Dagur - 16.12.1953, Blaðsíða 5

Dagur - 16.12.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 16. desember 1953 D AGUR 5 Leikfélag Akureyrar: Bfff Frumsýniug síðastliðið fimmtudlgskvöld Fyrsta viðfangsefni Leikfélags Akureyrar á þessum vetri er am- erískur gamanleikur, „Fjölskyld- an í uppnámi“ eftir Harry Delf, sem ókunnur mun flestum hér á landi, en kann sitt handverk að því er Icikur þessi vottar. Þýðinguna gerði séra Árelíus Níelsson og hefur leikurinn ekki verið sýndur hér á landi áður. Vekur það nokkra eftirvæntingu í upphafi. Er ástæða til að fagna því, er tekin eru til meðfeiðar leikrit, sem ekki hafa verið sýnd annars staðar á landinu né flutt í útvarpi. Hefur mér jafnan fund- izt, að líklegra væri skemmtunar og þroska fyrir félag og áhorf- endur jafnt, að ryðja þannig nýj- ar brautir fremur en feta gamal- kunnar slóðir. Leikrit þetta er léttviðrislegur gamanleikur, dálítil svipmynd af stuttum kafla í lífssögu hvers- dagslegrar fjölskyldu vestur í Bandai-íkjum; en af því að mann- skepnan er ósköp svipað innrétt- uð, hvort sem hún lifir og starfar hér við Eyjafjörð eða vestur í New York, vekur leikurinn hlát- ur hér sem þar, ef leikendur kunna skil á hlutverkum sínum. Hér er uppistaðan hröð og hnytt- in tilsvör og góður látbragðsleik- ur. Það, sem gerizt á leiksviðinu, er ekkert nema hversdagurinn í heimili smáborgarans. Spéspeg- illinn er stilltur til þess að skerpa sjón áhorfandans en ekki til þess að afskræma. Ef vel er á haldið, eiga atburðimir á leiksviðinu ekki að koma neinum á óvart, heldur vekjá þá kennd, að áhorf- andinn þekki til þessara hluta sjálfur, geti sett sig í spor per- sónanna og komið auga á það spaugilega í fari þeirra — og sjálfs sín. Þessi áhrif koma raun- ar allvel fram í sýningu leikfélags ins, undir leikstjórn Guðmundar Gunnarssonar. Leikurinn gengur hratt yfir sviðið — þetta er með skemmstu leiksýningum, sem lengi hafa verið svið settar hér — og frammistaða leikenda er yfir- leitt ánægjuleg, þótt á skorti, að öll tækifæri leikritsins til skemmtunnr séu fullnotuð. Hjónin Emmu og Joe Heller leika þau frú Jónína Þorsteins- dótitr og Sigurður Kristjánsson. Hlutverk Jónínu er stærsta og vandasamasta hlutverk leikrits- ins. Tekst frúnni yfirleitt vel — og stundum ágætlega — einkum þó þegar líða tekur á leikinn. Hin grunnfæra en þó umhyggjusama moðir verður allspaugileg persóna í meðferð hennar. Á reikning leikstjórans verður það væntan- lega að skrifast, að frúln gerir of mikið að því að tala fram í salinn, til áhorfenda, þegar manni virð- ist hún eiga að tala við persón- urnar og heimilisfólk sitt á svið- inu. Húsbóndinn á heimilinu er vel gerð persóna hjá Sigurði Kristjánssyni, og víst gæti hann verið hversdagslegur borgari hér sem þar. Heimilisáhyggjurnar og vafstrið er víst svipað á flestum norðlægum breiddargráðum. Yf- irleitt. tekst Sigurði vel að gera heimilisföðurinn að trúlegri ner- ,sónu, en varla bó að ly;ft.a hlut- verkini!. Leikur hans ev okki með öllu óbvíngaðnr. né heldnr ræða hans eðlilpg á stundum. E. +. v. hafn hér aðeins verið bráða- birvðamerki frumsvningar- skíálfta. sem 1-vpssí revndi leikari hefur la«t aS baki í seirtni sýning- um. Elskendurng ungu leika þau frk. Brynhildur Steingrímsdóttir og Vignir Guðmundsson. Frk. Brynhildur