Dagur - 16.12.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.1953, Blaðsíða 1
GJALDDAGI blaðsms var 1. júlí. — Léttið innheimtuna! Sendið afgr. áskriftargjaldið! AGUR DAGUR kemur næst út á laugai'- dag næstk. eg síðan mið- vikudag 23. desember. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudagmn 16. desember 1953 63. tbl Sjúkrahússbyggingin, t. v. sóttvarnarstöð, spennistöð og líkhús. FrðmsóknarféiögÉn efna fi! fundar usn bæjarstjórnarkosningar Framboðslisti flokksins vcrSur lagður fram á fundiiutm á fimmtudagskvöldið Framsóknarfélögin á Akureyri efna til sameiginlegs fundar á Hótel KEA kl. 8,30 annað kvöld og verða bæjarstjórnarkosningarn- ar til umræðu þar. Fyrir fáum dögum luku upp- stillingarnefnd og fulltrúaráð félaganna við till.umframboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingarnar 31. janúar og verður þessi tillaga lögð fram á fundinum. — DAGUR Dagur kemur aftur út á laug- ardaginn kemur. Næst síðasta tbl. árgangsins. Síðasta blað kemur miðvikudaginn 23. des- ember. Með laugardagsblaðinu verður jólalesbók, 32 blaðsíður. Útgáfa blaðsins féll niður síð- astl. laugardag vegna snögg- legra og óvæntra veikinda Jak- obs Emilssonar prentara, sem stjórnar prentvél blaðsins. Var hann skorinn upp í sl. viku, en er nú á batavegi. Kirkjnni berst gjöf í gær barst mér í hendur fögur gjöf til Akureyrarkirkju. — Er það kristalsvasi fyrir blóm, sem ætlast er til að standi á altari kirkjunnar. — Gefendurnir eru systkin, ungir kirkjuvinir, sem ekki vilja láta nafna sinna getið. — Þess gjöf er fagur vottur um hollustu, virðingu og þakklæti til kirkjunnar frá hinum ungu gef- endum. — Guð blessi þeim gjöf- ina og þann góða hug sem að baki hennar býr. 15. desember 1953. Pétur Sigurgeirsson. Skorað er á flokksmenn að fjöl- menna á þennan fund, sem verður síðasti fundur Framsóknarmanna á þessu ári. 20 prósent lækkim beinna skatta Við 3. umræðu fjárlaganna í fyrrakvöld skýrði Eysteinn Jónsson frá því, að stjórnar- flokkarnir hefðu samið svo um afgreiðslu fjárlaga, að hin nýju skattalög, sem milliþingancfnd í skattamálum er nú að semja frumvarp að, skuli við það mið- uð að þau gefi í heild 20% lægri skatttekjur til ríkissjóðs en gildandi skattalög hefðu gert við sömu aðstæður. — Eru þetta merk tíðindi, sem athygli vekja mn land allt. — Þá skýrði fjármálaráðherrann frá því, að nefnd væri starfandi á vegum ráðuneytisins til þess að gera tillögur um, hvernig unnt væri að færa til tollabyrðina til liagsbóta fyrir iðnaðinn og mun það mál koma til meðferðar á þessu þingi. Franthald 3. um- ræðu um fjárlögin var í gær- kveldi. Síðastl. laugardag opnaði Kaup- félag Eyfirðinga nýja verzlun í verzlunarhúsi sínu við Hafnar- stræti 93 og er þetta véla- og búsáhaldadeild. Þetta er stærsta og langsam- lega glæsilegasta verzlunarbúð bæjarins. Eru innréttingar allar mjög fallegar og vandaðar, svo og lýsing. Teikningar að innrétting- unum gerði Halldór Jónsson arkítekt, en Ólafur Ágústsson húsgagnasmíðamestari sá um smíðina. í þessari deild eru á boð- stólum alls konar heimilisvélar og varahlutir til þeirra,bifreiðavara- hlutir, búsáhöld og ljósatæki og margt fleira. Mikil þröng viðskiptamanna Síldveiði í gær og fyrradag í fyrradag var góð síldveiði hér á Pollinum. Þessi