Dagur - 22.04.1953, Blaðsíða 4

Dagur - 22.04.1953, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 22. apríi 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Argangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. SS$S$$3SS$$$$S33SS$S$$$SS3$»$$3SSS$S$S$$$3ý3$SSSýs’ Hernaður bandamanna EIN AF uppáhaldskenningum Alþýðuflokksfor- kólfanna hér nyrðra hefur um langa hríð verið sú, að kaupfélögin hafi gert landsfólkinu mest gagn meðan þau voru fámenn og févana. Þegar hug- sjónirnar ná ekki lengra en að endurspeglast í grautardiskinum, þykir það meiri þjóðfélagsleg upplyfting að fá grjónapokann með afslætti en hyggja verksmiðjur eða menningarlegar sölubúðir. Þetta fólk er að reyna að telja sjálfum sér og öðr- um trú um, að þingeysku frumherjarnir hafi aidrei eygt möguleika til stórframkvæmda fyrir sam- eiginlegt fjármagn og átak þúsunda landsmanna innan vébanda samvinnuhreyfingarinnar. Þeir hafi aldrei gert sér vonir um að samvinnufélögun- um auðnaðist að lyfta Grettistökum á sviði efna- hagsmálanna, eiga glæsilegar verzlunarbúðir, verksmiðjur, hafskip og hafa með höndum sem víðtækasta þjónustu á sem flestum sviðum fyrir fólkið í landinu. Þessir forheimskunarpostular þykjast skáka í því skjóli, að unga kynslóðin þekki ekki raunveruleg stefnumörk frumherjanna. En valt er fyrir þá að treysta því. Frumherjar sam- vinnustarfsins á íslandi stefndu að'sama marki og eftir sömu leiðum og samvinnumenn nágranna- landanna. Ungir íslendingar þekkja stórfram- kvæmdir samvinnufélaganna á Norðurlöndum og í Bretlandi af áfspurn og eigin rairn. Samvinnu- samböndin í þessum löndum eru meðal lang- stærstu og umfangsmestu verzlunar- og iðnaðar- fyrirtækja í Evrópu og færa sífellt út kvíarnar. — Kenningar Alþýðuflokksforkólfanna eiga enga stoð í sögu né veruleika. Þær eru sprottnar af af- brýði kreddumanna, sem hafa orðið fyrir von- brigðum með framgang þjóðnýtingarkenninga og annarra kredduvísinda, og fyrirgefa ekki, að þjóð- in hefur ekki treyst þeim til forustu á hinu félags- lega sviði. k ALÞÝÐUFLOKKSFORKÓLFARNIR eiga sér bandamenn, sem flytja sömu kenningarnar, en af öðrum ástæðum. Auðhyggjumenn Sjálfstæðis- flokksins hafa jafnan viljað halda kaupfélags- skapnum niðri og spyma gegn því að samvinnu- félögin tækju að starfa á athafnasviðum, sem spekúlantar telja sínar eignarlóðir. Til þess að vernda auðsöfnunarmöguleikana á þessum svið- um er ekki sparaður rógur og fjandskapur né fals- anir á sögulegum staðreyndum. Því er t. d. haldið fram á Heimdallarsíðu Morgunblaðsins sl. laugar- dag, að forvígismenn samvinnustefnunnar á ís- landi í dag hafi „fært rekstur sinn yfir á mörg þau svið, sem samvinnuhugsjóninni er ekki ætlað að ná til....“ Hvaðan kemur Heimdallarpiltinum vizkan? Hver eru þau athafnasvið, sem samvinnu- félagsskap er ekki ætlað að skipta sér af í þessu landi? Þessir forheimskunaragentar ættu að heimfæra þessa kenningu upp á KF — sænska samvinnusambandið, — eða CWS — brezka sam- vinnusambandið,—og sjá, hver útkoman yrði. Hér býr það á bak við, að stórspekúlantar Sjálfstæðis- flokksins vilja ekki láta almenning sjá inn á sínar eignarlóðir, heldur girða þær með múr blekkinga og sögulegra falsana. Þeir vilja sitja einir að milli- landasiglingum, vátryggingastarfsemi