er vafalaust ein bezta leikkona meðal hinna yngri kvenna hér um slóðir og frammi- staða hénnai' í þessu hlutverki, sem er á ýmsan hátt erfitt, veld- ur ekki vonbrigðum. Hún er lát- Jaus og eðhleg á sviðinu, og þeg ar að kreppir, tekst henni vel að gera skapbrigði eðlileg og áhrifa rík. Má ætla, að hún valdi því að hafa méð höndum rismeiri hlut- verk en þetta. Unga manninn í leiknum, elskhugann, leikur Vignir Guðmundsson. Hlutverkið er ekki veigamikið, en eig að síð ur erfitt að gera því góð skil, því að ungi maðurinn má lítið annað aðhafast en að vera ástfanginn og það getur tekið á þolrifin. En Vignir sfenzt þéssa þolraun vel Leikur hans er látlaus og eðli- legur oftast og .gefur ekki tilefni til sérstakra athúgasemda. Soninn á heimilinu leikur Guðmundur Ágúsísson, ungúr piltur, sem ekki sma mun hafa stigið á fjalirnar fyrr Hér er vafalaust leikaraefni ferð. Honum hættir að vísu til að „yfirdrífa“ á stundum, en það má kalla eðlilegt hjá nýliða, og það svo ungum, en hann gerir annars hlutverkinu góð skil og kannske leikfélagið hafi þarna fundið efni, sem mergur verður í þá tímar líða? Yngri dótturina á heimilinu leikur Bergbóra Gústafsdóttir, 12 ára, og gerir það mjög vel, hi- spurslaust og eðlilega að slíkra telpna hætti og væri vel, ef hún ætti enn þetta hispursleysi er ár- in kenna henni aðra lífsreynslu, ef hún á þá eftir að koma fram á leiksviði. Móðuf elskhugans leik- ur frú Jónína Steinþórsdóttir, og er það lítið hlutverk, mjög sóma- samlega af hendi leyst og gefur ekki tilefni til sérstakra athuga- semda. Saumakonuna, sem lítt kann að hafa hemil á tungu sinni, leikur frk. Matthiídur Olgeirs- dóttir og gerir það á ýmsan hátt mjög vel, einkum er framsögn hennar góð en síður látbragð. Loks er annað bam í leiknum, Hákon Eiríksspn, sem leikur ungan bróður elskhugans, kemur aðeins einu sinni inn á sviðið og er næsta fátalaður, en kann sitt verk. Heildarmynd sýningarinnar er góð, leileurinn fjörugur og hnyttinn, tíminn skammur og líð- ur skjótt. Enginn þarf að iðrast eftir að verja kvöldstund til að sjá þetta nýjasta viðfangsefni leikfélagsins. Það er ekki ætlað til langvinnra áhrifa heldur til skemmtunar eina kvöldstund, og þeim áfanga er náð. Eins og fyrr segir hefur séra Árelíus Níelssoij þýtí leikinn. Málfar hans er gott, en e. t. v. full bóklegt fyrir þessa tegund sjón- leikja. Tjöld eru óbrotin, þau hef- ur Þorgeir Pálsson unnið smekk- lega, ljósameistaíi er Ingvi Hjör- leifsson, búninga annaðist Guðrún Scheving, hárgreiðslu María Sig- urðardóttir, en leiksviðsstjóri er Oddur Kristjánsson. í leikslok voru leikendur og leikstjóri kall- aðir fram og leikrtum fagnað með dynjandi lófataki. ORÐSENDING til stjórnar S. N. E. Skömmu eftir að stjórn S. N. E. hafði sagt Bjarna Arasyni upp starfi fyrir sambandið, óskuðu 14 bændur í Búnaðarfélagi Sval- barðsstrandar eftir því að hald- inn yrði hið fyrsta fundur í félag- inu. Litu þessir menn svo á, að nauðsyn bæri til þess að fá glöggar og greinagóðar upplýs- ingar um þetta mál. Þess vegna var óskað eftir því, að á fundin- um mættu form. stjórnar S. N. E. og ráðunautur. Form. stjómar S. N. E. bað um frest til að mæta. Loks var fund ur haldinn 9. des. sl., og þá bregð- ur svo kynlega við að form. mæt- ir ekki eða nokkur fyrir hans hönd, og