Dagur - 22.04.1953, Blaðsíða 7

Dagur - 22.04.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 22. apríl 1953 DAGUR 7 - Stefna Framsóknar- (Framhald af 2. síðu). Fiskifélag íslands, sem er víð- tækasti félagsskapur meðal út- vegsmanna um land allt hefur ekki náð að verða jafn áhrifa- mikið um sjávarútvegsmál og Búnaðarfélag íslands um land- búnaðarmál, þótt það hafi mörgu merku komið til leiðar. Fram- sóknarflokkurinn hefur ávallt stutt að eflingu samtakanna i Fiskifélagi íslands og er það vel. Sjávarútvegsmenn um allt land eiga að kappkosta að halda uppi þróttmiklu starfi innan félagsins REKSTRARFYRIRKOMULAG ÚTGERÐARINNAR. Flokksþing Framsóknarflokks- ins lýsti yfir því, að það teldi rekstri útgerðarinnar bezt borgið með því að vinna að því, að jafn- hliða einkarekstri á útgerð séu rekin samvinnuútgerðarfélög sjó- manna. Að það sé æskilegt, að þeir, sem vinna að framleiðslu sjávarafurða, eigi beinna hags- muna að gæta um rekstursaf- komu útgerðarinnar með hluta- skiptum, ef um einkarekstur er að ræða, eða beinni þátttöku í félagsformi. — Það er fjarri mér telja einkarekstur á vélbátaflot- anum óheppilegt rekstrarform. Margir dugandi og framsýnir út- gérðarmenn háfá' unnið sjálfum sér og þjóð sirini mikið og gott. En það eru jnargir, sem ekki hafa aðstöðu til að iþef-ja útgerð, vegna fjárskorts, til mikils ógagns fyrir þjóðarheildina. Það er skömm fyrir menningarþjóðfélag að reyna ekki að- tryggja öllum möguleika til sjálfsbjargar. — Það eru slíkir einstaklingar, sem gætu þetta, ef þeir mynduðu með sér samvinnuútgerðarfélag og rækju útgerð í félagi. Þjóð félagið á að auðvelda mönnum slíka starfsemi. Á kreppuárunum eftir 1930 risu upp nokkur sam- vinnuútgerðarfélög. Öll unnu þau mikið og gott starf í sínum byggðarlögum. En tilraunir þess ar voru gerðar á óhagstæðum tímum, þegar mjög kreppti að allri útgerð, sem eins og kunnugt er endaði með almennum skulda- skilum útvegsmanna og gengis fellingu íslenzku krónunnar. Þeg- ar nú aftur kreppir að, ættu sjó- menn að hugsa til þess að stofna með sér samvinnuútgerð. Vegna atvinnuleysis í ýmsum bæjum og kauptúnum landsins hefur verið gripið til þess ráðs að kaupa togara til að ráða bót á því. En sökum þess, að togaraút- gerð hefur reynzt áhættusamur atvinnuvegur hafa smærri bæir og kauptún kinokað sér við að ráðast í slíkan rekstur. Flokks- þing Framsóknarmanna markaði þá stefnu í þessum málum, að rétt væri að stofnuð yrðu, þar sem nauðsyn krefrir, félög um rekstur togara til atvinnuaukningar hinum ýmsu landshlutum, með stofnframlögum frá ríkinu, kaup- stöðum og kauptúnum. Kaup staðir og kauptún, sem hér um ræðir mætti nefna sem dæmi: Ólafsfjörð, Dalvílí, Hrísey og jafnvel Hjalteyri og Glerárþorp. (Framhald). Þ A K K A R O RÐ Við viljum, í tilefni af hinu snarlega björgmiarafreki hr. yfirlæknis Guðmundar Karls Péturssonar, er hann sl. sunnudag bjargaði syni okkar frá drukknun, fœra honum okkar innilegustu þakkir. Sigfríður Hóseasdóttir. Þorkell V. Ottesen. *<HJ<HJ<HJ<HJ<t<Bj<Hj<HJ<HJ<í<Hj<HJ<t<í<HJ<HJ<t<HJ<Hj<HJ<HJ<Hj<Hj<HJ<t<t<HK Til vorhreingerninganna: Þvottalögur, 2 tegundir Perlu þvottáduft * ' 1 Geysis þvottaduft Sólar sápuspænir Sólsápa Vim ræstiduft Ocedor húsgagnaáburður Liq. Weneer húsgagnaáburður Renol húsgagnaáburður Þvottasódi Fægilögur, o. fl. