Dagur - 22.04.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 22.04.1953, Blaðsíða 1
ÁSKRIFT að DEGI tryggir að * þér íylgist með málefnum þjóðarinnar. Dagu AUGLÝSING í Degi nær til Akureyringa og langflestra Eyfirðinga. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. apríl 1953 22. tbl. ^_____ | Sennilegt að ný brú verði gerð á Hörgá á surrsri komandi Gamla Hörgárbrúin er orðin mikill farartálmi og auk [>ess hættuleg yfirferðar Áratugir síðan jafnmikil fiskiganga hefur komið á mið Norðlendinga ■ i ■ 11 ■ i ■ 11 ■ 111 ■ ■ 11 ■ i ■ 11111111 • i • Bátar hafa fengið 250 kg á 120 öngla - minni afli síðustu daga vegna skorts á nýrri loðnu í sl. viku kom mikil fiskiganga á grunnmið víða fyrir Norðurlandi og hafa bátar frá mörgum verstöðvuin hér nyrðra fengið hlaðafla á degi hverjum síðan. Margir bátar hafa tví- og og jafnvel þríhlaðið, þótt ekki hafi verið lagðar nema 15 lóðir. Miklar líkur eru fyrir því, að í sumar verði loksins hafizt handa uin að gera nýja brú á Hörgá til þess að leysa af hólmi gömlu Hörgárbrúna, sem er hengibrú og hefur lengi verið mikill farar- tálmi fyrir eðlilegar samgöngur í héraðinu og auk þess hættuleg þungum fIutningatækjum.7 Er t. d. ekki fært yfir brúna fyrir stór jarðvinnslutæki, stærstu traktora og skurðgröfur og hefur orðið að fara yfir ána á vaði með þessi tæki til mikils baga og kostnaðar .Þá má telja að ekki sé hættulaust að fara á þungum bílum yfir brúna, enda hafa verið sett takmörk um þunga til öryggis, en af því leiðir að ekki er hægt að fullnota flutn- ingsgetu stórra farartækja, sem t. d. aka í milli Ðalvíkur og Akur- eyrar. 45 metra stöplabrú. Nýja brúin verður byggð við hlið gömlu brúarinnar, og mun að öllum líkindum verða stöplabrú, um 45 metra löng. í vetur hafa Miklar skemmdir á veg- um síðustu dagana í hlákunni nú síðustu dagana hafa orðið verulegar skemmdir á vegum víðs vegar um héraðið og horfur eru á að vegir skemmist enn vegna vatnsaga .Hjá Stóra- hamri í Eyjafirði gróf vatn skarð í veginn, sem er um 2 metrar á breidd og mannhæð á dýpt og er vegurinn gjörsamlega ófær þar í bráðina. Þá urðu verulegar skemmdir á veginum hjá Syðri- Tunguá, skammt frá Skriðu í Hörgárdal, þar gróf vatn gjá í gegnum veginn. Víða annars staðar hefur vatn grafið veginn sundur og vinnur flokkur við- gerðarmanna að því að reyna að forða frekari skemmdum og veita vatni frá, en hefur lítt undan. Lóan kom á mánudaginn Á mánudagsmorguninn heyrði Sigurður Björnsson bóndi í Kollugerði til lóunnar og er hann sá fyrsti, sem blaðið hefur frétt um að hafi hcyrt til ló- unnar. í fyrra sást fyrsta lóan hér nyrðra 19. apríl, að því hermt var frá liér í blaðinu um það leyti. .. verið gerðar botnrannsóknir á Hörgá til undirbúnings brúar- smíðinni. Væntanlega verður ekkert til þess að hindra það, að hafizt verði handa um þessa brúarsmíði. Eins og ásigkomulag Hörgárbrúarinn- ar er og með tilliti til eðlilegra samgönguþarfa héraðsins, er óverjandi með öllu að fresta framkvæmdum lengur. Almennur bænadagur 10. maí Biskup landsins hefur skrifað próföstunum og tjáð þeim að hann hafi ákveðið, að almennur bænadagur hinnar íslenzku þjóð- kii’kju verði sunnudaginn 10. maí. 