Dagur - 06.01.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 06.01.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 6. janúar 1954 Ávarp fil Ákureyringa Dagskrármál landbímaðarins: Áætlun, sem stuðla á að arðberandi landbúnaðarframleiðslu í Danmörk Eftir Árna Jónsson, tilraunastjóra GÓÐIR AKUREYRINGAR! Eins og getið hefur verið um í blöðuni bæjarins, hefur verið ákveðið að hefjast handa um fjár- söfnun til kaupa á vönduðu pipu- orgeli í Akureyrarkirkju og hef- ur verið stofnaður sjóður í þeim tilgangi. Við undirritaðir vorum á síðasta safnaðarfundi kjörnir í nefnd til þess að vinna með sóknarnefnd Akureyrar að fjársöfnuninni. Við snúum okkur hér með til bæjarbúa og heitum á þá til drengilegs stuðnings þessu mál- efni, — bæði einstaklinga og félög. Þótt hver einstakur geti ef til vill ekki lagt fram stóra fjárhæð, þá „safnast þegar saman kemur“, en mikið fé þarf til kaupa á góðu pípuorgeli. Nú kann einhver að spyrja: Er nokkur þörf á þessu? Er ekki orgel það, sem nú er í kirkjunni, nægi- lega gott? Og eru gefendur þess samþykkir þessari ráðagerð? Því er til að svara, að Vilhjálm- ur Þór, forstjóri, hefur fyrir hönd þeirra hjóna tjáð sig samþykkan þessari hugmynd, og gefið leyfi til að Hammondorgelið verði selt, að andvirði þess gangi til kaupa á vör.duðu pípuorgeli. Þegar þau hjón, af alkunnum 'höfðingsskap, keyptu Hammond- orgelið og gáfu Akureyrarkirkju, voru þessi hljóðfæri svo til nýkom- in á markaðinn, (fyrst 1935), og bundu margir allmiklar vonir við, að þarna væri á ferðinni orgel, sem ef til vill myndi taka við af pípu- orgelinu. Þessar vonir hafa brugðist. Eðli Hammondorgelsins er svo frá- brugðið pípuorgelinu, að hér er raunverulega um tvær tegundir hljóðfæra að ræða, þó ýmis hljóm- brigði Hammondorgelsins séu skemmtileg, þegar veikt er Ieikið, er tónmyndun þess of vélræn og skortir tóninn því eðli hins lifandi tóns. Kemur þetta æ skýrar í ljós, eftir þvi sem tónninn verður sterk- ari og lýsir sér í því, að tónblær- inn verður harður og líflítill, og getur orðið óþægilegur fyrir eyrað, ef sterkt er leikið. Þessa galla hef- ur ekki tekizt að laga. Þá eru færri nótur á fótspili (pedal) Hamm- ondorgelsins en venjulegt er á pípuorgelum, svo að þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að leika öll orgelverk á það. Þar sem orgeltón- list er yfirleitt samin fyrir pípu- orgel, verður hún ekki leikin á Hammondorgel, nema hún afflytj- ist meira eða minna, þar sem eðli hljóðfæranna er svo ólikt. Hammondorgelið er hins vegar betur fallið til að leika á það létt- ari tónlist, t. d. í stíl við tónlist þá, sem leikin er á svonefnd Bío- orgel. Af þessu leiðir, að organleikarar vilja yfirleitt ekki halda orgeltón- leika á Hammondorgel, þegar leika á klassiska orgeltónlist. Þar sem Akureyrarkirkja er höfuðkirkja hér norðanlands og Akureyri næst- stærsti bær landsins, þarf að vera aðstaða til að taka á móti þeim orgelleikurum, sem hér ber að garði og skapa þá aðstöðu, að bæj- arbúum gefist kostur á að hlýða á þá, en af framansögðu er ljóst, að sú aðstaða er ekki fyrir hendi. Hér er því um beint menningarmál að ræða fyrir bæinn. Þá mundi gott pípuorgel setja enn hátiðlegri blæ á þær athafnir, sem fram fara í hinni veglegu kirkju bæjarins. Ennfremur má minnast á, að truflanir á rafmagni mundu ekki þurfa að hindra orgelleik í kirkj- unni, ef pípuorgel