Dagur - 22.04.1953, Blaðsíða 2

Dagur - 22.04.1953, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 22. apríl 1953 Svarldælingar sigruiu Iranska sjólii í kappróðri á 1000 ára hátíðini Verðlaiiiiagripiirinii, sem afhentur var að róðri loknum, iiominn til varðveizlu á Byggðasafni Nýlega komst Snorri Sigfússon námsstjóri, sem unnið hefur að því að koma Byggasafni Eyfirð- inga á stofn, yfir grip til safnsins, sem á sér skemmtilega sögu. Þetta er verðlaunagripur, sem af- hentur var að afloknum kapp- róðri hér á Akureyrarpolli á há- tíðinni til minningar um 1000 ára byggð Eyjafj. árið 1890. Hlutu Svarfdœlingar gripinn eftir að hafa sigrað í róðrinum. Meðal þátttakenda voru m. a. sjóliðar af frönsku herskipi, sem lá hér inni þessa júnídaga, sem hátíðin stóð. Blaðið hefur beðið Snorra Sigfús- son að segja lesendum Dags sögu þessa grips og lýsa honum og fer frásögn hans hér á eftir. Gripur þessi er anker, steypt úr koparblöndu. Það er 18 sm. á lengd og 13 sm. á breidd, þvert yfir flaugarnar. Framan á því hefir verið festur lítill hitamœlir, sem nú er horfinn, en málmplatan, sem hann hefir verið festur á, og er merkt hitastigum R. og C.,er þar enn. Hefir ankerið bseði getað hangið á vegg, og eins mun hafa verið á því stöng að aftan, svo að það gat staðið á borði. Sú stöng er nú horfinn. Einhverntíma í æsku minni ■heyrði eg minnst á kappróður á Akureyrarpolli, sem Svarfdæling- ar tóku þátt í og unnu. Var nú þetta að mestu i fyrnsku fallið, ■—- tínt og gleymt, eins og svo margt annað. En á s. 1. sumri ryfjaði Gísli Jónsson bóndi og fræðimaður- á Hofi þetta upp fyrir mér og sagði mér öll tildrögin, og það með, að hann hefði þá nýlega náð i verð- launagripinn, sem Svarfdælingar hlutu í þessari viðureign, og geymdi hann, og var þá ekki að sökum að spyrja, að sjálfsagt þótti að hann færi á byggðasafnið. En tildrögin eru þau, sem nú skal greina: 1000 ÁRA HÁTÍÐIN. Eins og kunnugt er héldu Ey- firðingar mikla héraðshátíð 1890 i rninningu um þúsund ára byggð Evjafjarðar. Þessi hátið var hald- in á Oddeyri, hófst 20. júní og stóð í 3 daga. Hafði nefnd haft allan undirbúning með höndum, og var sr. Matthías formaður hennar. Var margt til skemmtunar og stóð mikið til, en ekki var veðrið vel hagstætt. Hófst hátíðin með skrúð- göngu og hafði hver sitt merki. Allmörg erlend skip voru hér á höfninni, og a. m. k. eitt franskt herskip, er skaut af fallbyssum til hátíðabrigðis, og y£rmenn þess, og fíein, tóku þátt i setningu hátiðar- innar, klæddir sínum tignarskróða. Var farið lofsamlegum orðum um þátttöku Frakka. Auk mikilla ræðuhalda og mik- ils söngs fóru þarna fram kapp- reiðar, knajtleikur, glimur (og þóttu Mývetningar beztir, en þeir qg fleiri utan héraðs tóku þátt í hátíðinni til heiðurs Eyfirðingum), dansleikir, kappsigling og kapp- róður. Þá var og sýndur sjónleikur sr. Matthíasar „Helgi hinn magri“, í pakkhúsi niðri á Oddeyrartanga. Ennfremur voru sýndir ýmsir unn- ir munir og einnig var þar gripa- sýning, verðlaun veitt o. s. frv. Talið var að hátíð þessa muni hafa sótt 4—5 þús. manns, og þótti geysifjöldi, og var það að þeirrar tíðar hætti. Og miklar sögur gengu út um sveitir af þessari veglegu héraðssamkomu. KAPPROÐURINN. En einmitt á þessari hátíð var það, sem Svarfdælingar