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibúin. lýjr lœ í. < Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). kröfur þeirra um gerð kvik- mynda. En það mun staðreynd, að það er ekki sízt óþroskaður smekkur, sem stendur undir lé- legu kvikmyndavali. Kvik- myndahúsin sækjast síður eftir úrvalsmyndum ef það er reynsla þeirra, að fáir bíógestir kæra sig í rauninni um þær. Sjötug varð sl. mánudag frú Hansína Steinþórsdóttir, kona Lofts Guðmundssonar frá Þúfna- völlum, til heimilis að Hlíðargötu 9 hér í bæ. Frú Hansína er hin mesta sæmdarkona, sem öllum þykir vænt um, er til hennar þekkja. Stúlka óskast til heimilisstarfa Pétur Sigurgeirsson Sími 1648. Neðri hæð hússins Hafnarstræti 33, Akureyri, er til sölu og laus til íbúðar frá 14. maí n. k. Upplýsingar um söluskil- mála og annað varðandi söluna gefur Gunnar Thorarensen, Akureyri. □ RUN 59534227 — 1.: I. O. O. F. — Rbst. 2 — 10142481/2 I. O. O. F. = 1344248V2 = Messað í Akureyrarkirkju sum- ardaginn fyrsta kl. 11 f. h. — (Skátamessa). F. J. R. Messað x Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. P. S. Messur í Möðravallakl.prestak. Bakka sunnud. 26. apríl og Glæsibæ sunnud. 3. maí kl. 2 e. h. Starfsfólk Gefjunar og Ullar- þvottastöðvarinnar hafði mynd- arlega fjársöfnun fyrir mæðginin á Auðnum. Alls komu inn þar kr. 5.535.00. Kvenfél. Framtíðin heldur fund næstk. fþstudagskvöld, 24. þ. m., kl. 8.30 í Húsmæðraskóla Akur eyrar. Síðasti fundur vetrarihs. Frá garðyrkjuráðunaut. Enn eru nokkrir kai'töflugarðar lausir garðlöndum bæjarins vegna van- skila fyrri leigjenda og verða þeir látnir í þessari viku hverjum sem hafa vill. Fyrir helgina sáust hér í kjöt búð KEA fyrstu grænu salat blöðin, sem koma á markað hér nyrðra á þessu ári. Voru þau frá Hreiðari Eiríkssyni garð yrkjumanni á Laugabrekku. - Þetta er — til viðbótar við allt annað — merki þess að sumarið er skammt undan ,ekki aðeins í almanakinu heldur líka í nátt- úrunni. Slysavarnafélagskonur, Akur- eyri! Áðux- aflýstur skemmtifund ur deildarinnar verður að Lóni föstudaginn 24. þ. m. kl. 8.30 e. h Gjörið svo vel og takið með kaffi Áheit á Strandarkirkju. Kr. 20 frá N. N. Mótt. á afgr. Dags. . Frá Amtsbókasafninu. Allir þeir, sem haldið hafa bókum lengur en venjulegan útlánstíma gjöri svo vel og skili þeim fyrir næstu helgi (26. apríl), ella verða þær sóttar á kostnað lántaka. Á sumardaghin fyrsta hefur Kvenfél. Hlíf barnaskemmtun Samkomuhúsinu kl. 2. Bazar að Túngötu 2 kl. 3. Kaffisölu í Al- þýðuhúsinu frá kl. 3. Kvik- myndasýningar kl. 5 í Nýja-Bíó Skjaldborg og Norðui'landsbíó. — Merki seld allan daginn. Til fólksins á Auðnum í Svarf- aðardal. Vala, Ak., kr. 20Ö. — Maren Stefánsdóttir, Ak., kr. 50. Gunnar og Rósa, Ak., kr. 100. H. J., Ak., kr. 20. — Zonta- klúbbur Ak. kr. 530. — Halldór Halldórsson, Ak.. kr. 100. — M. Á., Ak., kr. 