Dagur - 06.01.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 06.01.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 6. janúar 1954 D A G U R 5 S k a m m de gis þ a 11 kar Senn ltveður árið 1953 og árið 1954 ber nú brátt að. Hvað íelst í skauti þess er oss hulið, eins og framtíð barns í reifum. Arið 1953 verður mörgum lengi minnisstætt' fyrir gæði og gjaf- mildi á mörgum sviðum til lands- ins og einnig til sjávar, þótt eins og ævinlega verður, hafi gæðin fallið mönnunum misjafnt í skaut. Sólin hefur skinið lengur og meira en oft eru dæmi til, á rétt- láta og rangláta og stuðlað að vexti og viðgangi alls góðs í ríki náttúr- unnar. Við sáum hið mikla gras sem spratt á jörðunni, jarðeplin, kálmeti margs konar,berinoghvern annan jarðargróður, sem annars má á Islandi vaxa, að ógleymdum hinum lengi þráða, unga nytja- skógi framtíðarinnar, einnig hann óx. Við sáum ekki eins, eða þreif- uðum á þeim gróðri, sem kann fram að fara í sjónum umhverfis ísland. En trúlegt er, að einnig hann hafi notið blessunar sólar og blíðu ársins 1953, og eigi eftir að falla oss mönnum í skaut í bættum aflabrögðum. I sambandi við líf og gróður í sjó, kemur mér í hug það, sem borizt hefur í fréttum hingað frá fjarlægum stöðum, um viðleitni og tilraunir til þess að endurvekja nær útdautt fiskilíf í sjó og vötn- um á þeim slóðum, og áður hafði meira verið. Eru því gerðar klak stöðvar með ærnum kostnaði og fæða borin í vötn og afgirt sjó- svæði til vaxtar og viðgangs fisk- inum. Og þá! Erum við Islendingar ekki að fara ógætilega að, þegar við veiðum fisk alls konar, t. d. síld, sem ekki hefur náð nema ör- litlum þunga fisksins fullvöxnum og allt niður í seiði af skónálar- stærð og það í milljónatali, á hin-1 þegar alls er gætt, svo sem hverju um eiginlega uppeldisstöðum, sem náttúran hefur valið sjálf í ár- hundruð? Er ekki illa gengið um þessa vöggustofu fiskistofnsins? Þegar á sama tíma er hvatt til þess að stuðla að viðgangi og verndun stofnsins. Méðal annars eru sjó- menn beðnir um, — og gera máske, — að taka á vorin nærri gotin hrogn þorsksins ásamt með svilj- um, hræra svo öllu saman við sjó í stampi og svo steypa þessum hræring í hafið í von um að hann verði að milljónum þorska að fá- um áruin liðnum, segjum 7—8 ár- um, og þeir svo megi verða þjóð- inni allri til gagns, hafa þá ánægju að innbyrða. En sjómenn eru, eins og alþjóð má vita og viðurkenna, hinir nýtustu þjóðfélagsþegnar, sem vel verður að búa að, og mik- ils af að krefjast einnig. Þvi að sér- staklega er starf þeirra mikilsvert fyrir afkomu, lif og líðan íslenzku þjóðarinnar. Kapp er þó bezt með forsjá. Og eins og lengi er vitað, verður minna úr þvi geysilega fisk- magni, sem á land berst, en viðun- andi má telja, og miklu minna en úr fiskmagni annarra þjóða, miðað ,yið magnið, sem hvergi er þvílíkt og hjá oss Islendingum eftir fólks- tölu. Annars ætla eg ekki að fella neinn fullnaðardóm um, hvað langt má ganga í því að veiða smásíld, t. d., en mér kemur þetta í hug, þegar eg sit og hugsa, en hefst ekki að. Grunur minn er þó sá, að þeir tímar kunni að koma, að takmörk verði sett af löggjafarvaldinu, sem ákveða hversu langt má ganga í þá átt að veiða jafnvel seiði á upp- eldisstöðunum með misjafnlega miklum hagnaði