væri þar. Þótt belgurinn verði rafknúinn, má blása hann með handafli (eða fót- afli), ef rafmagn bregzt. En eins og menn vita, hafa oft orðið óþægi- legar truflanir á kirkjulegum at- höfnum vegna rafmagnstruflana, þar sem með engu móti verður leikið á Hammondorgel, ef svo ber undir, enda er tónninn myndaður með rafmagnssveiflum i hátalara. Við heitum nú á alla Akureyr- inga að sameinast um þetta metn- aðar- og menningarmál. Eins og áður er að vikið, þarf sú fjárhæð, sem hver einstakur legg- ur fram, ekki að vera stór, eí þátt- takan verður nóéu almenn. Fyrst fámennari söfnuðir, svo sem i Vestmannaeyjum og á Eyr- arbakka (Eyrbekkingafélagið) hafa séð sér fært að kaupa pípu- orgel í kirkjur sínar, ætti okkur Akureyringum ekki að verða skotaskuld úr því. Nú á næstunni munu söfnunar- listar verða bornir um bæinn. Ef til vill næst ekki til allra, og eru þeir þá góðfúslega beðnir að snúa sér til einhvers okkar nefndar- manna með framlög sín. Á þrettánda dag jóla 1954, Páll Sigurgeirsson, Jakob Tryggvason, Arni Björnsson. Ný skáldsaga eftir Hugrúnu „Hafdís og Heiðar“ heitir bók eftir Hugrúnu skáldkonu, scni út kom fyrir jólin og er hér um að ræða fyrsta bindi í fyrirhuguðum sagnaflokki. Hér á landi eru nokkrar konur, sem gerzt hafa afkastamiklir rit- höfundar og var Torhildur Hólm þar í fararbroddi. Síðan koma þær Hulda, Guðrún Lárusdóttir, Krist- ín Sigfúsdóttir, Elinborg Lárus- dóttir, Guðrún frá Lundi, Þórunn Elfa og svo Filippía Kristjánsdótt- ir (Hugrún), svo aðeins nokkrar séu nefndar. Bækur þessara kvenna hafa flestar náð vinsældum og verið mikið lesnar meðal almennings, enda leika kvenrithöfundar á ákveðna tilfinningastrengi, er þeim virðist láta betur en karlmönnum. Um bækur Hugrúnar skal það sagt, að þær eru skrifaðar af hug- ljúfum þokka, með einlægum vilja til tjáningar. Sú tjáning felst í já- kvæðu viðhorfi til alls lífs á jörðu. Hugrún ann allri fegurð, hvar sem hún birtist, og þessa nýju bók hennar, Hafdís og Heiðar, er fólki hollt að lesa. Þetta er bók með já- kvæðu viðhorfi jafnframt því sem hún lýsir á skemmtilegan hátt ævi æskufólksins og ævintýrum þess. Isafoldarprentsmiðja h.f. gaf bók- ina út. Jón Kr. Gunnlaugsson - MINNINGARORÐ - Jón Kristján Gunnlaugsson var fæddur á Litla-Áskógssandi á Ár- skógsströnd 2. apríl 1917. Foreldr- ar hans voru: Sigríður Þorsteins- dóttir, ættuð úr Skíðadal, og Gunnlaugur Vigfús Skarphéðins- son. Norðan við Þorvaldsdalsá, þar sem hún fellur út í Eyjafjörðinn, er Litli-Arskógssandur. Þar hafa löngum búið fiskimenn og far- menn. Á löngum vetrarkvöldum hlustuðu drengirnir á frásagnir þeirra um svaðilfarir og ævintýri. Á mildum sumardögum sigldu smá- skip á tjörnum og pollum. Mjúkur sandurinn var eftirsóttur leik- vangur hinna upprennandi sjó- manna. Þar gjálfraði báran og veitti óþrjótandi fjölbreytni í leik- inn. Hún reyndi að ná til drengj- anna, sem fylgdu útsoginu en hlupu undan þeirri næstu. Hinir verðandi fiskimenn fengu snemma að taka virkan þátt í hinum dag- legu störfum og lærðu sjómennsk- una ósjálfrátt. — Og þeir þekktu fljótlega hvern bát og skip, sem um fjörðinn fór. I dagdraumum voru þeir skipstjórar þeirra er feg- urst voru og hraðskreiðust. Hið náttúrlega umhverfi og þátttaka í störfum feðranna skapaði bráð- þroska sjómenn. Þeirra metnaður var að verða hlutgengur. Það var leiðin til að verða að manni. Jón