Dagur - 06.01.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 06.01.1954, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 6. janúar 1954 Ofsaveður af suðvestri gekk yfir Reykjavík og grennd í gær Mörg skip slitnuðu upp í liöfninni - loftnet útvarpsstöðvarinnar slitnaði hefði verið hægt, því að hún var í lagi. Þá vákti það undrun hér um slóðir, að í miðdegisútvarpi í gær, voru heldur engar fréttir lesnar fyrir þá landsmenn, sem ekki heyrðu fréttirnar um há- degið og er þetta tillitsleysi við hlustendur sem illt er að þola er þannig stendur á. Danskur leikari á að fara með sfórf filufverk í Sölku-Völku Rauðikross Akureyr- ar stofnar sjóð til kaupa á sjúkraflugvél Á fundi í gær ákvað stjórn Rauðakrossdeildar Akureyrar að beita sér fyrir sjóðstofnun, er hefði það markmið að kaupa sjúkraflugvél, er yrði staðsett hér á Akureyri og ætluð til sjúkraflugs um Norð- urland og Austurland og jafn- vel víðar, ef þörf krefur. Jafnframt ákvað stjórnin að leggja fram 3000 krónur sem stofnfé í þennan sjóð. Margir ágæfir iðnsðarmenn á framboðslisfa Framsóknarmanna Iðnaðarmannafélagið skoraði á fiokkana að hafa iðnaðarmann í öruggu sæti í fyrrinótt og gærmorgun gekk ofsaveður af suðvestri yfir Suð- vesturland og komst vindhraðinn upp í 14 stig í byljunum, en var annars um 12 vindstig um kl. 8 í gærmorgun, en fór að lægja er leið á daginn. Mikill glundroði varð í Reykja- víkurhöfn, er skip, er þar lágu við landíestar, slitnuðu upp og tóku að reka. Hæringur og fylgdarlið. Meðal þeirra skipa, er upp slitnuðu, var Hæringur, en við hann lágu bundin sex skip, gamlir togarar og varðskipið Þór. Varð- menn um borð í Hæring gátu kastað akkerum, er skipið tók að reka, og héldu akkerisfestar. Tókst að losa hin skipin frá Hær- ingi og forða stórskemmdum. — Ymsa báta, er mannlausir lágu við bryggjur, rak út úr höfninni og í strand við Laugarnes og Gufunes, m. a. vélskipið Hvítá, sem talin var liggja mannlaus við bryggju. En er báturinn var strandaður í Gufunesi kom í ljós, að um borð höfðu verið tveir næturgestir, og var þeim bjargað í land. Ekki var kunnugt um að nein slys hefðu orðið á mönnum í veðrinu, en skemmdir ýmsar á bátum og mannvirkjum. Útvarpsstöðin bilaði. Loftnet útvarpsins á Vatns- endahæð slitnaði og var ekki hægt að hefja viðgerð fyrr en leið á morguninn. Útvarpið sendi út um hádegi með einhverjum aukatækjum, sem eru svo kraft- lítil að ekki heyrðist til þeirra hér. En ekki var endurvarpsstöð- in hér látin lesa fréttir, sem þó Tjón af völdmn hvassviðris Stormasamt hefur verið hér nyrðra nú um skeið. Sl. miðviku- dag var vestan byljaveður og mjög hvasst í verstu byljunum. Nokkurt tjón varð í héraðinu af veðri þessu. Á Krossum á Ár- skógsströnd fauk fjárhús og hlaða og um 40 hestar af heyi, auk þess sem skemmdist í hellirign- ingu að afstöðnu veðri þessu. Varð bóndinn á Krossum, Snorri Kristjánsson frá Hellu, fyrir- mjög tilfinnanlegu tjóni. Á Jódísar- stöðum í Eyjafirði fauk hluti af fjárhúsþaki og áfastri hlöðu. Á Urðum i Svarfaðardal fauk þak af útihúsi. Um annað tjón er blað- inu ekki kunnugt. Danska blaðið Berlingske Tid- ende skýrir frá því 29. des., að hinn kunni danski gamanleikari Ib Schönberg hafi fengið tilboð um það frá sænska kvikmynda- félaginu, sem hyggt kvikmynda Sölku