og ýmiss konar verksmiðjurekstri og fá að rækta fjár- gróðaakurinn í friði. Samvinnumenn landsins eru á öndverðum meiði. Þeir vilja efla samvinnufélögin til þess að hafa með höndum sem mest af reirri þjónustu, sem þörf er að veita í nútíma þjóðfélagi. Hér er stefnan sú sama og um öll nálæg lönd, sem við frelsi búa. HEIMDALLARSÍÐA sú, sem áður er nefnd, flytur samþjapp- aðan óhróður og svívirðingar um samvinnusanmtök landsmanna og einstaka forustumenn þeirra. — Forustumenn Sjálfstæðisflokksins hafa gát á tungu sinni, en þeim mun þó vel vært þótt greindar- litlir unglingar á pólitískum bitl- ingafjörum flokksins, prófi hér kenningar Rússa um hvað langt sé hægt að ganga í ósvífninni. Enginn meðalgreindur Sjálfstæð- ismaður hér nyrðra mundi t. d. halda því fram, að „steinhallir" SÍS hér á Akureyri, séu fólkinu hér og bændum landsins til óþurftar, en Heimdallarliðið held ur að þessi fróðleikur gangi e. t. v. í þá, sem í f jarlægð búa. Það er sem sé kenning þessa fólks, að hin mikla fjárfesting SÍS í Gefjuni sé stórskaðleg og svik við samvinnustefnuna. Hið mikla og nýtízkulega fyrirtæki, sem veitir hundruðum manna lífvæn- lega atvinnu, sé verk þjóðhættu- legra manna! Akureyringar mega leiða hug að því, hvernig yið- skiptamálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins og heildsalaklíka höfuð- staðarins búa að þessari „stein- höll“ nú um sinn, með opinber- um ráðstöfunum og skefjalausum innflutningi á sams konar varn- ingi og hér er framleiddur úr al- innlendum hráefnum. Þegar þær staðreyndir eru lagðar við fullyrðingar um „steinhallir" SÍS hér, er blekkingahjúpnum svipt af og fjandskapurinn við frjáls samtök þegnanna til sjálfsbjargar stendur nakinn eftir. í krafti þessara skoðana eiga svo Akur- eyringar og Eyfirðingar að velja sér þingmann! FOKDREIFAR Bömin á bíó. Bíógestur skrifar blaðinu: „EKKI ALLS fyrir löngu var eg staddur í einu kvikmyndahúsi þessa bæjar. Var þá á boðstólnum amerísk ævintýramynd, „Loginn og örin“. Var húsið þéttskipað, því að myndin var spennandi. — Það, sem aðallega vakti athygli mína á þessari sýningu var, hvað börnin voru fjölmenn í húsinu miðað við að myndin var engin barnamynd, síður ert svo, og má það teljast merkilegt, að börnum skuli vera leyft að sjá slíkar myndir. — Sýn- ingin hófst kl. 9 síðdegis og var lokið laust fyrir kl. 11. Börnin á þessari sýningu skiptu tugum og aldurinn á þeim var allt ofan í 7— 8 ára, og margt af þeim sýnilega ekki í fylgd með fullorðnum. — I svona tilfellum álít eg að ábyrgð- arleysi foreldranna sé næsta sorg- legt. Þarna þarf að taka í taumana. Börn innan 12 ára aldurs eiga ekki að vera utan heimilis eíns eftir kl. 10 á kvöldin." Fermingarskikkjur á Akranesi. NOKKRIR LESENDUR hafa bent blaðinu á, að fermingar- skikkjurnar, sem rætt var um í síðasta blaði og í notkun eru í dómkirkjunni í Osló, hafi nú um skeið tíðkast í Akraneskirkju, hjá séra Jóni Guðjónssyni, sem inn- leiddi þennan sið þar. Má merki- legt heita, hve hljótt hefur verið um þetta, því að hér er um at- hyglisverða nýbreytni að ræða. Blaðið hefur orðið þess vart, að frásögnin um skikkjurnar hefur vakið athygli og eru flestir, sem blaðið hefur rætt við — þar á meðal prestvígðir menn — á þeirri skoðun að