Dagur - 06.01.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 06.01.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 6. janúar 1954 D A G U R 7 Verzlunarstjórastaða Viljum ráða duglegan og reglusaman mann, sem vildi taka að sér verlzunarstjórastöðu við bókaverzlun vora (Bókaverzlun P. O. B.). Þarf að hafa þekkingu á bók- haldi og geta annazt bréfaviðskipti á ensku og dönsku. Laun greidd eftir samkomulagi. Umsóknum sé skilað til undirritaðs fyrir 31. janúar, ásamt meðmælum, upplýsingum um fyrri störf og menntun. Prentverk Odds Björnssonar, Hafnarstræti 88, Akureyri. \ Skattstofa Akureyrar veitir aðstoð við að útfylla skattaframtöl alla virka daga frá kl. 10—12 og 1.30—7 til loka janúarmánaðar. Síðustu viku mánaðarins verður skattstofan þó opin til ld. 10 á kvöldin. Athygli framteljenda skal vakin á því, að hin nýja gerð af framtalseyðublöðum gerir ráð fyrir mikið nákvæmari upplýsingum um flesta hluti en áður. Þeim, sem ætla að fá aðstoð á skattstofunni er því bent á, að hafa með sér allar þær upplýsingar, sem með þarf til þess að hægt sé að gera skýrsluna með nákvæmni. Atvinnurekendur og aðrir, sem laun hafa greitt á árinu, eru áminntir um að skila launaskýrslum fyrir 15. þ. m. Þeir sem ekki hafa fengið eyðublöð send heim til sín fyr- ir 10. þ. m., eru beðnir að vitja þeirra til skattstofunnar. Þeim, sem ekki skila framtölum fyrir 31. þ. m. verður gerður skattur. Akureyri, 5. janúar 1954. Skattstjórinn á Akureyri. Hallur Sigurbjörnsson settur. *Lfr bœ OCf lycjtyÉ - Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). á sama markaði og Danir og aðrar þjóðir, sem framleiða landbúnaðar- vörur til sölu á heimsmarkaði. Verður þá bæði verð og gæði vör- unnar að vera sambærilegt því bezta, til þess að sala sé möguleg. Þá vil eg geta þess að hér á landi mun vera til nokkurt fé í vörzlu ríkisins, sem til er komið á líkan hátt og áður umtalað Mars- hallfé í Danmörk og munu því fylgja svipaðar klásúlur um notk- un og er í Danmörk og öðrum löndum, er notið hafa Marshall- aðstoðar. Er vonandi að við fáum að heyra áður en langt um líður hvað ríkisstjórn og Alþingi hyggst gera í þessu máli, og hvernig þessu fé verður varið, því að verkefnin eru mörg og aðkallandi í okkar landbúnaði. Við verðum í senn að lækka stórlega framleiðslukostn- aðinn og auka gæði framleiðslunn- ar, áður en við getum selt á heims- markaði og jafnframt haft lífvæn- lega atvinnu af landbúnaðarfram- leiðslu. ÚR BÆ OG BYGGP Hjartanlega óskum við öllum Akureyringum góðs árs og þökk- um fyrir liðna árið. Sérstaklega þökkum við skátunum mikla og drengilega hjálp við jólasöfnun nefndarinnar og útburð á böggl- um og bréfum, er það ómetanleg hjálp við starf okkar. Sömuleiðis þökkum við öllum einstaklingum og stofnunum, sem gáfu okkur peninga og föt, eða á annan hátt aðstoðaði nefndina. Guð blessi ykkur öll! — Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Hjónaefni. Annan jóladag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Þor- björg Björnsdóttir, Hlíðargötu 10, Akureyri, og Anton Helgason, sjómaður, frá ísafirði. Árshátíð Iðju, félags verk- smiðjufólks, verður í