unnu verðlaunin. Ákveðið hafði verið að 2 bátar kepptu í róðrinum, bátur af Odd- eyri (eða grennd) og annar bátur af franska herskipinu. En þegar á hátíðina kom vildu menn að fleiri yrðu þátttakendur og var um það rætt manna á meðal, og fór svo að hinn þriðji gaf sig fram. Svo stóð á því, að til Akureyrar (Oddeyrar) var þá nýlega fluttur frá Upsum , Sigurður Jónsson Thorarensen prests að Tjörn. Átti hann góðan sexæring með svarf- dælsku lagi, hafði hann flutt bát- inn með sér hingað. Var nú þessi bátur mannaður Svarfdælingum fyrir forgöngu Sigurðar, og með að- stoð Gisla á Hofi og Gunnlaugs á Karlsá, sem stýrimaðurinn á bátn- um segir mér að hafi verið mikill hvatamaður þess, að Svarfdæling- ar kepptu. Mennirnir, sem valdir voru til keppninnar voru þessir: , Bræðurnir Þorleifur og Sigurður Jóhannssynir frá Ingvörum, Jqn Kristjánsson, Ingvörum, Halldór Jónsson fá Kofa, Þorsteinn Jóns- son, Upsum, og Gunnlaugur Frið- leifsson, Karlsá. En stýrimann út- vegaði Sigurður Jónsson, og var það unglingsmaður, Jóh. Thorar- ensen, verzlunarm., og er hann sá eini, sem enn er á lífi af þessari skipshöfn. Vegalengdin, sem róin var, er raunar ekki svo lítil. Farið var frá bryggju J. V. Havsteens á Oddeyri og róið inn Pollinn og inn fyrir kaupfarið Ingeborg, sem lá beint fram af Höepfnersverzlunarhúsun- um (sem nú eru horfin), en það er því nær rétt austur af innri hafnar- bryggjunni og út að Havsteens- brj-ggjunni af'ur. Varð bátur Svarfdæla fyrstur að marki, og þótti rösklega róið og vel stýrt. Síðastur varð sá franski. Ekki var tíminn mældur, og hefði nú verið gaman að vita um hann. ZÖLLNER GAF SIGURVEGUR- UNUM PENINGA. Þegar að Havsteensbryggjunni kom, segir G. J. að Louis Zöllner stórkaupmaður frá Newcastle hafi verið þar staddur, og rétt hverjum sigurvegaranna tveggja krónu pening í viðurkenningar- skyni. Og verðlaunin, sem bátur Sigurðar Jónssonar félck voru eig- andanum afhent, og var það ank- erið, sem áður er nefnt, og enn- fremur lítill kompás, sem nú er týndur. Varðveitti Sigurður síðan gripinn rneðan hann lifði, og síðan Jón sonur hans í Norðurgötu 38 á Oddeyri. Frá Jóni Sigurðssyni komst þessi gripur í hendur Gísla á Hofi og þaðan til mín og í safnið. KAPPRÓÐURINN Á MIÐIN. Ekki er með vissu vitað, hvaðan verðlaunagripirnir eru upprunnir, en allt sýnist benda til þess, að þeir séu útlent smíði. Gæti vel hugsast að þeir væru gefnir af ein- hi'erju erlendu skipi er hér lá, t. d. iranska herskipinu. Þó skal ekkert um það fullyrt, en vafalaust hafa þeir þá verið gefnir forstöðunefnd- inni í þessum tilgangi, og hún síðan sæmt sigurvegarana þeim. — Þannig er þá þessi stutti þáttur um verðlaunagripinn frá 1890. Eg hef haft ánægju af því að rifja hann upp. Og mér er sem eg sjái þessa svarfdælsku garpa, sem eg þekkti alla, harðduglega og kappsfulla, þeyta sexæringnum hér eftir Poll- inum. Þessi smáþáttur vitnar ögn um ároburð sveitunga minna frá þessum tíma. Mér er og verður það ógleymanleg sjón frá æskudögum, að horfa á þá af Brimnesbökkun- um, hvernig þeir tóku til áranna, hve sterklega og fallega þeir reru, og hvernig bátarnir flugu áfram, hver í kapp við annan. Það var svo að segja dagsdagleg, spennandi keppni á vertíðinni haust og vor, hvaða bátur gengi bezt og