engin afsökun send. Hinsvegar mætti ráðunauturinn. Fundurinn tók svo málið fyrir og samþykkti eftirfarandi tillögu mótatkvæðalaust: „Fjölmennur fundur í Búnað- arfélagi Svalbarðsstrandarf sem fer með málefni nautgriparækt- arinnar) haldinn 9. des. 1953 lít- ur svo á, að engin frambærileg ástæð hafi verið færð fyrir upp- sögn Bjarna Arasonar frá starfi fyrir S. N. E., sem búfjárræktar- ráðunautur og forstjóri Sæðing- arstöðvar Sambandsins. Skorar fundurinn því á stjórn S. N. E. að taka nú þegar aftur uppsögn d. s. 11. nóv. s. 1. ef það Fimmtugur: Þorsteinn Vaídimarsson hreppstjóri í Hrísey Mér finnst þaS nærri ótrúlegt, að vinur minn Þorsteinn Valdimars son, hreppstjóri x Hrísey hafi átt fimmtugs afmæli 3. þ. m., en þetta segja víst allir um vini sína fimm- tuga. Það er ef til vill ekki af ástæðu- lausu. Við erum alvarlega minntir á þann sannleik að árin líða, hvort sem okkur líkar betur eða ver. — Innan skamms erum við orðnir mætti verða til þess, að Bjarni Arason fengist til að gegna starfi I gamlir menn. Hví skyidum við sínu áfram, ásamt meðstarfs- æðrast? Við geturn þó skarað í manni sínum Bjarna Finnboga- gamlar glæður og ornað okkur við syni. Ennfremu lýsir fundui'inn minningar liðinna ára. Já, -— þá yfir fullu trausti á þessum starfs- hópast nú fyrst fram myndir minn- mönnum S. N. E. inganna, en hvar skal byrja, hvar Verði stjórn S. N. E. ekki við skal standa? þessum tilmælum fundarins um Það var í lok septembermán- að kalla aftur uppsögnina, þá aðar ário 1927, að tveir ungir felur hann þremur mönnum, sem menn höfðu tekið sér far til kosnir verði af fundinum að boða Reykjavíkur með m. s. Dronning til almenns bændafundar á sam- Alexandrine. Þetta voru skólapilt- bandssvæði S. N. E. svo fljótt sem ar, er hleyptu heimdraganum í verða má, til þess að taka þar fyrsta sinn í því skyni að stunda málið upp að nýju.“ nám í höfuðborginni. Því verður f nefndina voru kosnir undir- ekki neitað, að ef til vill bærðist ritaðir, sem votta jafnframt að í brjóstum þeirra kvíðablandin til framanritað er í alla staði rétt til hlökkun, en þeir voru ákveðnir að fært. Garðsvík, 11. des. 1953. Jóhannes Laxdal. Jón Bjarnason. Þór Jóhannesson. FLÓRU kosta aðeins kr. 10.50 glasið. Gott orsel til sölu. Afgr. vísar á. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. Flóru búðingar eru lang-ódýrastir: Van illebúðingar Cítrónubúðingar Möndlubúði ngar Súlckulaðibúðingar Ananasbúðingar Rommbúðingar. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. mæta öllu, er fyrir kynni að koma með járnkaldri ró. Að vísu var lagt út í nokkra óvissu, því heldur var farareyririnn léttur, en um slíkt tjáði ei að tala, þeir höfðu sjálfir ákveðið þetta og því var ekki við neinn að deila. Annar farþeginn var vinur minn Þorsteinn Valdi- marsson, er hafði ákveðið að setj- ast í Samvinnuskólann. Þar stund- aði hann nám í tvo vetur og lauk prófi með góðum vitnisburði. Eg er viss um það að þetta nám, þó eigi væri langt, hefur veitt Þor- steini þá undirstöðu, er komið hefur honum í góðar þarfir vegna margháttaðar starfa, sem á hann hafa hlaðist. Þorsteinn var og er reyndar enn þéttur á velli og þétt- ur í lund, enda lagði hann mjög stund á íþróttir á skólaárunum og raunar miklu fyrr. Var hann dáð- ur af sínum samherjum, þótti