (Danne-
brog). Hafi íslenzka ríkisstjórnin
eftir nokkur ár verið minnt á, að
framlagið til sameiginlegra mála
væri ógoldið, hefur það að
minnsta kosti ekki borið annan
árangur en þann, að nafni gjald
liðsins „Utgjöld vegna æðstu
stjórnar landsins“ hafi verið
breytt 1924 í „Útgjöld vegna mið-
stjórnarinnar“, en með því, að
liður þessi lækkaði úr 311.000.00
í 280.000.00, kemur ekki til mála
að hér sé átt við það, sem í Kaup
mannahöfn er nefnt miðstjórnin.
Auk þess hlaut framlag til út-
gjalda vegna sameiginlegs kostn-
aðar að vera greinilega tilfært
undir sérstökum lið.
Eina ákvæðið í sambandslög-
unum, sem raunverulega hefur
haft í för með sér útgjöld fyrir ís-
lenzka ríkissjóðinn, er það, að
hvort ríkið fyrir sig setur ákvæði
nema »>um greiðslu af ríkisfé til kon-
ungs og konungsættar". Með öðr-
um orðum: Það eina, sem íslend-
ingar vildu leggja fé af mörkum
til vegna sambandsins við Dani,
meðan það hélzþ var konungs-
sambandið eitt og ekkert annað.
Meðan umræður um sambands-
lögin stóðu yfir, hafa þeir af
ráðnurn hug hagrætt málum
lannig, málefnasamband það,
sern Danir óskuðu, og jafnframt
hefði haft í för með sér áfram-
haldandi fjárframlög af hálfu ís-
lands, varð ekkert nema orðin
tóm, og sluppu íslendingar þann-
ig við öll útgjöld, nema framlagið
til hirðéyris konungs. En í sam
bandslögunum er talað um „kon-
ung og konungsætt“. Langur tími
leið áðm' en hafizt væri handa um
það vandræðamál að krefja ís-
lendinga um framlagið til kon-
ungsættarinnar.
Á hverju ári frá 1920 til 1929
voru tilfæi'ðar í íslenzku ríkis-
reikningunum 60.000.00 kr. til
hirðeyris konungs en ekkert til
ríkiserfingjans. 1930 kom . loks
skriður á málið, ekki þó þannig,
að myndaður væri nýr reiknings
liður: „Árlegt framlag til kon-
ungsættarinnar“, eins og í ríkis-
reikningum Danmerkur. í stað
þess var framlagið til konungs
hækkað um 13.200.00 kr. íslend-
ingar yrðu sjálfsagt „gramir“, ef
það kæmi berlega fram, að þeim
bæri einnig að leggja ríkiserf-
ingjanum fé, rétt eins og það væri
sjálfsagt, að sambandið stæði svo
lengi, að einnig ríkiserfinginn
kynni að verða konungur fslands!
En enda þótt framlagið vær:
þannig grímuklætt sem greiðsla
til hirðeyris konungs, hefur þetta
framlag til ríkiserfingjans verið
íslendingum beiskari bikar en
þeir þoldu. Þegar á árinu lækka
þeir aukagreiðsluna um 2.000.00
kr. og næsta ár um 10.533.00 kr,
til viðbótar, svo að ekki voru eftir
nema 1.215.00 kr., og árið 1934
hverfa þær einnig, svo að fram-
lagið er aftur orðið 60.000.00 kr.
En hvort það framlag hefur yfir-
leitt vérið greitt eftir 1937, er
engum kunnugt nema skrifstofu
konungsritara. Engir íslenzkir
ríkisreikningar hafa borizt til
Danmerkur síðan.
Vafalaust hafa íslendingar búið
sig lengi undir það spor, sem þeir
stigu 1944, þegar þeir í skjóli
þýzkra vopna afnámu á eigin
hönd sambandslögin og slitu þar
með til fulls ,öllu sambandi við
Danmörk, nema hinu alrnenna óg
alþjóðlega.
Handritin. ,
Snemma á sambandsárunum,
eða þegar á árinu 1924, báru ís-
lendingar ffam kröfu um afhend-
ingu handritanna úr Árnasafni til
hins nýstofhaða háskpla í Reykja
vík. Þar eð safnið er eign Hafn-
arháskóla samkvæmt erfðaskrá
stofnandans, fóru lslendingar hér
fram á ólcjglega athöfn, í stað þess
að koma heiðarlega fram og
senda háskólaráði Hafnarháskóla
tilboð um kaup á haftdritunum.
