Dagur - 22.04.1953, Blaðsíða 8

Dagur - 22.04.1953, Blaðsíða 8
8 Baguk # Miðvikudaginn 22. apríl 1953 Vaxandi aðsókn að dagheimili barna - Pálmholti - hér við bæinn Fjársöfnun í bænum á morgun til styrktar þessu nauðsynjafyrirtæki Ársrit Ræktunarfélagsins verður tímarif, kemur úf ársfjórðungslega Félagið verður fimmtugt á þessu ári Kvenfélagið Hlíf hér í bæ kom dagheimilinu Pálmholti upp af miklum dugnaði og hefur síðan staðið undir rekstri licimilisins með stuðningi borgaranna og lít- ilsháttar opinberum styrk. Þörfin fyrir slíkt heimili í svo fjölmennum bæ sem Akureyri er, kom þegar í ljós, því að heimilið hefur verið fullsetið frá uppphafi og er vaxandi aðsókn að því. í upphafi var ljóst, að ekki yrði unnt að láta mánaðargjöld barn- anna standa undir öllum rekst- urskostnaði, því að þá yrði dvölin svo dýr, að ekki væri á færi þeirra heimila, sem mesta þörfina hafa, að koma börnum þangað. Opinber styrkur hrekkur hér skammt, er nú samtals 20 þús. kr., 15 þús. frá bænum og 5 þús. frá ríkinu. Félagið hefur starfandi fimm stúlkur frá júníbyrjun til (Framhald af 1. síðu). á frosna sfld. Aflinn hefur verið alveg ótrúlega mikill, t. d. varð trillubátur, sem lagði 15 lóðir að fara þrisvar fram til þess að bjarga öllum aflanum, annar fékk að meðaltali 250 kg. á stokkinn. Mikil atvinna hefur verið í Húsavík þessa síðustu daga og full þörf á því, segja Húsvíking- ar, eftir deyfðina í vetur. Var unnið dag og nótt að kalla beztu afladagana. Ólafsfjörður: Frá Ólafsfirði róa nú 5—6 stórar trillur, auk nokk- urra smábáta, sem fara á hand- færaveiðar á firðinum, auk þess eru gerðir út þaðan 2 stórir tog- bátar .Allir bátarnir hafa aflað vel, trillurnar fengu hlaðafla meðan loðna var til beitu, en nú er hún gengin til þurrðar og þá þverr aflamagnið. Það háði Ól- j afsfirðingum nú, að bæði bátar þeirra, hinir stærri, og mikill mannafli er á vertíðinni syðra. — Aflinn er frystur, saltaður og hertui', en mikið af hjallaefninu fór undir snjó um mánaðamótin íslendingar gerðu rétt, segir brezkur fisk- kaupmaður Fishing News hefur það eftir brezkum fiskikaupmanni,að hann og margir stéttarbræður hans telji íslendinga hafa gert rétt í því að færa út landhelgina og vernda fiskimiðin. Hann sagði, að togararnir væru búnir að eyði- leggja Norðursjávarmiðin og í sömu átt hefði stefnt á íslands- miðum. 15. september, til að annast börn- in og er þeim ekið uppeftir frá vissum stöðum í bænum. Kostar þetta og umönnunin öll mikið fé. Heimilið tekur rösklega 50 börn og hefur nýlega verið auglýst eft- ir umsóknum fyrir sumarið, sem í hönd fer. Merkjasala o. fl. Að venju munu börn ganga um bæinn og selja merki, ^uk þess verður barnaskemmtun í Sam- komuhúsinu kl. 2 og auk þess kaffisala og bazar og verður aug- lýst með sérstökum auglýsingum tilhögun á því. Allt, sem inn kemur, rennur óskipt til Pálm- holts og treysta hinar ósérhlífnu Hlífarkonur því enn sem fyrr að bæjarbúar styrki barnaheimilið með því að kaupa merki, kaffi eða eitthvað annað af því, sem á boð- stólum er. og er því ekki hert eins mikið og efni standa til. Ólafsfirðingar telja þetta aflakast hið mesta, sem komið hefur um fjölda ára. Er stutt að sækja á miðin frá Ólafs- firði og virðist fiskur vera um allan sjó. Togbátarnir fá 25—30 lestir á fáum dögum og hefur afli þeirra yfirleitt verið góður síðan um páska og fer batnandi. Litli-Árskógssandur: Þaðan róa 2 dekkbátar og 1 trilla, og eru ný- byrjaðir. Hafa aflað ágætlega í þeim róðrum, sem farnir hafa verið, enda haft loðnu til beitu. Þessir bátar leggja allir upp í heimahöfn og er aflinn saltaður. Einn bátur bætist í hópinn þar á næstunni. Hauganes: Þaðan róa 3 dekk- bátar og 2 trillur, eru trillurnar I rétt byrjaðar, en