'Þetta verður þriðji almenni bænadagurinn, sem þjóðkirkjan gengst fyrir. Svalbakur fékk 250 lestir á 6 dögum - tog- bátar afla vel Togarinn Svalbakur kom hér á mánudagsmorguninn með um 250 lestir af fiski, er skipið hafði fengið í 6 daga veiðför hér fyrir norðan land. Fór aflinn í herzlu. Aðrir togarar Útgerðarfélags Ak- ureyringa eru einnig hér fyrir norðan og afla ágætavel. Togbát- arnir, sem eru á miðunum hér undan Norðurlandi, afla einnig vel þessa dagana. M.b. Njörður kom hér inn í fyrradag með 50 lestir eftir skamma útivist. Súlan er farin að veiða og aflar vel. Þá er M.s. Snæfell um það bil að hefja togveiðar. Samþykkt að gera áætlun um nýja drátt- arbraut á Oddeyri Á hafnarnefndarfundi í gær var samþykkt að láta gera áætl- un um kostnað við nýja dráttar- braut á Oddeyri, sem gæti tekið upp togarana alla. Er talið að slíkt fyrirtæki mundi kosta á þriðju milljón. Engin ákvörðun var tek- in ym hvort ráðizt verður í þetta mannvirki og bíður það þess, að áætlanir um kostnað og fyrir- komulag verði fullgerðar. Yfirlæknirinn | bjargaði barni | frá drukknun | Guðm. Karl Pétursson yfir- : læknir bjargaði á sunnudaginn i j var 6 ára dreng frá drukknun ; við Höepfnersbryggju. — Var i j læknirinn á sunnudagsgöngu j með dætrum sínum og horfði á i tvo drengi við dorg á bryggj- j unni. Hljóp annar drengurinn I eftir bryggjunni og féll niður i um gat, sem á henni er og á j kaf í sjóinn. Komst læknirinn i niður um gatið og gat tyllt i fæti á ísskör undir bryggj- i unni og haldið sér í bryggju- i gólfið um leið og hann rétti j drengnum hinn fótinn, og síð- i an kippt honum upp. Varð j drengnum ekki meint af volk- i inu. Hætt er við að dauðaslys j hefði orðið þarna ef læknirinn j hefði ekki verið þarna staddur i af tilviljun. Er algerlega óaf- i sakanlegt af eigendum bryggj- i unnar — Akureyrarkaupstað j og forráðamönnum hans — að i bryggjan skuli beinlínis vera j lífshættuleg, því að vandalítið i ætti að vera að byrgja fúagöt i í gólfinu, ef sinna væri á því. SlllllimjuillllllllllltlltMltltlllMIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllll Áfengisbann á ísafirði Atkvæðagreiðslu um héraðs- bann á ísafirði lauk á sunnu- daginn og var það samþykkt með 562 atkvæðum gegn 357. Auðir seðlar voru 16, en 3 ógildir, en alls greiddu 938 atkvæði af 1535, sem voru á kjörskrá. Lögin um hér- aðsbann öðlast gildi 6 mánuðum eftir að það hefur verið samþykkt með meirihluta atkvæða. Allir aðalakvegir akfærir Allir aðalakvegir hér innanhér- aðs eru nú orðnir akfærir og hef- ur snjó verið rutt af þeim með ýtum að undanförnu. í gær var orðið fært út í Höfðahverfi, til Dalvíkur, vestur í Oxnadal og Eyjafjarðarbraut að Leyningi og Laugalandsvegur austan Eyja- fjarðarár, að nokkru leyti, en á honum hafa þó orðið skemmdir vegna vatnsrennslis. Vegurinn fram Svarfaðardal mun þó ekki opnaður til fulls enn, að því skrif- stofa vegagerðarinnar h'ér skýrir blaðinu frá. Húsavíkurbátur fékk 250 kg. að meðaltali á 120 öngla lóð í einum róðri og fleiri dæmi eru um slík- an afla. Þetta er fallegur fiskur og góður til vinnslu í frystihúsum. Auk þessa ágæta afla á línuna hafa togbátar og stórir togarar fengið ágætan afla á djúpmiðum að undanförnu. Línufiskurinn virðist alveg háður því að ný loðna sé til í beitu og nú er veru- legur skortur á henni. Eyfirzku verstöðvarnar hafa allar fengið beituna héðan frá Akureyri. Til þessa hafa veiðzt hér um 150 tunn ur af loðnu á Akureyrarpolli, en lítið sem ekkert hefur aflast síð- ustu tvo dagana, en háldið er áfram að leita að loðnu bæði hér innra og út með firðinum, og