hver kæmist fyrstur á miðin. Það kveikti kapp og metnað í ungu mönnunum, teygði úr orku þeirra og magnaði hana. Og þess þurfti með í þá daga, — og þess er alltaf þörf, að glæða manndóm og hollan metnað ailra manna, og þá ekki sizt þeirra, sem glíma þurfa við duttlunga og erfiðleika óblíðrar náttúru, bæði á sjó og landi. Sú glíma hefur jafnan verið hörð og erfið þeim, sem útnesin byggja. Þar var annað hvort að duga eða drepast. Og svo er enn, hér og þar, — um allar jarðir." Tómas Árnason: Sfefna Framsóknarflokksins í sjávarútvegsmálum >.'í Urköiná í marz ofan við meðaliag í marzmánuði voru hlýindi inikil um land allt, en úrkoma samt líka svo mikil að sjaldgæft má telja. Hér á Akureyri var meðalhit- inn í mánuðinum 2 stig, en með- allagshiti hér er -t- 1,7 stig. Úr- koman hér mældist 140 mm. í mánuðinum, og jafnmikil í Rvík, og er það þó helmingi meira en meðalúrkoma í Reykjavík en fjórum sinnum meiri en meðalúr- koma héi: á Akureyri í þessum mánuði. Hinn 11. marz mældist hér 15 stiga hiti, sem er alveg óvenjulegt á þessari árstíð. Um mánaðamótin skipti um veðrátt- una, gekk til norðanáttar og snjó- komu, sem stóð fram undir miðj- an apríl, en nú er aftur komin sunnanátt og hlýviðri og virðist veturinn ætla að kveðja vel og skammur var hann og mildur þegar á allt er litið. Brekkunafnið fellt Bæjarstjórnin vildi ekki fallast á að húsið Hafnarstræti 81A yrði kallað Brekka eins og eigendur þess óskuðu og var till. bæjarráðs um að leyfa nafngiftina felld. r Islendingur balleít- kennari Hinn ungi íslenzki ballettdans- ari Friðbjörn Björnsson, sem er fastráðinn við Kgl. ballettinn danska, var nýlega ráðinn til að veita forstöðu nýjum ballettskóla í Kaupmannahöfn. Dönsku blöðin bera með sér, að Friðbjörn nýtur vaxandi álits og vinsælda. Þar sem stefnuyfirlýsing Fram- | sóknarflokksins í sjávarútvegs- málum hefur nýlega verið birt í heild, mun aðeins verða drepið á nokkur atriði og helzt þau, sem hafa sérstaka þýðingu fyrir landsbyggðina. ÖFLUGUR SJAVARÚTVEGUR. „Tíunda flokksþing Framsókn- arflokksins telur það eitt af meg- inskilyrðum fyrir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, að sjávar- útveginum séu búin svo arðvæn- lcg skilyrði, að unnt sé að reka hann á fjárhagslega öruggum grundvelli og að þeir, sem við hann vinni, hafi sambærileg kjör við aðrar stéttir og njóti sann- virðis vinnu sinnar.“ Þetta er hina almenna stefnu- yfirlýsing flokksins í sjávarút- vegsmálum. Vegna legu og ann- arrar aðstöðu landsins verða ætíð margar þarfir landsmanna, sem ekki verður unnt að fullnægja hér innanlands. Þess vegna verð- um við að hafa mikil viðskipti við aðrar þjóðir. Það ríður á að fram- leiða vöru til útflutnings, sem er samkeppnisfær við samkj'nja vöru-á heimsmarkaðirium. Eins og nú er ástatt ér 93% af gjáldeyri landsmanan aflað við sjávarsíð- una. Sést bezt af því, hve þýðing- armikill atvinnuvegur sjávarút- vegurinn er. LANDHELGISGÆZLAN. Eitt hið fyrsta af málefnum sjávarútvegsins, sem Framsókn- arflokkurinn lét til sín taka, var verndun landhelginnar. Árið 1922, þegar flokkurinn átti full- trúa í ríkisstjórninni, reit flokks- stjórnin forsætisráðherra séstakt erindi um landhelgisgæzlu fyrir Norðurlandi og studdi að því, að „Þór“ hinn elzti, björgunarskip