Dagur - 21.01.1953, Qupperneq 11
Miðvikudaginn 21. janúar 1953
D A G U R
11
Jón Ferdínan dsson
Fáein miiiningarorð
ekki var grunlaust um, að gæti
verið mæðiveikisjúkt. Ferðaðist
hann þeirra erinda víðs vegar
um landið og naut hins mesta
trausts vegna liæfileika sinna,
samvizkusemi og karlmennsku.
Jón var prýðilega gefinn og
fjölhæfur maður, svo sem marka
má af framanskráðu, að því er
hagnýt efni snertir. Hann var og
hinn skemmtilegasti maður, en
þó bar það af á hestaferðalagi, en
til slíkra hluta kunni hann flest-
um betur. Hann var með afbrigð-
um nákvæmur og nærgætur jafnt
mönnum og hestum; lifði sig með
stakri alúð í spor félaga sinna og
vina — svo og raunar í hvert það
málefni, sem hann á annað borð
sneri sér að. Var viðræða hans
og af slíkum sökum skemmtileg
og fróðleg, en einnig vegna al-
mennrar greindar, andlegs áhuga
og ræktaðs, víðtæks fegurðar-
skyns. Bros hans var hýrt og
hlýjaði um hjartaræturnar. Hann
var einhver hinn bezti og traust-
asti félagi.
Mér og mínu heimili var það
ekki lítil gæfa, að Jón Ferdí-
nandsson skyldi vera meðal ná-
grannanna, er við fluttum að
Hálsi. Að vísu eru þeir fleiri ná-
grannarnir, sem varla hafa vitað,
hvernig þeir ættu að breiða sig út
yfir okkur, en það mæddi samt
langoftast á Jóni, — en það var
ekki því líkt, að hann liti á málið
frá því sjónarmiði. Hvert sem
kvabbið var, var það alltaf eins
og aðalatriðið, hve gaman var að
sjást og rabba svolítið saman!
Eg hygg, að aðalskýringin á
Jóni, í allri hans fjölbreytni, sé
sú, að honum hafi tiltölulega vel
auðnast að vera barn í hjarta
sínu. Er slíkt framtíðarvæn-
legt....
Börn eignuðust þau Hómfríður
sex; fríður og giftusamlegur hóp-
ur. Móðir Jóns er enn á lífi. Voru
þau lengstum saman og ákaflega
kært með þeim. Jón var elskaður
af öllum þeim, er' næst honum
stóðu, en mörgum öðrum þótti
mjög vænt um hann.
Hálsi í Fnjóskadal,
3. janúar 1953.
Björn O. Björnsson.
Sigursteinn Steinþórsson
Fæddur 21. janúar 1887.
Dáinn 9, ferúar 1950.
Á nýliðinni jólaföstu lézt einn
af mikilhæfari mönnum íslenzkr-
ar bændastéttar, Jón Ferdínands7
son, bóndi á Birningsstöðum í
Ljósavatnsskarði, sextugur að
aldri.
Jón var fæddur í Svarfaðardal,
en fiuttist, smábam, með móður
sinni til Skagafjarðarsýslu, og þar
dvaldist hann, í sveitunum, aust-
an Skagafjarðar, til hálfþrítugs.
Þar átti hann glöð unglings- og
æskuár; eignaðist vin, er ungur
dó, en lifði samt í sefa hans —
tilbúinn, kannski, að taka á móti
honum, er hann hvarf héðan....
Þar varð hann einn af meira
háttar hestamönn'um sinnar kyn-
slóðar — einn af fáum. Þar —
nánar tiltekið á Hólum — varð
hann smiður, undir handarjaðri
ágæts manns frá Fornastöðum í
Ljósavatnsskarði. Og þar kvænt-
ist hann náfrænku þess manns,
einnig frá Fornastöðum, Hólm-
fríði Jónsdóttur, einstöku val-
menni.
Þau héldu brátt til æskustöðva
hennar og settu saman bú á
Fornastpðum, af litlum efnum.
Nokkrum árum seinna færðu þau
bú sitt að Skógum í Fnjóskadal
og áratug sgipna fluttu þau að
Birningsstöðum, Þá jörð keyptu
þau, og byggði Jón hana upp
mjög myndarlega og bætti stór-
lega, og áttu bú gott, er aflétti
ómegð. Var Jón hinn mesti
skgpnuhiz-ðfr, en. þó einkum
áberandi góðhestaeign hans, er af
bar í Suður-Þingéýjarsýslu.
Annars gat Jón aldrei stundað
bú sitt einhuga, því að alltaf var
svo mikil þörf fyrir störf hans
utan heimilis — störí, sem hon-
um var, éftif ástæðum. hagur í að
vinna. En vísast hefur hann þó
enzt verr þessa tvískiptings
vegna, því að hann var sérstakur
áhuga- og trúskaparmaður um
allt, ef hann tók að sér — eigin
búskap sem störf í annarra þágu,
— og auk þess ákaflega bóngóður
maður og úrræðagóður að sinna
alls konar nauðsynjum og þörf-
um, minna sem meiri háttar, ná-
granna, vina og vandamanna.