augnabliksins, £»»»tt»*<H3<H*<H*<B*<BS<H*ÍBÍ<HS<H»<HWB«BS«<H»<H»»tt««»<H»<BKB»» LJÓÐ UM DAGINN OG 'VEGINN HUGLEIÐINGAR Á GAMLÁRSKVELD. Enn eru komin áramót, undur er tímans ganga fljót — með iðrun og skil og yfirbót erum við síðbúnir. Á árinu hef ég illa breytt, engu skeytt, er það hefur veitt, tímanum eytt í ekki neitt oftar en gerði ég fyrr. Samvizku mín, sem svefnstygg er og sárlega í taugar mínar fer, lætur daglega dynja á mér drepsáran refsivönd. Sver ég bað bá og sárt við legg mitt síða og fríða hökuskegg að duga og stríða með oddi og egg árið, sem fer í hönd. . Ég vona að árið verði mér ei verra en það sem liðið er, með kartöflur, síld og krækiber,. . / • kaupskap og eyðslufé, lieldur viðfelldna veðurspá, vináttu manna og frið við þá, allt hið bezta, sem er að fá — og enda þótt meira sé. Árið þetta var ára bezt, áraði snemma og nýttist flest, menn liýstu ei kú né kind né hest fyrr en komið var fram um liaust. Þjóðin árgæzku ársins naut og afkomu, vonum betri, hlaut. Nú er það að hverfa í alda skaut — og ekki hávaðalaust. DVERGUR. »<BKBKB><B3«IKBKB3<B»<BÍ<HS<BÍ<BStKH»<B><H31KB»^^ til er kostaS: veðrátta er óhagstæð, sem í mörgu hefur sín áhrif, og einnig þess, hversu verðmætt það er, sem hráefni til vinnslu, sem veitt er. Hér á Akureyri hefur veiðzt mikið af smásíld og margur fengið björg í bú, sem er út af fyrir sig gleðilegt og hressandi í skammdeg- inu. Því að aðeins vegna óvenju- legs góðs tíðarfars og nærri algerr- ar frostleysu, má þessi veiða vel notast og verða til gagns. Minnsta kosti augnabliksgagns. Og ekki er láandi þótt neytt sé á meðan á nefinu stendur. Eins og kerlingin gerði að boði karls. En á nef karls hafði fluga setzt, er bæði vildu feiga, og kerling greiddi þungt högg. Flugan flaug suðandi brott. En karlinn lét lífið. Til hvers að hika? Þegar hugleitt er, að verðmæti vinnunnar við fiskafla landsmanna er undir flestum kringumstæðum aukning hins langþráða, óhjá- kvæmilega og dýrmæta gjald- eyris, sem íslenzka þjóðin kaupir svo óteljandi margt fyrir, þarft og óþarft, frá þjóðum heims, þá hlýt- ur hverjum heilvita manni að vera 3að ljóst, að neyta verður allra bragða til þess að viðhafa allar þekktar og reyndar verkunarað ferðir, og þá líka flökun og fryst- ingu fisksins, ásamt með herzlu og söltun. Það er tímabært að á Akureyri sé byggt hraðfrystihús við hæfi, og vissulega hefur lengi verið hugsað og rætt um það. Til hvers að hika í frekari framkvæmdum? Varla er það byggt ból við sjó,þar sem ekki er hraðfrystihús, til nýt- ingu fiskafla, þótt því miður mörg- um sé vant fisks til vinnslu-en án hahs eru þau ekki til eflingar at- vinnu og efnahag. Bær með um 8009 íbúa. Víða hagar svo til, þar sem hraðfrystihús eru, að skortur er á vinnukrafti er koma þarf oft skyndilega og máske óvænt, mikl- um afla í verkun. Þegar óvenjulegar aflahrotur þrýsta á, svo sem t. d. oft ber við í Vestmannaeyjum, sem er allfjöl- mennur bær, skunda, sem þjóð- frægt er orðið, nemendur eldri og yngri, til aðstoðar. A Akureyri og nágrenni eru um 8000 íbúar og því auðvelt að fá þann vinnukraft, sem annars oft og víða skortir, þegar skyndilega þarf að bjarga fiski í verkun og er það mikils virði. Þetta myndi bæta mikið úr því atvinnuleysi, sem um er kvartað í bænum og auka almenna velmegun, verzlun og við- skipti. Um það eru allir