fim- ur og framar mörgum í þeirri list þótt skemur hefði numið en marg- ir aðrir félagar hans. En þegar Þorsteinn er minntur á að hann sé gamall Armenningur, þá brosir hann bara sínu alkunna góðláta brosi, og vöðvarnir hnykklast ósjálfrátt. Þorsteinn hefur glaða og lipra lund, og fer honum vel að taka þátt í græskulausu gamni, enda er hann næmur á gamansama hluti og kann frá mörgu skemmti- legu að segja. Getur verið hrókur alls fagnaðar í glöðum vinahópi. Þó kann hann vel að stilla öllu slílcu í hóf og er sennilega meiri alvörumaður en margur hyggur. Fæddur er Þorsteinn 3. desem- ber'arið 1903 að Litla-Árskógi í Árskóghreppi, sonur sæmdarhjón- anna Valdimars Guðmundssonar, skipstjóra og bátasmiðs og lconu hans Þórdísar Bjargar Hallgríms- dóttur frá Stóru-Hámundarstöðum. Hann er næst yngstur sinna syst- kina og tíunda barn þeirra Þórdís- ar og Valdimars. Árið 1906 fluttist hann með foreldrum sínum til Ol- afsfjarðar, sem bjuggu þar til árs- ins 1917, en þá fluttist hann með þeim til Hríseyjar og hefur átt þar heima síðan. Þorsteinn hefur lagt gjörva hönd á margt í Hrísey. Lengi var hann landformaður við útgerð og leysti það starf af hendi með ágætum. Árið 1930 til 1934 rak hann sjálfur útgerð í félagi við Jón bróður sinn. Þá var hann um nokkurt skeið verkstjóri við frysti- hús Kaupfélags Eyfirðinga í Hrís- ey., Árið 1931 varð Hrísey sérstakur hreppur, og frá þeim tíma hefur Þorsteinn starfað míkið fyrir sveitarfélagið, og held eg að þær verði á fingrum taldar nefndirnar, sem hann hefur ekki starfað í. Hann var kosihn í hreppsnefnd 1938, og var hann þá kjörinn cdd- viti hreppsins. Því starfi gegndi hann samfleytt í tíu ár. Og enn var hann kjörinn oddviti 1952 og gegnir því starfi til þessa dags. Hann var skipaður hreppstjóri 1947, og stöðvarstjóri Landsímans hefur hann verið frá 1949. Eins og sjá má af því, er hér hefur verið rakið, þá hafa störfin verið æði mörg og margt er enn ótalið, sem hann hefur orðið að verja miklum starfstíma til. Vil eg í því sambandi minna á Ut- gerðarfélag Hríseyjar, er hann gekkst fyrir, ásamt fleirum, að stofnao var árið 1948. Hefur hann verið framkvæmdastjóri þess allt til þessa. Eg, sem þessar línur rita, hef unnið mjög mikið með Þorsteini að ýmsum málum, en fáa þekki eg jafn samvinnuþýða. Hann er eng- inn hamhleypa, en hann hefur skil- að miklu verki. Þorsteinn hefur sennilega tamið sér hið gullvæga ráð: „Flýttu þér hægt“, og þess vegna hefur hann líka komist áfram. Giftur er Þorsteinn Láru Sigur- jónsdóttur Jónssonar bónda frá Bröttuhlíð í Árskógshreppi og konu hans Kristínar Benedikts- dóttur. Lára er mesta dugnaðar- og greindarkona, og er heimili þeirra hið myndarlegasta á allan hátt. Þau hjón hafa eignast 5 börn og eru fjögur á lífi. Kristín, student í Reykjavík, Valdis, frú á Akur- eyri, Steinar og Þóra í foreldra- húsum. Eg veit að margir munu hafa heimsótt þau hjón 3. desember, til þess að taka í höndina á húsbónd- anum á þessum merkisdegi ,en vin- irnir í fjarlægð hafa efalaust sent hlý hugskeyti. Vinur. Kjólföt, lítið notuð, með eða an smókingjakka, eru til sölu með tækifærisverði. Til sýnis í Saumastofunni Hrönn, Brekkugötu 5. Stúlka óskast á gott heimili í Rvík. Upplýsingar í síma 1284.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.