Var hann því löngum störfum
hlaðinn umfram forsjá — í sum-
ar sem leið hafði hann víst
sjaldnast meira en hálfa nótt til
að sofa.
Jón hafði meistararéttindi sem
húsasmiður, og voru vandað og
fjölþætt úthús hér á Hálsi ásamt
stóru fjái'húsi á Draflastöðum
síðustu verk hhns í þeirri grein;
honum vannst ekki tími til að
ljúka þeim með öllu. Þá hafði
hann nýlokið við stórt og gott
íbúðax-hús heima hjá sjálfum sér;
var að múrhúðp það í sumar —
stundum á nóttunni — með hey-
skapnum og því, sem áðan var
um getið.
Um nokkurra ára skeið hafði
Jón á hendi vöi'zlu mæðiveikis-
girðingai'innar með Skjálfanda-
fljóti allt til Vatnajökuls. En síð-
ustu árin var liann hægri hönd
Guðmundar læknis Gíslasonar
við skoðun fjár á svæðum, er
Klíf í brattann, beit í vindinn,
brotin þræð og hika ei.
Þessar Ijóðlínur, eða efni þeiri'a,
hygg eg, að skapanornirnar hafi
letrað yfir höfði sveinsins, er
fæddist á Einhamri í Höi'gái’dal
21. janúar 1887.
Sveinn sá var sonur hjónanna
Steinþórs Þorsteinssonar og Sig-
ríðar Guðmundsdóttur, er þá
bjuggu þai'. Ilann hlaut í skírn-
inni nafnið Sigui'steinn. Það er
sigui'hliómur f nafninu, og hann
kafnaði ekki undiv nafni, því að
marga sigra vann hann í baráttu
lífsins.
Sigui-steinn flutti sig oft bú-
ferlum (þó aldrei út úr byggðar-
laginu) og var jafnan mikill
ferðamaður. Fyi'stu för sína að
heiman fór hann, er hann var á
öðru ári, til ömmu sinnar, er þá
var húsmóðir á Hallfríðai'stöðum
— bjó þar með Hans, syni sínum,
síðar bónda á Myi-ká. Svo fór, að
Sigursteinn átti ekki aftui'kvæmt
í foreldrahús, því að rnóðir hans
dó skömmu síðar. Hann mundi
því eþki móður sína, en hafði ást-
ríki ömmunnar. Þess naut hann
þó ekki lengi, því að hún lézt, er
hann var um sex ái-a aldur. „Þá
hafði eg misst allt,“ sagði hann
eitt sinn. Eftir þetta var hann hjá
Hans, fi-ænda sínum, þar til hann
fór að spila upp á eigin spýtur um
tvítugsaldurinn. Hans bjó lengst á
Myrká í Hörgárdal, og má því
telja æskuheimili Sigui-steins þar.
En það var ekki ætlun mín að
rekja hér æviferil Sigursteins. Eg
vil aðeins minnast hans sem góðs
vinar og samferðamanns.
Hann hefur nú tekizt á hendur
langfei'ðina miklu, sem bíður
alli-a, yfir á landið ókunna. Þá för
bar að með snöggum hætti. Á
sunnudag dvaldi hann á heimili
sínu lengi dags ásamt konu sinni.
Ilann var hi-ess og glaður, er við
kvöddumst um kvöldið. Að liðn-
um þrem dögum var hann liðið
lík.
Já, „bilið er mjótt milli birtu
og éls“, segir Matthías, og eru það
sönn orð. En þótt dauðaélið sé
dimmt, sér skáldið gegnum það
og svarar því þannig:
„Engill, sem til ljóssins leiðir,
ljósmóðir, sem hvílu breiðir.
Sólai-bros, er bii'ta él
heitir hel.‘
Eg kynntist Sigursteini ekki
fyrr en hann var nær fertugu. En
áður hafði ég heyrt af honum sög-
ur — hetjusögui'. Það var m. a.
sagan um það, er hann gekk um
vetur yfir Myi-kárfjallið einn með
í'eku í hendi. Þetta var þegar
hann bjó í Baugaseli, en þar hóf
hann búskapinn Þótti öllum
þetta hin mesta glæfraferð að
vetrai-lagi, en heill komst hann að
Myi-ká. Ekki veit eg, hvoi't ei'ind-
ið var brýnt.