þessi siðvenja sé til bóta, hvort heldur litið er á málið frá sjónarhóli foreldranna, sem hafa ærinn kostnað af þess- um tímamótum í ævi barnanna, eða barnanna sjálfra, sem þá standa öll jöfn að klæðaburði frammi fyrir altarinu. Fróðlegt væri að heyra frá Akurnesingum, hvernig þeim líkar þessi siðvenja. Kæmi ekki á óvart, þótt fréttist, að það væri almenn skoðun þar að breytingin hefði reynst til batnaðar. Athyglisverð kvikmynd. FÓLKI KEMUR ekki saman um, hvort japanska verðlauna- kvikmyndin Rashomon, sem hér var sýnd í sl. viku, sé góð eða lé- leg og þó mun dómurinn vera á þá leið, að ekki hafi verið mikið að sækja í kvikmyndahúsið í þetta sinn, því að aðsóknin mun hafa verið fremur léleg. Eg held þó að það hafi verið vangá af fólki, sem á annað borð sækir bíó meira eða minna sér til skemmt- unar og fróðleiks, að láta þessa mynd fara fram hjá sér. Er þá fyrst það að telja, að þessi kvik- mynd hlaut verðlaun á alþjóða- kvikmyndakeppni í Feneyjum fyrir rösku ári og var þá mjög umtöluð. Mörgum þótti hún ósvikið listaverk. I annan stað er þetta mynd, sem hlýtur að koma við hvem hugsandi mann. Áhrif- in eru e. t. v .ekki skemmtileg, en þau eru sterk. Menn verða ekki bjartsýnni á manneðlið eftir að hafa séð þessa mynd. Einhver huggun kann það að vera í aug- um sumra, að manneðlið sé eitt- hvað öðruvísi austur í Asíulönd- um en hér um vestræn lönd, og víst má telja að Vesturlandamenn hafi á sér fágaðra snið en fram kemur í þessari japönsku lýsingu á atviki, sem á að hafa gerzt þar eystra fyrir 1200 árum. En í raun- inni er þetta vafasöm huggun. Það eru ekki nema örfá ár síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þarf frekar vitnanna við um grimmdaræði mannsins, ósann- sögli og skefjalausa eigingirni? í japönsku myndinni er þessi þráð- ur ofinn haglega og stefnir rak- leitt að endalokum, sem menn veigra sér við að horfast í augu við. En áhorfandinn er ekki skil- inn eftir úti í svartnætti vonleys- iáins. í lok myndarinnar er minnt á, að kærleiksneisti er til í mannssálinni, þótt djúpt sé á honum á stundum. Það er eins og að fá agnarlítinn plástur á stórt sár. HÉR KOMA tugir kvikmynda, sem eru þannig gerðar, að maður gleymir þeim jafnharðan og myndirnar hverfa af tjaldinu, og eru þó sumar lakari en það. Þessi japanska mynd veitti innsýn í fjarlægan heim, fékk hverjum manni ósvikið umhugsunarefni, sýndi listtúlkun, sem er nýstár- leg og þrungin frumstæðum krafti. Tæknilega er hún mjög vel gerð og myndagerðin og mynda- valið ,t. d. úti í skóginum, með nýstárlegum blæ. Kvikmyndir af þessu tagi — jafnvel þótt mönn- um líki ekki boðskapurinn eða túlkunin — eru líklegar til að þroska listsmekk manna og auka (Framhald á 7. síðu). Slys í heimahúsum Heilbrigðisstjórnin danska hefur nýlega birt fróð- legar skýrslur um slys í heimahúsum í Danmörk. Kemur í ljós að í Kaupmannahöfn einni verða 10 DÚsund slys í heimahúsum árlega. Börnunum hættast. Nánari sundurgreining á þessari skýrslu sýnir, að rað eru böm undir fimm ára aldri, sem oftast verða fyrir slysum. Þau eru fimm sinnum gjarnari á að meiða sig, svo að leita þurfi læknis, en aðrir aldurs- flokkar, og ástæðan er, segja dönsku læknarnir, sem að skýrslunni standa, að foreldrarnir gæta þeirra ekki nógu vel. Oft