Dagur - 16.12.1953, Blaðsíða 8

Dagur - 16.12.1953, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 16. desember 1953 Þingeyingar felja ríkisframiag ti! raforkumála ófullnægjandi Fulltrúafundur um raforkumál að tilhlutan Bændafélagsins Fimmtudaginn 19. nóvember sl. boðaði stjórn Bændafélags Þing- eyinga saman á íund á Fosshóli kjörna fulltrúa úr öllum sveitum Þingeyjarsýslu, samkv. ákvörðun fundar á sama stað 19. september þ. á., sem eiga að mynda raforku- ráð í raforkunotendafélagi sýsl- unnar. Formaður Bændafélagsins, Jón Sigurðsson í Yztafelli, setti fund- inn og nefndi til fundarstjóra Baldur Baldvinsson, en til fundar- ritara Jón Gauta Pétursson og Jón Haraldsson. Ennfremur ósk- aði hann þess að sýslumaður Þing- eyinga, Júlíus Havsteen, sem mættur var á fundinum og starfað hefur að framgangi raforkumála sýslunnar undanfarið, gæfi skýrslu um þau störf. Fulltrúar hreppanna. Sem kjörnir fulltrúar sveitanna voru mættir: Frá Grýtubakka- hreppi Jóhannes Jónsson, Hóli, Hálshreppi Stefán Tryggvason, Hallgilsstöðum, Svalbarðsstrand- arhreppi Jóhannes Laxdal, Tungu, Bárðdælahreppi Hermann Guðna- son, Hvarfi, Skútustaðahreppi Jón Gauti Pétursson, Gautlöndum, Reykdælahreppi Teitur Björnsson, Brún', Aðaldælahreppi Þrándur Indriðason, Aðalbóli, Ljósavatns- hreppi Haukur Ingjaldsson, Garðs- horni, Reykjahreppi Jón H. Þor- bergsson, Laxamýri, Tjörneshreppi Ulfur Indriðason, Héðinshöfða, úr Laxárdal Jónas Snorrason, Þverá. Frá Flateyjarhreppi var enginn fulltrúi mættur. Viðræður við stjómarvöld, Sýslumaður, Júlíus Havsteen, gaf þá skýrslu sína. Hafði hann verið í Reykjavík á umliðnu hausti og starfað þá, ásamt þing- manni kjördæmisins, Karli Krist- jánssyni, að því að fá rafmagns- málum héraðsins hrundið í fram- kvæmd. Eftir það ræddu fundar- menn þessi rafmagnsmál, skýrðu frá fundahöldum í sveitunum og gátu um samþykktir, sem þar voru gerðar. Kosin var fimm manna stjórn Rafmagnsnotendafélags Þingey- SÍÐUSTU FERÐIR FYRIR JÓL. (Framhald af 1. síðu). við Eyjafjörð. Flogið verður í milli Rvíkur og Akureyrar alla daga til jóla, ef veður leyfir, og bílferðír verða á miðvikudag og laugardag samkv. áætlun, og aukaferðir á mánudag og þriðju- dag og e. t. v. á Þorláksdag. — Húsavíkurbíll fer í dag og aftur á laugardag og sennilega á Þor- láksmessu. Rétt er að pósta öll bréf sem fyrst og athygli er vakin á tilkynningu póststofunnar um innanbæjarpóst annars staðar í þessu blaði. inga. Kosningu hlutu: Jóhannes Laxdal, Jón Gauti Pétursson, Bald- ur Baldvinsson, Teitur Björnsson og Jón H. Þorbergsson. Stjórnin skaut á fundi og tók til athugunar tillögur, sem komið höfðu fram á fundinum og sam- ræmdi þær og bar þær síðan fram í eftirfarandi formi. Telur fjárframlög ófullnægjandi. Fulltrúar í félagi rafork-unot- enda í Suður-Þingeyjarsýslu, stadd- ir á fundi að Fosshóli 19. nóv. 1953, semþykkja eftirfarandi: 1. Fundurinn teliu* það eitt af höfuðviðfangseínum íslendinga næstu ár að veita rafmagni mn sveitir Iandsins. 2. Fundurinn telur framlag það, sem frumvarp til fjárlaga fyrir 1954 ætlar til raforkufram- kvæmda, algerlega ófullnægj- andi, jafnframt því, sem hann telur það skýlaust brot á yfir- lýstuin stjómarmyndunarsamn higi. Skorar hann því á alþingi að standa yið áður gefin loforð stjórnarfíokkanna um þetta efni. 3. Fundurinn telur óeðlilegt og ósanngjarnt að rafmagn til sveita sé selt hærra verði en annars staðar, og skorar á AI- þingi að samþykkja framkomið lagafrumvarp um verðjöfnun á seldu rafmagni. Jafnframt skorar fundurinn á raforkumálastjórn ríkisins að gera þær breytingar á gjald- skrá héraðsrafveitna, að af- numið verði fastagjald véla til súgþurrkmiar á heyi, og ein- ingargjöld þau, sem nú er kraf- izt af búpeningshúsum, án þess að slíkt leiði til hækkunar á kílóvattastund. 