skip lönduðu í Krossanesi: Snæfell 238 mál, Von 226, Garðar 201 og Stjaman 67. Hefpr Krossanes þá alls tekið á móti rétt um 9500 málum síldar. í gær var og einhver síldveiði á Pollinum, en ekki kunnugt, hvert magn skipin höfðu er blaðið fór í pressuna. hefur jafnan verið í nýju búðinni síðan hún var opnuð og það er almannamál, að þessi nýja og bjarta verzlunarbúð sé bæjar- prýði og félaginu til sóma. SRrifstofa Framsóknar- flokksins í nýju hús- næði Skrifstofa Framsóknarflokks- ins í Hafnarstræti 93, er flutt í Ráðhústorg 7, þar sem áður var skrifstofa Rafveitu Akur- eyrar. Sími er sem áður 1443. Skrifstofan mun verða opin daglega fram yfir bæjarstjórn- arkosningar og verður skrif- stofutími auglýstur í næsta blaði. Síðustu ferðir fyrir jól Síðustu póstferðir austur og ve.stur á firði fyrir jól, verða n.k. föstudag, er Esja og Hekla verða hér, annað skipið á austurleið, hitt á vesturleið. Þá fer póstbát- urinn til Grímseyjar á föstudag- inn (pósta þarf bréf á morgun) og venjulega leið til-Sauðárkróks, og aftur fer báturinn á þriðjudag, til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Sauðárkróks, auk viðkomustaða (Framhald á 8. síðu). Fyrir biríiugtt í gærmorgoii vorii 47 sjáklingar fiuttir ár gamia spítalan- uiíi í nýja sjekraliásið - sjö ár og fjórir mánuðir liðnir síðan horn- steinninn var lagður Dagurinn í gær var merkisdagur í sögu liæjarins. Sjö árum og fjórum mánuðum eftir að hornsteinninn var lagður að nýja fjórð- ungssjúkrahúsinu, fluttu sjúklingar, læknar og hjúkrunarlið úr gamla spítalanum, sem notaður hcfúr verið hér meira en hálfa öld, í hina glæsilegu nýbyggingu uppi á Syðribrekkum. Flutningarnir hófust kl. 5 í gærmorgun og gengu mjög greið- lega. Voru 47 sjúklingar, sem voru á gamla spítalanum, fluttir Gangur á nýja sjúkrahúsinu. (Edvard Sigurgeirsson tók allar myndirnar.) á rösklega klukkustund, í sjúkra- bíl og einkabifreiðum og þegar birta tók var flutningunum lokið og nýji spítalinn tekinn til starfa. Margt skortir þó enn til þess að sjúkrahúsið sé fullbúið öllum húsgögnum og tækjum, sem þar eiga að koma. Er hvort tveggja, að ýmis búnaður, sem er í pöntun, er ekki kominn, og ýmislegt hefur enn ekki verið pantað vegna fjár- skorts. Eigi að síður er sjúkra- húsið þegar búið öllum nauðsyn- legum tækjum og húsgögnum og er aðstaða lækna og hjúkrunar- fólks og sjúklmga nú allt önnur en var í gamla húsinu, enda er þetta sjúkrahús hin glæsilegasta og vandaðasta bygging í hví- vetna og allt með nýtízku sniði. Rekstursvandamálið óleyst. Þótt rekstur nýja sjúkrahúss- ins sé þannig hafinn, eru rekst- ursvandamál þess óleyst, því að Alþingi hefur enn ekki afgreitt frumvarp það um styrk til sjúkrahúsa, sem spratt af viðræð- um sendimanna Akureyrarkaup- staðar og heilbrigðismálaráðherra á sl. sumri, en því mun treyst, að frumvarp það nái samþykki og geri reksturinn mögulegan. Ýmis önnur fjármál sjúkrahússins eru óleyst, t. d. hvort ætlast er til þess að ríkisstyrkur til bygging- arinnar nái eingöngu til hússins sjálfs, en bærinn verði að bera kostnaðinn af öllum búnaði þess, sem er ósanngjarnt og raunar fráleitt. Þá liggur og fyrir að (Framhald á 8. síðu). Frá sjúkrastofu þriggja manna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.