er of miklum önnum eða þrengsl- um um að kenna. Bömin meiða sig einkum við að detta ofan af borðum, einkum eldhúsbox-ðum, stól- um, og svo detta þau út um glugga. Meiðslin eru einkum á höfðinu, kropp og hálsi, en sjaldgæfara að börn beinbrotni, sennilega vegna þess að böm á xessum aldri hafa lítið lært að bei-a hendiu- og fætur fyi-ir sig. Ekki er algengt að börn skeri sig eða stingi, dví að fullorðna fólkið gætir þess yfirleitt vel að xau nái ekki í verkfæi-i til þess. Þó er á ári hverju flutt mörg börn á spítala með skurðsár. Miklu al- gengara er að börn brenni sig, á heitum hlutum eða heitu vatni, eins er allalgengt að þau gleypi hluti, sem ná verður úr hálsi, nefi, lungum og maga. Húsmæðrunum er líka hætt. Maður skyldi ætla að hætta væri á því að gamalt fólk væri einn sá hópur, sem hætt væri við slysum í heimahúsum, en svo er samt ekki. Gamalt fólk slas- ar sig ekki oftar en fólk á beztá aldri, samkvæmt xessum skýi-slum. Drengir meiða sig oftar en telp- ur, og fullorðnar konur slasast mUn .-oftar í heima- húsum en karlmennirnir. Konur slasast oftast á ýmsum tækjum og áhöldum, svo.sem þvottavélum og eldhúsáhöldum. Þá eru bi-unasár mjög tíð. Loks segir í þessum dönsku skýi-slum, að trtt sé að konur séu fluttar á sjxiki-ahús með meiðsli eftir bai-smíðar, Degar maðui-inn kemur fullur heim. ýrr)5?r t^gundir slysa virðast hitta karlmenn og konur nokkurn veg- inn jafnoft í heimahúsum, svo sem éjtriin,-slýs af rafmagnsstraum, hundsbit o. s. frv. Eitrun er al- gengust, er daglegt brauð í Kaupmannahöfn. Gas- eitrun er algengust þar. Fullorðnir beinbrotna. Dönsku læknamir segja, að athugun þessi hafi skýlaust leitt í ljós, að böi-num sé ekki hætt við að beinbi-otna, heldur fái þau sár á höfuð, háls og bol, ef slys hendir þau. Fullorðnum er á aftur á móti mjög hætt við að beinbrotna, og þó er konunum sér- lega hætt í þessu efni. E. t. v. er það vegna þess að þær eru grannbyggðari en karlar, en ástæðan getur líka verið háir hælar, sem valda því að konan er óstöðugri á fótunum en ella. í Höfn handleggs- brotnuðu 18 kai-lmenn á gólfinu heima hjá sér á sl. ári en 106 konur. Ljóslampar athugaverðir. Það kom í ljós við þessa athugun, að ljóslækn- ingalampar geta verið athugaverðir og allmöi-g slys urðu af þeim, mest fyrir kunnáttuleysi í meðferð þeirra. Fólk brenndi sig til skaða og skemmdi í sér augun. Það er algengara en margur hyggur, að slys verður af því að fólk geymir eitur, eins og saltsýru o. þ. h. í sakleysislegum sódavatnsflöskum eða öðr- um slíkum ílátum og ekki á nógu öruggum stað. Stundum er það búið að gleyma, hvað flaskan inni- heldur eftir langan tíma og þá verður slys. VIÐ HVAÐ SKYLDI HANN HAFA ÁTT? Sölumaður, er vildi selja þvottavélar, kom á heimili þeii-ra erinda, og frúin var mjög áhugasöm og vildi fræðast um ágæti vélarinnar. En eiginmað- urinn tók af skai-ið. Hann sagði: Konan mín á þegar ágæts maskínu, sem tekur yðar vél stórlega fram. Hún leggur á borð og tekur af borðinu, þvær upp, lætur heitt vatn á hitapokann hennar, labbar út með börnin, ber þvottabalann upp og niður stiga og sækir bækur fyrir hana á bókasafnið. Ef þér getið keppt við þessa vél, þá verður af kaupum, annai-3 ekki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.