eins í grennd við Húsavík, en þar veiddist nokkuð af loðnu um dag- inn. Blaðið átti í gær tal við fréttaritara sína á öllum ver- stöðvunum hér í grenndinni, og fékk hjá þeim eftirfarandi upp- lýsingar. Dalvík: Frá Dalvík róa 8—10 trillur og dekkbáturinn Nói er að hefja veiðar, aðrir stærri bátar Dalvíkinga eru á vertíð fyrir sunnan. Dalvíkurbátar hafa feng- ið hlaðafla, þegar loðnu hefur verið beitt, hafa tvíhlaðið, hvort heldur sem loðnan hefur verið glæný eða nýfryst. Oll beitan hef- ur komið frá Akureyri. Aflinn er frystur í frystihúsi KEA, og kem- ur sér nú vel að afköst þess voru stóraukin á sl. ári. Til merkis um aflabrögðin er, að ein trilla land- aði 20 þúsund pundum á einum sólarhring, fór í þrjá róðra undir Gjögra á 24 klst. Dalvíkingar telja að önnur eins fiskiganga hafi ekki komið á grunnmið í marga ára- tugi, að vísu kom aflahrota 1936 sem var mjög góð, en hún stóð miklu skemur, aðeins 3 daga. Mikil atvinna er í Dalvík um þessar mundir og menn bjart- sýnni um afkomuna en fyrr á vetrinum. Hrísey: Aflinn í Hrísey hefur tregast mjög síðan loðnan þvarr, í fyrradag fengu bátar þó 5000 pund í róðri, sem er góður afli, þótt ekki jafnist á við uppgripin fyrir helgina. Hríseyingar telja að lítill fiskur hafi gengið inn á sjálfan Eyjafjörð og lítið sé að hafa innan Hrólfsskers. Aflinn er frystur í hraðfrystihúsi KEA og er mikil atvinna fyrir alla, sem geta unnið. 5—6 vélbátar stunda veiðina og fleiri eru um það bil að fara af stað. Grenivík: Afli í Grenivík hefur verið góður sem annars staðar og afbragðsafli var í 3 daga. Þaðan sækja 3 trillur og einn dekkbátur — Frosti. — Allur aflinn er salt- aður. Þar er beituskortur sem annars staðar og sama sagan og hjá öðrum, fiskurinn tekur helzt ekki nema loðnu. Húsavík: Aflahrotan þar hófst 18. þ. m. og hefur síðan staðið þéttari fiskur á lóðum Húsvík- inga en elztu menn þar muna. Tíu bátar hafa stundað þennan veiði- skap, eru 4 dekkbátar en hinir opnir bátar. Allir eru bátarnir með línu og hafa beitt loðnu. Afl- inn er hraðfrystur eftir því sem afköst leyfa, auk þess saltað á 2 söltunarstöðvum. Bátarnir sækja á grunnmið, mest undan Lundey. f gær var orðinn verulegur skortur á loðnu til beitu og óttast að mjög dragi þá úr aflanum, því að þegar er reynt, að ekki aflast (Framhald á 8. síðu). Eyfirðingum boðinn Bragi? I Alþm. í gær eru gefnar nokkrar upplýsingar um hvernig refsskák framboðsmál- anna í Alþýðuflokknum stend- ur um þessar mundir, en þó að- eins undir rós. Birt er framboð Axels Benediktssonar skólastj. í Húsavík fyrir Alþýðufl. í S.- Þingeyjarsýslu, Bragi Sigur- jónsson var þar í framboði áð- ur. Er því ljóst að Bragi er að hörfa vestur á bóginn og mun hafa búizt um í skotgröfum hér á miðju áhrifasvæði Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem var frambjóðandi í Eyjafjarðar- sýslu í síðustu kosningum, með tryggingaskírteini landslista- röðunar upp á vasann. Stefán hefur með opinberri yfirlýs- ingu miðstjórnar verið sviptur þessu tryggingaskírteini og nú er Bragi setztur að hér í miðju héraði. Benda því líkur ein- dregið til þess að Stefáni sé ætluð öræfaganga í öðrum landsfjórðungi, en Eyfirðingum verði boðinn Bragi. Verður það þá eitt, happið enn, ofan á fiski- göngu þá hina miklu, sem borið hefur að fjörum manna hér við fjörðinn upp á síðkastið. samþykkt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.