Kristján Gunnlaugsson ólst upp í þessu umhverfi. Hann var óvenju fríður maður sýnum, við- kvæmur í lund og hlédrægur og háttprúður svo að af bar. Hann fór aldrei með ærslum eins og börnum er títt. Skapríkur var hann þó og lét ógjarnan hlut sinn. Því var ekki spáð um Jón að hann yrði sjómaður. Til þess þótti hann allt =of fíngerður. En um- hverfi æskuáranna hefur sín áhrif og hann valdi snemma ævistarf sitt. Foreldrar Jóns áttu lengi við vanheilsu að stríða, sérstaklega móðir hans. Hann unni þeim mjög en fann svo sárt til vanmáttar síns, að geta ekki hjálpað þeim, að við þunglyndi lá. Árið 1933 flutti fjölskyldan til Dalvíkur. Þar náði Jón fullorðins- þroska. Hann varð karlmenni að líkamlegu atgervi og eftirsóttur sjómaður, drengilegur í allri fram- komu og hafði hvers manns traust er þekktu hann. Hugur hans mun um stund hafa staðið til náms. Þar hefði honum verið opin leið, því að hann var góðum gáfum gæddur. Hann fór þó dult með þetta og kaus heldur að ganga þann veg er-hann ungur hafði valið. Þann veg gekk hann með sæmd til enda. Á þann hátt varð hann æskuhugsjónum sínum trúr og á þann hátt gat hann búið foreldrum sinum áhyggjulausa elli. Móður sína missti hann 1947. Sið- an sá hann um föður sinn og föður- systur, sem bæði voru aldurhnigin orðin og faðir hans blindur. Jón gerði aldrei miklar kröfur til sjálfs sín, en var veitull á sinn hljóðláta hátt. Nafn hans var ekki tengt neinum stórviðburðum. En hann brást engum manni. Jón Kristján Gunnlaugsson fórst ásamt félaga sínum, Ara Kristins- syni frá Dalvík, með trillubátnum Sæbjörgu í aftakaveðrinu 26. nóv. sl. Um leið og eg sendi ættingjum Jóns og vinum innilegar samúðar- kveðjur, votta eg minningu hans þakkir og virðingu. Erlingur Davíðsson. Á SÍÐASTLIÐNU VORI var samþykkt löggjöf í danska Ríkis- deginum, um að koma á fót stofn- un sem miði að því að tryggja og auka Iandbúnaðarframleiðsluna, jafnframt því sem hún sé arðbær. Er hér um 5 ára áætlun að ræða. Fjármagn, sem ætlað er til þessara hluta, er viss hluti af Marshallfé og einn liður í þeirri áætlun. Til hinna ýmsu greina landbúnaðarins hyggjast Danir verja af þessu fé 15 milljónum, en alls var þessi hluti . Marshallfjárins um 32 milljónir danskra króna. Vil eg í stuttu máli segja frá því, hvernig Danir hugsa sér að verja þessu fé varðandi landbúnaðinn og styðst eg við grein eftir S. P. Jen- sen í 3. hefti Nordisk Lantbruks- ekonomisk Tidskritt, 1953. I lögunum er gert ráð fyrir að verja þessum 15 milljónum á eft- irgreindan hátt: 1. Fagleg upplýsingastofnun (Informationskontor) kr. 7,2 millj. 2. Fyrirmyndarbú, búfjárfóðrun og vinnufyrirkomulag í penings- húsum kr. 1,9 milljónir. 3. Jarðræktartilraunir og sýnis- ræktun kr. 0,7 milljónir. 4. Rannsóknir og framkvæmd votheysgerðar kr. 0,6 milljónir. 5. Rannsókn'ir og kennsla á notkun búvéla kr. 3,4 milljónir. 6. Leiðbeiningar og kennsla um landbúnaðarbyggingar kr. 0,6 millj. 7. Kennsla og hagnýting ung- linga við landbúnaðarstörf (Land- ökonomiskt ungdomsarbejde) kr. 0,500 milljónir. Alls kr. 5 milljónir. 1. liður. Verkefni upplýsinga- stofnunarinnar verða m. a. þessi: Að halda námskeið og fræðslu- fundi um allt landið, safna saman tilraunaniðurstöðum, bæði inn- lendum og erlendum, sem ein- hverja þýðingu geta haft fyrir danskan landbúnað og kynna þau almenningi bæði með því að gefa út og senda bændum þannig fengnar niðurstöður ókeypis, og til leiðbeininga fyrir ráðunauta sem eiga jafnframt að vera í sem nán- ustu sambandi við þá, sem land- búnaðinn stunda. Teknar séu fræð- andi kvikmyndir og ljósmyndir og þær sýndar um allt landið. 