100. — G. J. kr. 50. — B. G. H. kr. 50. — í. S., Ak., kr. 50. — Björn Gestsson, Björgum, kr. 50. — N. N., Ak„ kr. 50. — Bolli Sigtryggsson kr. 60. — S. T. J. kr. 100. — Kolbeinn í Sandvík kr. 100. — Heimilisfólkið, Torfu- felli, kr. 200. — Oddur Daníels- son kr. 50. — N. N. ki\ 200. — Z. kr. 50. — Steinunn og Árni, Laugalandi, kr. 150. — J. G. kr. 25. — Þoi'björg Þói’ðardóttir kr. 100. — V. G. kr. 50. — Guðný Magnúsdóttir, Ak., kr. 50. — Val- týr Aðalsteinsson, Ak., kr. 200. — Haukur Valtýsson, Ak., kr. 100. Mótt. á afgr. Dags. Herbergi til leigu frá 14. maí n. k. Ujrþlýsingar i sima 1655. Nýlegur barnavagn óskast til kaiips. Upplýsingar í sírna 1543. Barnastúkurnar Sakleysið og Samúð halda fund í Skjaldborg næstk. sunnudag á venjulegum tíma. Nánar auglýst í barnaskól- anum. Æskulýðs- félag Akureyr- kirkju. Fundir á sunnudaginn: Yngsta deild kl. 5 e. h., Baldursbráarsveitin. — Miðdeild kl. 8.30 e. h., Bláhatta- sveitin. — Lokafundir. Skemmtiklúbbur Templara heldur skemmtikvöld sitt að Hó- tel Norðurlandi föstud. 24. apríl kl. 8.30 e. h. — Til skemmtunar: Félagsvist og dans. Næst síðasta sinn. S. K. T. A. Misskilningur var það hjá blaðinu sl. laugardag, að Davíð Eggertsson, fyrrum bóndi á Möðruvöllum, hefði verið stadd- ur í Skriðu um stundarsakir, er andlát hans bar að höndum. Hann hafði dvalið þar hjá dóttur sinni síðan 1948 og hafði átt við van- heilsu að stríða sl. ár. „Satan hefur marga handlangara í sinni þjónustu.. “ Hallesby á prédikunarferð Hið svonefnda kirkjustríð í Noregi, sem hófst þar snemjna á þegsu ári: >—’Og -endurómað hefui' í n’okkrum blaðaski'ifum hér á ís- landi — er hvergi nærri búið og horfur á að það fari harðnandi nú um sinn. Prófessor Ole Hallesby, sem gaf tilefni til þessara vopna- viðskipta í upphafi, hefur ekki slíðrað sverðið heldur er hann nýlega farinn af stað í prédikun- ai-ferð um landið og vekja ræður hans sumar hverjar ekki síður athygli en útvarpsræða sú hin fræga, sem deilurnar hófust út af. — Snemma í þessum mánuði hélt Hallesby fyrirlestur í Þrándheimi og sagði þar að ekki nema helm- ingurinn af prestastétt landsins væri í rauninni trúaðir menn. Hann mæltist til þess v.ið norska söfnuði, að menn bæðu fyrir norskum prestum. Samkvæmt frásögn Dagbladet í Osló, mælti Hallesby m. a. á þessa leið: ... Satan hefur marga hand- langara í siimi þjónustu. Satan ræðst gegn sjötta boðorðinu, og ef það fellur, hrynja hin líka. Það er hór að kyssa og kjassa þegar menn eru að draga sig eftir stúlku. Kynferðislegt samlíf er aðeins fyrir þá, sem eru vígðir og giftir. .. .“ „. . . . Vakið og biðjið. Andinn er reiðubúinn en holdið er veikt. Jörðin er orðin foi'garður hel- vítis. Við megum ekki trúa því að drottinn sé tilfinningalaus risi. Hann gleðst yfir þeim, sem fúsir fylgja andanum. Það er ekki nauðsynlegt að fara til Mada- gaskar eða Kína til þess að læra þetta....“ Hallesby er að safna 350 þús. kr. til nýs safnaðarskóla og skorar á menn að leggja fi'am fé á sam- komum þeim, er hann heldur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.