Dagur - 22.04.1953, Side 6

Dagur - 22.04.1953, Side 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 22. apríl 1953 ÍHin gömlu kynni | Saga eftir JESS GREGG jN 27. dagur. ^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^ (Framhald). „Eg hef mínar skoðanir á því og gríp þær ekki úr lausu lofti. Hún er í rauninni meira en heimskingi, mér kemur í hug hvort hún sé með réttu ráði. Nú er hún búin að fela sig úti á Cape Cod í heila viku. Hún segist vera að safna efni, og trúað gæti eg því að hún væri ekki ein að því. En hvernig sem því er farið, þá snertir sú efnissöfnun mig ekki. Og einkalíf hennar kemur mér heldur ekki við.“ Barónessan greip handritið, stóran bunka af skrifuðum blöðum, og rétti hon- um. „Gjörið svo vel að lesa þetta. Það skýrir sig sjálft.“ Mellett tók við handritínu, sett- ist í hægindastól og hóf lesturinn. Barónessan reyndi að taka á þol- inmæðinni á meðan, en veittist það erfitt. Hún horfði rannsókn- araugum á Mellett, sem leit laus- lega og hratt yfir það, sem Elísa- bet háfði skrifað. Þegar Mellett lagði handritið loksins frá sér, var barónessan fyrri til að tala. „Jæja, hvað segið þér um þetta ,hvað ætlið þér að gera í málinu?“ i, „Eg óska yður til hamingju,“. sagði Mellett. „Þetta er merkilegt verk. Hvenær má búast við því að þið verðið búnar og bókin geti farið í prentun?" „Eg býst ekki við að henni verði nokkru sinni lokið,“ sagði barónessan með þunga. Hún bjóst við að hann mundi taka þetta óstinnt upp, en varð fyrir von- brigðum. „Eg skil vel að það er erfitt að opna hjarta sitt á þennan hátt og veita öllum aðgang að því,“ sagði hann, en hvort sem sá sársauki hefur verið mikill eða lítill, þá er það einlæg von mín að við fáum að prenta þessa bók. Þetta er e. t. v. stærri ástarsaga en til er áður í amerískum bókmenntum. Við erum miklir elskhugar, Ameríku- menn, en samt hefur okkur láðst að skrifa stóra ástarsögu til þessa. En mér virðist að hér sé einmitt slík bók — harmsaga — og ástar- saga mikils listamanns og glæsi- legrar konu, fögur minningabók, hispurslaus, einlæg, skáldleg og logandi af þrá og innileik. .. . “ Hún leit á hann undrunaraug- um, en röddin var róleg þegar hún spurði: „Finnst yður þessi framsetning sennileg og líkleg til að ganga í augun?“ „Já, mér finnst bókin mjög sannfærandi. Það er engu líkara en blöðin séu beinlínis tekin úr dagbók, sem skrifuð er með heitu hjartablóði. Til dæmis þegar lýst er endurfundi ykkar í skemmti- garðinum, þá er frásögnin svo heit og lifandi að maður sér allt lifandi fyrir sér.“ Hún sneri sér undan. Það var erfitt að bæla niður gremjuna og reiðipa, en þessi skoðun hans krafðist þess að hún endurskoðaði afstöðu sína án tafar. Ef nú hún leyfði að þessi furðulega saga yrði birt? Vissulega var hún miklu fallegri en sannleikurinn sjálfur. Og kannske var það óhætt, því að. fáir voru uppistandandi af þeim, sem gátu sannað að þetta væri skáldskapur og ekkert annað og í rauninni í næsta litlum tengslum við líf hennar og sögu. Þegar hún sneri sér aftur að Mellett, var hún óróleg, röddin var mild og elskuleg, framkoman eins og hæfði aðalsöguhetjunni í stórri ástar- og harmsögu. „Eg skal reyna að ljúka við bókina sem fyrst,“ sagði hún. „Rigndi ekki alla dagana, sem þér voruð þar?“ spurði baróness- an Elísabetu daginn sem hún kom frá Cape Cod. „Nei, aðeins fyrsta kvöldið. Mér fannst yndislegt þar. Mér leið sérstaklega vel þar.“ „Jæja ,jæja,“ sagði barónessan, kankvíslega, „það getur verið gaman þar eins og annars staðar, ef maður hefur eitthvað fyrir stafni og er í góðum félagsskap, en annars er aldrei neitt um að vera þar.“ „En eg hafði rióg áð gera. Eg lauk við kaflann, sem segir frá því er þið Wrenn hlupust á brott.