Vestmannaeyja, væri tekinn í þjónustu ríkisins. Þar með var hafin sjálfstæð, íslenzk landhelg isgæzla. Síðan, eftir að flokkurinn tók við stjórnarforyztu, var „Æg- ir“ byggður. Þá voru fengnir bát- ar til gæzlu samhliða hjálpar- starfi við fiskiflotann. Eitt helzta átakið í þessum málum varð þó sumarið 1948, þegar landhelgis- málaráðherra Framsóknarflokks- ins undirritaði samtímis samn- inga um smíði tveggja gæzlu- skipa, sem nú eru tekin til starfa. En þau eru „María Júlía", sem Vestfirðingar lögðu talsvert fé til og „Þór“, hinn nýi, sem er stærsta og fullkomnasta varðskip, sem verið hefur í eigu íslendinga. LANDHELGISMÁLIÐ. Á flokksþingi 1946 um það leyti sem nýsköpunarstjómin var að gefast upp, markaði Framsóknar- flokkuripn skýra stefnu í land- helgismálinu. Að segja tafarlaust upp landhelgissamningnum við Breta frá 24. júní 1901, og setja síðan nýja löggjöf um landhelg- ina, þar sem hún væri ákveðin mun stærri en áður var, og að landhelgislínan yrði mæld frá yztu annesjum, svo að allir firðir og flóar féllu innan hennar. í ársbyrjun 1947 var flutt af hálfu flokksins tillaga til þingsályktun- ar um að segja upp landhelgis- samningnum við Breta. Eftir aS Haag-dómurinn var fallinn í landhelgisdeilunni milli Breta og ..Norðmanna, lýsti miðstjórn Framsóknarflokksins sig fylgj- andi, að gerð yrði einhliða ákvörðun af hálfu íslands um stækkun landhelginnar. Yfirlýs- ing þessi var gerð á fundi mið- stjórnarinnar 11. febr. 1952, en reglugerðin um stækkunina var gefin út 19. marz 1952 og tólc gildi 15. maí sama ár. Flokksþingið lýsti yfir ánægju sinni yfir þeim áfanga, sem náðst hefur með stækkun fiskveiði- landhelginnar og þakkaði for- göngu ríkisstjórnarinnar í mál- inu. Telur flokksþingið, að ekki komi til mála að veita neinar til- slakanir varðandi hina nýju frið- unarlínu og skorar1 á; þjóðina að standa einhuga -, sainan um þá ákvörðún, sem tekin héfur verið. ' Ennfremúr ‘ taldi flokksþingið brýna nauðsyn bera til, að vinna að friðun ákveðinna veiðisvæða, sem liggja utan núverandi frið- unarlínu og sem reynslan hefrir sýnt að hafa orðið fýrir sérstakri ágengni togara, t. d. veiðisvæði vélbáta á Vestfjörðum, þar sem sérstök góðfiskimið liggja undir gereyðingu. Það hefur svo margt verið rætt og ritað um nauðsyn á stækkun landhelginnar, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að gera það frekar hér. En það má full- yrða, að landhelgismálið er eitt mesta stórmál þjóðarinnar, sem hefur mikla þýðingu fyrir afkomu hennar um langa framtíð. En það er ekki nægilegt að hafa stóra landhelgi. Landhelgisgæzlan verð ur að vera eins góð og kostur er á. Þess vegna lýsti flokksþingið yfir því, að áherzla verði lögð á að auka og bæta gæzluna frá þv£ sem nú er. REKSTRARFYRIRKOMULAG SJÁVARÚTVEGSINS. Ástandið í útvegsmálum þjóð- arinnar seinustu árin hefur hvergi nærri verið eins gott og æskilegt vaSri, miðað við að sjávarútvegurinn er ein helzta atvinnugreinin. Ein aðalástæðan til þess, að þessum málefnum er á ýmsan veg verr komið en mál- efnum sumra annarra stétta, mun vera sú, að þeir sem að sjávarút- veginum vinna hafa ekki haft með sér eins góð og víðtæk sam- tök í landinu ,eins og t. d. bænd- ur og verkamenn. (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.