Völku eftir Laxness hér á fslandi í sumar, að leika þar stórt hlutverk, eða Bogesen kaupmann. Hefur blaðið það eftir Schön- berg að sér þyki tilboðið freist- andi og muni hann þvi sennilega Kosið í niðurjöfnunar- nefnd Á bæjarstjórnarfundi hinn 22. des. sl. var kosið í niðurjöfnunar- nefnd fyrir árið 1954: Þessir hlutu kosningu: Sigurður Helgason, fulltrúa. Hallur Sigurbjörnsson, skattstj. Björn Jónsson, ritstj.' Verkarri. Tómas Björnsson, kaupmaður. Til vara: Torfi Vilhjálmsson, verkam. Arngrímur Bjarnason, skrifst.stj. Áskell Snorrason, tónskáld. Gunnar H. Kristjánsson, kaupm. F ramk væmdast jóra- starfi sjúkrahússins ráðstafað til bráða- birgða Á sjúkrahússnefndarfundi nú fyrir skemmstu var samþykkt að fela formanni nefndarinnar, Brynjólfi Sveinssyni mennta- skólakennara, að gegna fram- kvæmdastjórastarfi við nýja sjúkrahúsið til 1. október næstk. Mun það hafa verið eindreginn vilji yfirlæknisins, að formaður nefndarnnar, sem er manna kunnugastur fjármálum sjúkra- hússins og byrjunarörðugleikum þess, tæki starfið að sér til bráða- birgða og var því horfið að þessu ráði og enginn af umsækjendum um starfið ráðinn. taka því. Það er hinn sænski leik- stjóri kvikmyndarinnar Arne Mattson, sem á í þessum samn- ingum við Ib Schönberg. í STUTTU MÁLI FORSETI ÍSLANDS flutti ávarp til þjóðarinnar á nýjárs- dag, frá Bessastöðum, en á gamlaárskveld flutti Ólafur Thors, forsætisráðh., ávarp. Báðar ræðurnar hafa verið prentaðar í Rvíkurblöðunum. —o— HÖRMULEGAR SLYSFAR- IR urðu er leið að árslokum. Tvö ungmenni fórust á Vatns- leysuströnd, er holskefla skol- aði þeim af granda einum, er þau voru á leið til lands eftir að hafa bjargað kindum af skeri. Voru þetta piltur og stúlka, 10 ára og 24 ára. — Á gamlaársdag varð enn eitt banaslys í Reykjavík. Páll B. Guðjónsson, Hofteigi 22, beið bana, er bíll hans lenti á vöru- bílspalli. KOMIÐ HEFUR til verk- falls á vélbátaflotanum við Faxaflóa og er óséð enn, hvern ig úr rætist. Krefjast sjómenn hækkaðs fiskverðs og nokkurra fríðinda. Samningaumleitanir standa yfir. Sjómenn hafa víð- ast sagt upp gildandi samning- um við útgerðarmenn. —o— FRIÐRIK ÓLAFSSON skák- meistari teflir um.þessar mund ir á skákþingi í Hastings í Bretlandi, þar sem sterkir menn kljást. Friðrik mun ekki áður hafa mætt svo mörgum sterkum mönnum. Eru meðal þátttakendanna Rússinn Bron- stein, Frakkinn Tartakower (sem Friðrik vann) og Bretinn Alexander. Hæstir voru er sið- ast fréttist Bronstein og Ale- xander. Friðrik hafði 2 vinn- inga eftir 5 umferðr. Skömmu eftir að uppstillingar- nefnd Framsóknarfélaganna liafði gengið frá tillögu sinni um fram- boðslista flokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar, barst full- trúaráði félaganna bréf frá Iðn- aðarmannafélagi Akureyrar, þar sem greint er frá tillögu, er sam- þykkt var á fundi í félaginu 3. desember síðastliðinn. Er þess jafnframt óskað, að bréfið verði birt, og fer það hér á eftir: „Á fundi, sem haldinn var í Iðnaðarmannafélagi Akureyr- ar, 3. þ. m., var allmikið rætt um þátt iðnaðarmanna í stjórn bæjarins. Kom fram almenn óánægja yfir því, áð engir af aðalfulltrúum í bæjarstjórn, síðasta kjörtímabil, hefði verið faglærður iðnaðarmaður. — Var bent á að iðnaðarmenn væru það fjölmennir í bænum, að eðlilegt