Alþýðuhús- inu 16. þ. m. Hún verður auglýst nánar síðar. Strandarkirkja. Áheit frá N. N. kr. 100. — Mótt. á afgr. Dags. Sjónarhæð. Kl. 5—5.30: Lit- myndir frá Honolulu og Hawai. Samkoma á eftir. Allir vel- komnir. NÁMSKEIÐ í inódelsmíði Námskeið verður haldið í svifflug-módelsmíði í Varð- borg og hefst þriðjudaginn 12. janúar. — Félagar úr Sviðflug- félagi Akureyrar kenna. Upplýsingar í síma 1481, kl. 6—7, í Varðborg. Lítið nýbýli í Hrísey dl sölu. Góð bygging. Miklir ræktunarmöguleikar. — Hag- kvæmir söluskilmálar, ef sam- ið er strax. JÓN ÞORSTEINSSON, lögfræðingm. Símar 1036 og 1492. n Rún 595416 — Frh: H.: V.: I. O. O. F. = 135188y2 — O — Messað á Akureyri kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. — P. S. Hjónaefni. Ungfrú Málfríður Jónsdóttir, Tréstöðum, Glæsi- bæjarhreppi, og Reginn Árnason, afgreiðslumaður í K. V. A. — Ungfrú Guðmunda Sigurðardótt- ir, hjúkrunarnemi, frá ísafirði, og Jón Viðar Tryggvason, múrari, Helgamagi-astræti 7, Akureyri. — Ungfrú Erla Þórðardóttir Daní- elssonar, Sílastöðum, Glæsibæj- arhreppi, og Páll Rist, bóndi, Litlahóli, Eyjafirði. — Ungfrú Þórlaug Júlíusdóttir (Pétursson- ar), Akureyri, og Sverrir Valde- marsson, Dalvík. — Ungfrú Rann veig Karlsdóttir (Magnússonar járnsmiðs) og Þórður Helgason, bílstjóri BSA. — Ungfrú Hjördís Ágústsdóttir Kvaran, hjúkrunar- nemi, og Gunnlaugur Briem, lög- fræðingur, Rvík. — Ungfrú Lena Jónsdóttir, Húsavík, og Einar F. Jóhannesson, húsgagnasmiður, Húsavík. Hjúskapur. Á jóladag voru gef- in saman í hjónaband af sóknar- prestinum í Grundarþingapresta- kalli ungfrú Brynhildur Finns- dóttir, Staðarhóli, og Sigurgeir Garðarsson, búfræðingur, sama stað. Á Þorláksmessu andaðist að heimili sínu, Fagrastræti 1 hér í bæ, Jako.bLilliendahl bókbindari. Varð hann bráðkvaddur. Jakob Lilliendahl var kunnur bórgari og vinsæll, enda ljúfmenni hið mesta. Útför hans var gerð sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Afmælisfagnaður I. O. G. T. — Stúkurnar á Akureyri minnast 70 ára afmælis Góðtemplararegl- lunnar á Akureyri næstk. sunnu- dag, sem hér segir: Klukkan 2 síðd. verður gengið í kirkju og hlýtt á guðsþjónustu. Er fastlega skorað á alla félaga Reglunnar að mæta þar. — Kl. 8.30 e. h. verður afmælisfagnaður í Varðborg, er hefst með sameiginlegri kaffi- drykkju. Þar verða flutt stutt ávörp. Auk þess verða skemmti- atriði, almennur söngur og að lokum dans. — Félagar mega taka með sér gesti. Aðgöngumiða sé vitjað í Varðborg föstudaginn 8. janúar kl. 4—7 síðdegis. Er þess vænst að sem allra flestir templarar mæti þarna á þessum hátíðlegu tímamótum. Hjónaefni. Á gamlaársdag op- inbei-uðu trúlofun sína ungfrú Kristrún Ellertsdóttir, Akureyri, og Þorsteinn Steingrímsson, bif- vélavirki, Akureyri. Til nýja sjúkrahússins. Frá Ingimar Snorrasyni kr. 300.00. — Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Til Sólheimadrengsins. Kr. 100 frá ónefndum. — Kr. 50 frá Alla. Mótt. á afgr. Dags. Hjálpræðiherinn. Á miðviku- dag, 13. jóladag: Síðasta jólatrés- hátíð kl. 8.30 e. h. Major Hilmar Andresen stjórnar. — Á sunnud. kl. 2: Sunnudagakólinn. Sam- koma kl. 8.30 e. h. — Mánudag- inn kl. 4 e. h. — Velkomin. Fólkið á Heiði í Gönguskörðum. Kr. 500.00 frá Ó. Á. Mótt. á afgr. blaðsins. Frá Skákfélaginu. Æfingar hefjast fimmtud. 