sammála. eða bæjarins fyrir þrifum, svo mörgum nauðsynjamálum hefur hann veitt fylgi leynt og ljóst. Heldur ekki munu Guðmundarn- ir — eg fer nærri um það, hverja átt er við, þótt ekki sé nánar greind nöfnin — vilja standa gegn framförum er til heilla mega verða. Menn þessir trúa ekki á mátt sinn og megin, eins og fornmenn gerðu, heldur eru sannkristnir framfara- menn. Þeim er það ljóst að mann- margur bær lifir ekki lengi á því að verzlað sé með þarft og óþarft á flestum götuhornum og víða þar á milli, heldur ekki klakahöggi og snjómokstri, þegar svo ber undir og nóg fellur til af hvort tveggju. Stjórnmálaflokkarnir. Á komandi ári, árinu 1954, ættu stjórnmálaflokkarnir í Akureyrar- bæ, sem forsjónin hefur nú bless- að með fjölgun, þar sem er Þjóð- varnaflokkurinn, að taka höndum saman í málefnasamningi og hrinda í framkvæmd strax, bygg- ingu hraðfrystihúss, þar sem eig- endur og aðilar eru Útgerðarfélag Akureyringa, K.E.A., Guðmundur Jörundsson útgm. og Akureyrar- bær síðast en ekki sízt. Líkur fyrir hráefni. Fiski. Þegar nú strjálast ferðir togara með afla til uppboðs á bryggjum erlendis, eiga þeir því fremur er- indi í heimahöfn sína. Hér eru 5 togarar og mætti ætla, að máske hvsrjum vinnist þá timi til 15 veiðiferða á ári, svo eitt- hvað sé nefnt, og ekki ólíklegt. Hver togari gæti, vægt til orða tekið, flutt í það minnsta, 50 lestir fisks x ferð hverri, óskemmdar og velvandaðar, sem gerir 3750 smá- lestir, ásamt öðrum afla söltuðum eða ísuðum og þá til herzlu þegar við á. •Eflaust mætti auka þetta magn stórlega, því ekki er óþekkt að togari hafi í veiðiferð fært 250 smálestir og þetta allt flakað og fryst, hversu örugg gæðavara þetta er, læt eg ósagt, í svo stórum förmum. Eitthvað mætti auka þetta magn með afla togbáta í vorin og framan af sumri og hvatn ing yrði þetta fyrir því að leggja sig eftir fiskveiðum í firðinum, Eyjafirði, sem án efa er þrátt fyr- ir allt, fiskisælasti fjörður á land- inu, enda heilt haf að stærð, og ber að ganga vel um. En togararnir yrðu þó bjarg- vættir hraðfrystihússins og það aftur þeirra, gagnkvæmt að lík- indum. Það mun máske koma í ljós, að til frystihúss á Akureyri geta bor- izt allt að 10—12000 smálestir af allskonar fiski á ári, því togurum eru minnst takmörk sett um veiðar á úthöfum, og minna háðir veðr- um til aflabragða en flest önnur fiskiskip. Skagfirðingafélagið safnar fé til styrktar heimilinu á Heiði Ennþá einu sinni hefur eldsvoði lagt heimili í rústir. Að þessu sinni er það bærinn á Heiði í Gönguskörðum, í Skaga- fjarðarsýslu, sem brann til kaldra kola núna um jólin. Eignatjón hjónanna þar, þeirra Ástu Agnarsdóttur og Agnars Jó- hannessonar, varð mjög tilfinnan- legt. Fáklædd horfðu þau á bæ sinn brenna með öllu innanstokks, svo og hey og nokkrar skepnur. En rau misstu líka það, sem var þeim meira virði en allir fjármunir xeirra. Ekki erum við þess megnug að bæta fjölskyldunni þungbæran harm. í þeim efnum getum við að- eins vottað samúð okkar, En við getum — ef við tökum höndum saman — bætt henni að nokkru leyti það fjárhagslega tjón er varð í brunanum. Skagfirðingafélagið hér í bæ leitar því til ykkar, góðir Akureyr- ingar, í því skyni að afla nokkurs fjár til styrktar þessu bágstadda fólki. Það þarf ekki stórar fjárfúlgur frá hverjum einstakling, ef