Dagur - 09.01.1954, Side 1

Dagur - 09.01.1954, Side 1
KOSNIN G ASKRIFSTOF A Framsóknarmanna er op- in daglega kl. 10—12 f. h. 1—7 e. h. og frá kl. 8.30 á kvöldin AGUR DAGUR kemur út á reglulegum iitkomudegi, miðvikudag- inn 13. janúar. XXXVII. árg. Akureyri, laugardaginn 9. janúar 1954 2. tbl. Ullarþvottavélin - 56 metra löng Berníiarð Stefánsson alþm. 65 ára í gær Bernharð Stefánsson alþingis- niaður varð 65 ára í gær. Þessa þjóðkunna Eyfirðings var minnzt hér í blaðinu nýlega, í tilefni af 35 ára þingmannsafmæli hans og verður því ekki birt afmælisgrein um Bernharð að þessu sinni, þótt verSugt væri. En blaðið árnar þessum merka þingfulltrúa og ágæta Eyfirðingi allra heilla og þakkar honum langt og ánægju- legt samstarf. Myndin er frá Ullarþvottastöð SÍS á Gleráreyrum og sér inn eftir verksmiðjunni og mestur hluti hinnar stóru samstæðu sem þvær meiriparlinn af ullarframleiðslu landsins. 70 ára afmæli Géðtemplarsregl- unnar á Islandi er á morgun Reglan var stofnuð í kvistherbergi í Frið- bjarnarhúsi við Aðalstræti hér í bæ Á morgun eru liðin rétt 70 ár síðan 12 mcnn komu saman í kvistherbergi í húsi Friðbjarnar Stcinssonar við Aðalstræti hér í bæ og stofnuðu góðtemplarastúk- una ísafold nr. 1 og var þar með hafið starf góðtemplara hér á landi. Stofnandi stúkunnar var norskur maður, er hér var búsettur um hríð, OJe Lied að nafni, en aðalhvata- maður og raunverulegur brautryðj- andi góðtemplarastarfsins hér var Friðbjörn Steinsson bóksali, og heiðra templarar jafnan minningu hans sem eins hins merkasta for- ustumanns félagsskaparins. Hafa templarar hér látið gera brjóstmynd af Friðbirni, og verður hún sett upp hér í bænum á næstkomandi sumri. Utbreiðsla starfsins. Innan 2l/2 árs frá stofnun stúk- únnar hér voru góðtemplarastúkur stofnaðar í öllum fjórðungum landsins, og 20 árum síðar var Stórstúka íslands stofnuð, og voru þá starfandi 20 stúkur talsins. Góðtemplarareglan hér á Akur- eyri lét snemma mjög til sín taka, ekki aðeins með því að vinna að menningarlegra félags- og skemmt- analíti og aukinni bindindissemi, heldur réðist hún í það stórvirki árin 1906 og 1907 að reisa hér sam- komuhús, sem var þá og lengi á eftir veglegasta samkomuhús lands- ins. Ber húsið enn vott um stórhug og dugnað góðtemplara á þessum tíma, því að enn í dag er það með reisulegustu húsum bæjarins (Sam- komuhúsið). Á seinni árum hafa templarar enn ráðizt í stórvirki, og eiga nú eitt veglegasta samkomuhús bæjar- ins, Varðborg, sem kunnugt er. Fjórar stúkur starfandi. I dag eru fjórar stúkur starfandi hér í bænum, en á öllu landinu eru nú 11 þúsund félagsmenn í stúkunum. Árið 1904 var stofnuð stúkan Framhald á 8. síðu. Stórbruni á Reykjaiundi í fyrrinótt «/ Um kl. 4.30 í gærmorgun kom upp eldur í stórum herskála að vinnuheimili SÍBS í Reykjalundi og varð af mikill eldur. Brunnu tveir skálar til kaldra kola og með þeim mikil verðmæti. Er tjónið alls metið á 700 þús. kr. f skálanum, sem í kviknaði, var þvottahús heimilisins, búið full- komnum vélum og eyðilagðist það alveg og jafnframt brann mikið af alls konar fatnaði er þar var, bæði eign vistmanna og heimilisins, t. d. sængurföt á 200 rúm. í hinum skálanum var m. a. alls konar varningur og brann allur, m. a. 1500 pör af vinnu- vettlingum, sem framleiddir eru á Reykjalundi, 20.000 skápahöld úr plastik og margt fleira. Skál- ar og varningur var sæmilega vátryggt. 13 meno hafa fasta atvimiu við þetta nýja fyrirtæki Sambandsins - vinnulaun rösklega hálf milljón króna á síðastliðiiu ári Síðasfi dagur áfengissölu á Ákur- eyri er í dag Mjög mikil verzlun síðustu daga - í gær annar Þorláksdagur Jafnframt alþingiskosningunum í sumar ákváðu Akureyringar að loka útsölu Áfengisverzlunar ríkis- ins hér í bæ samkvæmt heimild um héraðabönn í áfengislögum, sem nú var látin koma til íramkvæmda. Féllu atkvæði Jiannig, að 1730 voru með lokun, 1274 á móti, 332 seðlar c voru auðir og ógildir voru 33. — Lokun skyldi koma til framkvæmda sex mánuðum eftir kosningar, og er nú að því komið. Dagurinn í dag er síðasti dagur áfengisútsölu hér, fyrst um sinn að minnsta