væri að þeir ættu þar málsvara. Svofelld tiilaga kom fram á fundinum, sem samþykkt var einróma: „Fundur haldinn 3. desember 1953 í Iðnaðarmannafélagi Ak- ureyrar, skorar á þá stjórn- málaflokka, sem bjóða fram fulltrúa við næstu bæjarstjórn- arkosningar, að hafa faglærðan Kjörstjórn kosin Á bæjarstjórnarfundi hinn 22. des. sl. var kosið í yfirkjörstjórn við næstkomandi bæjarstjórnar- kosningar. — Þessir hlutu kosn- ingu: Sigurður M. Helgason, fulltrúi. Brynjólfur Sveinsson, mennta- skólakennari. Tómas Björnsson, kaupmaður. Til vara: Jón Þorsteinsson, lögfræðingur. Björn Bessason, endurskoðandi. Kristján Árnason, kaupmaður. Enn hefur ekki verið valið í undirk j örstjórn. Síldveiðin orðin nær 16000 raál í gærkveldi Síðastl. laugardagskvöld var síldveiðin hér á Akureyrarpolii og innanverðum Eyjafirði orðin rösklega 15000 mál, og síðan hef- ur nokkur afli borizt, svo að heild arveiðin nálgast nú 16000 mál. í gærkveldi, er blaðið átti tal við Krossanesverksmiðjuna, var Akraborg að landa á annað hundrað málum, en fregnir ekki borizt af öðrum skipum, sem voru að veiðum á Pollinum í gær og köstuðu nokkrum sinnum og hafa vafalaust nokkurn afla. Enn mæl- ist allmikil síld, en fitumagn síld- arinnar er nú lægra en áður, eða um 10%. iðnaðarmann í öruggu sæti á lista sínum.“ Óskar stjórnin eftir, að þér sjáið yður fært að taka þessa tillögu til rækilegrar yfirveg- unar. Ennfremur að bréf þetta verði birt í blaði flokks yðar. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Iðnaðarmannafélags Akureyrar. Karl Einarsson, formaður.“ Á fundi í fulltrúaráði Framsókn- arfélaganna, þar sem framboðs- málin voru til umræðu, var sam- þykkt að benda á, að flokkurinn hefði tekið fullt tillit til óska iðn- aðarmanna í þessu efni, með því að í 3. sæti framboðslistans væri Guðm. Guðlaugsson, sem um skeið hefði átt sæti í stjórn Iðnaðar- mannafélagsins, hefði oft verið fulltrúi þess á iðnþingum og á sæti í stjórn Iðnskólans. I 5. og 6. sæti eru auk þess ágætir fulltrúar iðnaðarmanna, þeir Stefán Reykja- lín byggingameistari og Ríkharð Þórólfsson verksmiðjustjóri, auk þess sem efsti maður listans, Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri, er framkvæmdastjóri margra iðnað- arfyrirtækja í bænum og hefur manna mest lagt lið málefnum iðnaðarins í bænum. Fleiri kunnir iðnaðarmenn eru og á listanum. — Er augljóst, að iðnaðurinn á ágæta fulltrúa í öruggum sætum á lista Framsóknarmanna. FIMMTUGUR Þorkell V. Ottesen prentari Fimmtugur verður næstk. föstudag Þorkell V. Ottesen, prentari hér í bæ. Hann er al- kunnur dugnaðarmaður í starfi sínu og vinsæll af öllum, er hann þekkja. — Dagur færir honum þakkir fyrir langt og ágætt samstarf og árnar hon- um allra heilla á þessum tíma- mótum í ævi hans. Leikfélagið byrjar sýeingar á ný Leikfélag Akureyrar byrjar nú aftur að sýna sjónleikinn Fjöl- skyldan í uppnámi og verða sýn- ingar um næstu helgi, laugar- dags- og sunnudagskvöld. — Að- göngumiðasalan í Samkomuhús- inu er opin eftir kl. 5 leikdagana, og einnig má panta aðgöngumða fyrir hádeg leikdaga í síma 1906. DAGUR Dagur kemur aftur út næstk. laugardag og mun svo verða fyrst um sinn, að blaðið kemur út tvisvar í viku, á miðviku- dögum og laugardögum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.