Onnur saga var um ferð yfir
ófæra á, eg man ekki, hvoi't það
var Öxnadalsá eða Hörgá. Reiddi
hann þá hundinn sinn á hnakk-
nefinu. Hann hafði jafnan mikið
dálæti á hundum og var raunar
vinur alli’a dýra. Sýnir þiiðja
sagan það, en hún segir frá því,
að Sigui'steinn kleif kletta, er
aði-ir töldu ófæra, og lagði þannig
líf sitt í hættu til að bjarga nokkr
um kindum.
Þá heyi-ði eg sagt frá því, að
Sigursteinn tók þátt í leit að Ingi-
mar Sigurðssyni, er fórst á leið
yfir Héðinsskörð í desember
1908. Þar er jökulspi-unga mikilog
þótti nauðsynlegt að leita þar. En
það mun flestum hafa þótt óálit-
legt að síga niður í dimmt hyl-
dýpið. Til þess valdist Sigui'steinn
ásamt leitarfoi'ingjanum, Sigurði
Sigurðssyni, skólastjóra á Hól-
um, bróður Ingimars.
Þessar sagnir, og sjálfsagt fleiri,
hafði eg heyrt áður en eg sá Sig-
urstein. Eg var þá vaxandi dreng-
ur og slíkar sögur höfðu áhrif á
mig. Mér fannst eg þekkja mann-
inn. Hann var hetja, sem stendur
í stríði og sigrar — sigursteinn.
En þótt þessar fi'ásögur yrpu
ljóma á manninn í augum ungl-
ingsins, þykir mér nú meira vert
um sigra hans í hörðu stríði lífs-
ins. Eg sé hann fyrir mér harð-
indavorið 1920. Þá átti hann
heima á fremsta bæ í Hörgárdal.
Hey þrutu. Allt var kafið í fönn,
ekki sízt frammi í dalbotninum.
Það var langt og erfitt að sækja
mat handa skepnunum á sleða til
Akureyrar. Hann sigraði einnig í
því sti'íði. Bústofninn féll ekki.
Næst kom verðfall og við-
skiptakreppa. Mun þá bú Sigux-
steins hafa dregizt eitthvað sam-
an. En ekkert var honum fjær
skapi en að gefast upp. Hann
flutti sig nú neðar í byggðina.
Síðast og lengst bjó hann á
Neði'i-Vindheimum á Þelamöi'k.
Þar lsynntist eg honum og vann
hjá honum meir eða minna í möi'g
sumui'. Þá var nú glæfrafei'ðum
æskuáranna farið að fækka, en
óragur var hann þó enn við ár og
kletta ef nauðsyn krafði. Og enn
átti hann eftir harðasta stríð lífs
síns og mesta sigur.
Veturinn 1934 veiktist hann og
vai'ð að leggjast á Landsspítalann
í Reykjavík. Það er auðvelt fyrir
kunnuga að gera sér í hugarlund,
hver raun það hefur verið Sigur-
steini að yfirgefa heimili sitt og
bú. Konan var ekki heilsuhi-aust,
tvö eldi'i börn þeii-ra á skóla, en
aðeins það yngsta heima. Og góð-
um bónda er aldi'ei auðvelt að
fara frá skepnum sínum á miðjum
vetri. En nú var vonin um heilsu-
bót það, sem mestu máli skipti.
Sennilega hefur hann þá gert sér
von um að koma heim aftur með
vpi'dögunum. En það fór nú á
annan veg.
Guði sé lof fyrir það, að við sjá-
um ekki framtíðina. Þung hefðu
Sigui'steini oi'ðið sporin fi'á Vind-
heimum, ef hann hefði þá vitað,
að hann ætti ekki aftui'kvæmt
fyrr en að liðnum þrem missirum,
þá yrði hann búinn að missa
hægri handlegginn og búið hans
góða selt og tvístrað.
Eftir að hann kom að sunnan,
var hann fremur fáorður um veru
sína þar, en það er víst, að hann
hefur oft liðið lítt bærilegar þján-
ingar líkamlega. Og hitt er öllum
auðskilið, hvernig þeim mönnum
líður andlega, sem ekkert geta'
aðhafst, þegar vinir þeiri-a og
vandamenn þax'fnast þeiri'a mest.
Voi'ið eftir að Sigursteinn fór
til Reykjavíkur var bú þeirra
hjóna selt á uppboði. Sá dagur
mun mörgum minnisstæður, því
að þá hófust landskjálftarnir
miklu, sem kunnir eru frá voi'inu
1934.
Eftir það sundraðist fjölskyldan
í bili, en síðar settist hún að í
Glerárþorpi, og þar bættist svo
húsbóndinn aftur í hópinn haust-
ið 1935. Vafalaust hefur það vei'ið
fagnaðai-efni að koma heim eftir
langa og stranga burtveru. En
hvað var nú framundan? Fram-
tíðin virðist ekki brosa við manni,
sem misst hefur hægri höndina og
er kominn langt á fimmtugsald-
urinn. En nú kom það bezt í ljós,
hve kjai'kur Sigui-steins var mik-
ill og sjálfsbjargarhvöt hans rík.