Ekki var óhugsandi, að þeim
hefði verið heimilað að kaupa þau
handrit, sem höfðu sérstakt gildi
fyrir þá, t. d. alþingisbækurnar
gömlu, sem fslendingar á sínum
tíma hirtu ekki meira um en svo,
að þeir létu þær af hendi með
glöðu geði, e£ þeim buðust pen-
ingðar í aðrá hönd. En slíka muni
lætur ekkert bókasafn af hendi
fyrr en í fulla hnefana. Það hefði
verið ákaflega þægilegt, ef há-
skólaráðið hefði fallizt á að láta
handritin af hendi við framandi
ríki, gegn gjaldi, sem aðeins
nokkurn veginn jafngilti gang-
verði slíkra fornmuna. Sú virð-
ing, stem er samfara varðveizlu
slíkr’a1 muna, er samgróin virð-
ingu þjóðarinnar, og missir þeirr-
ar virðingar verður ekki bætt
með neinu gjaldi.
Eins óg málúm var háttað um
þessar mundir, höfðu Danir
ástæðu til að ætla, að íslendingar
mundu af fullum heilindum hafa
sambandslögin í heiðri. Á árinu
1927 fengu þeir alþingisbækumar
og ýmislegt fleira ári nokkru's
endurgjalds, eri gegn skýlausu
drengskaparheiti um að gera
aldrei kröfu til fleiri handrita úr
Árnasafni. * . ,
En þegai’, ér þ’eir hafa notfært
sér yfirráð Þjóðverja í Danmörk
á heimsstyrjaldarárunum til þess
að afnema aema safnbandslögin
úr gildi á ólöglegan hátt og víkja
Kristjáni kóriungi X frá völdum,
rjúfa þeir drengskaparheit sitt
frá 1927 og gera nú kröfu til að fá
allt handritasafnið.
Hvemíg má þáð véra, að slík
vísvitandi móðgandi framkoma
gagnvart oss skuli fá annað svar
af hálf u Dana en það, að íslenzka
sendiherranum sé gefið í skyn, að
vér æskjum þess ekki, að þetta
útkljáða mál frá 1927 sé tekið upp
af nýju, og ef hann ekki taki tillit
til þessarar bendingar, sé nær-
veru hans ekki óskað hér í land
inú?
Nokkur ákvæði dansk-
ísienzku sambands-
laganna
Hér fara á eftir nokkur
ákvæði dansk-ísl. sambands-
Iaganna. Þessar greinar sýna
ljóslega, hversu heiðarlega
Orluf lektor fer með heimildir
og hvert hald er í aðdróttun-
um hans um að millj. króna
framlag Dana 1918 hafi orðið
að eyðslufé hér. Greinarnar
skýra sig sjálfar og varpa ljósi
á óheiðarlegan og fjandsam-
legan málflutning þessa
hrokafulla en þó fáfróða Dana:
5. gr.
Hvort ríki fyrir sig setur
ákvæði um greiðslu af ríkisfé
til konungs og konungsættar.
8. gr.
Danmörk hefur á hendi
gæzlu fiskiveiða í íslenzkri
landhelgi undir dönskmn fána,
þar til ísland kynni að ákveða
að taka hana í sínar hendur,
að öllu eða nokkru leyti, á
sinn kostnað.
11. gr.
Að því leyti, sem ekki er
ákveðið að framan um hlut-
deild íslands í kostnaði þeim,
sem leiðir af meðferð mála
þeirra, sem ræðir xun í þess-
um kafla, skal hún ákveðin
eftir samningi milli stjóma
beggja landa.
' »:f ■
14. gr.
Ríkissjóður Danmerkur
greiðir 2 milljónir króna, og
skal stofna af þeim tvo sjóði,
hvorn að upphæð 1 milljón
króna, í því skyni að efla and-
legt samband milli Danmerkur
og íslands ,styðja íslenzka vís-
indarannsóknir og aðra vís-
indastarfsemi og styrkja ís-
Ienzka námsmenn. Annar
þessara sjóða er lagður til há-
skólans í Reykjavík, en hinn
til háskólans í Kaupmamia-
höfn.
Nánari fyrirmæli inn stjóm
og starfsemi sjóðanna setur
konungur eftir tillögum
stjórnar hvors lands, að
fengnu áliti háskóla þess.
Utanríkispólitískt séð stendur
málið þannig, að krafa framandi
ríkis, sem var óvinveitt á styrj-
aldarárunum, um afhendingu
danskra eigna án endurgjalds,
getur ekki hlotið stuðning danska
ríkisins án þess að gera dönsku
utanríkisþjónustuna hlægilega,
því fremur sem Árnasafnið getur
hvergi hlotið öruggari varðveizlu
né rækt köllun sína betur sam-
kvæmt vilja stofnandans en í
Kaupmannahöfn, sem er miðdep-
ill norrænna fræðirannsókna fyr-
ir alla Mið- og Norður-Evrópu.
Þýzkir, hollenzkir og tékkneskir
(Framhald á 13. síðu).