dekkbátarnir hafa farið 4—6 róðra. Afli hefur verið afbragðsgóður, um 12 skipd. í róðri. Er þetta miklu betra en sjómenn þar hafa átt að venjast um langa hríð. Mikið hefur verið að gera á Hauganesi að undan- förnu og mikil uppörvun að þess- um aflabrögðum fyrir þetta byggðarlag allt. Þá rær í trilla frá Syðri-Vík og hefur aflað af- bragðsvel og loks eru róðrar að hefjast frá Rauðuvík. Hér innfjarðar var um skeið ágætur afli á handfæri og línu, allt hér inn á Akureyrarpoll, en hefur mjög tregast síðustu dag- ana, að því blaðinu er sagt úr Glerái'þorpi. Telja sjómenn að selur sé kominn hér inn á fjörð- inn og allt inn á Poll og styggð að fiskinum. Afli báta hér á Akur- eyri og næsta nágrenni mun að mestu hafa gengið til fiskbúðanna og í salt. Maríuerlan á Litla-Hóli lifir góðu lífi Maríuerlan, sem heimilis- fólkið á Litla-Hóli í Eyjafirði hefur alið inni í stofu í allan vetur, er hin sprækasta og allar horfur á því að henni ætli að auðnast að lifa það að sjá stall- systur sínar koma fljúgandi sunnan um höf í sumar, en þá er ætlunin að sleppa henni, sagði Vilhjálmur Jóhannesson bóndi á Litla-Hóli blaðinu í gær. Það var á sl. hausti, 27. nóv., sem maríuerlan var hand- sömuð og henni bjargað frá því að krókna í kuldanum. Hafði hún orðið eftir, er aðrir fuglar flugu til suðrænna landa. Fugl- inn hefur nærst á flugum, sem veiddar hafa verið í fjósinu, brauðmolum og ýmsu fleiru, og nú upp á síðkastið hefur hon- um geðjast einkar vel að súru slátri! Hannes J. Magnússon skólastjóri kominn heim úr 10 vikna Norður- landaför Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri Barnaskóla Akureyrar, kom heim fyrir helgina úr 10 vikna för til Norðurlanda. Ferð- aðist Hannes til Kaupmanna- hafnar, Stokkhólms, Gautaborgar og Osló og heimsótti skóla og uppeldisstofnanir. Hann sagði í viðtali við við blaðið í gær, að för þessi hefði orðið sér til mikils gagns, enda hefði hann hvarvetna notið hinnar ágætustu fyrir- greiðslu skólamanna og skólayf- irvalda, og gerði hann sér vonir um að þessi kynnisför mundi bera árangur í starfi skólans hér er tímar liðu. Hannes hefur nú aftur tekið við starfi sínu hér, en í fjarveru hans gegndi Eiríkur Sigurðsson yfirkennari skóla- stjórastarfinu. Karlakór Akureyrar efnir til hljómleika Karlakói' Akureyrar efnir til samsöngva í Nýja-Bíó föstudags- kvöldið 24. apríl næstk. kl. 9 og sunnudaginn 26. aprfl kl. 3. Hljómleikarnir á föstudagskvöld- ið eru fyrir styrktarfélaga kórs- ins. Mun kórinn syngja þar 13 lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Sjö af innlendu lögunum eru eftir höfunda hér á Akureyri, þar af 4 eftir Jóhann Ó. Haralds- son. Þrjú þeirra hafa aldrei verið sungin opinberlega fyrr. Ein- söngvarar kórsins að þessu sinni verða: Eiríkur Stefánsson og Jó- hann Konráðsson. DAGUR Dagur kemur aftur út á laugar- daginn kemur. — Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 2 á föstudag. — Auglýsing í Degi kemur fyrir augu mikils þorra Akureyringa og Eyfirðinga, auk f jölda manns í öðrum hér- uðum. Á síðsutu aðalfundum Rækt- unarfélags Norðurlands og Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga var ákveðið að efna til samvinnu í milli félaganna um útgáfu tíma- rits. Hafði Sigui'ður O. Björnsson prentsmiðjustjóri gert félögunum mjög hagkvæmt tilboð um slíka útgáfu og hvatt til hennar. Ár- angurinn er nú að koma í ljós, því að um þessar mundii' er verið að senda á markaðinn 1. hefti þessa rits, sem er um leið 49.