Nýjar leiðir vai'ð hann að fara og
nema ný lönd á atvinnusviðinu.
Hann tók að sér starf við benzín-
afgreiðslu og bögglageymslu
Kaupfélags Eyfirðinga. Það var
erfitt starf og erilsamt, langur
vinnutími og langt að ganga í
vinnuna, meðan hann átti heirna
úti í þorpinu. En að sumu leyti
átti það vel við hann. Sigursteini
var það eðlilegt að vei'a hirðu-
samur og þrifinn, og kom’ það sér
vel í þessu starfi. Auk þess var
hann jafnan glaður og hress í
viðmóti, og það kunnu viðskipta-
vinirnir að meta. Margir þekktu
„Steina í skúrnum11, og allir að
góðu.
Vei't er að geta þess, að hann
komst ekki hjá því að skrifa dá-
lítið í sambandi við þessa atvinnu.
Á fyrri árum hafði hann lítt van-
izt þeirri list. Og nú var hægri
höndin farin. Þetta varð því nýtt
og örðugt nám að komast upp á
xað skrifa læsilega með vinstri
hendi. En hér sem annars staðar
var gengið með sigur af hólmi.
Loks kom þar, að hann treyst-
ist ekki til að vex-a lengur við
pette stai'f. Vann hann þá um
tíma við afgreiðslu hjá fornsölu
hér í bænum, en hætti loks alveg
að vinna þannig utan heimils. Var
hann eftir það oft á ferli og hitti
menn að máli. Mai’gir voi'U kunn-
ingjai-nir. Og ætíð var hann glað-
ur og réifur, allt til hinztu stund-
ar.
Þegar þess er gætt, að mjög
hlaut að sneiðast um efnahag Sig-
ui'steins á veikindaárum hans, og
að hann var mjög fatlaður eftir
það, lægi beint við að álykta, að
hann hefði kvatt snauður. Svo
var þó ekki. Þvert á móti mátti
kalla hann vel stæðan efnalega.
Hvei-nig máti það vera? Styrk
frá því opinbera fékk hann al-
drei, og átti hann þó rétt til þess
síðustu árin. Það var ekki að hans
skapi. En svo vel hafði hann
haldið á taflinu, að hann gat leyft
sér að hætta að vinna, þegar
heilsuna þraut, án þess að þurfa
að leita styi'ks. Og eftirlifandi
kona hans mun ekki heldur þurfa
að kvíða neinu í þeim efnum.
Þegar eg var hjá Sigursteini á
Vindheimum, var hann oft að tala
um fjallafei'ðir við mig, bæði
segja mér af ferðum sínurn um
fjöll — en það voru einkum göng-
ur eða fjárleitir — og láta í ljós
löngun til að fara víðs vegar og
kanna ókunna stigu um fjöll og
firnindi. En slíkt gat einyrkja-
bóndinn ekki leyft sér. En á síð-
ustu árum gerðist hann víðförull
og áhugasamur fjallferðamaður.
Hann eignaðist jeppabíl og fór á
honum langar öræfaferðir á
hvei’ju sumi-i. Auðvitað gat hann
ekki sjálfur verið við stýi'ið, en
xar til fengust menn, því að Sig-
ursteinn var ákjósanlegur fei'ða-
félagi. Oftast mun Jón Sigur-
geíi-'sson, lögregluþjónn, hafa ver-
ið með honum á þessum ferðum,
og hefur hann, í mín eyru, dáð
mjög dugnað hans, kjai'k og
áræði.
Klíf í brattann, beit í vindinn
brotin þræð og hika ei.
Þessai’i lífshvöt var Sigui-steinn
Steinþói’sson trúr allt frá því að
hann var smali á Myrkárdalnum
og til hinztu stundai'. Á það jafnt
við um efnislega og andlega
mej-kingu oi'ðanna. Hann var
baráttumaður, sem sigrar. Hann
var sigursteinn.
Þessi minningaroi'ð voi'u skrif-
uð skömmu eftir lát Sigui'steins
heitins. Var ekki ætlunin að birta
þau ,Nú koma þau á pi-ent á 66.
afmælisdegi hans eftir ósk eftir-
lifandi konu hans, Septínu Frið-
finnsdóttur.
Eiríkur Stefánsson.
Lítill trillubátur,
með 2 ha. nýlegri vél, til
sölu nú þegar.
30 stokkar af nýrri línu,
lóðabalar o. fl. getur fylgt.
Uppl. í sírna 13, Dalvík..
Orgel
til sölu, með tækifærisverði.
Upplýsingar í síma 1889.
Gæsadúnn
kr. 189.50 kgr.
HÁLFDÚNN
kiö 62.00 kgr.
Verzl. Eyjafjörður h.f.