Dagur - 06.01.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 06.01.1954, Blaðsíða 1
DAGUR sendir lesendum sínum öllum beztu óskir um gæfuríkt ár! DAGUR Jteniur næst út laugardag- inn 9. janúar. XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 6. janúar 1954 1. tbL Flutt í nýja sjúkrahúsið Myndin cr frá flutningi sjúklinga í nýja sjúkrahúsið fyrir jólin. Verið er að bera sjúkling úr sjúkrabíl inn í anddyri nýja spítalans. Dauðaslys varð við Hálsi á Dal- víkurvegi á ménudagskvöfdið leppabíl Iivolfdi - einn Kiaður beið bana og þrír slösuðust Hömulegt bifreiðarslys varð á Daívíkurvegi á tólfta tímanum á mánudagskeöldið s!., er jeppabííl úr Skagafirði fór út af veginum við Hálsá norðan í Háinundar- staðahálsi og lenti í árfarveginum sunnan við brúna. Munu a. m. k. 3 metrar af veginum niður í far- veginn. EINN FARÞEGANNA BEIÐ BANA. í bílnum voru fjórir menn, Þorvaldur Árnason frá Stóra- Vatnsskarði, er ók bílnum, Osk- ar Guðmundsson frá Eiríksstöð- um í Svartárdal, Guðmunda Guðmundsdóttir, Akureyri, syst- ir Oskars, og Rósa Þorsteinsdótt- ir frá Götu á Árskógsströnd. Við veltuna beið Oskar Guðmundsson bana þegar í stað. Hann var ung- ur maður, rösklega tvítugur. Hin þrjú slösuðust öll, og voru flutt í sjúkrahúsið hér. Eru meiðsli þeirra ekki talin lífshættuleg. Lögreglan á Akureyri var kvödd á staðinn og fór þangað þegar í stað með sjúkrabíl. Var þá búið að flytja hið slasaða fóik heim að Hálsi, sem er næsti bær. Kyrrlátt hér í hæ um hátíðirnar Lögreglan hefur skýrt blaðinu svo frá, að allt hafi verið kyrrt og rólegt hér um hátíðirnar. — Ospektir voru engar og samkom- ur fóru vel og friðsamlega fram. Engin meiriháttar slys urðu af sprengingum á gamlaárskvöld, en smámeiðsli á 2—3 mönnum, enda var öllum slíkum gieðskap stiilt í hóf. Var það þegar flutt í sjúkrahúsið hér á Akureyri: Um nánari atvik að slysi þessu er blaðinu ókunn- ugt. Engin rétt ráðning á jólagátunni barst Að þessu sinni barst blaðinu engin rétt lausn á jólagátunni, sem biríist í jólablaðinu, en hún var sð þekkja myndir af kunnum persónum mannkynssögunnar. — Rétt ráðning er þannig: 1. Johan Sebastian Bach, 2. Napóleon I., 3. Pizarro, 4. Friedrich von Schiller, 5. Mahatma Gandi, 6. Richard Wagner, 7. Heinrich Pestalozzi, 8. Zeppelin greifi, 9. Goethe, 10. Beethoven. Fiiiirn flokkar hjóða fram við bæjarstjóraar- kosningarnar Komnir eru fram fimm listar við bæjarstjórnarkosningarnar 31. jan- úar, frá jafnmörgum stjórnmála- flokkum. Listi Framsóknarmanna var birtur í síðasta blaði og áður er getið um efstu menn á lista Al- þýðuflokksins. Efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins eru sömu menn og síðast: Helgi Pálsson, Jón Sólnes, Guðm. Jörundsson og Sverrir Ragr.ars. Efstu menn á lista kommúnista eru Bjcrn Jónsson, Tr^'ggvi Helgason og Guðrún Guðvarðardóttir, en á lista Þióð- varnarflokks Marteinn Sigurðsson, Arnfinnur Arnfinnsson og Bjarni Arason. irhugaðri heimsókn forsetans Danska Ekstrabladett birti hinn 20. des sl., undir stórri fyr irsögn, þá frétt, að forseti ís- lands mundi í sumar væntan- legur í opinbera heimsókn til Danmerkur. Segir blaðið, að slík opinber heimsókn hafi Iengi verið á. döfinni og hafi hinn Iátni forseti, Sveinn Björnsson, haft hana í huga, en nú muni hinn nýi forseti láta verða af henni. Fagnar blaðið þessum tíðindum og segir að lokum, að e. t. v. megi gizka á, að slík heimsókn sé undan- fari þess að dönsku konungs- hjónin fari í opinbera heimsókn til fslands. Önnur umræða um f jár- hagsáætlunina 19. þ. m. Fyrri umræða um fjárhagsáætl- un bæjarins fór fram á bæjar- stjórnarlundi 22. des., og er fyrir- hugað að seinni uynræða og af- greiðsla fari fram á bæjarstjórn- arfundi, seni haldinn verður 19. þ. m. Nokkrir bæjarfulltrúar vildu fresta endanlegri afgreiðslu frarn yfir kosningar, sem væri einsdæmi og ólöglegt, en sú tillaga var felld með 7 atkv. gegn 4. r I bréfinti er talið að Magiiús jónsson fyrrv. form. Fjárhagsráðs gefi