4. Fundurinn lýsir yfir að hami telur þau héruð, þar sem orku- ver landsins eru staðsett, eigi að ganga fyrir öðrum um dreif- ingu rafmagns frá þeim, enda telur fundurinn að ekki eigi að koma til mála að reisa ný orku- ver fyrr en betur er búið að nýta þá orku, sem þegar er virkjuð. 5. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera ráðstafanir til þess að efla Veðdeild Bún- aðarbankans, svo að hún verði fær um að lána þeim bændum fé til greiðslu heimtaugar- gjalda, sem þess þurfa við. 6. Fundurinn telur að hagfellt sé að sýslufélögin, hvert á sínu svæði, önnuðust um fram- kvæmdir við lagningu raflagna undir yfirstjórn raforkumála- stjóra ríkisins. Tillaga kom frá Katli Indriða- syna á Fjalli, sem vísað var til stjórnar Raforkumálafélagsins til athugunar. Daguk Nýja sjákrahúsið fullgert Eldhús sjúkrahússins — eldavél og pottar, allt ný rafmagnstæki. (Framhald af 1. síðu). Áburðarpantanir fyrir 20. deeember Samkvæmt því sem auglýst hef- ur verið í blöðum og útvarpi þurfa allar áburðarpantanir að hafa bor- izt Aburðarsölu ríkisins fyrir ára- mót. Er þetta nokkru fyrr en verið hefur að undanförnu og þýðir, að áburðarpantanir hér þurfa að vera skráðar fyrir 20. desember. Gefur þetta vonir um að bændur landsins og aðrir jarðræktarmenn fái nú loksins áburðinn nógu snemma og er það gleðilegt. Hins þurfa menn þó að gæta, að gera áburðarpantanirnar STRAX. Viðskiptamenn KEA þurfa að láta skrá pantanir sínar á skrifstofu félagsins eða hjá formönnum deild- arstjórna. Akureyringar geta og skráð pantanir hjá garðyrkjuráðu- naut bæjarins. Jólatré og Jólakort Landgræðslusjóðs fást hjá Skógræktarfélagi Ey firð 'rnga Simi 1464. Sent heim til bæjarbúa ef óskað er. Ármann Dalmannsson. Pennaveski mjög hentug til jólagjafa. Jám- og glervörudeild. M a n n t ö f I i n ódýru, komin aftur. Járn- og glervörudeild. festa enn kaup á ýmsum tækjum og húsbúnaði, en fé ekki fyrir hendi til þess sem stendur. Tvær * aðaldeildir. Á nýja sjúkrahúsinu, sem alls mun rúma a. m. k. 110 sjúklinga, Frá hinni nýju röntgendeild. — Ný, fullkomin tæki írá Philip- verksmiðjunum. eru tvær aðaldeildir, handlækn- ingadeild og lyflækningadeild. Er Guðmundur Karl Pétursson yfir- læknir handlækningadeildar, en Ólafur Sigurðsson yfirlæknir á lyflækningadeild. Röntgendeild stjórnar Árni Guðmundsson, en fastráðinn svæfingalæknir er frú Þorbjörg Magnúsdóttir. Aðstoð- arlæknir í handlækningadeild er Sigurður Ólason. Yfirhjúkrunar- kona er frú Ragnheiður Árna- dóttir. Ein hjúkrunarkona bætist nú við lið hjúkrunarkvenna og brjár starfsstúlkur til viðbótar beim, er fyrir voru. Þá hefur Jón Sigurgeirsson lögregluþjónn ver- ;.ð ráðinn viðgerðar- og hjálpar- tnaður sjúkrahússins, en fram- kvæmdastjóri verður ráðinn eftir 20. þ. m., er umsóknarfrestur um bað starf er útrunninn. Bæjarbúum boðið að skoða húsið á sunnudag. Engin vígsluathöfn er ráðgerð, en almenningi er boðið að skoða húsið næstk. sunnudag kl. 1—5 e. h. Nánar verður síðar greint frá gerð hússins og búnaði þess. Myndarammar Jám- og glervörudeild. Myndavélar F i 1 m u r á 7.50 Sjónaukar Jám- og glervörudeild. Jólatrésskraut jnjög ódýrt. Járn- og glervörudeild. Jólapappír á 50 aura örkin. Járn- og gtervörudeild. VINSÆLU 5 í kassa: MANNTAFL LÚDÓ MYLLA DA.MM KÚLUSPIL komin aftur. Járn og glervörudeild Húsgögn Vegna brottfarar eru til sölu ýmis húsgögn, ódýr. Hjörtur Eiríksson. Brekkug. 29 (kjallari). Sími 1092 (Til viðtals kl. 6-8 e. h.) ÍRiísaín Jóns Irausta 1-81 { Bókaverzl. EDDA h.f. | Akureyri | „Góðir eiginmenn sofa heima“ í Húsavík Leikfélag Húsavíkur sýnir um þessar mundir gamanleikinn „Gqðir eiginmenn sofa heima“ er sýndur var í Reykjavík á sl. vetri við ágæta aðsókn. Leikstjóri er Sigurður Hallmarsson, og leikur hann jafnframt eitt aðalhlutverk- ið. Aðrir leikendur eru: Inga Jónasdóttir, Eysteinn Sigurjóns- son og Benedikt Jónsson. Leik- urinn hefur verið sýndur tvisvar við mikla aðsókn og ágætar und- irtektir. Ný ýsa Ýsuflök og Smálúða * dag. Kjötbúðir IÍEA. og titibú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.