7. jan. n.k. kl. 8.30 e. h. í Hafnarstlæti 88. Fjöl- mennið og notið tímann vel fram að skákmóti Norðlendinga. Strandarkirkja. Gamalt áheit frá N. N. kr. 20. — Kr. 50 frá ónefndum. — Kr. 100 frá Þ. S. — Mótt. á afgr. Dags. Sunnudagaskóli Ak.kirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára börn í kapellunni, 7 —13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjastjórar séu mættir tíu mín. yfir tíu. Æskulýðsfélyag Akureyrarkirkju. Stúlknadeildin held ur fund kl. 8 e. h. á sunnudaginn. -— Sveitaforingjar eru beðnir um að tilkynna foreldrum. Brúðkaup um hátíðina. Á að- fangadag ungfrú Sigurlaug Magnúsdóttir og Áki Stefánsson stýrimaður. Heimili Rauðamýri 3. — Á jóladag ungfrú Heiðbjört Helga Jóhannesdóttir og Karl Sigti-yggur Sigtryggsson vélstjóri, Inm-i-Njarðvík. — Ungfrú Helga Guðmundsdóttir og Svan Ingólfs- son, sjómaður, Hríseyjargötu 13. — Á annan jóladag ungfrú Auður Þórhallsdóttir og ísak Guðmann Jónsson, Skarði við Akureyri. — Þann 28. des. ungfrú Hrönn Unn- steinsdóttir og Hermann Hólm Ingimarsson, prentari, Lækjar- götu 14.. — Á gamlaársdag ungfrú Lóa Stefánsdóttir og Jóhann Birgir Sigurðsson, rakari, Þór- unnarstræti 128, og ungfrú Guð- rún Sigurbjörnsdóttir og Bryn- jólfur Bragi Jónsson, bifreiða- stjóri, Eyrarvegi 3, Akureyri. Til fenningarharna. Þau börn', sem eiga að fermast-í Akureyrar- kirkju á næsta vori, eru beðin um að koma til viðtals í kapellunni á morgun og hinn daginn, sem hér segir: Til séra Péturs Sigurgeirs- sonar íimmudag kl. 6 e. h. Til sééra Friðriks J. Rafnars vígslu- biskups föstudag kl. 4 e. h. Sálarrannsóknarfélagið hér á Akureyri heldur fund í kirkju- kapellunni þriðjud. 12. þ. m. kl. 8.30, sbr. auglýsingu í blaðinu. Söfnun til styrktar heimilinu að Heiði í Gönguskörðum er hafin hér og beitir Akureyrardeild Rauðakrossins sér fyrir henni. — Per.ingum og gjöfum veitt mót- taka hjá gjaldkera deildarinnar, Páli Sigurgeirssyni kaupmanni. Til nýja sjúkrahússins. Gjöf frá EHsabjörgu Jóhannsdóttur, til minningar um systur hennar El- ínu, sem aldrei mátti neitt aumt sjá, kr. 10.000.00. — Frá Georg Jónssyni og Sigríði Zakaríasdótt- ur kr. 500.00. —- Frá Tómasi Björnssyni kr. 3000.00. — Frá Rannveigu Gísladóttur, til minn- ingar um Jónínu Jónasdóttur frá Hrappsst.koti kr. 500.00. Frá konu kr. 50.00. — Frá Júlíusi Júlíus- syni kr. 100.00. — Frá J. G. kr. 50.00. — Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Hjúskapur. Ungfrú Bergljót Ingólfsdóttir, cand. phil., Reykja- vík, og Friðrik Kristjánsson for- stjóra Kristjánssonar, Akureyri. Vélstjórafélag Akureyrar varð 35 ára í gær. Félagið minnist af- mælisins með hófi í Alþýðuhús- inu laugard. 9. þ. m. kl. 9 e. h — Aðgöngumiðar verða afhentii á sama stað fimmtud. og föstud. kl. 9—11 e. h. Athygli skal vakin á auglýsingu annars staðar í blaðinu í dag um 'ná^hskeið í modelsrriíði' Svifflug- véla er hefst í Varðborg 12. jan- úar næstkomandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.