kosti. Er blaðið átti tal við útsöluna hér í gær, var þar mikil verzlun, og hefur svo verið síðustu daga, og birgðir óðum að þrjóta. Tölur gat blaðið ekki fengið um söluna, en talið var, að dagurinn í gær mundi verða „annar Þorláksdagur", en þá var metverzlun hér; nam salan þá í milli 70 og 80 þúsund krónum. Langsamlega stærsta og um- fangsmesta „nýsköpun“, sem gerð lieíur verið í atvinnulífi Altur- eyrar á sl. f jóruni árum, er fram- kvæmdir Sambands ísl. sam- vinnufélaga við Glerá. Þar er nú risið upp stærsta og nýtízkulegasta verksmiðjufyrir- tæki landsins, Gefjun nýja, sem veitir miklum fjölda bæjarmanna lífvænlega atvinnu, og fyrir rösk- um fjórum árum var lokið bygg- ingu Ullarþvottastöðvar SÍS á Gleráreyrum, sem er merkilegt fyrirtæki, þótt hljótt hafi verið um það hér í blöðum. Þetta er sjálfstætt fyrirtæki, starfrækt af Utflutningsdeild SÍS, enda í nán- um tengslum við útflutnings- framleiðslu landsmanna. Akureyri mesta ullarútflutnings- höfn landsins. Síðan ullarþvottastöðin tók til starfa hefur Akureyri verið mesta ullarútflutningshöfn landsins, því að hingað kemur meginið af ull- arframleiðslu landsmanna til mats og þvottar og er síðan sent héðan úr landi, það sem ekki fer til vinnslu á Gefjuni eða til anh- arra innlendra nota. Nýtízkuleg vcrksmiðja. Ullarþvottastöðin er mikið hús, 70 metra langt og 14 m. breitt, alls um 8600 rúmmetrar, en gólfflötur er 980 fermetrar. Á efri hæð eru geymslur fyrir óþvegna ull og þar fer allt ullarmat fram, en þaðan fer ullin um rennu á neðri hæð- ina og þar er hin stóra ullar- þvottavél ásamt með tæturum. Þessi þvottasamstæða er alls 56 metra löng og er frá kunnri am- erískri verksmiðju, og hið vand- aðasta tæki, enda kostaði það mikið fé. Kom maður frá verk- smiðjunni hingað á sínum tíma til þess að setja samstæðuna upp. Afköstin eru miðuð við að hægt sé að þvo alla ullarframleiðslu landsmanna, þótt hún aukizt verulega frá því, sem nú er. Vinnslan á siðastliðnu árL Blaðið átti í gær tal við fram kvæmdastjóra Ullarþvottastöðv- arinnar, Ófeig Pétursson, og skýrði hann svo frá, að á sl. ári hefði stöðin tekið á móti 453 lest um af óþveginni ull, úr öllum sýslum landsins og mun þetta vera mun meira en helmingur allrar ullarframleiðslunnar, en afgangurinn fer til ullarverk- smiðjanna beint eða til heimilis- nota. Ur þessum 453 lestum feng- ust 256 lestii' af hreinni ull, og er rýrnunin við þvottinn því um 44%. Ullarþvottastöðin var 9 mánuði ársins að meta, tæta og þvo þessa ull og höfðu 18 menn fasta atvinnu við þetta starf. Átta menn vinna við ullarmatið, 5 við þvottinn, 3 við að balla ullina og 1 við flutninga og vigtun. Auk þess er svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins, eða samtals 18 menn. Vinnulaun á sl. ári námu 530 þúsundum króna. J Vöxtur iðnaðar. Bygging og starfræksla Ullar- þvottastöðvarinnar er enn einn liður í þeirri stefnuskrá Sam- bandsins að gera Akureyri að höfuðmiðstöð þess iðnaðar, sem Sambandið starfrækir. Hafa sam— vinnumenn gert hér stórvirki á sl. fjórum árum, með þessari framkvæmd, hinni miklu endur- byggingu Gefjunar, starfrækslu skóverksmiðjunnar Iðunnar og Fataverksmiðjunnar Heklu, en öll þessi fyrirtæki veita nú hundruðum manna atvinnu og eiga einna mestan þátt í því að Akureyri er einhver öflugasta iðnaðarmiðstöð landsins. Þetta eru athyglisverðar staðreyndir til samanburður við fullyrðingar um að rekstur samvinnumanna sé fjötur um fót heilbrigðri efna- hagsþróun í bænum. Er slíkt tal einhver hin mestu öfugmæli, sem hugsast má, og þó má oft sjá slíkt á prenti og ekki sízt er líður að kosningum. Sameiginlegur listi Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í Húsavik Samkomulag hefur orðið um sameiginlegan framboðslista Framsóknarmanna og Sjálfstæð- ismanna í Húsavík við bæjar- stjórnarkosningarnar og skipa efstu sætin þessir menn: Karl Kristjánsson alþm., frú Helena Líndal, Þórir Friðgeirsson gjald- keri, Finnur Kristjánsson kaup- félagsstj., Ari Kristinsson lög- fræðingur og Þorvaldur Árnason framkvæmdastjóri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.