—50. árg. Ársrits Ræktunarfélags Norður- lands. Heitir ritið sama nafni og áður ,en það mun koma út 4 sinn- um á ári og verður fjölbreyttara að efni en áður hefur verið. Ræðir fræðandi og vekjandi málefni. í greinargerð fyrir breyting- unni, sem Ólafur Jónsson héraðs- ráðunautur, ritstjóri ársritsins, birtir í þessu fyrsta hefti, segir hann um framtíðarfyrirætlanir ritsins: „Reynt verður að gera efni ritsins mun fjölbreyttara en verið hefur. Ákveðið er að gefa ritið út í samstarfi við Skógrækt- arfélag Eyfirðinga og mun það því eigi aðeins fjalla um venju- legan landbúnað heldur einnig um skógrækt, en auk þess mun ritið flytja greinar náttúrufræði- legs eðlis og eigi heldur sneiða hjá almennum, þjóðmálalegum og menningarlegum viðfangsefnum. Með öðrum orðum: Þótt kjarni ritsins verði landbúnaðar- og skógræktarmál, mun það einnig ræða önnur málefni, er talizt geta almennt fræðandi og vekj- andi... . “ Auk inngangsorða ritstj., eru þessar greinar í heftinu, sem nú er nýútkomið: „Oft eg svartan sandinn leit“ eftir Steindór Stein- dórsson menntaskólakennara. — Ræðir þar um uppblástur og ör- tröð, sem er merkilegt viðfangs- efni hér á landi. Er leitast við að svara þeim spumingum, hvort landið hafi verið eins og það er nú fi'á öndverðu, hverjar séu orsakir uppblásturs og landeyðingar og hvort líkur séu til að hægt sé að hamla gegn eyðingu landsins. Þá Eyfirðingur biður bana af slysförum Það hörmulega slys varð á Keflavíkurvegi á Reykjanesi sl. laugardag, að Þór Pétursson bif- reiðarstjóri frá Hjalteyri, varð undir vörubílspalli og beið bana. Var hann einn á ferð, mun hafa lyft pallinum til að aðgæta keðjur bílsins, en lyftutæki pallsins ekki verið í lagi. Engir sjónarvottar voru að slysinu. Þór Pétursson var maður á bezta aldri. er grein eftir Ólaf Jónsson um arfann og þær látlausu orrustur, sem við hann eru háðar hér á landi á hverju ári og er bent á leiðir til sigurs í þeirri baráttu. Þá er ávarp til lesenda frá Ármanni Dalmannssyni, og greinargerð um samstarf Skógræktarfélagsins og Ræktunarfélagsins um útgáfuna. Jón Kristjánsson á Víðivöllum skrifar minningai'grein um Einar E. Sæmundsen skógarvörð; Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri skrifar greinina „Skjólbelti" og hvetur þar eindregið til þess að hafnar verði hér á landi tilraunir til að rækta skjólbelti skógviðar í allstórum stíl. Þorst. Þorsteinsson gjaldkeri skrifar um skógrækt og skógræktardaga og greinir frá nokkrum aðalatriðum í skóg- ræktarstarfinu hér um slóðir á liðnum árum og gildi þess að hafa sérstaka skógræktardaga til gróðursetningar. Ármann Dal- mannsson skrifar greinina „Raddir frá Noregi“ og er þar m. a. sagt frá ummælum norskra blaða um það samstarf í skóg- ræktarmálum, sem tekizt hefur með íslenzku og norsku skóg- ræktarfélögunum nú undanfarin ár. Þá eru fundargerðir, ritfregn- ir o. fl. AthyglisverS nýjung. Það er ástæða til að vekja at- hygli á því er rit, sem með nokkr- um sannindum má kalla nýtt tímarit um ræktunar- og menn- ingarmál, hefur hér göngu sína, því að fátt er nú orðið um slíka kvisti utan Reykjavíkur. Er þess að vænta að tímarit þetta eigi í framtíðinni að fagna útbreiðslu sem víðast um land. Skíðamót Akureyrar heldur áfram á rnorgim og n. k. sunnudag Boðganga 4x5 km. fer fram kl. 8 að kveldi sumardagsins fyrsta. Stórsvig í A-, B- og C- flokki kl. 4 síðdegis n.k. sunnu- dag. Fer sú keppni fram í Bílds- árskarði og Sprengibrekku. Þar fer einnig fram nýliðakeppni í svigi. Eru það piltar 15 ára og eldri, sem ekki hafa keppt áður í þeim aldursflokki. Skiðaráðið hyggst með þessari tilraun hleypa nýju blóði í C-flokk, en hann er nú mjög fáliðaður. Er þess vænzt að drengir gefi þessu gaum og mæti til keppninnar. Farið verður héðan kl. 2. Á sunnudaginn var lauk nám- skeiði fyrir drengi á aldrinum 6— 14 ára. Kepptu þeir í fjórum ald- ursflokkum í Miðhúsaklöppum og var að því góð skemmtun. - Fiskigengdin á grunnmiðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.