að margir verða þátttakendur. Verum jess minnug, að margt smátt gerir eitt stórt. Með því að sækja skemmtisam- komu, er Skagfirðingafélagið gengst fyrir í Alþýðuhúsinu mið- vikudaginn 6. janúar kl. 8.30 e. h., gefst tækifæri til þess að styrkja f jölskylduna á Keiði. (Sjá auglýs- ingu í blaðinu.) Einnig verður fjár- gjöfum veitt móttaka í Hafnarbúð- inni við Skipagötu, Reykhúsinu við Norðurgötu og í verzl. Drangey, Aðalstræti 17. Með fyrirfram þökk fyrir góðar undirtektir. — Gleðilegt nýtt ár! Stjóm Skaéfirðingafélaésins. Hvj' er ekki byggt hraðfrystihús á Akureyri? Þannig spyr maður mann. Og svarið er. Það er K.E.A. að kenna. Jakob vill það ekki. Heldur ekki Guðmundarnir. Hvaða bölvað bull er þetta, mað- ur. Jæja þú um það. Svona skrafar fólkið í skammdeginu. Hér er fagur bær. Ef til vill feg- ursti bær á Islandi og hér búa um 8000 menn, konur og börn, sem þarfara væri, en flest annað, að hefðu ærið að vinna, en ekki þyrfti að sjá á bak heilum fjölskyldum er hverfa burtu. Guð hefur blessað Útgerðar- félag Akureyringa. Það hefur feng- ið í vöggugjöf farsæla stjórn og framkvæmdastjóra, fengsæla skip- stjóra og til þess hafa valist hinir duglegustu sjómenn og annað starfsfólk yfirleitt. Má ekki hér takast að starfrækja hraðfrystihús? Jakob vill ekki standa hag fólks Krafa kjósenda. Eg leyfi mér fyrir munn yfir gnæfandi hluta kjósenda þessa bæjarfélags, ef ekki allra undan tekningarlaust, að bera fram þá ósk, að strax verði hafizt handa um byggingu hraðfrystihúss og ekkert hikað við að Ijúka því svo fljótt, sem verða má. Þessu hefur nógu lengi verið slegið á frest og fyrir munu liggja áætlanir um kostnað, fyrir atbeina ýmissa velunnara þessa þarfa máls, sem ekki fá skil ið að einmitt hér skuli vera van- rækt að starfrækja hraðfrystihús, sem annars staðar er talið vera undirstaða. þess þáttar fisknýting- ar, sem vel hefur gefizt, ef ekki bezt. Megi þetta verða verkefni bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og bæjarráðs á árinu 1954. Annað er ekki sæmandi og um þetta má ekki verða ágreiningur, Hér er um milljóna verðmæti að ræða, fari allt að líkum, og sam- hugur og samvinna fær að ráða, og enginn einn stjórnmálaflokkur má ætla að bæta skrautfjöður Fréttir frá Húsavík Fréttaritari blaðsins í Húsa- vík skrifar 2. janúar: Á gamlaárskvöld var hér gott og fagurt veður. Skemmti fólk sér við þrjár stórar brennur og flug- elda, sem skotið var víða um bæ- inn. — Áramótadansleikur var í samkomuhúsinu og stóð hann langt fram á nótt. Allt fór þetta vel og friðsamlega fram. Á annan jóladag dó hér í sjúkrahúsinu Steinþór Geirfinns- son verkamaður, 44 ára. Sama dag voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik A. Friðrikssyni þau frk. Kristín Haraldsdóttir, Húsavík, og Stefán Bergmundsson, Akureyri. — Á jóladag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ólena Jónsdóttir og Einar Tr. Jóhannesson. Til Sólheimadrengsins. Kr. 100 frá Þrúði Gunnarsdóttur. — Mótt. á afgr. Dags. Strandarkirja. Áheit frá A. Þ. kr. 100. — Áheit frá J. S. kr. 100. Mótt. á afgr. Dags. hatt sinn í sambandi við þarfa mál þetta, sem of lengi hefur verið stungið svefnþorni. Nú er mál að vakna. Dag fer að lengja. Akureyri 23. og 24. des. 1953. Gísli Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.