2. liður. í sambandi við þennan lið er fyrirhugað að koma upp fyr- irmyndar búum, með því móti að semja við einstaka bændur um að lána bú sín í þessu augnamiði. Gert er ráð fyrir að koma upp kúa- búum, 22 svínabúum og 28 hænsabúum. Framkvæmd þessi er fyrirhuguð þannig að upplýsinga- stofnunin og ráðunautar hennar leggja til allar faglegar leiðbeining- ar sem þarf að gera á búunum og jafnframt segi fyrir um alla með- ferð gripa, hirðingu, fóðrun, mjölt- un o. fl. Þurfi að gera einhverjar kostnaðarsamar framkvæmdir í sambandi við þessi fyrirmyndarbú, er gert ráð fyrir að útvega viðkom- andi bændum leigu eftir bú sín, því að þeir eiga að njóta góðs af fyrirkomulagsbreytingum um leið og reksturinn er gerður hagkvæm- ari og framleiðslukostnaðurinn minnkaður. 3. liður áætlunarinnar snýr að jarðræktinni og er þar fyrirhugað að koma upp dreifðum tilraunum hjá bændum og annist ráðunautar allar framkvæmdir þar að lútandi. Áherzla sé lögð á áburðartilraunir, varnir gegn jurtasjúkdómum, hirð- ingu garða og akurlenda, vinnu- sparandi aðferðir við uppskeru hinna ýmsu nytjajurta o. fl. 4. liður er varðandi votheysgerð. Gert er ráð fyrir að gera tilraunir með votheysverkun, kynna bænd- um helztu atriði þar að lútandi, rannsaka votheyið hvað fóðurgildi og verkun snertir, hvaða áhrif það hefur á mjólkurfituna o. fl. 5. liður er um hagnýtingu bú- véla í landbúnaðinum. Er gert ráð fyrir að auka fræðslu um búvélar í öllum fagskólum jafnframt því sem þeim verði séð fyrir nauðsyn- legum tækjum í þessu augnamiði, þá verði haldin námskeið víða um landið, þar sem verði haldið uppi kennslu í hagnýtri notkun búvéla við hin ýmsu störf og jafnframt sé kennd hirðing þeirra. Athugun verði gerð á heppilegum vélakosti hinna ýmissa stærða af búum, með það fyrir augum að framleiðslan verði sem mest og ódýrust, þannig að hlutdeild vélanna verði sem minnst í framleiðslukostnaði fram leiðslunnar. 6. liður er varðandi landbúnað- arbyggingar og er gert ráð fyrir að rannsókn fari fram á því m. a. hvaða byggingastíll sé heppilegast- ur, t. d. einnar eða tveggja hæða útihússbyggingar, hvernig innrétt- ingar geti verið hagkvæmastar byggingum, þannig að vinna við hirðingar verði sem haganlegust. Rannsóknir séu gerðar á hag- kvæmri loftræslu peningshúsa o. fl. 7. liður er um það, hvernig hag- nýtri unglingakennslu verði fyrir komið og er gert ráð fyrir að hald- in verði námskeið fyrir unglinga, þar sem þeim verði bæði verklega og með fyrirlestrum kennd land- búnaðarstörf og þannig komií lif- andi samband við þennan atvinnu- veg. HÉR HEFUR verið sagt frá þessari framtiðaráætlun Dana, sem m. a. á að tryggja arðvænlega landbúnaðarframleiðslu á næstu árum. Að sjálfsögðu er þessi áætlun aðeins einn liður í heildar- framleiðslukerfi dansks landbún- aðar, en engan veginn ómerkur þáttur, og mætti okkur Islending- um verða það Ijóst, að mikið átak þurfum við að gera, til þess að standa þar með tærnar, þar sem Danir standa með hælana, á sviði landbúnaðarframleiðslu, en innan skamms þurfum við að bjóða land- búnaðarframleiðslu okkar til „sölu (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.