“ „Og gerðuð þér ekkert annað? Bara skrifuðuð?11 Það var auð- heyrt að barónessan trúði henni ekki. En hún fylgdi spumingunni ekki eftir, lét málið niður falla. Henni var sama í bráðina þótt Elísabet ætti ástarævintýri sitt ein. Og þegar leið á vikuna sætti barónessan sig betur við að Elísa- bet sæti löngum ein á herbergi sínu. Þannig starfa líklega allir rithöfundar, hugsaði hún. Líklega leyndi þessi unga stúlka kostun- um, var stærri persóna en hana hafði grunað. (Framhald). ÍBÚÐ 1—2 herbergi og eldhús óskast nú þegar eða 14. maí. Tvennt í heimili. Afgr. vísar á. Tapast hefir mórauður Imndur (hvolp- ur) með Ijósar lappir og bringu, og hvítan blett í skottinu. Þeir sem kynnu að verða hundsins varir, eru góðfúslega beðnir að láta undirritaðan vita. Öngulstöðum 20. marz 1953 Halldór Sigurgeirsson. í b ú ð 3—4 herbergja íbúð óskast. Uppl. i síma 1082. Stúlku vantar um mánaðartíma á gott sveitaheimili. Létt vinna. Gott kaup. Áfgr. vísar á. Húsnæði 3—4 herbergja íbúð óskast frá 14. maí Einar Kristjánsson. Símar 1485 og 1745. Vörubifreið, ekki eldri en frá 1942, ósk- ast keypt. — Skipti á ágæt- um jeppa koma til greina. Tilboðum, merktum „Vöru- bifreið“, sé skilað á afgr. Dags sem fyrst. Kaupamaður Duglegan, verklaginn, reglu- saman og ábyggilegan mann, vanan öllum bústörfum, vantar mig iim óákveðinn tíma í sumar. Einnig vantár mig góðan, þægan og gallalausan drátt- arhest, ef um er að ræða. Stefán Jónsson, Skjaldarvík. (Símstöð). Trillubátur, ný-viðgerður, 3l/£ smálest, til söl u. — Bátur og vél í góðu lagi. Semja ber við Lórens Halldórsson, Fróðasundi 3, Ak. Smávörur Hnappar og tölur í fjölbreyttu úrvali Teygja, hv. og sv. Sokkabandateygja Bendlar Skábönd Leggingar Smellur Krókapör Málbönd Fatakrít Saumnálar Saumavélanálar og margt fleira Vefnaðarvörudeild. Verkfæri NÝKOMIN T e n g u r : Gatatengur Pumputengur, krom. Rörtengur 3 stærðir Klipitengur■ Síðubítar rafm. Flatkjöftur Hálfrunnar tengur Þ j a 1 i r : Hálfrurinar Flatar Þrikantaðar Sverðfilar Raspar hálfrúnnif Smápjalir á spjöldum Til sölu: Föt á fullorðna og drengi. GUFUPRESSAN. Skipagötu 12. Trillubátur li/4—2ja tonna, með 6 ha. Sleipner-vél, til sölu. Upplýsingar gefur Ingvar Ólafsson, Grænuhlíð, Glerárþorpi, sími 1466, á virkum dögum. vantar nú þegar. Saumastofa Björgvins Friðrikssonar s.f. Brekkug. 35. Sírni 1596. Stálmálbönd 2 mtr. Stálmálbönd 10 mtr. í leðurhylki Stálmálbönd 20 mtr. í leðurhylki Skrúflyklar 4, 6, 8 tommu Skrúfjárn m. einangruðu blaði og lialdi. Siklingar Stálheflar No. 5 og 6 Meitlar 15, 20, 22 sm. Smergelhjól Snittkassar T opplyklakassar Járnsagir Þverskerar Bakkasagir • Sleggjur 21/2 kgr. Borsveifar T réborar Klaufhamrar Axir Gluggastif tahamrar og margt fleira Sendum gegn póstkröfu um land allt Verzl. Eyjafjörður h.f. Ákureyri. H e r erg með sérinngangi til leigu frá 14. maí n. k. í Brekku- götu 5B. IBUÐ óskast til leigu 14. maí n. k. Afgr. vísar á. Bifreið - Bátur Bifreið til sölu. Lítil trilla eða árabátur , óskast til kaups. Afgr. vísar á. Fólksbifreið, Chevrolet ’41, til sölu. Afgr. vísar á. DANSLEIKUR verður haldínn í þinghúsi Glæsibæjarhrepps laugardag- inn 25. þ. m. Hefst kl. 10 e. h. Veitingar á staðnum. Kvenfélagið. Chevrolet hjólkoppur tapaðist síðastl. sunnudag. Skilist vinsaml. tli Edvards Sigurgeirsso nar, Hafnarstr. 106. 2 herbergi og eldhús til leigu í Odd- eyrargötu 5. Barnlaust fólk situr fyrir. Sími 1450 eftir kl. 6 á kvöldin. KALK /~ n ý k o m i ð . Byggingavörudeild KEA. Gólfdúkur A, B og C þykktir — fyrirliggjandi. Byggingavörudeild KEA. Vandvirka saumakonu

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.