enn. kost á sér til biskups ef hann hljóti löglega kosningu Næstkomandi laugardag lýkur kosningu biskups og verður þá úr því skorið hver hlýtur það veg- lega embætti. Eins og kunnugt varð að aflok- inni prófkosningu fyrr í vetur, hlutu mest fylgi þeir Ásmundur Guðmundsson prófessor og Magnús Jónsson fyrrv. formaður Fjárhagsráðs, en Magnús þó minna og gaf hann síðan út yfir- lýsingu um að hann gæfi ekki kost á sér til biskupskjörs. Munu flestir þá hafa talið það framboð úr sögunni. Dreifibréf boðar ný tíðindi. En nú virðist komið á daginn, að svo hefur ekki verið. Nokkru fyrir jól mun prestum urn land allt hafa borizt dreifibréf, nafn- laust, en gefið út af einhverjum, sem nefna sig „meðmælendur Magnúsar Jónssonar“, og er þar samsfarfi við upplýst, að Magnús muni enrt taka kosningu ,ef hann nái lög-- legu kjöri. í bréfi þessu mun ekki last um nokkurn mann — og því ólíkt Helander-bréfunum sænsku — en hins vegar eru sendendur % ekki nafngreindir og ókunnugt, hverjir eru höfundarnir. Mun prestum hafa fundist einkenni- legt, að meðtaka slík nafnlaus áróðursbréf og harla óviðfelldin mun aðferð þessi þykja meðal leikmanna, sem þó koma hvergi nærri þessari kosningu. Úrslit biskupskjörs enn í óvissu. Almennt mun hafa verið talið, eftir prófkosninguna og yfirlýs- ingu Magnúsar Jónssonar, að prófessor Ásmundur, er flest at- kvæði fékk, mundi nú verða kjörinn biskup, en eftir að kunn- ugt varð um dreifibréf þetta og þær upplýsingar, sem þar eru veittar, munu úrslitin talin óviss- ari en áður, jafnvel þótt ótrúlegt megi teljast að nafnlaus bréf geti orðið áhrifamikil í svo vanda- samri kosningu sem hér er um að ræða. kommúnisfa með 1 afkv. mun! Ekki mimist á afgreiðsln málsins í blaði flokks ins, sem birti framhoðslista og stefnuskrá i Blað Þjóðvarnarmanna kom út skömmu fyrir jól og birti fram- boðslista flokksins og „stefnu- skrá“ í bæjarmálum, en ekki er þar minnst einu orði á aðdrag- anda framboðsins, sem þó var all- sögulegur. Kommúnistar höfðu boðið Þjóð- vörn og Alþýðuflokki samstarf en gátu vel hugsað sér að steypa saman flokki sínum og Þjóðvarn- arliðinu, eins þótt ekki væri ann- að fylgi, því að samstarf við Al- þýðuflokkinn mun þegar í upp- hafi hafa verið talið vonlaust. Það kom líka á daginn, er á hólm- inn kom, að sú skoðun kommún- ista, að vilji væri til sambræðslu í bæjarstjórnarkosningunum, var ■ ekki úr lausu lofti gripin. Meðal! félagsmanna í Þjóðvarnarfélaginu hér var mikið fylgi fyrir sam- starfi, og er ekki undarlegt. Þegar samstarfstilboð kommúnista var svo tekið til endanlegrar af- greiðslu urðu úrslit þau, að hafn- að var með eins atkvæðis mun að taka því! Um þessi úrslit er ekki rætt í blaði Þjóðvarnarmanna og ekki greint heldur frá þessu sögulega tilboði. Ekki er yíirleitt hægt að sjá á blaðinu, að fjallað hafi verið um samstarf við kommúnista, hvað þá að þess sé getið, að ekki hafi munað nema einu atkvæði að hin nýja þjóðvörn stigi skrefið fullt heim til föðurhúsanna. Bændaklúbhurinn Bændaklúbburinn hefur starf sitt á nýju ári með fundi næstk. þriðjudag, 12. janúar, á Hótel I\EA kl. 9 e. h. Sýnd verður kvik- mynd, en síðan verða frjálsar umræður. Hörmulegíir elds- voði og slyslarir í Skagafirði Þriðjudagsmorgunlnn 29. des. varð hörmulegur eldsvoði að Heiði í Gönguskörðum í Skaga- firði með þeim afleiðingum að sjö ‘ ára drengur brann inni, og íbúð- arhús, hlaða og fjós brann til kaldra kola. Eldurinn kom upp er fólk var í fastasvefni og' björg- uðust hjónin á bænum nauðug- lega ásamt bömum sínum, en drengnum, sem fyrr getur, varð ekki bjargað. Eitt barnið og hús- freyja brenndust talsvert. Eins og getið er um í ávarpi frá Skagíirðingafélaginu hér, annars staðar í blaðinu, er hafin fjársöfn- un til handa þessari fjölskyldu. Þá hefur Rauðikrossinn hér á Akureyri hafið söfnun og er pen- ’ngagjöfum og faínaði veitt mót- taka hjá gjaldkera deildarinnar hér, Páli Sigurgeirssyni, kaupm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.